Tíminn - 26.03.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 26.03.1972, Blaðsíða 20
Veðurstofan á Keflavíkur- flugvelli 20 ára 1. apríl Aöalflugveðurstofan á Islandi var flutt frá Reykjavikurflugvelli til Keflavikurflugvallar 1. april 1952. Hún á þvi 20 ára starfsaf- mæli á Keflavikurflugvelli um þessar mundir. Veðurstofan var undir stjórn Hlyns Sigtryggssonar og störfuðu Svart: Hcykjavik: Torfi Stefánsson og Kristján Guö- mundsson. ABCDEFOH ce -j o» Ol H H n M A B C D E F 0 H Hvitt: Akureyri: Sveinbjörn Sigurðsson og Hólmgrimur Heiðreksson. 5. leikur Ileykvlkinga 0-0, þar i fyrstu 4 veöurfræðingar og 10 aðstoðarmenn. Seinna jókst starfsliðið i 24, eða 7 veðurfræð- inga, 7 háloftamenn og 10 að- stoðarmenn. Hlynur Sigtryggs- son lét af störfum deildarstjóra 1. júli 1963, er hann tók viö starfi Veöurstofustjóra. Deildarstjóri frá 1. júli 1963 hefur verið Borg- þór H. Jónsson. Fjöldi starfsmanna hefur yfir- leitt verið 21 til 24. Fjöldi flug- spáa, sem geröar eru árlega fyrir millilandaflug frá Keflavikur- flugvelli og Reykjavikurflugvelli, hefur aukizt á fimm árum úr tæp- um þrem þúsundum i 4350. Meö vaxandi tækni og aukinni notkun allskonar tækja hefur verið hægt að mæta þessari aukningu án þess að bæta viö starfsfólki. A næturnar eru gerðar veður- spár fyrir miöin og landiö, bæöi á islenzku og ensku. Veöurspár fyrir aöal flugvellina, þ.e. Kefla- vik, Reykjavik, Akureyri, Egils- staði og Höfn i Hornafiröi eru gerðar á 6 klst. fresti. A morgn- ana eru einnig gerðar spár fyrir innanlandsflugiö. Veðurathuganir,sem gerðar eru á klukkustundar fresti á Kefla- vikur- og Reykjavikurflugvelli eru sendar til dreifingar erlendis, svo og flugvélaskeyti, er tilgreina veður á islenzka flugstjórnar- svæðinu. Frá og meö 1. marz 1971 hafa islenzkir starfsmenn Veðurstofu Islands eingöngu framkvæmt háloftaathuganir á Keflavikur- flugvelli. Þessar athuganir eru geröar tvisvar á sólarhring og ná oftast upp i 30 til 35 km hæð. Loft- þrýstingur, hitastig, rakastig, vindátt og vindhraði eru þau veðurfræðileg atriði, sem mæld eru. Auk þessa búa háloftamenn athuganirnar á gataspjöld til undirbúnings tölvuvinnslu á mánaðarmeðaltölum. Kostnaðurinn af þessari starf- semi hefur verið greiddur fram til þessa af Alþjóðaflugmálastofn- unninni. ICAO. Koma heim ósigraðir SJ-Reykjavik. Islenzka handknattleiksliöið sigraði Pólverja i undankeppni Ólympiuleikanna i handknattleik á Spáni i gær með 21 marki gegn 19. Þarmeðhlutu þeir þriöja sæti. Islendingar koma heim sem sigurvegarar, en þeir léku sex leiki og töpuðu engum þeirra. Liðið gerði jafntefli við Finna og Norðmenn, en sigraði Búlgara, Belga, Austurrikismenn og nu siöast Pólverja. Þetta er glæsi- legasti sigur, sem islenzkir flokkaiþróttamenn hafa unnið. 4 Þaö er ekki oft, sem málari sýnir samtimis á tveim stöö- um i Reykjavik, en hér er llörður á annarri sýningu sinni. (Tiinamynd G.E.) Sunnudagur 26. marz 1972. J Hörður sýnir á tveimur stöðum SB-Reykjavík Hörður Agústsson opnar I dag tvær sýningar á verkum sinum. 1 Listasafni ASÍ, Laugavegi 18, sýnir hann 27 ,,Gouash”-myndir og nefnir hann þá sýningu ..Landsminni? Syningin I Galerí Súm heitir hins vegar ,,Úr formsmiðju” og eru þaö Ijósmyndir af teikning- um, en frjálslega farið með efniö. „Landsminni” eru 27 myndir, málaðar á árunum 1957 til 1963. Þær eru eins konar endurminning um landið og veðurhjúp þess. Sú sýning verður opin til 3. april, alla daga frá kl. 14-22, nema á mánu- daginn aðeins til kl. 20. Sýningin i Gallerí SOM stendur hins vegar til 9. april og er opin daglega frá kl. 16 -22. Verkin á þeirri sýningu eru að nokkru leyti árangur tilrauna, er gerðar voru samfara kennslu i svokallaðri formfræöi við Myndlista- og handiðaskólann undanfarin 10 ár. Sveinn sýnir vatnslitamyndir í kjallara Norræna hússins Sveinn Björnsson, listmálari opnar I dag, laugardag, sýningu I kjallara Norræna hússins. Þar sýnir málarinn 69 myndir, allt vatns- litamyndir, sem hann hefur gert á s.L tveim árum. A þessu timabili segist Sveinn ekki hafa snert á öðru en vatnsiitum og eru margar myndanna stórar, og vafaiitið stærstu vatnslitamyndir, sem geröar hafa verið hérlendis. Verður sýning Sveins opin fram yfir páska. (Timamynd Róbert) AUGLVSINGASTOFA KRISTINAR 10 4 Veggfóöur ereinnig meöalalls þess, sem viö bjóðum! BYKO (og að sjálfsögdu í fjölbreyttu úrvalij BYGGINGAVÖRUVERZLUN KÓPAV0GS SIMI 41000 KARSNESBRAUT 2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.