Tíminn - 26.03.1972, Page 17

Tíminn - 26.03.1972, Page 17
Sunnudagur 26. marz 1972. TtMINN 17 lÍlBÍ^iiÍÍ llpi ísfili [ mun hafa tt orðið tækní ekki riæsfaan. ‘‘IfaOefuffiejírzírao Ahnar's að fyrirlesari einn taldi liklegt, að rikisstjórnin ætlaði sér að nota óvild almennings i garð svonefndra hvitflibba manna til að kúga BSRB. Sé þessi andúð til, hygg ég aðx einstakir menn eigi sök á henni sjálfir.því að ég hefi aldrei heyrtþess getið, að þjóðin dæmi menn Pftir hálsbúnaði þeirra. Vera má, að menn, sem til Reykjavikur koma skyldra erinda og fá seina eða litla af- greiðslu, segi sinar farir ekki sléttar þegar heim kemur. Nötur- legt dæmi um þetta er reynsla sliks sendimanns, sem beið þess aðopinber starfsamaður mætti til vinnu. Er þolþrifin þraut fór gesturinn i þekkt kaffihús, og þar sat þá þessi rikisstarfsins hand- hafi við fögnuðL En þótt ónotalegar sögur gangi um einstaka menn, eru lika til sögur um agaleysi og vanstjórn. Sjónvarpið setti eina slika sögu á svið, þegar á annað hundrað manns gerðust sjúkir, allir i senn. 1 þessari stofnun á þjóðin sjálf sina umboðsmenn i gervi st- jórnenda og fésýslumanna. Að eigin sögn varð skyldan ekki svo fljótt á vegi þeirra, að til lækna væri kallað fyrr en komið var i ótima, og ekki bólar á þvi, að afsláttur sé boðinn, þótt vanskil yrðu á hinu lofaða og selda magni. Þessir menn eiga ekkert á hættu, þótt i gildi séu paragraffar ■ um það, að hver sá sem svikur mál eða vog hafi öðlazt skilyrði til að sjá tukthúsdyrnar brosa við sér. En um leiðréttingar er ekki útséð. Sumir menn eru svo sein- tækir, að ef þeir hrufluðu sig, færi ekki að blæða úr þeim fyrr en á veikingin hafi verið upplogin, en ekki þarf svo að vera. Frá þvi hafði verið skýrt i blöðum, að stofnunin hefði fengið matreiðslu- húsnæði upp á 9 milljónir króna, og kann þá að hafa sannazt, að það þarf fleira en sterk bein til að þola góða daga. Það er ekki af óvild i garð sjón- varpsins og enn siður gagnvart þvi aðlaðandi fólki.sem þar sést að starfi, að ég tók þessa stofnun til dæmis. Þótt þjóðin hefði mátt muna hina búmannlegu hófsemi, þegar útvarpið kom til sögunnar, uggði hún ekki að sér, svo að hinn tildurslegi sperringur þarna varð friðhelgur i upphafi og hefur verið það siðan. Ég tel, að þarna sé sýnishorn um þá yfirhleðslu, sem þessi þjóð i allra tölu ámóta og mannahald einnar bilasmiðju, er undirorpin. Það er stutt siðan ég átti-kost að kynnast stofnun, sem svipar til rikisútvarpsins hér. Þar erásömu hendi útvarpsstöð, sem sendir allan sólarhringinn og sjónvarps- stöð.semdaglega frá kl. 9 árd. eða kl. 2 sendir stanzlaust fram á nótt. Starfsmenn beggja stöðv- anna eru samtals 44 eða 4 mön- num færri en tæknimennirnir, sem sögðu upp hjá okkar sjón- varpskrili. Sem dæmi um vinnu- brögð þarna get ég nefnt, að úrslitaleik fyrstu deildarliða i knattspyrnu gat ég allan séð i sjónvarpinu einni klst. eftir að honum lauk. Sjónvarpsstöð varnarliðsins við Keflavik hefur að visu nokkra sérstöðu, en þar vinna neðan við 10 menn i óhr- jálegum braggaskratta, og verður ekki meint af. nóga sögu. Þann 28. desember 1934 átti ég með öðrum hluta að samningi við Aalborg Skipsværft um smiði á farþegaskipinu