Tíminn - 28.03.1972, Side 8

Tíminn - 28.03.1972, Side 8
8 TÍMINN Þriöjudagur 28. marz 1972. JÖRÐIN BRÆÐRATUNGA Stokkseyri, er til sölu. Ræktað land ca. 10 ha. Hús sæmilega góð. Upplýsingar gefur Jakob Árnason, simi 92-1661. Fiskvinnsluskól inn á Isafirði BÍLSTJÓRAR Steingrimur Hermannsson og Halldór Kristjánsson leggja til að skólinn verði þar Viljum ráða vana vörubilstjóra i vega- gerð. Vaktavinna. ÍSTAK íslenzkt Verktak hf. Suðurlandsbraut 6, Simi 81935. EB-Reykjavik. Steingrimur Hermannsson (F) og Halldór Kristjánsson (F) hafa lagt fyrir efri deild Alþingis frumvarp til laga um að fisk- vinnsluskólinn verði staðsettur á Isafirði. í greinargerð með frumvarp- inu, minna flutningsmenn á, að fiskvinnsluskólinn hafi verið stofnaður með lögum, sem sam- þykkt hefðu verið á Alþingi GEFJUN AKUREYRI Til hamingju með ferminguna og til hamingju á ferðum þínum í framtíðinni, með góðan svefnpoka, sem veitir þér öryggi og hlýju hvernig sem viðrar Til hamingju meö svefnpoka frá Gefjtm dralon BAYER Úrva/s trefjaefni /T\ (bayer 2.april i fyrra. „Lögin voru af- greidd á allra siðustu dögum þingsins. Nokkrar umræður urðu um staðsetningu skólans, og gerðar voru á 6. gr. þær breytingar, að skólanum var á- kveðinn staðurá Suðvesturlandi i stað Reykjavikur. Hins vegar var timi hvergi nærri nægur til þess að kanna það mál til hlitar. Meðal annars náðu áskoranir utan af landi ekki eyrum þingmanna vegna hins nauma tima, sem var til afgreiðslu málsins. Svo fór m.a. um ábendingu frá Akureyri og frá tsafirði um staösetningu skólans á tsafirði”, segja flut- ningsmenn i greinargerðinni: I. grein frumvarpsins er svo- hljóðandi: ,,6-grein laganna orðist þannig: Skólinn skal staðsettur á tsa- firði. Auk þess skal stofnaður fiskvinnsluskóli i Vestmanna- eyjum, sem útskrifi fiskiðnaðar- menn og fiskvinnslumeistara samkvæmt 1. og 2. töluliö 2. gr., og skal námi við skóiann skipt i þrjár deildir, sbr. 1.-3. tölulið 10. gr' , Á árunum 1972-75 skal enn fremur undirbúa stofnun fisk- vinnsluskóla 1. og 2. stigs á Suð- urnesjum, Akranesi og i stærstu fiskiðnaðarstöðum i öðrum lands- hlutum. Heimilt skal, að fengnu sam- þykki ráðuneytisins, aö setja á stofn framhaldsdeildir við skól- ann utan Isafjarðar, sbr. 4. gr., þegar skilyrðii eru fyrir hendi. Ráöuneytið skipar hverjum skóla þriggja manna skólanefnd tilíjögurra ára i senn. Skal einn þeirra tilnefndur af Rann- sóknarstofnun fiskiönaðarins, annar af samtökum fiskiðnaðar- ins á hverjum stað, en hinn þnðja skipar ráðuneytið án tilnefningar, og skal hann vera formaður nefndarinnar. Varamenn skulu skipaðir á sama hátt. Lög þessi gilda um fiskvinnslu- skóla utan tsafjarðar, að þvi er varðar greiðslu kostnaðar og annað, sem við getur átt að dómi raouneytisms og almarkaðskal i reglugerð.” 1 2. grein frumvarpsins er lagt til, að rikið komi upp hentugu kenn- slu- og heimavistarhúsnæði á Isa- firði fyrir fiskvinnsluskóla. — Þá er að lokum i frumvarpinu svo- hljóðandi ákvæði til bráðabirgða: ,,Þar til komið hefur verið upp nauðsynlegri aðstöðu á Isafirði fyrir fiskvinnsluskólann, er heimiltað starfrækja han i Reyk- javik.” Kjörinn staður fyrir fisk- vinnsluskóla 1 greinargerð frumvarpsins segir m.a.: Steingrimur llalidór. „Vestfirðir eru eitt mikilvæg- asta fiskvinnslusvæði .'landsins. Sjávarútvegur og fiskvinnsla eru þar að tiltölu mikilvægari at- vinnugreinar en viðast annars staðar. A Isafirði eru einhver glæsilegustu frystihús landsins og fiskvinnsla fjölbreytt. Þar mundi fást hin hentugasta aðstaða til þjálfunar fyrir nemendur fisk- vinnsluskólans. Nú er að risa á Isafirði mennta- skóli. Bygging skólahúsnæöis er hafin og aðsókn að skólanum mikil. Á Isafirði er þvi að risa menntamiðstöð Vestfjarða. Með tilliti til þess, sem nú hefur verið rakið, virðist Isafjörður vera kjörinn staður fyrir fisk- vinnsluskóla. Auk þess eru kennarar við fiskvinnsluskólann mjög fáir enn, sem komið er, og ætti það ekki að valda erfið- leikum, enda getur reynzt æski- legt að nýta betur t.d. kennslu- krafta, sem þegar eru við hinn nýja menntaskóla. Ljóster, aö hið opinbera verður að koma upp hentugu húsnæöi fyrir hvern þann skóla, sem út á land flytzt, og heimavist verður einnig fljótlega nauðsynleg. Að þvi leyti er staðsetning skólans utan Reykjavikur nokkru kost- naðarmeiri en almennt þarf að vera á höfuöborgarsvæðinu. Nauðsynlegt er að horfast i augu við þetta. Þvi er lagt til, að i lög um fiskvinnsluskóla verði bætt grein, sem taki af allar efasemdir um þetta atriði og skuldbindi rikið til þess að koma upp nauð- synlegri aðstöðu á Isafirði. Engu að siður má vel vera, að við at- hugun komi i ljós, að unnt sé að staðsetja fiskvinnsluskólann til bráðabirgða i hinu nýja húsnæði menntaskólans. Þetta þarf að kanna.” Mælti Steingrimur Hermanns- son fyrir þessu frumvarpi á fundi i efri deild Alþingis s.l. miðviku- dag, en auk hans tóku til máls þeir Jón Helgason (F) og Jón Arnason (S), Aðalfundur Verzlunarbanka Islands hf. verður hald- inn i veitingahúsinu Sigtúni, laugardaginn 8. april 1972 og hefst kl. 14.30. Dagskrá skv. 18. gr. samþykktar fyrir bankann. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundarins verða afhentir i afgreiðslu bankans Bankastræti 5, miðvikudaginn 5. april, fimmtudaginn 6. april og föstudag- inn 7. april kl. 9.30 — 12.30 og kl. 13.30 — 16.00. í bankaráði Verzlunarbanka íslands hf. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Þ. Guðmundsson Magnús J. Brynjólfsson.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.