Tíminn - 28.03.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.03.1972, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 28. marz 1972. TÍMINN r SKEIÐARA SMAMINNKAR Þó-Revkjavik. „Skeiðará heldur áfram að f jara, og í nótt lækkaði vatnsborðið um 15-20 cm", sagði Ragnar i Skaftafelli við Tímann í gær. „Vatnsborðið hefur lækkað um rúmanmetra en samt sem áður er áin töluvert mikil að vöxt- um. Ég veit ekki um vatnsmagnið i Gigju- kvísl í dag", sagði Ragnar, „en menn frá vatnamælingum eru þar þessa stundina á leið vestur að Kirkjubæjar- klaustri. i fyrradag ætluðu Sigurður Þórarinsson og fleiri að fljúga með þyrlu Varnarliðsins upp að Grímsvötnum, en urðu frá að hverfa vegna dimmviðris. Hefur því engin séð Grímsvötn úr lofti frá því á laugardag er flogið var yfir þau og hafði þá ísinn yfir vötnunum brotnað niður um eina 40 metra. 7 s 11. Alþjóoaleikhúsdagurinn: BYLTING HEFUR ORÐIÐ í ÞRÓUN LEIKLISTAR Alþjóöaleikhúsmálastofnunin hefur sent frá sér eftirfarandi umræðuefni i tilefni Alþjóðaleik- húsdagsins i ár, sem er 27.marz. A okkar dögum höfum við orðið vitni að byltingu i þróun leik- AA samtökin 18 ára OÓ-Reykjavik. AA samtökin á tslandi halda upp á 18 ára afmæli sitt á föstu- daginn langa. Verður þá haldinn opinn fundur i félagsheimili Langholtssafnaðar og er öllum, sem áhuga hafa á starfsemi sam- takanna heimill aðgangur. t þau 18 ár, sem AA samtökin hafa starfað, hefur fjöldi manna og kvenna leitað til þeirra og fengið aðstoð til að sigrast á drykkjuvandamálum sinum. Samkvæmt venju slikra samtaka á tslandi og annars staðar, eru engar skrár haldnar yfir félaga, eða þá, sem leita aðstoðar, svo að tölur um þá drykkjumenn og konur, sem leitað hafa aðstoðar á undanförnum 18 árum, liggja ekki fyrir. Flest kvöld eru haldnir fundir i hiisnæði samtakanna að Tjarnar- götu 3c. Er félagsskapnum skipt i deildir, og halda hinar einstöku deildir þessa kvöldfundi, einnig eru haldnir fundir i félagsheimili Langholtssóknar og i Vestmanna- eyjum er sérstök AA deild. Þá eru haldnir opnir fundir einu sinni i mánuði og er öllum heimill að- gangur þá. Samtökin hafa daglegan við- talstima i húsnæði sinu við Tjarnargötu. Geta allir sem eiga við drykkjusýki að striða, komið þangað milli kl. 6 og 7 og eru þeir aðstoðaðir eftir mætti. Halldór Laxness Matthias Jóhannesson Samtalsbók Laxness og Matthíasar: Skeggræður gegnum fíðina Ný samtalsbók Halldórs Lax- ness og Matthlasar Jóhannesen kemur i dag út hjá Helgafelli. Skeggræðurnar er fyrsta bók Helgafells að minnast 70 ára af- mælis Halldórs Laxness 23. april nk., en afmælisbækurnar verða alls fimm og koma út smám saman á árinu. Næst kemur ,,Norðanstúlkan" (Atómstöðin) i leiksviðsgerð Þorsteins Gunnars- sonar og Sveins Einarssonar og þar næst „Bjartur i Sumarhúsum og blómið", leikútgáfa Baldvins Halldórssonar af Sjálfstæðu fólki, sem frumflutt verður I Þjóðleik- húsinu á sjötugsafmæli nóbel- skáldsins 23. april. Fjórða bókin er ný útgáfa af Laxdælasögu með nútima stafsetningu H.L. og 30 iiýjum teikningum og skreyting- um eftir fjóra frábæra listamenn úr hópi hinna yngstu málara okkar. Bókin er I raun og veru I tveimur útgáfum, nútíma stafsett útgáfa Bókmenntafélagsins i heild með litluui frávikum og markað með sérstöku letri, og til- lögum Halldórs sjálfs um úrfell- ingar i listrænum útgáfum framtiðarinnar af fornritunum. Þessi útgáfa á sérstaklega að minna á baráttu skáldsins