Tíminn - 28.03.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.03.1972, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 28. marz 1972. TÍMINN wwwwpm^ Utíjefcmd?; Frawi*6kiwrftokku<'frtn Fr*mkv»m<}BiHpr« rtrJstfén Sfifi^^iiijaörr, .ftitttjóran Þorarirtrj fcárarlnssort lí,l>), Artdrés KrrsMáfisson, Jóft H«!$.a*t>n, frxfctðf vö:: t>ors»<íi»vs5on og Tómft* K»rlWð«ý At/glýslnsaítiórl: SteJrtv ýrifrtur Gislason. RHs>iornersl<rjfst«rur i €ddtrt»úsi«U, 4:fmar 183ÖO — 183Q6. SUrifstoiyr V*nk<xlr*n 7. — AtereKrflÚsrÍTiÍ: :lÍSaa. Auglýsingasíroi 195?3> AAror skrjfstofyr simj T8300, ÁíttílWífíJjaW tcr, Í2SJ)0 á: WábuÍÉÉ Jnnanlaptís í tausaít>1t# kr> )5^«lftt<*'WLi?-'öta«*Þr»i»l b.f. !ÖffKrt> Fagnað sögulegum þáttaskilum Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokks- ins, sem haldinn var 24. - 26. þ.m., bar glöggan vott um þann fögnuð, sem myndun vinstri stjórnarinnar, undir forystu ólafs Jóhannes- sonar, hefur vakið meðal Framsóknarmanna um land allt. Þessi fögnuður er sprottinn af þvi, að stjórnin gefur fyrirheit um mikil og heillarik þáttaskil i sögu þjóðarinnar, og sjást þegar mörg merki þess i verki, þótt starfstimi stjórnarinnar sé ekki orðinn lengri en niu mán- uðir. í stjórnmálaályktun aðalfundarins er bent á nokkur atriði þeirra sögulegu þáttaskila, sem hér hafa orðið. Islenzkt frumkvæði og framtak er á ný leitt til óndvegis, og kappkostað verður að islenzka þjóðin sjálf nýti gæði landsins. Skipulagshyggja er lögð til grundvallar við stjórn efnahags- og atvinnumála. Hafið er náið samstarf rikisvaldsins og hinna fjölmennu félagsmálahreyfinga, verkalýðssamtakanna og samvinnufélagsskaparins. Sjálfstæð utan- rikisstefna hefur verið mörkuð. Gjörbreytt vinnubrögð hafa verið tekin upp i landhelgis- málinu. Það mun að sjálfsögðu valda hinni nýju st- jórn verulegum erfiðleikum, að hún tók við slæmum arfi i efnahagsmálum þjóðarinnar. Er þar skemmst að minnast hins mikla viðskipta- halla við útlönd, sem nam hvorki meira né minna en 4000 millj. kr. á siðasta ári. En þrátt fyrir erfiðleika, sem af þessu stafa, horfa stuðningsmenn vinstri stjórnarinnar vonbjört- um augum til framtiðarinnar. Framundan biða mörg stór verkefni. Nauð- synlegt er að gera róttækar aðgerðir vegna hinnar óhagstæðu gjaldeyrisstöðu. Þá verður að búa sig undir það, að sóknin i landhelgis- málinu geti kostað einhverjar fórnir um skeið. Togaraflotann verður að endurnýja, og stór- bæta verður rekstur frystihúsanna. Hefja þarf nýja sókn i landgræðslumálum. Stuðla verður að auknu jafnvægi i byggð landsins. Þannig mætti telja áfram. Verkefnin, sem biða vinstri stjórnarinnar, eru vissulega mikil, en sigur- launin verða lika mikil, ef það tekst að leysa þau. Til þess að vinstri stjórnin fullnægi þeim vonum, sem við hana eru bundnar, skiptir höfuðmáli, að allir fylgismenn hennar skipi sér fast um hana og láti rógsiðju stjórnarandstöð- unnar engan árangur bera. Þá getur stjórnar- samstarfið ekki aðeins borið góðan árangur á þessu kjörtimabili, heldur orðið upphaf að far- sælu samstarfi vinstri aflanna. Hér hvilir sérstök skylda á Framsóknar- mönnum, jafnhliða þvi, að þeir þurfa að vinna vel að eflingu flokks sins. Efling hans er, eins og segir i stjórnmálaályktun aðalfundarins for- senda þess, að landinu verði framvegis stjórn- að'i anda félagshyggju og samvinnu, og með jöfnuð og félagslegt öryggi að markmiði. Þ.