Tíminn - 26.03.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.03.1972, Blaðsíða 6
TÍMINN Sunnudagur 26. marz 1972. Tvíburasysturnar Framhald af bls. 3. fimm barnabörn. Einn sonur okkar er a& visu i Kanada, en hann kemur alltaf heim við og við, og hinir koma oft heim með fjölskyldur sinar. Og nú hefur yngsta sonardóttir min, sem er rúmlega fjögurra ár, skrifað sina fyrstu sögu, sem er að visu ekki nema eiUhvað sex setningar, en saga samt! bað er gaman að fylgjast með barnabörnunum. Meðan manns eigin börn eru að komast upp, þá er maður alltaf svo önnum kafinn, að það gefst óneitanlega betra næði til að fylgjast með þroska barnabarn- anna. Ég hef alltaf álitið mjög mikilsvirði að fólk læsi mikið, og að lesið væri fyrir börnin. Að visu er nú mikið um bókaklúbba i Englandi og bókasöfn allvel sótt, en samt les fólk ekki nóg. Það fer svo mikill timi i að horfa á sjón- varpið. Þó hefur sjónvarpið aukið áhuga barna á bóklestri. Þar eru t.d. vikulegir þættir um eitthvað úr klassiskum bókmenntum, og börnin tæma bókasöfnin af þeim bókum, sem kynntar eru hverju sinni, og kaupa þær i stórum stil til að fylgjast með. Hafið þér komið oft til tslands? Nei, þvi miður, þetta er aðeins þriðja ferð min hingað. Ég kom fyrst meðan Heklugosið stóð yfir 1947, svo kom ég þegar Vifill systursonur minn kvæntist, svo þetta er þriðja ferð min.. Mig langar til þess að koma og feröast meira um landið, en ennþá hefur mér ekki tekizt að telja manninn minn á að koma hingað. Hann vill heldur fara til suðlægari landa I sumarleyfum, en ég er viss um, að ef hann kæmi, þá yrði hann jafn hrifinn af landinu og ég. En hafið þér samt ekki notað Island sem atburðasvið i ein- hverju af bókum yðar? Jú, ég notaði efni i sambandi við Heklugosið i eina bók, og við- ar hef ég gripið til islenzkra stað- arlýsinga. Við búum i sveitaþorpi i Glouc- hestershire og höfum búið þar i þrjátiu ár. Þar er hæðótt landslag og fagurt umhverfi, og við erum auðvitað orðin mjög samofin mannlifinu i þorpinu. Húsið okkar gamall bóndabær, stórt hús með stórum garði umhverfis, svo mörgu þarf að sinna, og mér veitist erfitt að láta timann hrökkva til að skrifa lika — lifið er svo stutt. En það er nú svona, ef efnið ásækir mann, þá er alveg sama hvað maður gerir til að reyna að losna við það — jafnvel þótt ég rjúki i að gera hreina alla skápa og annað viðlika gáfulegt, þá verður rhaður að setjast við að koma sögunni á blað að lokum, þvi að annars gengur maður með eins konar léttasótt, sem er siður en svo notaleg. Og nú skrifa ég raunverulega mest þegar ég hef minnstan tima aflógu, þvi þá veit ég, að ég verð að nota hverja einustu stund, sem gefst. Þér hafið lika skrifað bækur, sem eru sérstaklega fyrir treglæs börn — hvernig bar það að? Það vildi þannig til, að skammt frá okkur var stofnaður ágætur skóli fyrir börn með lestrarörðug- leika, og ég fór að lita i bækurnar þeirra. Mér fannst þær yfirleitt ákaflega leiðinlegar, og mér fannst að það hlyti að vera hægt að skrifa sögur, sem krakkarnir fengju áhuga á, bækur, sem væru i CRÉME I FRAÍCHE Med dvöxtum í eftirrétti Blandid smátt skornum ávöxtum og sýrb- um rjóma í ábœtisglös. Frískandi eftir- réttur, sem strax nœr hylli fjölskyldunnar. MJOLKURSAMSALAN I REYKJAVIK 1 CREME FRAÍCHE Cocktailsósa &*sinnepssósa Cocktailsósa: J/2 dl af tómatsósu í dós af sýröum rjóma. Sinnepssósa: 2 msk af sinnepi í dós af sýröum rjóma. Gott með fiski, pylsum, hamborgurum, steiktu kjöti, kjúklingum, kryddsild, humar, rakju o.fl. MJÓLKURSAMSALAN í REYKJAVIK CREME FRAÍCHE I grœnmetissalöt Notið sýrðan rjóma sem ídjfu með söxuðu grœnmeti í stað t. d. mayonnaise. MJÓLKURSAMSALAN f REYKJAVIK á góðu máli, en eðlilegu. Ég fór að spreyta mig á þessu, skrifaði bækurnar i fyrstu persónu, svo að krökkunum fyndist þau