við stjórnarvöld islands um stafsetn- ingu og skáldskap. Ritar Kristján Karlsson formála, þ'ar sem meðal annars er vikið að þessu baráttu- máli skáldsins. Fimmta og siðasta afmælisbók- in er ný útgáfa, á ensku, af Kristnihaldi undir jökli, i þýðingu Magnúsar Magnússonar I Edin- borg. Kemur bókin út I nóvember og er hugsuð sem gjafabók handa enskumælandi fólki. Er þýðing Magnúsar talin með afbrigðum vel gerð. listar, menn eru orðnir fráhverfir þvi að byggja á orðunum einum — orðum, sem stundum geta hvorki túlkað lifið eins og það er, né náð dýpstu merkingar táknmyndar eða goðsagnar... Nýja leikhúsið á Vesturlöndum hefur að markmiöi að losa sig við bókmenntasvipinn og binda sig eingöngu við leikrænan flutning. Annars staðar er heföbundið leik- hús nátengt þjóölifinu, og þar eru tónlist, söngur, og dans ómissandi þættir i að skapa fullkomna leik- menningu. Ekki er um að ræöa, að athafnir eða látbragð eigi að koma i stað orða, en þess verður vart i auknum mæli, að oröið viki fyrir athöfnum, ekki aðeins einföldu látbragði, heldur likams hreyfingum yfirleitt, hvaða nafni sem þær nefnast. Það er engin til- viljun að dans og alvarlegir leikir skuli hættir að sjást i óperuhúsum og stóru leikhúsunum, en komi þess i stað fram á götum torgum iþróttasvæðum og i hringleikhús- um, meðan áhorfendur taka fagn- andi á móti erlendum, framandi. leikflokkum, sem sýna seiömagnaða dansa i skraut- legum búningum, enda þótt þeir skilji ekki mál þeirra. Og það er engin tilviljun, að ungt fólk i leikhúsum, hvort sem það eru at- vinnuleikhús, skólahús eða leik hús áhugamanna, skuli snúa baki við miölungsgóðum textum og kjósa heldurleik án orða. Þótt það sé ekki takmark í sjálfu sér, ber það að minnsta kosti ljósan vott um andúð á orðagljáfri, sem gengið hefur sér til húðar, og iöngun eftir skáldlegri tjáningu, þar á meðal dönsum. Þegar litið er á hina aðdáunar- verðu túlkun listarinnar i Þriðja heiminum, sem sumir nefna „frumstæða" vegna þess, að hún er ekki vestræn, má vera að Austurlandabúar veröi að til- einka sér list orðsins i samræmi við nýja þjóðfélagshætti. En er það ekki lika jafn nauðsynlegt fyrir okkur á Vesturlöndum að gleyma orðinu..gleyma þvi, að minnsta kosti um stundarsakir? Unglingarnir hafa skrifað á skipsflakið, sem geymdi vlnið úr As- mundi á slnum tlma. (Timamynd) Byrjað að rífa skipsflökin KLP-ReykjaviK. Nú er komin góður skriður á málið út af skipsflökunum, sem legið hafa á fjörum I Elliðaárvogi um árabil. Þegar hefur verið hafizt handa um að rlfa flak Sæ- rúnar frá Bolungarvik, en það var einmitt þar, sem slys varð á ungum pilti fyrir nokkru, og upp frá þvi fór að koma smá hreyfing á málið. Borgarráð hefur fyrirskipað tafarlausar aðgerðir um að hreinsa fjörurnar af þessum skipsflökum, og útrýma þar með þeirri hættu og óprýði, sem af þeim hefur stafað, og mun ekki afgreiða málið frá sér fyrr en það hefur verið gert. Einnig hefur öryggisvörðum borgarinnar verið falið aö hafa eftirlit með þvi, aö slikar slysa- gildrur myndist ekki á fjörum börgarinnar, ef farið hefur á milli mála hvort slikt tilheyri verksviði gatnamálastjóra eða hafnar- stjóra. Hafnarstjóri hefur ritað eigendum skipsflakanna og gefið lokafrest til að fjarlægja flökin, að öðrum kosti munu þau veröa fjarlægð á þeirra kostnað. Flestum þessum skipum hefur verið lagt i fjöruna „um stundar- sakir" að fengnu leyfi hafnar- stjórans i Reykjavik, sen siðan