Tíminn - 28.03.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.03.1972, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Þriðjudagur 28. marz 1972. Æpt í vindinn Ýmsir blaðalesendur hafa orð á þvi þessa dagana, að það sé bæði kimilegt og grátlegt að lesa stjórnmálaskrif ihalds- blaðanna, eða i einu orði sagt grátbroslcgt. Þetta á við um óhljóðin, sem berast úr ihalds- herbúðunum eftirað vörn þess hers fyrir ihaldsskattakerfið var brostin, vörn sem minnti á aðfarir grimms dýrs, sem ver afkvæmi. Nú er sem ihalds- blöðin finni sér helzt fró i þvi að æpa i vindinn. Sú svölun er gamalkunn að tapaðri orrustu. Eitt rekur sig á annars horn Þcssi óp i vindinn eru af undarlegasta tagi. Fólk hefur tekið eftir þvi, að stjórnarand- staðan hefur ekki ásakað þessa rikisstjórn fyrir að- gerðalcysi, sem þó er al- gengastur ásteytingarsteinn, heldur fyrir það að hafa gert of mikið, verið offljótað ráðast i storvirki, og sá áróður verið rekinn undir þvi yfirskyni, að flaustrað væri að málunum. Menii muna lciðarana, sem Vfsir skrifaði um flaustrið cftir áramótin, og Mbl. hafði þó enn fleiri og stærri orð um það. Þctta voru sem sagt kveinstafir ihaldsins undan þvi, hve rösklega og vasklega rikisstjórnin tók til höndum, live órög hún var að ráðast á ihaldsgarðinn þar sem hann var hæstur. Nú er komið annað hljóð i ihaldsstrokkinn. A laugardag- iun hrópar Mbl. i leiðarafyrir- sögn i vindinn og spyr, hve lengi rikisstjórnin ætli að sitja mcð liendur i skautil! Það er skammt öfganna á milli. A sunnudaginn er svo vindópið: Algert stjórnlcysi i efnahags- máluin, og látnar fylgja við- cigandi kviður og rokur i ýmsar áttir. Visir herðir á hljóðunum i gær og æpir: óvinsæl rikisstjórn. Engar röksemdir tilgreindar fyrir staðhæfingunni. Þannig cr ástandið þessa daga. Stjórnarandstaðan virð- ist kappkosta að sýna þjóðinni hið aumlega ástand sitt og al- gera truflun, og að hún telji út- hurðarvælið skásta úrræðið á flóttanum. Það er von, að sú sönglist sé mönnuin hugstæð á ihaldsheimilinu. svo mjög scm nálgast útburður flokksforingja ihaldsins , og mun þá gert ráð fyrir að frem- ur verði að bera út tvo eða þrjá en einn. Hrollvekja fædd - en verður borin út Bragð kunnáttumanna er alkunnugt úr þjóðsögum, að þcir létu ókindur, er þeir vildu koma á aðra, taka á sig liki fallegrar stúlku. Þess bragðs hugðist Jóhann íhaldskappi neyta fyrir siðustu kosningar. Hann sýndi meyna tágranna og kallaði hana Verðstöðvun. Ilins vegar skyldi hún vera með barni, en ekki mætti sjá á henni fyrir kosningar. ólafur Björnsson gerði galdramanni þann grikk að Ijóstra upp um þungann, senvhann sagði að fæðast mundi á næsta vetri, og skfrði hann afkvæmið þegar Hrollvekju og lýsti vel hvað fælist undir meyjarskinninu. Nú er Hrollvekja fædd, en rlkisstjórnin hefur fullan hug á að bera hana út. —AK Hvers vegna mundi hann ekki eftirþví fyrr? I ■ ■l|ll|i|l"'l 111 niifl, M l[ H, Ifi!! m ffll i: M R M A sl, Hér kemur fyrst bréf frá J. D. og minnir það á gamla og kunna visu, sem hófst svo: Meinleg gleymska manninn hrjáði meðan i stjórn og þingi sat. Landfari góður! Alþýðuflokkurinn er nú að burðast við að tylla sér upp á söngpallinn i tvisöngskórinn mikla um skatta og tekjuöflun til milljarðaþarfa rikisins, sem að verulegu leyti eru „fornar syndir” Viðreisnar. En eitt munum við m.a. frá fyrstu viðbrögðum Viðreisnar iskattamálum. Þá fékk tekju- hæsti maðurinn i minni sveit, sem var þá ómagalaus, 10 þús. kr. skattalækkun, eða