Tíminn - 26.03.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 26.03.1972, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 26. marz 1972. — Þér kannist við þetta, mælti dyravörðurinn hlægjandi. — En hér er enn verra á ferðinni! Hann fór að heiman seinni partinn í gær, og er enn ekki kominn heiim, — hetfur verið að heiman alla nóttina! — Nú, þá sjáið þér, að ekki er ég verstur! En hvað sagði „gamli maðurinn"? — Ekki eitt orð, — hristi að- eins höfuðið, og þótti mér það ills viti, og þori því að fullyrða, að bjóðist honum maður, sem er vel að sér í frakknesku, þá fær hann stöðu Damby's. Svona leið nú daigurinn, kvöld- ið kom, og starfsmenn bankans fóru hver heim til sín, og sinnti enginn þeirra frekar um Daimby. Bankastjórinn hr. Warner, innti dyravörðinn á hinn bóginn eftir því, hvar Damby ætti heima. — Ég verð, áður en ég fer að ferðast, að vita, hvað um hann er, mælti hann. Hann lét nú útvega sér vagn. Þegar vagninn kom, bauðst dyravörðurinn til þess, að halda á töskunni fyrir hann. En hr. Warner, sem sjálfur hélt á henni, kvað þess enga þörf. — En sögðuð þér ekki, að hann ætti heima í Moltanstræti nr. 7, á fjórða lofti? . — Jú, bankastjóri! Vagnstjóranum var þá sagt að halda þangað, og hálftíma síðar, gerði hr. Wamer vart við sig hjá komunni, sem Damby bjó hjá, og sagði þar, hver hann var. Innti hann nákvæmlega eftir því, hvaða skoðun hún hefði, að því er fjarveru hr. Damby's snerti og er hann heyrði, að hún var einskis fróðari, kvaddi hann, og kvaðst vona, að ungi maðurinn kæmi brátt heim atftur, glaður og heill heilsu. Ók hann síðan til járnbrautar- stöðvanna, og ferðaðist um nótt- ina frá borginni Dover yfir sund- ið milli Frakklands og Englands, og þaðan til Parísarboægar. VIII. KAPÍTULI. Hr. Studly veitti engan veginn jafn auðvelt, að svæfa rödd sam- vizkunnar, eins og hr. Warner, sem var yngri en þó forhertari. Þegar Warner var genginn til hvflu, hafði Studly aftur sezt hjá rúmi dóttur sinnar. Þar sat hann alla nóttina og ein blíndi fram fyrir sig. Nokkrum sinnum hné höfuð hans niður á brjóstið, en í hvert skipti hrökk hann þó jafnharðan upp, með því að honum heyrðist hann heyra hljóð. Þegar komið var fram undir morgun, sofnaði hann þó að lok- ulm, og vaknaði eigi, fynr en hann hrökk upp við það, að tekið var f dyrabjölluna. Mundi hann þá fyrst eigi hvar hann var staddur, en brátt rifj- aðist þó allt upp fyrir honum, og greip hann þá allt í einu sé hræðsla, að vera kynni, að það væri lögregluþjónn, sem hringt hefði. Hann sá, að Anna lá enn í fasta svetfni, og gekk því ofan. Fór hrollur um hann, er hann gekk fram hjá borðstofunni. En er hann hafði lokið upp hurðinni, sá hann, að það var vinnukonan, seim hrinigt hafði. Innti hún eftir því, hvernig ung frúnni liði, og saigði, að móðir sín gæti eig komið, fyrr en að áliðn- um dagi. Studly sagði, að Önnu liði bet- ur, og bað hana að vitja Balther- wick's læknis. Stúlkan fór nú leiðar sinnar. — Nú er klukkan orðin sex, og dr. Baltherwick getur ekki verið væntanlegur strax, mælti hann við sjálfan sig. En við önnu þyrfti ég að tala, áður en hann kemur, mælti hann enn fremur. Og vakni hún ekki, verð ég að vekja hana, til þess að afla mér vitneskju urn það, hvað hún hefur séð, eða ímyndað sór. — Betur, að ég hefði aldrei séð þennan voðalega, stað enda lagðist það þegar illa í mig. — En hann hefur einatt fengið mig — til hvers, er hann vildi- Og svo datt honum í hug, að hann hefði látið hinn taka við peningunum, og dýrgripunum, sem hann hafði þó sjálfur haft langa hríð í vörzlum sínum. Mörg heimskan hafði honum á orðið, en aldrei þó neitt þessu líkt. Hann stappaði fætinum í gólf- ið. En nú var komið sem komið Nrar, og varð hann því að sætta sig við það. Gekk hann síðan upp stigann, og var allt hljótt í svefnherberg- inu, er hann kom þar inn, en Anna opnaði þó hægt augun, er hann gekk að rúminu, og horfði, sem spyrjandi, á hann, og féll hon uim það miður. — Anna, mælti hann, ertu loks vöknuð? þú hefur sofið lengi! — Hef ég sofið lengi? spurði hún stillileiga. •— Svefninn hefur hresst þig, Anna! þú hefur verið veik, eins og þú veizt —. — Nei, pabbi! mælti hún. — Það man ég ekki! En ég veit allt —. — Studly hrökk við, en reyndi þó, að sýnast sem stillilegastur. — Hvað áttu við? spurði hann. — Hvað