hafa þau dagað þar uppi, og er reyndar komiö á annan áratug siðan þeim fyrstu var rennt þar upp. Ekki eru allir jafn ánægðir með að skipsflökin skuli fjarlægð, a.m.k. ekki börn og unglingar, sem búa i nágrenninu, en þau hafa notað skipsflökin sem leik- svæði og kunnað vel aö meta. Haft er eftir logsuðumönnunum, sem þegar eru byrjaðir á Særúnu, að stráklingar, sem komu að þeim, heföu látið svo um mælt ,,að réttast væri að setja þá á Klepp fyrir að ætla að eyðileggja fyrir þeim leikvöllinn" Ljóst er, að framundan er mikið verk og tafsamt að fjar- lægja öll skipsflökin, og hætt við að það komi að mestu i hlut borgarinnar að annast það. Um er að ræða eftirtalin 7 skipsflök: BLtÐFARI, eign Sindra hf. liggur i f jöru við lóð Sindra utan vert við Sundahöfn. LEO, eign Björgunar hf. i Vatnagörðum. LAXFOSS, eign Baldurs Guð- mundssonar, liggur úti I sjó út af Kleppskafti. : tSLENDINGUR.éign Baldurs Guðmundssonar, liggur i fjöru niður undan Kleppi. ; SÆRON, eign Einars Guö- finnssonar, I Bolungarvik, liggur i fjöru nokkru innan við Klepp. VtSUNDUR, eign Siguröar Magnússonar, liggur i fjöru skammt undan Gelgjutanga. BJARNAREY, eign Einars M. Jóhannssonar, Húsavik, stendur i slipp hjá Bátanaust hf, á Gelgju- tanga." lÍÍÍÍllllllllí n iii (|i ll •:; l'íl II iii ii iiii <ii n "•¦•'iii ii liiiiiiliniiliiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiii!;.,.:;iiilliiiii!iiiiiiiliiiiiil..;;;;,,iliiiiiiir Áttavitar Visindamenn og verkfræðingar hafa að undanförnu dvalið austur við Skaftá við rannsóknir og mæl- ingar vegna fyrirhugaðs vegar yfir hin ströngu hlaupvötn. En nú er kominn blessunarlega góður skriður á framkvæmdir við gerð hringvegarins, sem breytir landi voru úr löngum tanga I eyland, hvað vegakerfið snertir. Ekki er mannsaldur siðan sæmilegt brúarmannvirki var talið til stórvirkja, bæði frá verk fræðilegu og fjárhagslegu sjónar- miði. Nú er hiklaust ráðizt til at- lögu meö tilstyrk almennings I landinu við þann hluta vegagerð- ar á tslandi, sem ófýsilegastur hefur verið talinn og illfram- kvæmanlegur. Oræfin voru utu aldur svo ,,f jarri öðrum þjóðum", að þau voru músa og kattlaus sveit, og helzt heimsött af fuglin- um fljúgandi. liiiian tiöar verða þau I þjóðbraut. Þáð sem hefur gerzt.fyrir utan nú hina málefnalegu forsjá Ey- steins Jónssonar og annarra, sem hafa knúð á um gerð hringvegar- ins, er einfaldlega sú staðreynd, að nú orðið höfum við á að skipa tækjum og góðum hópi ágætra sérfræðinga, sem geta með nokkuðöruggum hætti sagttil um gerð vegar, sem þarf að standa af sér meiri vatnsflaum en yfirleitt þekkist, þar sem á annað borð þykir fært að leggja vegi. Til hafa verið kallaðir menn margþættra visinda. Þeir eru áttavitarnir i þessu máli. Þeir búa yfir heimafenginni reynslu af jökluni og vötnum, og þeirri þekkingu, sem góð menntun veitir. Þannig er þetta að verða á flestum sviðum. Við þörfnumst áttavitanna við flest meiriháttar verkefni. En við eigum þeirra ekki kost sem skyldi, sé ekki fyllsta alúð lögð við menntun þeirra og alla aðstöðu þar að lút- andi. Löngum hefur verið sagt, að menntun sé máttur. Glæsilegt dæmi um slfkan mátt hafa menn fyrir augunum þessa dagana, þegar afl jökuls og vatns er kort- lagt og bundið I tölur og áætlanir, sem hringvegurinn rls slðan af, jafnstyrkur þeirri þekkingu, sem liggur til grundvallar allri gerð hans. Svarthöfði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.