Tíminn - 26.03.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 26.03.1972, Blaðsíða 13
Sunnudagur 26. marz 1972. TÍMINN 13 % NÖZUM UM VINI OG FUNDI Það hefur mörgum gó6um manni reynzt erfiö þraut aö sam- eina ánægjulegt og harmónísér- andi heimilislif (sem yfirleitt felur þá i sér, að húsbóndinn sé heima hjá sér á kvöldin og hagi sér i einu og öllu „skikkanlega" eins og það er kallað), annars- vegar og hins vegar móttöku gamalla vina,sem skreppa hingað heim úr útlegð hins vegar. Meðan ég var sjálfur i Utlegð erlendis, en skauzt þetta einstaka sinnum heim til ættjarðarinnar, þótti mér ekkert eðlilegra eða sjálfsagðara, en að vinir minir hér væru til þess reiðubúnir að hitta mig hvenær, sem mér þókn- aðist, fara með mér á hina og þessa staði borgarinnar og dvelja þar langdvölum, fylgja straum- num eftir eins og gengur hér i borginni á föstudags- og laugar- dagskvöldum. Raunar má ég til að segja vinum minum það til hróss, að það stóð yfirleitt aldrei á þeim — kannski hafa þeir fagnað þessari afsökun fyrir Söguferð undir niðri — en vitanlega hafði maður aldrei fyrir að kanna hvað eigin- konur þeirra hugsuðu um málið. l'cssar hugleiðingar stafa raunverulega af því, að nú nýlega kom hingaðí heimsdkn úr annarri heimsálfu ágætur og gamall vinur minn og vitanlega ætlaðist hann til þess — eins og að raunar rétt og sjálfsagt er — að vinir hans hér sinntu honum á þann hátt að einhverju leyti, sem þegar hefur verið Iýst. Til að byrja með þá fagnaði ég þessu mjög, en þvi er ekki að neita, að eftir að hafa þurft að bregða mér frá ein þrjú kvöld I röð — og það fyrri hluta vikunnar — þá tók samtónn heimilisins að dofna dáiitið — einkum og sér I lagi, þegar það upplýstist nú einnig, að seinni hluta vikunnar hlyti ég einnig að vera bundinn ýmsum öðrum obligationum, sem allar útheimtu útiveru. Nú mátt þú ekki, lesari minn, imynda þér eitt andartak, að þetta séu einkennandi lifnaðar- hættir greinarhöfundar ellegar erfiðleikar hans á þessu sviði séu á einhvern hátt einstaklings- bundnir fyrir hann. Siður en svo. Hvert sem maður fer, og hvern sem maður hittir, og þegar vandamál af þessum toga ber á góma, þá hafa allir sömu sögu að segja. Og illt til þess að vita. Erfiðleikarnir stafa einfaldlega af þvi, að þetta ber einhvern veginn allt upp á sama daginn— og ef það ber ekki 'itþp á sama daginn þá virðist allt steðja að sömu vikuna. Siðan liða mánuðir — jafnvel ár (ja, ég segi það nú ekki — ár og dagar), að ekkert skeður. Enginn vinur kemur I stutta heimsókn frá útlöndum, engir fundir eru haldnir i borginni og maður verður nauðsynlega að fara á og allir viðkomandi aðilar venjast þvi að maður sé þar sem maður á að vera — heima hjá sér. Hvaða leiöir eru til úrbóta? Það tilheyrir öllum svona greinum, að höfundurinn verður nauðugur, FERGUSON MF13S ávuilt i fararbroddí! S9 Mesí selda dráttarvélin, jafnf ó íslandi sem og í öSrum löndum.. Fjölbreyttur tœknilcgur búnaður, mikil dráttarhœfni, lítil eigin þyngd (minni jarSvegsþiöppun) og traust bygging. Perkins dieselvélin tryggir hámarks gangöryggi, áriS um kring, hvernig sem viðrar. SUÐURLANDSBRAUT32 'Sími 38540 viljugur að benda á einhverjar leiðir til úrbóta, annars er þetta engin grein — slíkar greinar skrifar maður ekki! Já, það er nú það. Engin leið er til að skipuleggja heimferðir vina sinna erlendis frá og jafna þeim niður. Ekki er heldur hægt að segja við þá: „Nei, ég má ekki fara út". Enginn mannlegur máttur fær ráðið við þessi blessuð .fundarhöld — þau veröa að haldast, það sjá allir. Á þvi veltur heill alþjóðar að minnsta kosti og Guð veit hvað meira. Þvi miður hefi ég enga lausn á vanda þessum nema þann, að stofna til karlmannaréttinda- félags, sem hcfur þáð markmið að vekja skilnfng og samúð kven- þjóðarinnar á nauðsyn þess, að menn þeirra hitti víni sína erlendis frá, þegar þeim sýnist (báðum vitanlega) að menn þeirra fari á fundi, þegar þeim sýnist og ver þar eins lengi og þeim sýnist. Konur eru miklu skynsainari en maður gæti haldiö i svona fljótu bragði og þær lila yfirleitt út fyrir að vera — og ég er viss um,að nieð skynsamlegum fortölum er hægt að koma þcim I fullan skilning um þetta. Ef það dugar ekki — ja — tja — það er nú það. Þá er bara engin lausn til. Páll Heiðar Jónsson. BÆNDUR ATHUGIÐ Til sölu HAUGSNIGILL 5 metra langur Traktorsdrif- inn Smiðaður af Landsmiðj- unni. Upplýsingar i BÍLA, BÁTA 0G VERDBREFASÖLUNNI við Miklatorg. Sími 18677 FERMINGAÚR í miklu úrvali EINUNGIS NÝJUSTU MÓDEL Ur Eg MlMur LAUGAVEG 3 - SÍMI 13540 VALDIMAR INGIMARSSON ÚRSMIÐUR Rjómaísterta - eftirréttur eða kaff ibrauð ? Þér getið valið Ef til vill vitið þér ekki, að yður býðst 12 manna Emmess ísterta, sem er með tveim tertubotnum úr kransakökudeigi. — Sú er þó raunín. Annar botninn er undir ísnum, en. hi.nn ofan á. ísinn er með vanillubragði og ispraut- aðri súkkulaðisósu. Tertan er þvi sannkallað kaffibrauð, enda nefnum við hana kaffitertu. Kaffitertan er fallega skreytt og kostar aðeins 250,00 krónur. Hver skammtur er þvi ekki dýr. Reglulegar istertur eru hins vegar bráð- skemmtilegur eftirréttur, bæði bragðgóður og fallegt borðskraut í senn. Þær henta vel yið ýmis tækifæri og eru nánast ómissandi í barna- afmælum. Rjóma-ístertur 6 manna terta kr. 125.00. kosta: 9 manna terta — 155.00. 12 manna terta — 200.00. 6 manna kaffiterta — 150.00. 12 manna kaffiterta — 250.00.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.