jafn- mikla og 34 aðrir gjaldendur i hreppnum. Það munaði um minna, þvi að isl. krónan var þá ekki nær hórfallin. Alþýðublaðið er i leiðara sinum að hæla fyrrverandi sjávarútvegsmálaráðherra sinum fyrir það, að hann hafi flutt það mál nú a. þessu þingi, að gjaldendur yrðu ekki eftir leiðis að tviborga álög sin og skatta, sem atvinnurek- endur hefðu dregið frá kaupi þeirra, en svo týnt peningunum á leiðinni frá eigin innheimtu til rikis- kassans. En mér er spurn, hvers- vegna mundi hann ekki eftir Atvi nnu rekendu r Að gefnu tilefni skal vakin athygli á, að samkvæmt ákvæðum heilbrigðissam- þykktar Reykjavikur þarf löggildingu heilbrigðismálaráðs (heilbrigðisnefndar) á húsakynnum, sem ætluð eru til: Tilbúnings, geymslu og dreifingar á mat- vælum og öðrum neyzluvörum. Matsölu, gisti- og veitingahússstarfsemi. Skólahalds. Reksturs barnaheimila, ennfremur sjúkr- ahúsa og annarra heilbrigðisstofnana. Reksturs rakara-, hárgreiðslu- og hvers konar snyrtistofa. Iðju og iðnaðar. Umsóknir skulu sendar heilbrigðismála- ráði áður en starfrækslan hefst, og er til þess mælzt, að hlutaðeigendur hafi þegar i upphafi samráð við skrifstofu borgar- læknis um undirbúning og tilhögun starf- seminnar um allt, er varðar hreinlæti og hollustuhætti. Heilbrigðismálaráð. GARÐYRKJUBÆNDUR Nú getum við útvegað yður plast gróður- hús frá MUOYIHUONE i Finnlandi. Lægri stofnkostnaöur Fljótleg uppsetning Breidd 6,5 og 7,5 m, hæð 2,9 og 2,5 m Lengd ótakmörkuð Heilsárshús og sumarhús Hringiö, skrifið eöa komið og við munum gefa nánari upp- lýsingar. H.G. GUÐJÓNSSON Stigahlið 45-7, Suöurveri, Reykjavik, sími 37637. þessu fyrr, — meðan Viðreisn var og hér? Varla er þetta spánnýtt fyrirbrigði, eða hvað? 14/3 1972 Glímuvísur um góðan kappa Og hér kemur annað bréf fra Þórarni á Skúfi og hljóðar svo: „Heill og sæll, Landfari góður. Ég sný mér til þin upp á gamlan kunningskap. Þetta erindi hefði þó máski átt fremur heima i „Islendinga- þáttum”, en hvort tveggja er, að ég er enginn eftirmæla- smiður eða afmælisgreinahöf- undur i venjulegum stil, en hef komið til þinna húsa fyrr og er vanafastur, eins og stundum vill verða um þá, sem gamlir eru orðnir. Bjarni Frimannsson bóndi og oddviti á Efri—Mýrum i Engihliðarhreppi er sjötiu og fimm ára I dag, 12 marz. Nú datt mér i hug að minnast hans með gamaldags stökum, þvi að við erum kunningjar, en ég kann náttúrlega ekki nýju lögin. Visurnar koma þvi hér á eftir. Með vinsamlegri kveðju til þin Landfari. Glimuvisur til Bjarna Frimannssonar 75 ára, 12 marz 1972: Man ég háan, hreysti knáan, hlaupafráan, ungan mann. Mátti sjá'ann, minnast á'ann, Mýra—Páann nýgiftan. Manndómsára orku neytti á hann bárust félagsstörf, tökin ára þá við þreytti þung var bára — timahvörf. Breyttu menn um búskaps hætti. Burtu rennur liðin tið. Glimt er enn af öllum mætti, ennþá brennur keppnistrið. Grána Páa höfuðhárin, heldur máist fjaðraskraut. Til að ná á elliárin ekki smá er glimuþraut. Heldur velli, kjark og kjarna kallinn brellinn margt við þing. Fellir Elli enn ei Bjarna, er þó kelling glimuslyng. Blönduósi. 12. marz. Þórarinn Þorleifsson frá Skúfi. TIL SÖLU Vörubill Mercedes Benz 1513, árgerð 1971, ekinn 60 þúsund km., sem nýr. Uppl. i sima 52157. TIL SÖLU 6 cyl. Trader dieselvél ásamt girkassa og sturtuúrtaki. Stálpallur og sturtur. Hásing með nýlegu drifi, felgur og dekk, og vökvastýri (drag- stöng). Upplýsingar i síma 52157 á kvöldin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.