Tíminn - 28.03.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.03.1972, Blaðsíða 1
BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA SeHVIBILASTOÐIN Hf EINGÖNGU GÓÐIR BÍLAR ÍH 73. tölublað-Þriðjudagur 28. marz 1972—56. árgangur. Stöndum örugganvörð um vinstri stjórnina Aðalfundur miðstjórnar Fram- sóknarflokksins fagnaði stjórninni mólefnasamningi hennar og starfi EB-Reykjavik. í upphafi stjórnmálaályktunar aðalfundar mið- stjórnar Framsóknarflokksins, sem samþykkt var einróma i lok fundarins á sunnudaginn, er lýst yfir ánægju með myndun vinstri stjórnar og málefna- samning hennar. Þakkaði fundurinn formanni og öðrum leiðtogum flokksins skelegga forustu um stjórnarmyndun og fagnaði ötulu umbótastarfi rikisstjórnarinnar. A bls. 9 i blaðinu i dag er stjórn- málaályktunin birt i heild. 1 ályktuninni segir m.a. að með myndun ráðuneytis Ólafs Jóhannessonar hafi verið brotiö blað í islenzkri sögu. tslenzkt frumkvæði og islenzkt framtak sé leitt til öndvegis og kappkostað að islenzka þjóðin sjálf nýti gæði landsins. Skipulagshyggja sé lögð til grundvallar við stjórn efna- hags- og atvinnumála. Hafið sé náið samstarf rikisvaldsins og hinna fjölmennu félagsmála- hreyfinga, verkalýðs- og sam- vinnuhreyfingar. Sjálfstæð utan- rikisstefna mörkuð. Gjörbreytt vinnubrögð tekin upp I land- helgismálinu. Þá segir i ályktuninni, aö fundurinn veki athygli á þvl, að viðskilnaður rikisstjórnar Jóhanns Hafsteins hefði verið meö þeim hætti, að valdið hefði og hlyti að valda verulegum erfið leikum i efnahagsmálum þjóöar- innar. Arfurinn frá fyrrverandi stjórn sé m.a. fólginn i eftir- farandi: Viðskiptahalli s.l. árs nam 4000 milljónum króna. Fyrirfram ráö- stafað fé af rikistekjum þessa árs nam á þriðja þúsund milljón króna. Vantalin útgjöld á fjárlög- um siðasta árs námu 1000 milljónum króna. Skuldahalli vegna opinberra framkvæmda nam hundruðum milljóna króna. Óhjákvæmilegum verðhækkun- um hafði með verðstöövuninni verið skotið á frest um skeið. Slik var hrollvekjan. 1 stjórnmálaályktuninni er minnt á, að útfærsla fiskveiöilög- sögunnar sé forsenda fyrir efna- hagslegu sjálfstæði þjóðarinnar ogfagnaðer þvi, sem þegar hefur áunnizt i landhelgismálinu. Þá segir, að fundinum sé ljóst, aö framundan sé hörð barátta viö volduga andstæðinga i þessu máli, en fundurinn sé sannfærður um að sigur muni vinnast fyrir örugga forystu rikisstjórnarinnar og órofa samstöðu þjóöarinnar. Þá er lýst yfir ánægju með þann mikilvæga áfanga, sem náðist með kjarasamningunum i desember, og fagnað þvi myndar- iega átaki sem verið sé að gera til að byggja togaraflota lands- manna upp að nýju. Jafnframt vakti fundurinn athygli á þeim mikilvægu endurbótum, sem nauðsynlegar séu á næstu árum á frystihúsum og öðrum matvæla- iðjuverum. Fundurinn fagnaði Framkvæmdastofnun rikisins og taldi að með henni væri stórt skref stigið til aukinnar skipu- lagshyggju i þjóðarbúskapnum. Þá taldi fundurinn, að I byggðarmálum hlyti jöfnuöur Frh á bls 1 2. Stjórn