sjálf tengdari efninu notaði jafnvel dálitið af „slang" — óvönduðu máli i samtölum — inn á milli, svo að textinn liktist því máli, sem börn voru vön að tala, en notfærði lýsingar til að koma að góðu máli. Ég forðaðist ekki löng orð eða torskilin, gætti þess aðeins að nota orð, sem auðvelt er að skilja sundur i atkvæði i lestri. Svo endurtók ég löngu eða torskildu orðin oftar en einu sinni i text- anuin. Þessar sögur voru fyrst reyndar i skólanum, og krakkarnir höfðu greinilega gaman af þeim. Svo komst ég i samband viðstórtútgáfufyrirtæki i London, og nú eru þessar bækur sendar i alla skóla, a.m.k. i London. Ég hef heyrt frá börnum i mörgum skólum, og þau virðast ánægð með þær. 1 flestum þeirra nota ég umhverfi, sem kemur börnunum kunnuglega fyrir sjónir, en stundum kem ég þó einhverju að, sem er þeim framandlegt, og þar á meðal hef ég notað sögusvið frá Islandi. Hve margar bækur af þessu tagi eru komnar út eftir yður? Fjórar, en ég vona að þær verði fleiri. Ég hef enga uppeldisfræði- menntun, en skrifa aðeins út frá minni eigin tilfinningu. Mér er t.d. ljóst, að séu bórnum fengnar bækur, þar sem eingöngu eru notuð stutt, barnaleg orð, þá finnst þeim sér verða sýnd litils- virðing. Sumir kennarar hafa fundið að þvi, að ég skuli nota þetta miður „fina" talmál inn á milli en mér hefur þá orðið á að spyrja þá, hvernig börnin tali, hvernig þau eigi að þekkja sig i heimi bókarinnar, ef þar komi fram allt annar talsmáti en þau þekki? Það sem m.a. kom mér til þess að skrifu þessar bækur er það, að mér finnst það svo átakanlegt, þegar börn hafa ekki gaman af bókum og fara á mis við þann auð, sem þar er að fá. Einu sinni var ég að lesa fyrir sonarson minn, sem var um fjögurra ár. Þá sagði hann: Amma, ég vildi óska að ég kynni að lesa. Þá skyldi ég fá mér konfektkassa og bara lesa og lesa og borða súkkulaði allan heila daginn. Mér þótti vænt um að heyra, að hann skyldi gera sér ljóst svona snemma hvers hann fór á mis við það, að geta ekki lesið sjálfur — og fimm ára var hann lika orðinn allæs. Hver af bókum yðar finnst yður sjálfri vera bezt? Ég held að það séu Litli tré- hesturinn og Köttur galdra- nornarinnar. Litli tréhesturinn hefur orðið ákaflega vinsæll þó að mér sé sifellt sagt, að hann komi bæði börnunum og fullorðnum til að skæla! Gamall maður, sem býr i þorpinu okkar, smiðaði tré- hesta nákvæmlega eftir myndinni fremst i bókinni og gaf öllum barnabörnum minum og mér sjálfri. Meðan ég vann að þýðingu Ævintýris litla tréhestsins óskaði ég þess oft, að tækifæri gæfist til að hitta þann höfund, sem svo vel kann að segja sögu, að jafnvel fullorðnir biða lika i eftir- væntingu eftir þvi, hver verði örlög litla, hrjáða, en hughrausta tréhestsins. Samfundur okkar stóð stutta stund, en áhrifin sem eftir lifa eru þau, að gáfuðv skilningsrik og ágæt listakona hefi gist húsið. Sigriður Thorlacius. Kvennaskólinn á Blönduósi er til leigu á komandi sumri. Leigutil- boðum skal komið fyrir 20. april til for- manns skólanefndar Sigurðar Þorbjörns- sonar, Geitaskarði eða til forstöðukonu skólans. SKÓLANEFNDIN. Jöro til ábúðar eoa sölu Jörðin Bakkagerði i Hliðarhreppi N-Múla- sýslu er laus til ábúðar i næstu fardögum. Sala getur einnig komið til greina. Jörðinni fylgir selveiði á Héraðssandi og veiðiréttur i Fögruhliðará, sem er i rækt- un, og miklar véltækar engjar. Upplýsingar gefur oddviti Hliðarhrepps Sveinn Guðmundsson Sellandi. w Félag járniðnaðarmanna FELAGSFUNDUR verður haldinn þriðjudaginn 28. marz 1972 kl. 8.30 e.h. i samkomusal Landssmiðj- unnar v/ Sölvhólsgötu. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. Frásögn sendinefndar af ferð til Sovétrikjanna. 3. önnur mál Mætið vel og stundvislega. Stjórn Félags járniðnaðarmanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.