Þ. Stjórnmálaályktun aðal- fundar miðstjórnar Fram- sóknarflokksins 1972 Aöalfundur niiösljórnar Framsóknarflokksins lýsir ánægju sinni mcö myndun vinstristjórnar- innar og máiefnasamningi hennar. Fundurinn þakkar formanni og tförum leiötogum flokksins skelegga forustu um stjórnarmyndun og fagnar ötulu umbótasturfi rikisstjórnarinnar. Meö myndun ráðuneytis Ólafs Jrihannessonr hefur veriöbrotiö blao I islenzkri sögu. Islenzkt frumkvæði og íslenzkt framtak er leitt til önd- vegis og kappkostaö ao islenzka þjóðin sjálf nýti gæði landsins. Skipulagshyggja er lögð til grundvallar vio stjórn efnahags- og atvinnu- mála. Hafið er náið samstarf rfkisvaldsins og hinna fjölmennu félagsmálahreyfinga, verka- lýös- og samvinnuhreyfingar. Sjálfstæð utan- rikisstefna mörkuö. Gjörbreytt vinnubrögð tekin upp I landhelgismálinu. — 0 — Fundurinn vekur athygli á þvl, af> viðskilnaður rikisstjórnar Jóhanns Hafstein var me5 þeim hætti, ao valdið hefur og valda hlýtur verulegum erfiðieikum I efnahagsmálum þjóðarinnar. Arfurinn frá fyrrverandi stjórn er meðal annars fóiginn I þessu : Viðskiptahalli s.l. árs nam 4000 milljónum króna. Fyrirfram ráðstafað fé af rikistekjum þessa árs nam á þriðja þúsund niilljóiium króna. Vantalin útgjöld á f járlögum siðasta árs námu þúsund milljónum kröna. Skuldahalli vegna opinberra framkvæmda nam hundruðum miiljóna króna. óhjákvæmilegum verðhækkunum hafði með verðstöðvuninni verið skotið á frest um skeið. Slfk var hrollvekjan. — 0 — Aðalfundurinn telur, að útfærsla fiskveiðilög- sögunnar sé forsenda fyrir efnahagslegu sjálf- stæði þjóðarinnar. Hann fagnar þvi, sem þegar hefur áunnizt i landhelgismálinu og sérstaklega þeirri samstöðu, sem náðist við endanlega af- greiðslu málsins á Alþingi. Fundinum er ljóst að framundan er hörð barátta við volduga andstæðinga I þessu lifs- hagsmunamáii en er sannfærður um að sigur muni vinnast fyrir örugga forystu rlkisstjórnar- innar og órofa samstöðu þjdðarinnar. Fundurinn lýsir ánægju sinni með þann mikii- væga áfanga, sem náðist i kjaramálunum með samningunum I desember og margvislegar að- gerðir rikisstjórnarinnar til þess að bæta kjtfr þeirra lægst launuðu. t efnahagsmálunum varðar nú mestu að tryggja það, að verðbólga og dýrtfð fái ekki eytt þessum kjarabótum. Fundurinn fagnar þvi myndarlega átaki, sem verið er að gera til að byggja togaraflota lands- manna upp að nýju og vekur jafnframt athygli á þeim mikilvægu endurbótum sen nauðsynlegar eru á næstu árum, á frystihúsum og öðrum mat- vælaiðjuverum og umhverfi þeirra, og lýsir þeirri skoðun sinni, að þær framkvæmdir séu meðal þeirra mikilvægustu, sem þjóðarinnar bfða nú, þvi að matvælaiðnaður landsmanna verði að vera hinn fullkomnasti og samkeppnis- fær á tfllum mörkuðum og fiskiðnaðurinn verði framvegis að vera sú lyftistöng fyrir þjóðarbú- skapinn og hin fjölmörgu byggðarlög, sem hann hefur verið og þarf að verða um langa framtfð. Jafnframt standa fyrir dyrum miklar fram- kvæmdir á öðrum sviðum atvinnulifsins og auknar opinberar þjónustuframkvæmdir, sem óhjákvæmilegar eru vegna vanrækslu liðinna ára. Framkvæmdáþörfin er þvf mjög mikil en framkvæmdagetan takmarkast af vinnuafli og öðrum þáttum. Sé reynt að framkvæma umfram þá getu, leiðir það aðeins til veröbólgu og við- skiptáhalla. Nauðsynlegt er þvi að tryggja sam- ræmi milli fjárfestingarfyrirætlana, fram- kvæmdagetu og fjáröflunar með forgangsröðun og vali á framkvæmdum. Fundurinn fagnar þvl, að komið hefur verið á fót Framkvæmdastofnun rfkisins, sem m.a. hefur þetta hlutverk, og telur að með þvl sé stigið stórt skref tii aukinnar skipulagshyggju I islenzkum þjóðarbúskap. Nauðsynlegt er, að afla þess fjár til fjár- festingar, sem tryggi fulla nýtingu fram- kvæmdagetunnar og jafnframt er óhjákvæmi- legt að styrkja greiðslustöðu rikissjóðs og þjóðarbúsins f heild I þvi góðæri, sem yfir stendur, ekki sizt með tilliti til þeirra viðskipta- örðugleika, sem gætu fylgt I kjölfar þeirra bar- áttu, sem við nú heyjum fyrir stækkaðri