Framsóknarflokksins. Sitjandi f.v. Steingrlmur Hermannsson ritari, Ólafur Jóhannesson formaður, og Tómas Arnason igjaldkeri. Standandi eru Einar Agústsson varaformaður og Iialldór E. Sigurðsson vara- gjaldkeri. A myndina vantar Jóhannes Eliasson vararitara. (Tlmamynd Gunnar) Stjórn Framsóknarflokks ins var endurkjörin EB- Reykjavik A aðalfundi miðsjórnar Fram- sóknarflokksins, sem lauk sfð- degis á sunnudag, var Ólafur Jó- hannesson, forsætisráðherra, endurkjörinn formaður flokksins, Steingrimur Hermannsson var endurkjörinn ritari flokksins, og Tómas Arnason endurkjörinn sem gjaldkeri. Einar Agústsson, utanrikisráðherra, var endur- kjörinn varaformaður Fram- sóknarflokksins, Jóhannes Elias- son var endurkjörinn vararitari og fjármálaráðherra, Halldór E. Sigurðsson var endurkjörinn varagjaldkeri flokksins. A sunnudagsmorgun hófst aöalfundurinn á þvi, að af- greiddar voru tillögur starfs nefnda fundarins, stjórn málanefndar, skipulagsnefndar og fjárhags- og blaðanefndar. Eftir hádegiö var svo stjórn flokksins kjörin. í framkvæmdarstjórn flokksins voru eftirtalin kjörin: Erlendur Einarsson, Eysteinn Jónsson, Helgi Bergs, Jóhannes Eliasson, Jónas Jónsson, Jón Skaftason, Ólafur Ragnar Grimsson, Ragn- heiður Sveinbjörnsdóttir, og Þórarinn Þórarinsson. Varamenn voru kjörnir þeir Baldur Óskars- son, Friögeir Björnsson og Guð- mundur G. Þórarinsson. For- maður flokksins, varaformaöur, ritari, gjaldkeri og formaður Sambands ungra framsóknar- manna eru sjálfkjörnir i fram- kvæmdastjórn. Blaðastjórn Timans var endur- kjörinn og þvi skipa hana nú. Olafur Jóhannesson, Erlendur Einarsson, Eysteinn Jónsson, Friðgeir Björnsson, Helgi Bergs, Kristinn Finnbogason, Jón Kjartansson, óðinn Rögnvalds- son og Þorsteinn ólafsson. Vara- menn eru þau Ragnheiöur Svein- ' björnsdóttir og Steingrimur Hermannsson. Endurskoðendur reikninga Framsóknarflokksins voru kjörnir Hannes Pálsson frá Undirfelli og Jón Rafn Guö- mundsson. Endurskoðendur reikninga Timans voru kjörnir Hallgrimur Sigtryggsson og Hallgrimur Sigurösson. í stjórn Húsbyggingastjóðs var kosinn Sigurjón Guðmundsson. í lok fundarins flutti varafor- maður flokksins, Einar Agústs- son, utanrikisráðherra, ávarp til miðstjórnarmanna, þar sem hann lagði áherzlu á, að öll samtök, ekki sizt stjórnmálasamtök aö- löguðu sig nýjum timum. Hann kvaðst vona, að Famsóknar- flokkurinn héldi sliku áfram. Þá fagnaði Einar þeim einhug, er rikti á þessum aðaifundi miöstjórnarinnar. Han lagöi siðan áherzlu á, að áfram yrði haldið á þeirri framfarabraut, er hófst 14 júli s.l. sumar með myndum vinstri stjórnarinnar og minnti þvi næst á niöurlagsorð stjórnmálaályktunar mið- stjórnarinnar. Formaður flokksins, Ólafur Jó- hannesson forsætisráðherra, flutti siðan stutt ávarp til fundar- manna og sleit þvi næst aöal- fundinum. Daniel Agústinusson stýrði fundinum á sunnudaginn, en á laugardaginn var Agúst Þor- valdsson fundarstjóri. Sjá opnu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.