Tíminn - 28.03.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 28.03.1972, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Þriðjudagur 28. marz 1972. — Annai mælti faðir hennar, all-vandræðalegur. — Hvað gat ég igert? Þetta bar að, eins og eld- ingu! Ég fékk ekki sviigrúm, til að hugsa —-. ■— Nei! sagði dóttir hans. — Ég trúi því, semþú segir! Við morð gazt þú eigi að neinu leyti verið riðinn! En þú verðuir að hjálpa mér, til að koma fram hefndum, og sjá um, að morðinginn komist i hendur yfirvaldanna. — Viltu það! imælti Studly ná- fölur, og hrökk við. — ímyndarðu þé<r, að ég gæti þolað það, að morðingja Walter Damby's væri eiigi hengt? — Anna! íhugaðu, hve hættuleg þessi hefnilöngun þín gæti orðið okkur! — Nei, svaraði hún —. Við hann er ég ekki hrædd, enda býzt ég við, að þú hjálpaðir méir, ef hann ætlaði að drepa mig, eins og hann drap Walter Damby! Kallaðu á hann, og segi ég hon- um þá hreinskilnislega skoðun mína á honuim! — 'Warner er hér ekki, mælti Studly. — Ef til vill sérðu hann aldrei! En ég átti reyndar við allt aðra hættu! — Ég sá hann aftur, er saka- málið verður höfðað igegn honum, mælti hún all-áköf. — Vitnisburð burður minn skal koma honum á gálgann. — Þá irnáttu eiga það víst, að að faðir þinn lendir þar einn- ig! mælti hann, og einblíndi á hana. — Þú pabbi? mælti hún. — Ekki gerðir þú honuim neitt, nema livað þú hjálpaðir honum ekki! — Sama um það! mælti hann. — Mangt getur komið í ljós við rannsóknina! Löigreglumenn- ina er gamanlaust að eiga við! — En pabbi, svaraði hún — Ég get svarið, að þú ert saklaus, og hann einn —< Studly lagði hendina á rúmið all óþolinimóður. — Hvað gagnar það! mælti hann. — Hlustaði nú á það, sem ég segi! Þú hefur oft kvartað und- an því, hve sjaldan við vorum saman. — En það var af ásettu ráði o,g gert þér til góðs, enda eigi ætlast til þess, að þú yrðir hér, nema skamma stund, og læt ég þig því vita, að kærirðu Warner, þá ákærirðu mig jafnframt, og þá að ég sé saklaus, hvað þetta snert- ir, höfurn við brallað svo imargt annað saman, að ég á þá allt und- ir náð hans —. — Þú, pabbi? imælti hún, og hné aftur á bak öfan á koddann. — Ég hef lengi reynt að leyna þig þessu, mæl'ti hann, og lét, sem ekki biti neitt á sig, hversu henni hafði orðið við, en þetta er nú sannleikurinn! •— Æ, pabbi. Bg trúi þessu ekki! Þú ert aðeins að hræða mig! ,— Nei! Éig segi það í því skyni, að þú hlífir mér. — En til þess að þú skiljir mig, verð ég að segja þér alla ævisögu mína! Þú veizt, að ég var liðsforingi, og í her- deildinni, sem ég var í, var mik- ið um spilamennsku, og með þvi að ég var heppinn, varð ég svo fíkinn í spilin, að mér var vísað úr herþjónustunni, eftir það, er ofurstinn hafði veitt mér mög alvarlega ofanígjöf. Mér var fylgt út á götuna. Það kvisaðist, hvers veigna ég hefði farið úr herþjónustunni, og ég var talinn óreiðu maður. Meðan móðir þín lifði, slaimp- aðist allt þó nokkurn veginn, en þegar hún var dáin, skeytti óg alls eigi um neitt, og sökk á kaf ofan í endemishátternið. Ég átti hlut í spilabanka í París, og í öðrum í Briissel, og lög- reglumenn töldu mig orðinn gjör spilltasta Englendinginn, er þeir höfðu haft kynni af. — Það var um þær mundir, sem ég kynntist Warner og hugði ég hann mér jafnsnjallan. — En að því leytinu skjátlaðist mér, því að hann var mér að mun fremri, og þó að ég væri eldri, varð éig honum brátt háður. Árum saman hefur því fremur mátt telja mig þræl hans, en samsettan honum. Ég gerði það sem hann skipaði mér, En nú þekkirðu þá, mælti hann ennfremur, — hversu ástatt er um mig, og spyir ég þig því, hvort þú ert nú enn sama sinnis, sem fynr? Anna dró þungt andann. — Æ, pabbi! mælti hún. — Sé þetta allt satt, skilst mér, að ég verði að hætta, ’ að hugsa um hefndir. — Kæra barn, mælti hann, og ætlaði að klappa henni. — Burt! Snertu mig ekki! mælti hún, og hrökk við. — En þegar ég hugsa um allt, sem ég hefi heyrt — æ, hvað verður þá um miig? — Ég var neyddur til þess, að segja þér allt! imælti Studly lágt. — Oig neyddur eir ég til þess, að skýra þór frá nokkrum varúðar- reglum, sem eftir verður að breyta! Ég hefi sagt Lizzie, að þú sért sjúk, og móðir hennar kem- ur hingað, til þess að stunda þig. — Læknirinn er og væntanlegur, og verðurðu því að láta, sem þú sért sjúk. — Já, sagði hún, — þó að ég viti eigi, hvers vegna, geri ég það nú samt. — Það er fallega gert af þér, mælti Studly, — en nú er hringt Það var móðir vinnukonunnar, og veiztu þá, hvað