Tíminn - 29.03.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.03.1972, Blaðsíða 1
Páskabiað Tímans - 44 síður kemur út á morgun BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA SENDIBILAStOÐIN Hf EINGÖNGU GÓÐIR BÍLAR Komust í Gríms- | í flughasti með skíði í páskaleyfi vötn í 3ju tilraun Hlaupið úr Grímsvötnum að mestu búið Klp—Reykjavik. i gær tókst þyrlu frá varnarliðinu að komast austur að Grímsvötnum með hóp visindamanna, en þetta var þriðja tilraunin til þess. i hópnum voru þrir visindamenn, þeir Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur, Helgi Björnsson jökla- fræðingur og Magnús Hall- grímsson verkfræðingur. Þeir Magnúsog Helgi urðu eftir við Grímsvötn og koma til byggða með hópi frá Jöklarannsóknar- félaginu, sem heldur austur i dag. Sigurður kom aftur til baka me& þyrlunni, og sagði hann a& hlaupiö úr Grimsvötnum væri nú a& mestu búiö. Ishellan væri nær alveg sigin, en i hlaupum sigur hún um 70 til 90 metra. Þeir félagar komu fyrir ýmsum rannsóknartækjum i þessari ferö, settu m.a. út belgi, sem notaöir veröa sem mælingapunktar viö þær rannsóknir, sem nú verða geröar. Bandaríkin sam- þykkja brautina Segja framkvæmdir geta hafizt á næstunni EB-Reykjavik. Bandarikjastjórn hefur sam- þykkt að sinu leyti að sjá um ák- veðnar endurbætur á Keflavikur- flugvelli. Er þar fyrst og fremst um að ræða lengingu margum- ræddrar þverbrautar, en aðrar framkvæmdir miöa aö þvi a& endurbæta aöstö&u fyrir flugvélar Lendingargjöld nær 89 milli. kr, varnarli&sins. Segir Bandarikja- stjórn, að ef Islenzka rikisstjórnin samþykki, geti framkvæmdir væntanlega hafizt innan skamms. Ákvörðunar islenzku rikis- stjórnarinnar i þessu máli mun vera aö vænta eftir páska. Hundruð manna ferðast nú með Föxunum, og þessi mynd var tekin á ísafirði i gær, þegar verið var að taka skíði skiöafólksins út úr Fokkernum. Fréttir af skiöalandsmótinu eru á Iþróttasiöu. (Timamynd bó) OO-Reykjavík. Áriö 1971 voru greiddar nær 89 millj. kr. i lendingargjöld á Keflavikurflugvelli. Loftleiöir greiddu um 50% allra lendingar- gjalda þa& árið, e&a tæplega 43 millj. kr. Tekjur af rekstri flugvallarins eru þar me& ekki upptaldar, þvi a& alls kyns þjónustufyrirtæki starfa þar I sambandi viö komu flugvéla. A vellinum rekur rikiö frlhöfn, og verzlunin Islenzkur marka&ur er umsvifamikil. 1% þjóðarinnar vinnur hjá Loftieiðum OÖ-Reykjavik. Samkvæmt Fréttabréfi mun rúmlega 1% allra verkfærra Is- lendinga vinna hjá félaginu yfir mesta annatimann I sumar. Er vitnað I efnahagssérfræð- inga, sem telja að 80 þúsundir ís- lendinga séu verkfærir. 1 sumar er gert ráö fyrir aö 950 manns vinni hjá Loftleiðum. Sjúkdómstilfelli starfsmanna álfélagsins verði rannsökuð t gær gengu fulltrúar verka- manna og iðnaöarmanna, sem vinna í álverinu í Straumsvík, á fund heilbrigöisráðherra Magnúsar Kjartanssonar og afhentu honum bréf þar sem farið er fram á það vi& heil- brigðisyfirvöld, að athugað veröi hvort sjúkdóma I lung- um og öndunarfærum nokk- urra starfsmanna hjá Isal megi rekja til vinnslu súráls i álverinu. Bréfið sem fulltrúarnir af- hentu ráðherra fer hér á eftir: Á siðustu 6 mánuðum hefur orðið vart itrekaðra veikinda- tilfella hjá starfsmönnum tSAL i Straumsvik, sér i lagi hjá starfsmönnum i kerskála, skautsmiðju og við flutning súráls. Við læknisskoðun hefur komið i ljós, a.m.k. i nokkrum umræddum tilfellum, aö um hefur veriö að ræða sjúkdóma i lungum og öndunarfærum. Af háifu starfsmanna fyrir- tækisins hefur þvi verið haldið fram, að hér sé um sjúkdóma að ræða, sem rekja megi til þeirrar vinnu, sem stunduð er I Straumsvik, þ.e. vinnslu súr áls. Endurtekin tilfelli hafa gefið þessari skoðun byr undir vængi. Hér skal enginn dómur á þetta lagður, en svo mikið er vist, að þær umsagnir, sem fyrir liggja frá læknum, sem um framangreind tilfelli hafa fjallað, hafa ekki megnað að eyða þeim grun hjá starfs- mönnum ISAL, að hér sé um einhverskonar atvinnusjúk- dóma að tefla. Af þessum ástæðum vilja undirrituð verkalýösfélög, sem eru samningsaðilar að vinnu i álverksmiðjunni i Straumsvik, hér með leyfa sér að fara þess á leit við heil- brigðisyfirvöld, að þau hlutist til um, að fram fari svo itarleg athugun sem kostur er á þvi, hvort margnefhd sjúkdómstil- felli verði rakin til aös^æðna á vinnustað, svo og hvort vinnu- skilyrði séu likleg til þess að valda atvinnusjúkdómum. Reynist slik athugun leiða i ljós að minnsti grunur geti vaknað um hættu á slikum sjúkdómum,er þess jafnframt vænzt, að heilbrigðisyfirvöld tryggi aðgerðir sem komið geti i veg fyrir slikt i framtið- inni. Treystum vér þvi, að fljótt og vel verði brugðizt við efni þessa bréfs af hendi heil- brigðisyfirvalda. Stóraukin almannafræðsla lífshagsmunir fólksins til framtíðarheilla - sjá viðtal í opnu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.