Tíminn - 28.03.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.03.1972, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 28. marz 1972. TÍMINN 7 0 Vill verða sérkennilegri. Franska visnasöngkonan Juliette Greco, sem er 44 ára gömul, hafði lengi vel miklar áhyggjur af útliti sinu. Verst þótti henni að þurfa að burðast með nefið, sem var bæði langt og með krók. Svo gerðist það, að hún hitti bandariska kvik- myndastjórann David Selznick, og hann kostaði upp á nýtt nef fyrir hana. Árangurinn varð sá, að hún sló i gegn, eftir nefbreyt- inguna. En nú er hún aftur orðin þreytt á nefinu og útlitinu, og hefur ákveðið að gangast undir nýja andlitsaðgerð, og ætlunin er, að andlit hennar verði enn sérkennilegra eftir aðgerðina en fyrir. — Ég er stórhrifin af þvi, hvað mikið er hægt að gera fyrir andlitið á manni með þessum aðgerðum segir Jiliette Greco. ☆ # Loks kom sonurinn. Maureen Swanson, eiginkona greifans af Dudley hefur gert margitrekaðar tilraunir til þess að gefa manni sinum son, en það tókst ekki i fimm fyrstu skiptin. Alltaf reyndist nýi erfinginn vera dóttir, og eins og sjá má á myndinni, er ekki ástæða til þess að vera óánægður með þessar fimm litlu dætur. Þær eru hver annarri myndarlegri. En fólk getur langað i syni, ekki sizt, þegar dæturnar eru orðnar svona margar. Enn gerðu hjónin tilraun, og hvað gerðist ekki. Þeim fæddist myndar- legur sonur, og nú eru allir hinir ánægðustu, og dæturnar fimm eflaust himinlifandi yfir að vera búnar að eignast bróður. Litlu stúlkurnar- heita Suzanne, Cressida, Omalia, Melissa og Victoria, en nafn sonarins vitum við þvi miður ekki. Erfingi er fæddur. Kikiserfingi er fæddur i Kanada, ef hægt er að kalla hann það, þvi faðir hans er að- eins forsætisráðherra. Móðirin er Margaret Trudeau, tuttugu og þriggja ára gömul, en maöurinn hennar er Pierre Ellíot Trudeau, hinn 52 ára gamli forsætisráðherra. Hér er mynd af frú Trudeau, þegar I dóttir Kosygins forsætisráð- 3 herra Sovétrikjanna heimsótti Kanada i haust. Kanadiska for- II sætisráðherrafrúin er hér kom- a in alllangt á leið, en er að sýna 11 sóvézku stúlkunni það helzta, e sem til sýnis er i hennar eigin a heimabyggð. ☆ Bítlaklúbbarnir lagöir niöur Ringó Starr, einn af Bitlunum frægu, sagði, þegar tilkynnt var, að hætta yrði starfsemi brezka bitlaklúbbsins, að ekki væri ástæða til að halda honum starfandi lengur, þar sem Bitl- arnir væru ekki lengur saman. Þessu mætti likja við það, þegar brezka heimsveldið breyttist i brezka samveldið og nú væri þetta allt aö breytast i eins konar efnahagsbandalag með tilkomu EBE. Það þýddi ekki að reyna að breiða yfir breyting- arnar. Fólk yrði að horfast i augu við þær, hvort sem um brezka heimsveldið eða bitlana væri að ræða. t Bandarikjunum hafa einnig verið starfandi Bitlaklúbbar, en þeir hafa hætt starfseminni. Ekki er talið lik- legt, að Kingo Starr, John Lennon, Paul Mc Cartney og George Harrison eigi eftir að koma fram opinberlega aftur aliir saman, en að sjálfsögðu á fólk eftir að spila plötur þeirra lengi enn. Bauö blaöamönnum næturgistingu Elie de Kothschild baron var að opna nýtt hólel nýlega, og eftir það var skrifuð frétt um hann i Washington Post, en það var fréttaritari blaðsins i Paris, sem fréttina skrifaði. Hann lurðaði sig á þvi, að Rothschild barón skyldi hafa sent hópi blaðamanna boöskort, þar sem þeim var boðið að koma og eyða kvöldi og einni nóttu á hótel- inu. A boðskortinu var spurzl l'yrir um það, hvort bglaða- mcnnirnir hyggðust verða einir, eða hvort þeir hefðu einhvern með sér. Ástæðan mun hafa veriö sú, að meö þvi að vita fyrirfram, hvort blaðamenn- irnir kæmu einir eða ekki, gátu hótelyfirvöldin sparað sér að þurfa að spyrja mjög nákvæm- iega um það, þegar að innskrift á hótelið kæmi, hvort blaða- mennirnir væru með eiginkon- urnar með sér, eða hvort um einhverjar aðrar vinkonur þeirra væri að ræða. Ansjósa er dýr sem felur sig i dós, og sézt bara, þegar gestir koma. —Óskar, hvað á ég að segja pabba? Hann er alltaf að spyrja, hvað ég sjái við þig. —Hvernig veiztu að þessi páfagaukur er 4000 ára gamall? —Hann er ennþá að kalla á Kólumbus. Ungi maðurinn heilsaði ken- naranum kurteislega, þegar hann mætti honum á götunni, en fékk bara smánikk i staðinn. —Þér þekkið mig vist ekki, sagði ungi maðurinn. —Jú ég þekki þig alveg siðan það var þér að kenna, að móður þinni var vikið úr skólanum. —Ég var asni, þegar ég giftist þér. —Já, og ég var svo ástfangin, að ég tók ekki eftirþvi* Árni var svo latur, að það var yfirgengilegt. Hann reyndi alltaf að koma sér undan öllum skyldum sinum. Það var loks , þegar hann fór i herinn, að hann varð allt i einu ein bezta skytta þar. Skýringin sögðu félagarnir, að væri sú, að hann nennti ekki að láta hendurnar skjálfa, þegar hann miðaði. —Amanda! Það er búið að ákveða að gera mig að framleiðslustjóra! DENNI DÆAAALAUSI llvernig geta þeir sett djúsinn úr flöskunum inn i appelsinurnar?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.