Tíminn - 28.03.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.03.1972, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 28. raarz 1972. TÍMINN 5 Bakhlið hússins sem brann. Konunum og börnunum var bjargað út um gluggana á efri hæðinni, en ekki var hægt að komast niður stigann fyrir eldi. Tfmamynd GE Þrem konum og þrem bömum bjargað úr brennandi húsi OÓ-Reykjavik. Þrem konum og þrem ungbörn- um var bjargað úr brennandi húsi s.l. laugardag. Eldur kviknaði i ibúðarhúsinu Laugavegi 158. Var eldurinn á fyrstu hæð. Það var Jón Gunnarsson, rannsóknarlög- reglumaður, sem varð var við eldinn er hann ók fram hjá hús- inu. Lagði þá loga út um glugga á fyrstu hæð. Jón gekk að þvi, með öðrum mönnum, að bjarga tveim konum og þrem ungbörnum út um glugga á annarri hæð hússins, bakdyramegin. Slökkviliðið kom SOLRSS — LJOÐ OG LAUST AAÁL — eftir Rúnar Hafdal Halldórsson brátt að og fundu þá reykkafarar eina konu á fyrstu hæð hússins. Leituðu þeir um allt húsið, en fleiri fundust ekki inni. Þegar fólkinu var bjargað af efri hæð- inni var stigagangur alelda og komust konurnar eða börnin ekki út, nema um gluggana. Var fólkið allt flutt á slysavarðstofuna, en beið ekki verulegan skaða af reyknum. Konan, sem fannst á neðri hæðinni, var lögð á spitala en er á batavegi. Klukkutima tók að slökkva eld- inn, en eldsupptök eru ókunn. AK-Reykjavik. Komin er út bók, sem nefnist Sólris — ljóð og laust mál — eftir Rúnar Hafdal Halldórsson, sem lézt af slysförum 5. april i fyrra. Bókin er gefin út af aðstandend- um Rúnars, en Bjarni Fr. Karls- son ritar alllangan formála um höfundinn og efni bókarinnar. Rúnar Hafdal Halldórsson var fæddur i Reykjavik 4. jan. 1948 sonur hjónanna Báru Þórðar- dóttur og Halldórs Hjartarsonar, sjómanns. Hann lauk stúdents- prófi frá Laugarvatni 1969 og hóf siðan nám i guðfræðideild Há- skólans. Hann átti sæti i stjórn Stúdentafélags Háskólans, var varamaður i stúdentaráði og siðari veturinn i háskóla for- maður Verðandi, félags vinstri sinnaðra stúdenta. Þá var hann um skeið ritari Sambands ungra Framsóknarmanna. Rúnar Hafdal lét eftir sig nokkurt safn ljóða, sem birtast i þessari bók og bera vitni ljóð- rænum og skáldnæmum æsku- hug. Bjarni Fr. Karlsson segir m.a. i formálsorðum: „Samt er tilgangurinn með út- gáfunni ekki sá að reisa höfundi áþreifanlegan minnisvarða, heldur sú bjargfasta- vissa aðstandenda og vina Rúnars-heit- ins, að með þessum kvæðum bætist ljóðhörpu þjóðarinnar enn einn tónn, er falla muni vel inn i samhljóman þeirra, sem fyrir eru. Með þetta fyrir augum, eru þau eftir látin tóneyra þjóðar- innar til úrskurðar”. Siðast i bókinni eru nokkrar stuttar ritgerðir, bréf og skóla- stilar, og er þar meðal annars fjallað um skáldin Guðmund Böðvarsson og Stefán frá Hvita- dal. Bókin er rúmar 100 blaðsiður að stærð, vönduð að ytri gerð og smekkleg að öllum búnaði. Isafoldarprentsmiðja hefur um- boð og afgreiðslu bókarinnar, sem fæst i flestum bókabúðum. í formála er þess getið, að ágóði af sölu bókarinnar muni renna óskertur til Menntaskólans á Laugarvatni, en þeirri mennta- stofnun hafi höfundur verið tengdur sterkum böndum. Rúnar Hafdal Halldórsson. Skólatöflur Nú er timabært að panta fyrir næsta haust. Við getum boðið yður mjög vandaðar emalieraðar stáltöflur, fyrir segul. Hægt er að fá þær með útbúnaði til að hækka þær og lækka. Einnig með hliðar vængj- um, sem geta verið strikaðir, eða með myndloða og sýningartjaldi. Bréflegar fyrirspurnir og pantanir óskast. STAFN H/F, Brautarholti 2, Box 5143, Reykjavik. SMyCILL RAFSUÐUTÆKI RAFSUDU KAPALL RAFSUÐUÞRAÐUR RAFSUDUHJALMAR o RAFSUÐUTANGIR Ármúla 7. - Sími 84450 AÐALFUNDUR Iðju, félags verksmiðjufólks i Reykjavik verður haldinn i Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu, þriðjudaginn 28. marz n.k. kl. 20,30. FUNDAREFNI 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Ný reglugerð fyrir orlofssjóð. 3. önnur mál. STJÓRN IÐJU. Breiðfirðingaheimilið h.f. Aðalfundur Breiðfirðingaheimilisins h.f., verður haldinn i Tjarnarbúð fimmtudag- inn 2 7 april 1972 kl. 20.30 e.h. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Reikn- ingar félagsins (1971) liggja frammi, hlut- höfum til athugunar 10 dögum fyrir fund- inn, á skrifstofu félagsins kl. 10-12 f.h. i Breiðfirðingabúð. Stjórnin SAAASONGUR KARLAKÓRS KEFLAVIKUR i Austurbæjarbió i kvöld kl. 7. Söngstjóri: Jón Ásgeirsson tónskáld, undirleikari: Agnes Löve. Einsöngvarar: Inga Maria Eyjólfsdóttir, Haukur Þórðarson, Jón Kristinsson. Aðgöngumiðar seldir hjá bókaverzlun- um Lárusar Blöndal og Sigfúsar Eymundssonar, og við innganginn. Frá Borgarbókasafni Reykjavíkur Borgarbókasafnið og öll útibú þess verða að venju lokuð frá skirdegi til annars i páskum að báðum dögum meðtöldum. Borgarbókasafn Reykjavikur Þingholtsstræti 29A Hólmgarði 34 Hofsvallagötu 16 Sólheimum 27 Bókabilar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.