Tíminn - 26.03.1972, Síða 16

Tíminn - 26.03.1972, Síða 16
16 TÍMINN Sunnudagur 26. marz 1972. Jörð til sölu Til sölu er jörðin Hvammur i Skaftár- tungu, ef viðunandi boð fæst. Á jörðinni er fjárhús fyrir 450 kindur, fjós fyrir 8 gripi tún 35 hektarar, og góðir ræktunarmögu- leikar, jörðin er góð fjárjörð og afgirt, 6 kw dieselrafstöð á staðnum, vélar og áhöld geta fylgt. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Upplýsingar gefa ábúendur jarðarinnar, ekki i sima. Stúlkur Nokkrar stúlkur geta fengið vinnu strax, við ýmiss konar störf. Belgjagerðin. UTBOÐ Óskað er eftir tilboðum i frágang malbik- aðra bilastæða og gangstiga, við Hraunbæ 2—60. Útboðsgagna skal vitja hjá Verk- fræðistofunni OPUS, Skólavörðustig 12, gegn 4000 kr. skilatryggingu. Auglýsing um skoðun bifreiða í lögsagnar- umdæmi Reykjavíkur Aðalskoðun bifreiða i lögsagnarumdæmi Reykjavikur i april 1972. Þriðjudaginn 4. apríl R-2401 til R-2550 Miðvikudaginn 5. ” R-2551 til R-2700 Fimmtudaginn 6. ” R-2701 til R-2850 Föstudaginn 7. ” R-2851 til R-3000 Manudaginn 10. ” R-3001 til R-3150 Þriðjudaginn 11. ” R-3151 til R-3300 Miðvikudaginn 12. ” R-3301 til R-3450 Fimmtudaginn 13. ” R-3451 til R-3600 Föstudaginn 14. ” R-3601 til R-3750 Mánudaginn 17. ” R-3751 til R-3900 Þriðjudaginn 18. ” R-3901 til R-4050 Miðvikudaginn 19. ” R-4051 til R-4200 Föstudaginn 21. ” R-4201 til R-4351 Mánudaginn 24. ” R-4351 til R-4500 Þriðjudaginn 25. ” R-4501 til R-4650 Miðvikudaginn 26. ” R-4651 til R-4800 Fimmtudaginn 27. ” R-4801 til R-4950 Föstudaginn 28. ” R-4951 til R-5100 Bifreiðaeigendum ber að koma meö bifreiöar sinar til bif- reiðaeftirlitsins, Borgartúni 7, og verður skoðun fram- kvæmd þar alla virka daga kl. 8,45 til 16,30. Aöalskoöun veröur ekki framkvæmd á laugardögum. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiðunum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bif- reiðanna leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber skil- riki fyrir þvi, að bifreiðaskattur og vátryggingagjald öku- manna fyrir árið 1972 séu greidd og lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé i gildi. Þeir bifreiðaeigendur, sem hafa viðtæki i bifreiðum sinum, skulu sýna kvittun fyrir greiðslu afnotagjaida rikisútvarpsins fyrir árið 1972. Ennfremur ber að framvisa vottorði frá viðurkenndu við- gerðarverkstæði um.að ljós bifreiðarinnar hafi verið stillt. Athygli skal vakin á þvi, að skráningarnúmer skulu vera vel læsileg. Vanræki einhver aö koma bifreið sinni til skoöunar á aug- lýstum tima, veröur liann látinn sæta sektum samkvæmt umferöarlögum og bifreiöin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. betta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn i Reykjavik, 24. marz 1972. Sigurjón Sigurðsson. Listahátíðin 72: HAFA TVÆR FRA BRASILIU PANTAÐ MIÐA Klp—Reykjavik. Dagskrá Listahátiöarinnar 1972 hefur nú vcrið gerð aö mcstu leyti. Var hún sýnd á blaöamannafundi i Norræna húsinu i gær, þar sem var saman komin fram- kvæmdastjórn hátiöarinnar, svo og Vladimir Ashkenazy, sem hefur veriö henni mjög hjálplegur viö aö fá erlenda listamann til aö koma hingað á hátiöina. Undirbúningsvinna að þessari hátið hófst fyrir ári. Þessi hátið á ekki að verða siðri hinni fyrri. Hún verður stærri i sniðum, og mun fleiri erlendir listamenn taka þátt i henni nú. Má þar m.a. nefna Simfóniuhljómsveit Sænska rikisútvarpsins, sem Ashk- enazy sagði að væri ein sú bezta sinnar tegundar i Evrópu, leikflokk frá Fin- nlandi og balletflokk frá konunglega danska ballet- inum. Þetta eru stærstu erlendu flokkarnir, en auk þeirra koma svo fram margir