Tíminn - 28.03.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.03.1972, Blaðsíða 6
6 Þriöjudagur 28. marz 1972. Jómfrúræða Hafsteins Þorvaldssonar á Alþingi: Ekki má gleyma einum veigamesta þætti upp- eldismála þjóðarinnar - að efla og glæða félagslega vitund og félagsþroska æskunnar EB-Reykjavik. A fundi i Sameinuöu Alþingi siöast liöinn þriöjudag mælti Haf- steinn Þorvaldsson (F) fyrir þingsályktunartillögu þeirri , er hann flytur um aukna félags- málafræöslu i skólum landsins, en greint hefur verið frá þessari tillögu hér I blaöinu. Fer hér á eftir framsöguræöa Hafsteins, sem jafnframt er jómfrúarræöa hans á Alþingi:, „1 lýöræöisþjóöfélagi er þaö félagsleg skylda einstaklings aö takast á hendur ýmiss konar félagsstörf I opinberri þjónustu eöa frjálsu félagsstarfi. A undanrörnum árum hefur oft veriö vakiö máls á þvi i ræöu og riti, aö erfitt væri aö fá ungt fólk til félagsstarfa á hinum margvis- legustu sviöum þjóölifsins, svo sem i sveitarstjórnarmálum, stéttarfélögum og I ungmennaf- élags- og iþróttahreyfingunni. Ötul og árangursrík félagsmálafræðsla Ýmsar félagshreyfingar, t.d. verkalýöshreyfingin, samvinnu- hreyfingin og ungmennafélags- hreyfingin, hafa brugöizt við þessum vanda meö ötulli og árangursrikri félagsmálafræöslu, er sú virðingarverða starfsemi nær aldrei til nægilega margra miöaö við þarfir félagsstarf- seminnar i landinu og þjóðfélags- ins i heild. Ég tel augljóst, aö hér sé um brýnt þjóöfélagslegt hagsmuna- mál aö ræöa, og aö minum dómi hefur rikisvaldið sjálft ráö á þvi tæki, sem ætti aö duga til stórra afreka á þessu sviði, — en það er skólakerfiö i landinu. Námsskrá skyldunámsstigsins gerir ráö fyrir fræöslu i félags- og menningarmálum, og vissulega er viðleitni til þess aö fram- kvæma þaö ákvæöi námsskrár- innar i sumum barnaskólum, en þvl miður óviöa og allt of litiö. Kjörsvið Ein veigamesta ástæöan fyrir þessari vanrækslu er sú alvarlega staðreynd, að þeir skólar, sem útskrifa kennara, hafa ekki búið kennaraefni undir leiöbeinenda- störf á sviði félagsmála. A siðustu árum hafa gagn- fræöaskólar leitazt viö aö koma á kjörgreinakerfi, og hefur sú viö- leitni aukizt verulega viö stofnun framhaldsdeilda fyrir gagn- fræðinga. Hafa þannig veriö opnuð nokkur kjörsviö, svo sem verzlunarkjörsviö, og sums staöar nokkur fleiri, en mjög er þetta n.ísjafnt I hinum ymsu skól- um, og takmarkast aö sjálfsögöu af kostnaðinum sem þeim fylgir. Virðingarverð viðleitni Ef menntun kennara kemst i þaö horf, sem lagt er til i þings- ályktunartillögu minni, ætti án verulegs tilkostnaðar aö vera hægt að setja á stofn félagsmála- kjörsviö i gagnfræðaskólum. I nokkrum framhaldsskólum hefur verið sýnd viröingarverö viöleitni i félagsmálafræöslu, svo sem fundarstjórn og ræðu- mennsku. Sums staöar hafa lika verið námskeiö i framsögn og leiklist, og er sjálfsagt aö koma slikri fræðslu inn i þessa kjörgrein. Þá er og vel þess vert aö geta þeirrar viöleitni, sem Reykholts- skóli i Borgarfirði hefur haft i frammi, meö sinni leiðbeinenda- deild. Alvarleg staðreynd Það er mjög alvarleg staö- reynd, að allur þorrinn af ungu fólki, sem kemur að loknu skóla- námi til starfa á félagslegum vettvangi — þvi flestir, ef ekki allir, eru i einhverju-félögum, og sumir reyndar mörgum, — er ekki aðeins þjálfunarlaus á sviöi félagslegrar stjórnunar og skipu- lagningar, heldur vanmegnugur aö tjá skoöanir sinar eöa útskýra málefni á mannfundum. Þetta leiðir ósjaldan til and- legrar einangrunar og vanmeta- kenndar einstaklingsins og veldur þvi, að góöar hugmyndir komast ekki á framfæri og góöir hæfi- leikar fá ekki aö njóta sin. Þetta er brestur i skólakerfinu, og á þessu veröur aö ráða bót. Þaö mun flestum kunnugt, aö þátttöku i almennum fundarstörf- um hefur hrakaö mjög hin siöari ár. Almennur menntunarskortur á þessu sviði er auövitað ekki eina orsök