Tíminn - 28.03.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 28.03.1972, Blaðsíða 20
Vanguard-menn segja þetta aðeins byrjunina: Sallustro Verður Fiat forstjórinn líflátinn? NTB-Buenos Aires. Sainlök Trotskyista, sem I fyrri viku rændu italska iðjuhöldinum Sallustro i Argentinu og hótuðu að lifiáta hann á sunnudag, ef lausnargjaldið yrði ekki greitt, hafa nú framlengt frestinn tit dagsins i dag. Forseti Argentlnu hefur hins vegar harðneitað að láta af hendi sinn hluta lausnar- gjaldsins, sem er 50 fangar, sem leyft verði að fara til Alsir. Allt er þvi i óvissu um örlög Sallustros. Sallustro er forstjóri Fiat-verk- smiðjanna i Buenos Aires. Honum var rænt sl. þriðjudag og sendu ræningjar hans, samtök Trotskyista skilaboð um, að þeir krefðust einnar milljónar doliara og frelsis 50 skæruliða i fangelsum landsins. Fiat- verksmiöjurnar og fjölskylda Sallustros sögðust leggja fram peningana, en Lanusse forseti harðneitar enn að verða við siöari kröfunni og segist ekki standa i samningum við ótinda glæpa- menn. I gær bárust þær fréttir, að ræningjarnir hefðu framlengt frestinn, um 36 klst., en hann rann út um nónbilið i gær, aö isl. tima, án þess að nokkrar fréttir bærust frá ræningjunum. Skömmu siöar tilkynntu þeir, að Sallustro væri enn á lifi, en yrði skotinn, ef lausnarfjaídið yröi ekki greitt fyrir kl. 3 aðfararnótt þriðjudags. Byltingin bæld niður NTB-SanJesé. Byltingartilraun var bæld niður með miklum blóðsúthellingum i Mið-Amerikurfkinu El Salvador á sunnudaginn. Um 100 manns munu hafa falliö I bardögum og helmingi fleiri eru særöir. Yfir- menn hersins reyndu að taka völilin I slnar hendur og handtóku forsetann, en hann hefur nú aftur gripið fast um stjórnartaumana og altt er oröið rólegt að nýju. Ýmsum sögum fór af þvi á sunnudaginn, hvaö væri að gerast I El Salvador, sem er minnsta, en auöugast riki Mið-Amerlku. Sumir sögöu, að það væru menn úr minnihlutaflokkunum, þeim sem töpuðu i kosninguniim i febrúár sl. sem ætluðu að steypa forsetanum, en aðrar heimildir sögðu að einn herforingi og stuðningsmenn hans væru að verki.. Hvorugt reyndist rétt, og þegar loks komst á simasamband að nyju, kom í ljós, að forsetinn, Sanchez Hernandez var heill á húfi, eftir að stuðningsmenn hans innan hersins höfðu frelsað hann úr fangelsi ofurstanna. Hann flutti siðan útvarpsræðu, þar sem hann sagði, að uppreisnin hefði verið gerð til að hindra, að eftir- maður hans og skoðanabróðir taki við völdum 1. júni nk. Tveir hafa láfizt i Júgóslavíu NTB-Belgrad Ollum mannamótum hefur verið aflýst til lO.april i Júgós- laviu vegna bólusóttar I iandinu. Tvær manneskjur hafa látizt af völdum veikinnar. I Kosova héraði hafa 22 menn veikzt og héraðiö hefur verið einangrað frá öðrum landshlutum. Bólu- setningarskylda er nú I Júgós- laviu. Verkfall lamar alla C Þriðjudagur 28. marz 1972. eðlileqa starfsemi á N-lrlandi '--- inear urðu i Belfast t s»r ns> stnn rnn «^,,/mniki,i„rw n„-t NTB-Belfast og London. Um 180 þúsund verkamenn og aðrir fóru að skipun hinnar nýstofnuðu Vanguard-hreyfing- ar á N-irlandi og hófu verkfall i gær. Verkfallið er liður i mótmælaaðgerðum gegn valdatöku Breta i landinu. Talsmenn hreyfingarinnar segja, að þetta sé bara byrjunin. Fréttir bárust um það á sunnudag, að IRA hefði boðað vopna- hlé i mánuð, en þær fréttir voru dregnar til baka i gær. Allsherjarverkfallið sem hófst i gær, lamaði þegar mestalla starfsemi