land- helgi. Eftir skuldasöfnun undanfarinna ára eru miklar erlendar láuttfkur varasamar, en fundur- inn er þess fullviss, að þjóðin vilji mikið á sig leggja til að tryggja uppbyggingu atvinnulifsins og efnalegt sjálfstæði. Leggur fundurinn þvf til, að fjár verði aflað I þessu skyni einkum með lán- tökum innanlands t.d. útgáfu spariskfrteina og nýrrá tekna verði aflað með þeim hætti að sem minnst áhrif hafi á almennan framfærslukostn- að f landinu. Fundurinn telur, að i byggðamáium liljoti jöfnuður meðal landsmanna að vera megin- markmið aðgena. t þvi skyni vill miðstjórnin minna á nauðsyn þess að skapað af fjölþættara atvinnu- og menningarlif, treysta heilbrigðis- þjónustu, bæta samgöngur og flytja ýinsar opin- berar stofnanir til dreifbýlisins. Ber þvf ao leggja rfka áherzlu á kerfisbundna eflingu at- vinnuvega og atvinnullfs i dreifbýli landsins og mun Framkvæmdastofnunin einnig á þvl sviði gegna mikilvægu híutverki. Jafnframt minnir fundurinn á þann mikla þátt, sem samvinnuhreyfingin hefur átt og hlýtur að eiga I að skapa fóikinu viðsvegar um lantl viðunandi afkomu. Fundurinn legur áherzlu á það mikiivæga hlutverk, sem landbúnaðurinn hefur I þjóðar- búskapnum m.a. sem undirstaða helztu vaxtar- greina Islenzks iðnaðar og að gerð verði heildar áætlun um landgræðslu og skipulega nýtingu landsins. Fundurinn Iýsir ánægju sinni með þriggja ára áætiun um rafvæðingu dreifbýlisins og ákvörðun um áframhaldandi virkjun fallvatna landsins. Hann væntir þess, að orkulindir landsins verði hið fyrsta rannsakaðar til hlitar og unnið að skipulegri nýtingu þeirra til bættra lffskjara fyrir þjóðina alla. Fundurinn telur nauðsynlegt að hraðað verði gerð iðnþróunaráætlunar og verði i henni lögð höfuðáherzla á uppbyggingu fjölþætts iðnaðar i eigu landsmanna sjálfra. Fundurinn lýsir ánægju sinni með þá yfir- lýsingu dómsmálaráðherra að hann muni efna til endurskoðunar á dómaskipun f landinu og vekur jafnframt athygli á því ófremdarástandi, sem er rikjandi I t'angelsismaium og tram- kvæmd refsidóma og hvetur til umbóta I þeim efnum. Fundurinn telur aðkallandi að taka til endur- skoðunar stjórnsýslukerfi sveitar- og héraðs- mála og lögfesta stöðu landshlutasamtaka. Miðstjórnin telur þær endurbætur I skattalög- gjöfinni og lögunum um tckjustofna sveita- félaga, sem lögfestar hafa verið, stórt skref f rétta átt, en áréttar jafnframt, að heildarendur- skoðun þessara mála eigi að fylgja f kjölfarið. Fundurinn telur að athuga beri sérstaklega skattalega verndun sparnaðar. Miðstjórnin itrekar ályktun seinasta flokks- þings I utanrikismálum og fagnar ákvörðuninni um endurskoðun varnarsamningsins. Aðalfundinum er ljóst, að með myndun vinstri stjórnarinnar var hið mikilvægasta skref stigið til myndunar þess stjórnmálaafls, sem 15. flokksþingið ákvað að vinna að. t þessu sam- bandi lýsir miðstjörnin samþykki sinu við ák- vörðun framkvæmdastjórnar um að gerast aðili að stofnun nefndar fjögurra flokka sem hafi það hlutverk, að kanna og gera tillögur á hvern hátt verði bezt mótað sameiginlegt stjórnmálaafl allra þeirra, sem aðhyllast hugsjónir jafnaðar, samvinnu og lýðræðis. Jafnframt leggur fundur- inn áherzlu á að um stjórnarsamstarfið þarf fyrst og fremst að standa vörð, þá getur það orðið grundvöilur að áframhaldandi og nánara samstarfi vinstri flokkanná f landinu. Að lokuni hvetur fundurmn flokksmenn og stuðningsmenn til þess að efla flokkinn og flokksstarfið og þjóðina alla til að veita Fram- sóknarflokknum aukið brautargengi. Efling hans er forsenda þess að landinu verði framveg- is stjórnað f anda félagshyggju og samvinnu og meö jöfnuð og félagsöryggi aö markmiði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.