er orðið? Þig hefur lík- lega dreymt, meðan hitinn var i þér? Hún reisti sig upp við olnboga. — Ekki hafði ég hitasótt, er ég sá inn um gluggann, að hr, iWarn- er myrti Walter Damby, ég sá þig standa við hliðina á honum! — Þegiðu, Anna! Þegiðu, í guð- anna bænum! imælti Studley, sýni- lega hræddur, og gætti þín því eiigi. — Gat eigi gert að því. ■— En hvað ertu annars að rugla um barn? bætti hann svo við — Þú ert óefað veik enn þá! — Gabbaðu mig ekki, faðir minn! mælti hún, og rétti út hend urnar, eins og færi hún bónarveg að honum. — Ég veit, hvað ég sá! ég get svarið það- í stað þess að reyna að blekkja mig, ættirðu að skýra mér frá því, hvað því olli, að þú stóðst þarna, og hjálp- aðir ekki? 1072 Lárétt I) Mjólkurframleiðsluna.- 5) Tunna.- 7) Fersk.- 9) Iláta.- II) Vond.- 13) Nafars,- 14) Tæp,- 16) Keyr.- 17) Fiskur.- 19) Linnir.- Lóðrétt 1) Hitunartækið,- 2) A fæti,- 3) Leiða.- 4) Opa.- 6) Skemmir.- 8) Flauta,- 10) Akæra,- 12) Rölt.- 15) For- maður,- 18) Nútiö.- Ráðning á gátu No. 1071 Lárétt 1) Nykurs.- 5) Úra.- 7) Nú.- 9) Glas,- 11) Aða,- 13) LXV.- 14) Rits.- 16) LI.- 17) Lesin.- 19) Haförn.- Lóðrétt 1) Nánari.-2) Kú,- 3) Urg,- 4) Rall.- 6) ösvinn.- 8) úði.- 10) Axlir,- 12) Atla.- 15) Sef,- 18) Sö.- Ég hafði á réttu að standa um þyngdarafliö. — Stór- kostlegt, skipið hefur sig á loft, og heldur út yfir Mongo:hafið. — Allir hlerar lokaðir, tilbúnir til að fara i kaf. Skilaboðin biða hins óþekkta yfirmanns frum- skógarlögreglunnar. — Við verðum þeir fyrstu, sem nokkru sinni hafa hann augum litið. — Það er spennandi. — Þá kemur Fraka skyndilega, fljúgandi fálki Dreka. — Hvað er nú þetta? — Þetta er fugl. 111111 liH. H 8.30 Létt morgunlög Dinu Lipatti leikur valsa eftir Chopin. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr for- ystugreinum dagblaðanna. 9.15. Morguntónleikar (10.10 Veðurfregnir) 10.10. Veðurfregnir. 10.30 Prestvigsla í Dómkirk- junni(Hljóðr. s.l. sunnudag) Biskup tslands herra Sigurbjörn Einarsson vigir Úlfar Guðmundsson cand. theol. til Ölafsf jarðar- prestakalls i Eyjafjarðar- prófastsdæmi. 13.15 Sjór og sjávarnytjar: — fjórða erindi Ingvar Hallgrimsson 14.00 Miödegistónleikar 15.30. Kaffitiminn. 16.00 Fréttir. Skáldsagan „Virkisvetur” eftir Björn Th. Björnsson. 16.30. Börn úr Barnaskóla Akureyrar syngja 17.00 A hvitum reitum og svörtum.Sveinn Kristinsson flytur skákþátt. 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Leyndarmálið I skóginum” eftir Patriciu St. John. Benedikt Arnkelsson les þýðingu sína. (10). 18.00 Stundarkorn með ban- darfska pianóieikaranum Gáry Graffman. 18.30 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. • 19.00 Fréttfr. Tilkynninga'; 19.30 Veiztu svarið? 20.40 Drengjakórinn I Vin syngurlög eftir Schubert og Mozart. Stjórnandi: Ferdin- and Grossmann. 20.50 Smásaga vikunnar: „A heimsjaðri” eftir Jón Hjalta. Guðmundur Magnússon leikari les. 21.20 Poppþáttur í umsjá Astu R. Jóhannesdóttur og Stefáns Halldórssonar. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 17.00 Endurtekið efni. í Ijósaskiptum tveggja heima. Brezk mynd um Ástraliu 18.00 Hclgistund Sr. Bern- harður Guðmundsson. 18.15 Stundin okkar 19. 00II lé 20.00 Fréttir. 20.00 Veður og auglýsingar 20.25 Færeyjar. Siðastliðið sumar lögðu sjónvarpsmenn leið sina til Færeyja, til að taka þar myndir a Olafsvök- unni, en komu á leiðinni við i Þingnesi i Þórshöfn, Kirkju- bæ og fuglabjörgum i Straumey. 20.50 „Litil pislarsaga” Friðbjörii Jónsson syngur gömul Passiusálmalög i út- setningu Þorkels Sigur- björnssonar. Undirleik annast Jón H. Sigurbjörns- son, Ingvar Jónasson og Einar Vigfússon. 31.15 Ekki er fast undir fótum Bandarisk fræðslumynd um jörðina, aldur hennar, kenn- inguna um rek meginland- anna, jarðboranir, og rann- sóknir á segulsviði á haf- svæðunum sunnan Islands. Þýðandi og þulur Guð- mundur Sigvaldason. 21.49 Ugrjúm-áin Nýr sovézkur framhaldsmynda- flokkur frá árinu 1969, byggður á skáldsögu eftir rithöfundinn Vjacheslav Shishkov (1873-1945). 22.25 Grónar götur. Mynd um norska rithöfundinn Knut Hamsun (1859-1952). Rætt er um hann og lesið úr verkum hans. (Nordvision — Norska sjónvarpiö) Myndin er sýnd óþýdd, en formálsorð flytur Jóhanna Jóhannsdóttir. 22.45 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.