Tíminn - 26.03.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.03.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Sunnudagur 26. marz 1972. iSllMII 4fl Jt tfefc1 Ml Endurskoðun mnn 09 maicrni tryggingalöggjafarinnar Samhliöa framhaldsendur- skoöun skattalaga, tekjustofna sveitarfélaga og skattheimtu rikisins, veröur áfram starfað að heildarendurskoöun trygginga- málanna. Viö þessa framhalds- skoöun veröur fulltrúum st- jórnarandstöðuflokkanna skipaö sæti i þær nefndir, sem að þessum málum vinna. Fulltrúar stjórnarandstöð- unnar hafa þegar tekið sæti i þeirri nefnd, sem vinnur aö heildarendurskoöun trygginga- mála. Eru það þeir Oddur ólafs- son, læknir og alþm., tilnefndur af Sjálfstæðisflokknum, og Sigurður Ingimundarson, forstjóri Trygg- ingastofnunar rikisins. Starf þessarar nefndar, sem skipuð var i sumar skömmu eftir að rikisstjórnin kom til valda, beindist i fyrstu eingöngu að þeim breytingum á almannatrygginga- lögunum, sem stjórnarflokkarnir töldu, að ekki þyldu bið. Þær breytingar, sem nefndin lagði til, að gerðar yröu sem fyrst, voru lögfestar i desember og tóku gildi 1. jan. sl. Tekjutryggingin Meginefni þeirrar breytingar, sem lögfest var i desember var hækkun tekjutryggingar örorku- og ellilifeyrisþega upp i 10 þúsund krónur á mánuði handa einstak- lingi og 18 þúsund kr. á mánuði fyrirhjón. Með þessari breytingu varð meira en 100% hækkun á tekjutryggingunni frá þvi rikis- stjórnin kom til valda. Hún hækk- aði tekjutryggingamarkið úr 4.900 krónum i 7 þúsund i ágúst og siðari hækkunin tók gildi 1. jan. sl. Allir virðast sammála um, að þetta átak var félagsleg nauðsyn og þessi skipan mála er raunar aðeins neyðarráðstöfun til að bæta úr mjög miklu misrétti þegnanna, sem hefur skapazt vegna þess að lifeyristrygginga- kerfið þróaðist yfir i tvöfalt kerfi, þar sem hluti þegnanna var þó að hálfu utan við. Ef stofnað hefði verið til eins almenns lifeyris- sjóðs fyrir landsmenn alla i upp- hafi tryggingalöggjafarinnar, 1946, lifeyrissjóðs, sem hefði að fullu fullnægt þörfum sjóðsfélaga fyrir lifeyri, væri ekki við þann vanda að glima i tryggingamál- um nú og raun er á. 216 þús. fyrir hjón 1 framkvæmd er tekjutryggingin þannig, að við ákvörðun tekna elli- og örorkulifeyrisþega er miðað við bætur almannatrygg- inga til viðkomandi umsækjanda sjálfs, eins og þær eru á hverjum tima, þegar hækkun kemur til álita, en aðrar tekjur ákveðnar samkvæmt nýjustu upplýsingum, sem skattayfirvöld geta latið i té, enda geti umsækjandi eða Trygg- ingastofnunin ekki fært sönnur á nýrri upplýsingar. ,,Aðrar tekjur” teljast i þessu sambandi allar tekjur skv. tekju- dálki skattskýrslu, að undan- skildum tryggingabótum, eigin húsaleigu og tekjum barna. Nái lifeyrir ekki 120 þúsund á ári hjá einstaklingi greiðir Trygginga- stofnunin það, sem á vantar, þannig að tryggt sé að enginn hafi minna en 120 þúsund krónur á ári. Fyrir hjón nemur þessi upphæð 216 þúsund krónum. Þessi mynd var tekin austur viö um áhuga. r I jafnréttisanda Aðrar breytingar á lögunum um almannatryggingar, sem lög- festar voru i desember hnigu i jafnaðar og jafnréttisátt. M.a. var gerð breyting á ák- væðum um barnalifeyri, en eldri ákvæði voru mótuð þvi sjónar- miði, að faðir barns væri eini framfærandinn. 