Tíminn - 28.03.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.03.1972, Blaðsíða 1
BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA SeNDIBILASTOÐIN HT EINGÖNGU GÓÐIR BÍLAR Stöndum örugganvörð um vinstri stjórnina Aðalfundur miðstjórnar Fram- sóknarflokksins fagnaði stjórninni málefnasamningi hennar og starfi EB-Reykjavík. í upphafi stjórnmálaályktunar aðalfundar mið- stjórnar Framsóknarflokksins, sem samþykkt var einróma i lok fundarins á sunnudaginn, er lýst yl'ir ánægju með myndun vinstri stjórnar og málefna- samning hennar. Þakkaði fundurinn formanni og öðrum leiðtogum flokksins skelegga forustu um stjórnarmyndun og fagnaði ötulu umbótastarfi rikisstjórnarinnar. Á bls. 9 i blaðinu i dag er stjórn- málaályktunin birt i heild. I ályktuninni segir m.a. að meö myndun ráöuneytis Ólafs Jóhannessonar hafi verið brotið blað i íslenzkri sögu. tslenzkt frumkvæði og islenzkt framtak sé leitt til öndvegis og kappkostað að islenzka þjóðin sjálf nýti gæði landsins. Skipulagshyggja sé lógð til grundvallar við stjórn efna- hags- og atvinnumála. Hafið sé náið samstarf rikisvaldsins og hinna fjölmennu félagsmála- hreyfinga, verkalýðs- og sam- vinnuhreyfingar. Sjálfstæð utan- rikisstefna mörkuð. Gjörbreytt vinnubrögð tekin upp i land- helgismálinu. Þá segir i ályktuninni, að fundurinn veki athygli á þvi, að viðskilnaður ríkisstjórnar Jóhanns Hafsteins hefði verið með þeim hætti, að valdið hef ði og hlyti að valda verulegum erfið leikum i efnahagsmálum þjóðar- inhar. Arfurinn frá fyrrverandi stjórn sé m.a. fólginn i eftir- farandi: Viðskiptahalli s.l. árs nam 4000 milljónum króna. Fyrirfram ráð- stafað fé af rikistekjum þessa árs nam á þriðja þúsund milljón króna. Vantalin útgjöld á fjárlög- um slðasta árs námu 1000 milljónum króna. Skuldahalli vegna opinberra framkvæmda nam hundruðum milljóna króna. Óhjákvæmilegum verðhækkun- um hafði með verðstöðvuninni verið skotið á frest um skeið. Slik var hrollvekjan. t stjórnmálaályktuninni er minnt á, að útfærsla fiskveiðilög- sögunnar sé forsenda fyrir efna- hagslegu sjálfstæði þjóðarinnar og fagnað er þvi, sem þégar hefur áunnizt i landhelgismálinu. Þá segir, að fundinum sé ljóst, að framundan sé hörð barátta við volduga andstæðinga i þessu máli, en fundurinn sé sannfærður um að sigur muni vinnast fyrir i örugga forystu rikisstjórnarinnar og órofa samstöðu þjóðarinnar. Þá er lýst yfir ánægju með þann mikilvæga áfanga, sem náðist með kjarasamningunum I desember, og fagnað þvi myndar- lega átaki sem verið sé að gera til að byggja togaraflota lands- manna upp að nýju. Jafnframt vakti fundurinn athygli á þeim míkilvægu endurbótum, sem nauösynlegar séu á næstu árum á frystihúsum og öðrum matvæla- iðjuverum. Fundurinn fagnaði Framkvæmdastofnun rikisins og taldi að með henni væri stórt skref stigið til aukinnar skipu- lagshyggju I þjóðarbúskapnum. Þá taldi fundurinn, aö I byggðarmálum hlyti jöfnuður Frh á bls!2. Stjórn Framsóknarflokksins. Sitjandi f.v. Steingrfmur