þér ber að igera! sem komin var. Dóttir hennar hafði mjög haft orð á því við hana, hve góð stúlka Anna væri, og gamla kon- an, sem var imjög góðlátleg, sett- ist því hjá rúmi hennar, og var henni engu síður góð, en hún hefði verið hennar eigið barn. Svipur gömlu konunnar, seim farinn var að vísu að verða hrukk ótt í framan, en sem önnu var þó svo góð, dró að mun úx raun- um hennar. Þegar liðið var á daginn, kom dr. Baltherwick akandi í gula vagninum sínum, — gamla vagn- inum, sem hvert barnið kannaðist við. Hann gekk nú inn í sjúkraher- bengið ,og hélt á stafnum sín- um, með gullhnúðinum, í hend- inni. III ioiii i!, Þriðjudagur 28. marz. 7.00 Morgunútvarp.Viö sjóinn kl. 10.25: Bergsteinn Bergsteinsson fiskmats- stjóri talar um afkasta- möguleika til isframleiðslu og notkunarþörf. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Húsmæðraþáttur 13.30 Eftir hádegiö Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög frá ýmsum timum. 14.30 Viötalsþáttur Þóra Kristjánsdóttir ræðir við Bjarnveigu Bjarnadóttur, forstöðukonu Asgrims- safnsins. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miðdegistónleikar: Pianóverk eftir Schubert 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. 17.10 Fra mburðarkennsla þýzka, spænska og esperanto. 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Leyndarmálið i skóginum’’ eftir Pátriciu St. John. Benedikt Arnkelsson les (11). 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Ileimsmálin Magnús Þórðarson, Tómas Karlsson og Asmundur Sigurjónsson sjá um þáttinn. 20.15 Lög. unga fólksins Sigurður Garðarsson kynnir. 21.05 iþróttir Jón Asgeirsson sér um pattinn. 21.30 ú t v a r p s s a g a n : „Hinumegin við heiminn” eftir Guðmund L. Frið- finnsson. 20.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (48). 22.25 Tækni og visindi Páll Theódórsson eðlisfræðingur og Guðmundur Eggertsson prófessor sjá um þáttinn. 22.45 Harmonikulög Sænskir harmonikuleikarar leika. 23.00 A hljóðbergi. Við hirð Arthúrs konungs: Lancelot og Elaine eftir Alfred Lord Tennyson. Basil Rathbone les. 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Þriðjudagur 28.marz 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Eldur i Heklu 1947-1948 Aðfaranótt 29. marz árið 1947 hófst mikið eldgos i Heklu. Fjöldi manna hélt til eldstöðvanna á næstu mánuðum, til að rannsaka gosið. Mikið var tekið af ljósmyndum og kvik- myndum, og er þessi mynd unnin úr nokkrum þeirra. Kvikmyndun Steinþór Sigurðsson, Arni Stefáns- son, Guðmundur Einarsson og Ósvaldur Knudsen. Tal og texti Sigurður Þórarins- son. Tónlist „Minni íslands” eftir Jón Leifs og electrónisk tónlist eftir Magnús Blöndai Jóhannsson, flutt af Sin- fóniuhljómsveit Islands og Útvarpskórnum. Framleiðsla og stjórn Ós- valdur Knudsen. 20.50 Ashton-f jölskyldan Brezkur framhaldsmynda- flokkur. 11. þáttur. Bræður i striði. 21.40 Ólik sjónarmiö Umræðuþáttur i sjonvarpssal um nýju skattlöggjöfina. Þættinum stýrir Guðlaugur Þorvaldsson, prófessor, en auk hans taka fulltrúar allra stjórnmálaflokkanna þátt i umræðunum. 22.40 En francais Frön- skukennsla i sjónvarpi. Umsjón Vigdis Finnboga- dóttir. 30. þáttur endur- tekinn. 23.00 Dagskrárlok 1073 Lárétt 1) Hestar,- 5) Veinið,- 7) Komast,- 9) Hirðfifl,- 11) Kristindómur,- 13) Bors.- 14) Tóma,- 16) Röð.- 17) Dugnaðurinn,- 19) Mjótt.- Lóðrétt 1) Ofninn,- 2) Tá.- 3) Ama.- 4) Nasa.- 6) Laskar.- 8) Ýla,- 10) Klaga,- 12) Lull.- 15) Mao.- 18) NT,- Lóðrétt 1) Brúnir,- 2) Fljót,- 3) Farða.- 4) Ekki þessa.- 6) Sent úr fjarlægð.- 8) Geisla- baug.- 10) Skemmd.- 12) Vökvir.- 15) Skel,- 18) Enn.- Ráðning á gátu No. 1072 Lárétt 1) Ostana.- 5) Áma,- 7) Ný.- 9) Aska,- 11) 111,- 13) Als,- 14) Naum,- 16) Ak,- 17) Langa 19) Slotar,- t S i/ /r f 5 Tr *_i n: ■ tS f SlOVJLV THE ANTI-G(?AVIT/ SHIP PROPS FROM THE SKYAHPSLtPS IKITO THE SEA ■.■ j----------- ..i Hægt og hægt lækkar þyngdarlausa skipið sig og fer að lokum niður i sjóinn. — Nú munu Neptún- menn búast við annarri árás á búpening sinn. — Það getur verið, að þeir hafi einhvern viðbúnað i þetta sinn. — Já, en nú ráðumst við á raunverulega markið.Plutoniumnámurnar. - THE PHANTOM 'S TRAIHBD FALCOH-DNES AT THE UNE - HE/-THAT 8IRD TOOK THE PAPERS Fraka — hinn velþjálfaði fálki Dreka stingur sér niður að linunni. — Heyrðu nú, þessi fugl tók blaðin, sem foringinn á að fá. — Já þetta er fálkinn hans. Hann mun koma þeim til skila. — Fraka!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.