1 nýju lögunum er hins vegar kveðið á um, aö sé annað foreldri látið eða örorkulif- eyrisþegi greiðist einfaldur barnalifeyrir en séu báðir for- eldrar ófærir um að inna fram- færsluhlut sinn af hendi skal greiddur tvöfaldur lifeyrir . Þá var tekið inn i lögin ákvæði um, að heimilt sé að greiða lifeyri með barni manns, sem sætir gæzlu- eða refsivist og ennfremur að heimilt verði að greiða lifeyri með barni, sem ekki hefur reynzt gerelgt að ferðra, en þess eru nokkur dæmi. I sama jafnréttisanda er sú breyting, sem gerð var varðandi ákvæði laganna um ekkjubætur. Lögfest var i desember að ekkill fái sama rétt og ekkja. Rétturinn er 7.368 krónur á mánuði i 6 mánuði eftir fráfall maka og 5525 krónur á mánuði i 12 mánuði þar á eftir, sem greitt er vegna hvers barns, sem ekkill eða ekkja hefur á framfæri sinu. Þá var sú breyting gerð, að allir fullorðnir einstaklingar 17 ára og eldri verða fullkomlega jafnir að rétti gagnvart sjúkradagpening- um. Aður var ein upphæð fyrir kvæntan mann og gifta konu, sem var aðalfyrirvinna heimilis, 251 krónur á dag i sjúkratryggingu en Skeiðará 1 vikunni. Þar hafa vlsindamenn og starfsmenn vegageröarinnar fylgzt með vezti árinnar af mikl- (TimamyndÞÓ) 317 kr. i slysatryggingu. Ein- hleypingar fengu áður 221 kr. i sjúkratryggingu en 281 kr. i slysatryggingu. Húsmóðir, sem ekki vann utan heimilis fékk hins vegar aðeins 145 krónur og var örorkulifeyrir notaður sem við- miðun. Mikilsverðar réttar- bætur húsmæðra Hér er um mjög mikilsverðar réttarbætur að ræða fyrir þær konur, sem vinna heimilsstörf og ekki stunda vinnu utan heimilis. Er rétt að þær láti þetta ekki fram hjá sér fara. Sú mismunun, sem i gildi var áður en þessi breyting var gerð i desember á lögunum, stafaði af þvi sjónarmiði, sem rikjandi hefur verið i tryggingalögunum, að kvæntur maður hafi fyrir konu og börnum að sjá, eins og það hefur verið orðað. Meö lagabreyt- ingunni er tekið tillit til fram- færsluskyldunnar hjá báðum for- eldrum með þvi að hækka dag- peninga vegna barna, 'sem sjúklingurinn hefur á framfæri. Dagpeningar vegna hvers barns á framfæri voru hækkaðir úr 29 krónum á dag i 75 krónur. Dag- peningar i slysatryggingu eru 317 krónur á dag og 251 króna i sjúkratryggingu fyrir hvern ein- stakling, óháð hjúskaparstétt og kyni. Þessi upphæð var áður að- eins greidd kvæntum körlum og giftum konum, sem unnu utan heimilis en með breytingunni fá húsmæður, sem vinna heima,nú einnig sama rétt. BRHun "6006, BRAUN - “6006,, með synkrónisku platínuliúðuðu blaði, nýja rakvélin, sem veldur þáttaskilum í rakvéla- tækni, fæst í raftækjaverzlunum í Reykjavík og víða um land. BRAUN-umboðið: RAFTÆKjAVERZLUN ÍSLANDS HF. SÍMI 17975 OG 17976, REYKJAVÍK Tryggingadómstóll Ákveðið hefur verið að koma á fót sérstökum tryggingadómstóli, sem bótaþegar gætu skotið úr- skurðum og ákvörðunum um bætur til. Eins og málum hefur verið háttað eiga bótaþegar eða þeir, sem sækja um bætur hjá Tryggingastofnun og telja sig misrétti beitta, ekki kost á að sk- jóta máli sinu til neins dóms. Vissulega geta einstaklingar skotið máli sinu til tryggingaráðs, sem á að leggja úrskurð á málið, en tryggingaráð hefur aldrei talið sig aðila til að hnekkja örorku- mati. Það