Hermannsson ritari, ólafur Jóhannesson formaður, og Tómas Arnason gjaldkeri. Standandi eru Einar Agústsson varaformaður og Halldór E. Sigurðsson vara- gjaldkeri. A myndina vantar Jóhannes Elíasson vararitara. (Timamynd Gunnar) Stjórn Framsóknarf lokks ins var endurkjörin EB- Reykjavik A aðalfundi miösjórnar Fram- sóknarflokksins, sem lauk sfð- degis á sunnudag, var Ólafur Jó- hannesson, forssetisráðherra, endurkjörinn formaöur Hokksins, Steingrimur Hermannsson var endurkjörinn ritari flokksins, og Tómas Arnason endurkjörinn sem gjaldkeri. Einar Agústsson, utanrikisráðherra, var endur- kjörinn varaformaöur Fram- sóknarflokksins, Jóhannes Elias- son var endurkjörinn vararitari og fjármálaráðherra, Halldór E. Sigurðsson var endurkjörinn varagjaldkeri flokksins. A sunnudagsmorgun hófst aðalfundurinn á þvi, að af- greiddar voru tillögur starfs nefnda fundarins, stjórn málanefndar, skipulagsnefndar og fjárhags- og blaðanefndar. Eftir hádegið var svo stjórn flokksins kjörin. t framkvæmdarstjórn flokksins voru eftirtalin kjörin: Erlendur Einarsson, Eysteinn Jónsson, Helgi Bergs, Jóhannes Eliasson, Jónas Jónsson, Jón Skaftason, Olafur Ragnar Grimsson, Ragn- heiður Sveinbjörnsdóttir, og Þórarinn Þórarinsson. Varamenn voru kjörnir þeir Baldur Óskars- son, Friðgeir Björnsson og Guð- mundur G. Þórarinsson. For- maður flokksins, varaformaður, ritari, gjaldkeri og formaður Sambands ungra framsóknar- manna eru sjálfkjörnir i fram- kvæmdastjórn. Blaðastjórn Timans var endur- kjórinn og þvi skipa hana nú. Olafur Jóhannesson, Erlendur Einarsson, Eysteinn Jónsson, Friðgeir Björnsson, Helgi Bergs, Kristinn Finnbogason, Jón Kjartansson, Óðinn Rögnvalds- son og Þorsteinn ólafsson. Vara- menn eru þau Ragnheiður Svein- 'björnsdóttir og Steingrimur Hermannsson. Endurskoðendur reikninga Framsóknarflokksins voru kjörnir Hannes Pálsson frá Undirfelli og Jón Rafn Guð- mundsson. Endurskoðendur reikninga Timans voru kjörnir Hallgrimur Sigtryggsson og Hallgrimur Sigurösson. t stjórn Húsbyggingastjóðs var kosinn Sigurjón Guðmundsson. I lok fundarins flutti varafor- maður flokksins, Einar Agústs- son, utanrikisráðherra, ávarp til miðstjórnarmanna, þar sem hann lagði áherzlu á, að öll samtök, ekki si/.t stjórnmálasamtök að- löguðu sig nýjum timum. Hann kvaðst vona, að Famsóknar- flokkurinn héldi sliku áfram. Þá fagnaði Einar þeim einhug, er rikti á þessum aðalfundi miðstjórnarinnar. Han lagði siðan áherzlu á, að áfram yrði haldið Á þeirri framfarabraut, er hófst 14 júli s.l. sumar með myndum vinstri stjórnarinnar og minnti þvi næst á niðurlagsorð stjórnmálaályktunar mið- stjórnarinnar. Formaður flokksins, Ólafur Jó- hannesson forsætisráðherra, flutti siðan stutt ávarp til fundar- manna og sleit þvi næst aðal- fundinum. Daniel Agústinusson stýrði fundinum á sunnudaginn, en á laugardaginn var Agúst Þor- valdsson fundarstjóri. k 'l riKlt»;:; '- t n.i mwmm . .' -*?¦ •"'¦¦¦¦ ¦ ^gC Sjó opnu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.