Tíminn - 28.03.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 28.03.1972, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 28. marz 1972. TÍMINN II R HVORKI LÍTIÐ NÉ LÁGT — Hvernig er fjárhagur Gróttu? — bá erum við aftur komin að þessu með 1. deildina. Það mundi verka eins og vitaminsprauta á félagið, einnig hvað fjárhaginn snertir. Það þýðir nefnilega einar 400 þúsund krónur að komast þangað, vegna auglýsinga- samnings og annars. Annars styrkir hreppsfélagið okkur, eins og það hefur reyndar gert mjög vel. Þá þykjumst við vera búin að kynnast nokkuö þvi,sem út á við snýr og allir geta kynnzt á Sel- tjarnarnesinu. En hvað segja ibúarnir, fólkið, sem býr þarna Oti á götunum eru nú nokkrir á ferli og við vikjum okkur að hlý- lega klæddri frú, Hansinu Gisla- dóttur. — Hvernig er að búa á Sel- tjarnarnesi? — Það er alveg ágætt að mestu leyti, en nokkuð langt i búðir. A móti þvi kemur svo, að hér er ró- legt og gott aö vera fyrir börn. —Þig langar ekki til að Hytja héöan? — Nei, ég er búin að vera hér i 3 ár og ætla aö vera áfram. Magneu Arnadóttur tókst okkur' að stöðva, þó hún væri að flýta sér undan nöprum vindinum. — Það er alveg prýðilegt að eiga hér heima, já bara mjög gott. Hér er alveg dásamlega fallegt á sumrin. — Er ekkert langt i búðir? — Jú, svolitið, en það er allt i lagi. Hér er góð strætisvagna- þjónusta og yfirleitt öll þjónusta góð. Gunnlaugur Jónsson hefur búið á Seltjarnarnesi i 6 ár. — Mér likaði illa hérna fyrst, aðallega af þvi ég þekkti engan og svo þarf ég að sækja skóla inn i bæ, en það er ekki svo langt. Að minnsta kosti geng ég stundum. — Hefur þú eitthvað að segja um verzlanir hér? — Nei, litið. Við verzlum mest i bænum. Annars er vist ekkert hægt að fá her, nema mat og mjólk. Niðri við sjóinn, utarlega á Nes- inu,erhús á fjörukambinum, sem heitir Bygggarður. Þar hittum við húsmóðurina, Guðrúnu Arn- finnsdóttir og spurðum, hvort ekki væri slæmt að búa svona alveg i fjörunni. — Slæmt! Nei, þar er yndislegt, en það telst nú samt til tiðinda ef logn er hér. — En börnin? Ertu ekki hrædd um þau i fjörunni? — Þau eru ekki svo stór enn, að þau vilji leika sér þar, en ég reyni að halda þeim i burtu þaðan. — Finnst þér ekki langt i búðir og þess háttar? — Nei, ekki þegar ég er á bil. Ég verzla alltaf i Reykjavik og þegar þar að kemur, keyri ég börnin i skólann. t nýju húsi við Látraströnd býr Björg Bjarnadóttir. — Við ákváðum að flytja hingað fyrir þremur árum, þvi við áttum heima austur i Gnúpverjahreppi og gátum ekki hugsað okkur, að setjast aftur að i miðri borginni, Við hefðum fengið innilokunar- kennd. Hér er mjög gott að vera, rólegt og litil umferð, en hún fer þó vaxandi. Svo er það sjórinn hérna rétt fyrir neðan. Hann er stórkostlega fallegur, hvort sem hann er úfinn eða sléttur, og það er vitleysa, að hér sé alltaf rok. Stundum er stafalogn. — Finnst þér ekkert erfitt að verzla? —Nei, nei. Ég verzla nefnilega alltaf á Leifsgötunni, þvi þar átti ég heima fyrir löngu. Að lokum gátum við ekki stillt okkur, um að ræða við útvörð Reykjavikur i vestri, Meyvant Sigurðsson. Hann býr á Eiði, en um þá jörð lágu landamærin til skamms tima. Nú er jörðin hins vegar öll Reykjavikurmegin. Meyvant hugsar sem sé’ eins og Seltirningur. — Ég vil taka það fram, að nú er ég Reykvikingur, en ég er búin« að vera hér á Eiði i 38 ár, og finnst það auðvitað ágætt. Annars væri ég fluttur. — Þú stundar búskap enn? —Já, ég er hérna með nokkrar kindur i böndum. Annað er bannað. Hérna rétt hjá mér eru þrir aðrir með kindur. — Ég verzla alltaf i Reykjavik. Þegar ég kom hingað voru engar búöir á Nesinu og meira að segja enginn vegur er nú er maður allt- af á bil og á alltaf erindi i bæinn. — Ertu ekkert óánægður með breytinguna? — Jú, ég er óánægður með ónæðið, en maður verður að sætta sig við þróunina. En ég sé héðan allan fjallahringin og hvert einasta skip, sem kemur og fer og meðan er ég ánægður hérna. SB. Guðrún Arnfinnsdóttir Gunnlaugur Jónsson Hansina Gisladóttir i leiknilima hjá Eddu óskarsdóttur •oooooooooooooooooooooooo* SKIÐA- jakkar SKÍÐA- buxur SKIÐA- skór SKIÐA hanzkar SKIÐA- gleraugu SKIÐA- stafir Aldrei meira úrval Póstsendum SPORTVAL l...... Hlemmtorgi — Simi 14390 OOOOOOOOOOO0OOOOOOOOOOO®!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.