þess, heldur liggja til þess veigamiklar þjóðfélagslegar orsakir, en aukin félagsmála- fræðsla i skólum á að geta breytt þessari óheillaþróun og glætt félagsvitund einstaklinganna. Setti á stofn eigin félagsmálaskóla Fyrir þremur árum setti Ung- mennafélag tslands á stofn eigin félagsmálaskóla i þvi ákveðna markmiði aö leggja sitt af mörkum til að efla áhuga fólks á félagsstörfum og stuðla að þjálfun þess i skoðanatjáningu, ræðumennsku og öðrum hag- nýtum félagsstörfum. Ungmennafélögin á tslandi hafa raunar allt frá árdögum hreyfingarinnar i byrjun aldar-' innar verið einn helzti félags- málaskóli þjóðarinnar, þar sem mikill fjöldi æskufólks hefur hlotið félagslegt uppeldi og hag- nýta þjálfun i skoðanatjáningu og öðru félagsstarfi. Hafsteinn Þorvaldsson. . Félagsmálaskóla Ungmenna- félags Islands er ætlað að halda þessu merki á lofti með almennri félagsmálafræðslu, ekki einungis fyrir ungmennafélaga, heldur sem viöast, þar sem áhugi er fyrir hendi. Nemendur skipta hundruðum Og áhuginn er svo sannarlega fyrir hendi. Hvaðanæva að hafa borizt óskir um námskeið og til þessa hafa verið haldin 12 nám- skeið þar af 7 námskeiö fyrir aðila utan U.M.F.Í. Nemendur skipta hundruöum, og þaö er ánægjulegt, aö sumt af þvi fólki, sem á þessum nám- skeiöum sté sin fyrstu spor i ræðustól, lætur nú skörulega aö sér kveöa á málþingum og i félagsmálum. Ég vil sérstaklega geta þess, að Félagsmálaskóli U.M.F.I. hefur lagt áherzlu á samvinnu viö skóla landsins, og á siðast liðnu ári voru haldin námskeiö bæði i Kennara- skóla tslands og Iþróttakennara- skóla Islands. Námskeið þessi hafa gefið mjög góða raun, en námskeiðin i Kennaraskóla tslands eru aðeins áhugamanna- námskeið á vegum nemenda- félagsins, og aðeins litill hluti áhugasamra nemenda, sem tekur þátt i þeim. Lagt kapp á að efla skólann sem mest Ungmennafélag tslands hefur látið semja margs konar kennslu- gögn fyrir skólann, þvi að nær al- ger skortur er á handbókum fyrir flestar greinar slikrar fræðslu. Þess má þó geta I þessu sam- bandi, aö nýstofnað Æskulýösráð rikisins og framkvæmdastjóri þess vinna nú ötullega aö öflun fræösluefnis á þessum sviöum. Rekstur Félagsmálaskólans hefur verið fjárhagslega erfiður, en áhuginn á starfi hans hefur verið svo mikill, að lagt hefur verið kapp á að efla hann sem mest. Ég get fullyrt, að þessi stofnun er reiðubúin að aðstoöa viö að bæta félagsmálafræðsluna i hinu almenna skólakerfi, og jákvæð reynsla i þeim efnum er þegar fyrir hendi. Vonandi gæti slik samvinna orðið til að hraða þeirri þróun, sem tillaga min gerir ráð fyrir. Markmið félagsmálafræöslu i skólum hlýtúr að veraþroskun einstaklingsins og þjálfun hans i þvi augnamiði að gera hann hæfan, ábyrgan og starfandi þjóðfélagsþegn. Maðurinn er félagsvera, og þess vegna má ekki vanrækja eða gleyma einum veigamesta þætt- inum i uppeldismálum þjóðar- innar, sem er að efla og glæöa félagslega vitund og félagsþroska æskunnarV ARMSTRONG- HÖGGDEYFAR Erum að taka upp Arm- stronghöggdeyfa fyrir ýmsar gerðir bila, til dæmis: Cortinu — Willys - Mercedes Benz — Skoda — VW-Dodge Weapon — Hillman — Wauxhall — og Bronco. Einnig marga fieiri. Bilabúðin h.f. Hverfisgötu 54 Simi 16765 i CRÉME 1 FRAlCHE JHeð ávöxtum í eftirrétti Blandið smátt skornum ávöxtum og sjrð- um rjóma í ábatisglös. Frískandi eftir- réttur, sem strax nœr hylli fjölskyldunnar. MJOLKURSAMSALAN í REYKJAVIK i CREME FRAÍCHE Cocktailsósa sinnepssósa Cocktailsósa: f dl af tómatsósu í dós af sýrðum rjóma. Sinnepssósa: 2 msk af sinnepi í dós af sýrðum rjóma. Gott með fiski, pylsum, hamborgurum, steiktu kjöti, kjúklingum, kryddsíld, humar, rakju o.fl. MJOLKURSAMSALAN í REYKJAVÍK CREME FRAÍCHE I grœnmetissalöt Notið sjrðan rjóma sem ídýfu með söxuðu grœnmeti í stað t. d. mayonnaise. MJÓLKURSAMSALAN I REYKJAVÍK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.