verður að teljast mjög eðlilegt,að til sé dómstóll, sem hægt er að skjóta málum til og slikt er ekki aðeins til hagræðis fyrir bótaþegana, eins og lýst hefur verið hér að framan, heldur einnig fyrir starfslið Trygginga- stofnunarinnar, sem í mjög mörgum tilvikum vill gjarna fá sérfræðilegar umsagnir, álits- gerðir og úrskurði um ákveðin at- riði, sem ekki liggja alveg ljóst fyrir, hvernig meðhöndla á. Slíkur fómstóll mundi að sjálf- sögðu i engu draga úr rétti ein- staklinga til þess að leita réttar sins samkvæmt almennum dóm- stólum, ef þeir óska. Þessar eru veigamestu breytingarnar, sem umrædd endurskoðun tryggingamálanna hefur leitt til og þegar hafa verið lögfestar. En eftir eru stór og vandasöm atriði, sem unnið verður að á næstu misserum. Sjúkratryggingar Með breytingunum á skat- takerfinu og nýrri verkaskiptingu rikis og sveitarfélaga, en fyrst- og fremst með niðurfellingu persónuskattanna, þar á meðal sjúkrasamlagsgjalda, verður óh- jákvæmilegt að gera breytingar á framkvæmd sjúkratrygginganna i landinu og aðlaga þær hinum nýju aðstæðum. Með niðurfell- ingu sjúkrasamlagsgjaldanna verður að koma samræmd fram- kvæmd sjúkratrygginganna um .land allt og fullkomlega jafn réttur allra þegna til greiðslna frá sjúkratryggingunum. Með þess- um breytingum, sem gerðar hafa verið á skattalögum, er hlutverki sjþkrasamlaganna, sem eru 245 talsins, 1 rauninni lokið. Taka verður upp nýtt fyirkomulag þeirra mála og riður á, að með þeirri breytingu verði unnt að stórauka þjónustu trygginganna almennt við þá, sem við al- mannatryggingakerfið þurfa að skipta. Annað stórverkefni, sem biður úrlausnar, er framtiðarstefna eða framtiðarskipan lifeyrissjóða- málanna. Lffeyrissjóðirnir f greinargerð, sem Þórir Bergsson, tryggingafræðingur hefur gert um hina sjálfstæðu lif- eyrissjóði^ sem starfandi eru i landinu, bendir hann á, að eftir 2- 3 ár muni heildariðgjöld til þess- ara lifeyrissjóða verða um 2 milljarðar króna árlega og á nokkrum árum muni þvi ráð- stöfunarfé þeirra nema tugum milljarða króna. En réttur manna i þessum lifeyrissjóðum er mjög mismunandi. 1 niðurlagi greinar- gerðar sinnar segir Þórir Bergs- son: ,,Af þessu yfirliti sést. hvilik ringulreið rikir i lifyrissjóðsmál- um þjóðarinnar. 1 raun og veru er ekki um neitt kerfi að ræða. Aragrúi sjóða er starfandi og taka til starfa. Þeirveita mjög mismunandi rétt- indi og félagsleg uppbygging þeirra er mjög breytileg.” 1 þessu sambandi hljóta að leita á þær hugmyndir, sem uppi hafa verið um einn sameiginlegan líf- eyrissjóð fyrir landsmenn alla og þá einnig.hvaða möguleikar eru á að verðtryggja lifeyrissjóðinn, þvi augljóst er, hversu misjöfnum höndum verðbólgan fer um ellilif- eyrisréttindi manna eftir þvi, hvaða störf þeir stunda, og i hvaða gerð lifeyrissjóða þeir eru. I þessu sambandi má benda á, að hugsanlegt er að Atvinnuleysis- tryggingasjóður geti þjónað hagsmunum launþega i landinu miklu betur i framtiðinni en hingað til, ef hann tæki að sér að hluta, eða öllu leyti, verðtrygg- ingu lifeyris verkafóks, er það kemst á eftirlaunaaldur, — en telja má það hlutverk náskylt þvi að sjá mönnum fyrir lifeyri, þegar þeir eru atvinnulausir. — TK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.