Laxfossi. Byggingartiminn skyldi vera ca. 4 1/2 mánuður og dag- sektir greiðast fra' 20. mai 1935,ef til vanefnda kæmi. Þær greidd- ust, en urðu óverulegar, þvi töfin varð svo litil, að nú yrði hún ekki talin i frásögur færandi. Það verða visast margir á ýmsan veg hissa, þegar sögualdarbærinn hefur risið af grunni! Að öllum likindum væru félagar BSRB i verkfalli nú, ef þeir mættu þvi við koma. Engir hafa jafn- góða aðstöðu og þeir til að skynja afkomu rikis og bæja, þvi vel mætti skoða þá sem hjúkrunarlið þessara stofnana. Sumir skrifa jafnvel árlega eins konar hagrænt æviágrip vinnuveitenda sinna. Vitað er, að nauðsynleg verk hér og þar komast ekki i framkvæmd vegna þess að riki og bæir eru i kröggum. Kröfur BSRB geta þvi varla verið reistar á öruggri vissu um góðan afrakstur vinnubragð- anna. Nýlega hafði sá félags- skapur fengið miklar kjarabætur og það er alveg vist, að þjóöin treysti þvi, að um sinn yrði látið kyrrt liggja, þótt láglaunafólki væri kippt á leið upp úr gryfjunni, Sem betur fer eru þeir timar liðnir, þegar þurfti að verja fólk fyrir alhliða þjökun, klæðleysi og svengd, en nú er stymplast um þaö, hve mikið sé hægt að kreista út i samanburði við aðra, að þarflausu. 1 samræmi við það mun hálaunaseriunum finnast, að almúginn sé kominn of nærri þeim i kaupi. Þessi eltingaleikur leiðir til þess, að kiör hinna lægst launuðu verða aldrei bætt með núverandi fyrirkomulagi, auk þess sem það fólk verður að búa við erfiði, áhættu og atvinnuefa, meðan aðrir njóta vinnuöryggis og forréttinda. Lifeyriskerfið er spegilmynd af þessu. Verzlunar- mannafélag Reykjavikur á lif- eyrissjóð, sem fer að skipta milljörðum, enda nevtir landsins barn svo bita eða sopa, að ekki falli af borðum þeirra afgjald til hans. Þessi sjóður greiðir lifeyrisþega sinum ák- veðna prósentu af launameðaltali 5siðustu starfsára hans, og þykir gott miðað við það, að fólk, sem minnst er haft fyrir, verður i sinni elliþreytu að lifa við framlag, sem skilingsrik þjóðfélög vita að ekki dygði til framfæris einu hundsspotti. Rikisstarfsfólk hefur feneiö betra kerfi. Þar er lifeyris- prósentan ekki reiknuð af neinu meðaltali, ekki einu sinni af launum siðasta starfsárs, heldur af þeirri uDDhæð. sem starfið kostar á greiðsludegi. T.d. hafi lifeyrisþegi haft 30 þús. kr. Frh. á bls. 16. Tíl hamingiu með fermingxma og til hamingju á ferðum þínum í framtíðinni, með góðan svefnpoka, sem veitir þér öryggi og hlýju hvernig sem viðrar Til hamingju með svefnpoka frá Gefjim INTERNATIONAL Scout II ódýrari og betri — frá Bandaríkjunum dralon BAYER Úrva/s trefjaefni Ef þér þurfið ferða- og vinnubil,sem er traustur og end- ingagóður, hentar Scout II. í honum sameinast öryggi og þægindi auk margra val- kosta svo sem mótorar 111 hesta 4-strokka, 140 hesta 6 strokka eða 193 hesta V-8. Gírkassar3ja eða 4urra hraða beinskiptir, eða 3ja hraða „heavy-duty" sjálfskipting. Venjulegt létt stýri- eða vökvastýri með V-8. Rúmgott og vandað hús^niðurtekið gólf og þriggja manna aftursæti og margvíslegur De Luxe búnaður. Simi Búvörudeildar: 38900 International Harvester Samband ísl. samvinnufélaga GEFJUN AKUREYRJ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.