ein- staklingar og má þar t.d. nefna hinn heimsfræga fiðlu- leikara Yehudi Uenuhin, sem m.a. leikur ásamt Ashkenazy á hljómleikum i Laugardals- höllinni, gitarleikarann John Williams, sem sagður er arftaki Andre Segovia, söngvarana John Sirley-Quirk og Kim Borg ásamt fjölda annarra. Er áætlað, að erlendu listamennirnir verði eitthvaðum 200 talsins, en auk þeirra koma fram á hátiðinni tugir innlendra listamanna þ.a'.m. flestir þeir fremstu i sinni grein. Ekki er enn ákveðið hvaða erlendu listamenn það verða, sem koma fram fyrir popp- unnendurna , en það verður annað hvort hljómsveitin The Who eða þjóðlagasöngkonan Joan Baez. Hinum fræga italska kvik- myndastjóra Antonioni, sem m.a. gerði kvikmyndina Zabriskie Point, hefur verið boðið að koma á hátiðina, og er mjög líklegt.að hann komi. Eins og á hátiðinni siðast verða tvö listaverk afhjúpuð. Að þessu sinni verður annað þeirra málverk eftir Kristján Daviðsson og má kalla það varanlegt verk, en það óvaranlega er eftir Kjartan Guðjónsson og ber það nafnið Menningavitinn. Hvorugu þeirra hefur enn verið valinn staður, en fyrir það siðar- nefnda verður að velja staðinn i samráði við Slökkviliðið og eldvarnareftirlitið, þvi það á að brenna til ösku i lok hátiðar. Framkvændastjórn hátiðar- innar býst við góðri að-sókn á alla liði hátiðarinnar. Meðal annars hefur henni borizt pantanir og fyrirspurnir erlendis frá. Hafa t.d. tvær konur frá Brasiliu þegar pantað miða á hana. Fjöldi miðapantana berst vegna skákeinvígisins OÓ—Reykjavik. Skáksambandi tslands hafa engin boð borizt vegna kröfu Fischers um að ágóða af ein- viginu verði skipt milli hans og Spasskys. Eins og sagt var frá i Timanum sendi Fischer Guðmundi G. Þórarinssyni skeyti og heimtaði ágóðann af mótinu. Guðmundur sendi þegar i stað svarskeyti til viðkomandi aðila og sagði, að ekki kæmi til mála aö breyta gerðum samningum. Skyggnzt um Frh. af 17. siðu. mánaöarlaun er hann hætti en starfiö gildi nú 50 þús., miðast greiðslan við þá upphæð. Enginn skyldi ætla, að þessum forrétt- indum hafi skotið upp eins og ætisveppi i skugganum, þjóðinni sjálfri, frá hinni geysiháu fjár- hæð,sem þetta kostar. Ég hef heldur ekki orðið þess var, að BSRB hafi brugöið á loft þessu djásni úr guliastokki sinum, þótt ekki hafi skort skraf, undir- skriftir, og fundahöld, meira að segja út til fjærstu kima landsins. Við þekkjum iistsýningar, búgreinasýningar, fegurðarsam- keppnir o.s.frv. en að menn hlaupi sUð úr stað til aö hafa héraðssýningar á „óvinsældum” sinum mun einsdæmi. Það er stutt siðan þjóðinni gaf á að lita. Ymsir listamenn hennar birtust i sjónvarpinu og hefðu sjálfsagt verið betri, ef mynda- tökumaðurinn væri á listamanna- iaunum. Svo vill þó til, að Japanir o.fl. framleiða vélar, sem eru „idiotproof” en i þessu sambandi mun það þýða, að þær verki, hver sem á þeim heldur. Efnafræðin og glöggskyggni myndatökumanns- ins ræður samt úrslitum, svo sem einn járnsmiöur gæti smiðað listileg skaflajárn undir Svar hefur ekki borizt frá FIDE, Fischer, né Edmondson, forseta bandariska skáksam- bandsins. Hinn siðastnefndi sagði i viðtali við fréttastofu útvarps- sins i gær, að hann hefði aldrei heyrt um þessa nýjustu kröfu Fischers. Þótt enn sé langt i einvigið, eru farnar að berast pantanir i miða á einvigið. Áfimmtudag barst Skáksambandinu beiðni um 40 miða á hverja einustu umferð pegasusinn en anna ekki. Þvi var þarna lýst yfir, að 45 þús. kr. dygðu fyrir 20 sek. afreksverki , en allt um það var sýningin hin snyrtilegasta, enda látprúðir menn og tillögugóðir mættir þar þótteinnig sæjust aðrir, sem voru haldnir einhverri geðvonzkugleði