f landinu. Verzlanir, flugvellir, bankar, skrifstofur og járnbrautar- stöðvar var lokað. Verkfallið á að standa i tvo daga. Talsmenn Vanguard-hreyf- ingarinnar segja, að þeim hafi tekizt með þessu, að greiða Bretum þungt högg, og að þeir hljóti að sjá von bráöar, að þeim muni mistakast. — Þetta er bara byrjunin, segja talsmennirnir. Meiri- hluti mótmælenda mun aldrei ganga til samstarfs við Breta. Sprengt i myrkrinu Fjórar minni háttar spreng- ingar urðu i Belfast i gær og meiddist enginn alvarlega. Um tvo þriðju hluta borgar- innar var rafmagnslaust og borgin leit helzt út eins og draugaborg. Ekki var þó dauðalegtum að litast við ráð- húsið, þar sem 25 þúsund manns höföu safnazt saman á Vanguard-fund. Þar höfðu framsögu nokkrir forystu- menn hreyfingarinnar, m.a. William Craig og töluðu þeir varlega til að æsa ekki upp fólkið. Craig sagði, að mótv mælendur myndu ekki leyfa IRA að halda áfram hryðju- verkastarfsemi sinni. Hann tilkynnti, að haldinn yrði annar fundur i dag við Stor- mot-hó'llina, eftir að þingið hefur komið saman á sinn siðasta fund, áöur en Bretar taka við stjórninni. Ekkert vopnahlé IRA dró til baka tilkynningu sina um, að vopnahlé yrði gert I einn mánuð. Mun þetta vera af því, að einhver snurða hljóp á þráðinn milli IRA-manna á N-Irlandi og stjórnenda þeirra i Dublin. IRA menn á N- Irlandi tilkynntu í gær- morgun, að herinn hefði sam- þykktaðhættaöllum tilræðum við óbreytta borgara og blaðið Irish News birti fréttina sam- timis. En blaðið var tæplega komið á götuna, þegar æðstu menn IRA i Dublin komu með aðra tilkynningu, þar sem sagði, að þetta væri vitleysa, maðurinn, sem tilkynnt hefði um vopnahléð, væri alls ekki frá IRA og hefði engan rétt til að segja svpna__nokkuð. þo.aðmaðurinn hafi vissulega veriö frá IRA, en eftir mikið rifrildi milli IRA í Dublin og á N-Irlandi, hafi verið ákveðið, að segja þetta ástæðuna. IRA i Dublin hefur alltaf verið á móti vopnahléi. OSTA BAKKINN er einstaklega skemmtilegur og fjölbreytilegur réttur. Tihalinn sjónvarps- réttur, daglegur eftirréttur, milli eða eftirréttur við hátíðleg tœkifœri og sér- réttur á köldu borði. Reynið-ostabakka - það er auðvelt. Ostabakki Raðið saman á fat ostum og ávöxtum eða græn- meti og berið fram sem eftirrétt. Gott er að velja saman milda og sterka osttegund. Þegar ostabakki er borinn fram sem daglegur eftirréttur, eru tvær til þrjár osttegundir settar á bakka ásamt einum til tveim tegundum áf ávöxtum eða grænmeti, ost- stykkin borin fram heil, svo hver og einn geti skorið sér ostbita eftir vild. | A hátíðaborðið má skera oststafi, teninga og sneiðar af ýmsum osttegundum ög raða smekk- lega á stóran bakka ásamt ávöxtum eða grænmeti. Á meðfylgjandi mynd má sjá: Gráðost, camembert ost, stykki af port salllt[tvær ostsneiðar vafðar upp ofan á ostinum, valhnetukjarna stungið í, tilsitterost skorinn í þykkar, þríhyrndar sneiðar, teninga af goudaosti ásamt grænum og rauðum kokkteilberjum, stungið í appelsinu og teninga af sterkum goudaosti með mandarínurifi. Ennfremur eru á bakkanum appelsína, banani, epli og vínber. Fallegt er að skreyta með grænu grænmeti, svo sem steinselju, dilli eða blaðsalati, þegar völ er á því. Ýmsa fleiri ávexti og grænmeti má hafa með ost- unum á ostabakka, svo sem hreðkur, tómata, agúrkur, ólífur, döðlur, gráfíkjur, perur og ananas. QMor-cg Am/óMa&mfy

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.