út af eigin verðleikum. Það er eitt af undrum listarinnar, að menn verða fyrir innblæstri, og þessa dagana fær þjóðin enn á ný að skynja eitt slikt dásemdarverk, þ.e. Passiusálma Hallgrims, sem hann orti sjúkur og auralaus. A ýmsan annan hátt birtist tilvist listarinnar, þótt fram að þessu kvöldi væri álíka ótitt að virða fyrir sér útblástur hennar og að sjá heilagan anda. Maður i hópnum spurði einn dóm- endanna, hvort hann mætti vera að þvi að fara frá kúnum til list- könnunar. Vafalaust átti með þessu að vanvirða bóndann, og munu nautgripirnir hafa átt að undirstrika það. En svona lista- menn ættu að vera varkárir þegar kýr eiga i hlut, þvi að þegar hollenzkur málari einhvers staðar i þvi blauta landi vildi mála kúahóp i haganum, fékk hann sér hvildarblund skammt frá trönum sinum, En á meðan hnusuðu kýrnar af listaverkinu og fóru grönum og slefu um votan myndflötinn, svo að fram komu hin furðulegustu mynztur, og sem siðar urðu tilefni igrundaðra mótsins, frá ferðaskrifstofu i London. Er skrifstofan búin að tryggja hótel fyrir jafnmarga, Áður barst pöntun um 20 miða á allac umferðirnar frá Puerto Rico, og var einnig beðið um að taka frá hótelherbergi. Ferðaskrifstofu rikisins hefur einnig borizt talsvert af pön- tunum og mikið af fyrirspurnum erlendis frá, i sambandi við ein- vigið. bollalegginga, um frumlega með- ferð lita og forms. Eitt sinn gerðist það, að erl. listaverk komu hingað á sýningu. Fyrir slysni ráku okkar listamenn seint og siðir augun i ótilhlýðilega, rauða klessu á myndinni og töldu skemmdarverk. Sú niðurlæging, sem af þvi hlauzt, þegar það fregnaðist, að klessan var hlekkur i fullkomnun verksins, var smá miðað við það skop, sem Kuh-isminn, til orðinn á safa- mýrum Hollands, vakti á sinum tima. Þótt til séu með hverri þjóð listamenn, búnir slikum yfir- burðum, að um þá er varla deilt, eiga jafnvel „sérfræðingar” i orrahríð út af öðrum. Okkar aðferð við að verðleggja listir hefur ekki gefizt vel, enda illt að gera til hæfis, þótt fyllstu am- vizkusemi sé gætt. Sýnna væri, að listgreinafénu yrði skipt, t.d. fengi útvarpið hljómlistarhlut- annn gegn þvi að útvarpa 2-3 kl. tima á dag isl. tónlist. Þannig fengju tónlistarmenn laun, sem gætu mismunazt með óskaþáttum eingöngu fyrir innlenda nútima tónlist. Bókmenntaféð ætti að ganga til útgáfu allra isl. skáld- verka, sem stæðust bók- mennalegt mat, og greiða mætti höfundi strax nokkur ritlaun, en aðaltekjur hans kæmu frá söl- unni, t.d. með 50% af andvirði hverrar bókar. Góð sala, sem um leið er dómur fólksins, mun gefa höfundinum nokkra fúlgu. Við einn þátt hinnar „skapandi listar” verður erfiðara að fást. Spaug Magnúsar Árnasonar um að láta fávita dæma um gildi myndlistar kemur varla til fram- kvæmda. Annars má hann gerst um þetta vita, þvi að stéttar- bræður hans eru þeir einu menn, sem hafa tapað i samkeppni við apa, þótt ég vildi ekki skjóta verkum hans né annarra góðra listamanna undir svo vafasama útkomu. ..List um landið” og erlendis, alhliða útgáfustarfsemi o.fl. gæti einnig komið til hjálpar, og ef þær menningarstofnanir, sem nú eru til. kæmu hér ekki höndum að. ættu listgreinafélögin að njóta styrkja i þessu skyni. Friðrik Þorvaldsson. Menntamálaráð veitir á þessu ári kr. 500 þúsund til is- lenzkra kvikmyndagerðarmanna. Ráðið áskilur sér rétt til að veita styrkinn i einu eða tvennu lagi. Umsóknum um fé þetta skal fylgja itarleg greinargerð um verk það, er umsækjandi vinnur að. Umsóknir skulu hafa borizt til Mennta- málaráðs, Skálholtsstig 7, fyrir 20. april. Menntamálaráð íslands.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.