Tíminn - 29.03.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.03.1972, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 29. marz 1972. TÍMINN 5 FARFUGLAR HAFA SKIPULAGT 55 FERÐIR Á ÁRINU ÞÓ-Reykjavik. Um páskana hefja Farfuglar starfsemi sina með þvi að farið verður i skiðaferð til Akureyrar, en að auki verður páskadvöl i far- fuglaheimilinu Heiðarbóli. Á nýútkominni ferðaáætlun Farfugla má sjá, að starfsemin sumar verður mjög mikil og alls verða farnar 55 lengri og skemmri ferðir á vegum Far- fugla. Flestar ferðir Farfugla eru eins og tveggja daga, en farið verður i tvær sumarleyfisferðir, önnur i Lakagiga, hin um Mið-hálendið. Þessar ferðir taka um 10 daga. Þessi ferðaáætlun Farfugla er sú lang viðamesta, sem þeir hafa sent frá sér, og ganga þeir út frá þeim vinsældum, sem ferðir þeirra hlutu i fyrra, en þá var meira en 100% aukning i ferðum þeirra. Islenzkum farfuglum er lika gefinn kostur á utanlandsferðum, og ber þar helzt að nefna ódýrar sjö daga hjólreiðaferðir um Dan- mörku. Þessar ferðir eru skipu- lagðar af dönsku farfuglahreyf- ingunni og lánar hún þátttakend- um reiðhjól. Dómkórinn flytur passíu Passia Atla Heimis Sveinssonar tónskálds, sem Dómkórinn hefur flutt um bænadagana tvö undan- farin ár, verður enn flutt af kórn- um i Dómkirkjunni á Föstudag inn langa, 21. þ.m., kl. 5 sið- degis,—Nemar við guðfræðideild Háskóla Islands munu að þessu sinni annast upplesturinn úr Passiusálmum Hallgrims Péturssonar. Gústaf Jóhannesson mun leika á orgel, en stjórnandi verður Ragnar Björnsson dóm- organisti. — Flutningur PASSÍUNNAR sem flutt verður nokkuð stytt, tekur um það bil eina klukkustund. — Eins og á s.l. ári nýtur kórinn stuðnings Bræðrafélags Dómkirkjunnar við framkvæmd þessa verkefnis. — Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill. — £lic IrclaufUf Natúiual Ucaiuu' nf Kui-th Auu'riru auft eJic Kurtii Amrrirau Pubiu.lunit Cmttttuuji. CimtU'ii tmblíiiÍH'rsí uf tiu' IrrlmiMr ui'utiijiaiifr ^uuln'ru - ÍtmuikruHtla (íiimiiu'uð tiii' tmtntaliylir rxrrUritrr uf íti'tmir iiianm'sismt tmti iBafah't II. Ijantar fnr ríittltiy auö }iuM!sbiEtg imw itn iurrptuni íu JSU3 Uir tnmwutr Atlanttra ■& frríaufc Hruírut. £í:? Atalf 3»íi í«mtíifcát»>rj> ar? atwi ramþltmirnttð !*«• tíitit ^stt tú pramfirní 4 iít.titaíiui: iu Enoifrfi iaij^iiarii' ttjat patttafin íije ttríaiiöif mrmpútut bfitli nf aimra! suíi mc&tn t(utui)ijT. JJ'.Jiitfa i» raiaur ani nlfcrr ilhttúrjtliijjii. afcð arltatfr rultaiumcnt Uj lár pulttífalutit. iOiít apþwintiijji uf ttjc ttírrllaff tiiarUk uf thf auvuthii' Ui rauplrð wflti thr úttea Jhat % Atiunttra Jrrfuui* Krntm wfU 1«»*) yrimt an iuhitiþruuafjfr aititttr »)f tóJitrawtiiJii tfi alf lítttsr mhii att tMftftfitð ftt Irrtnnisir maUm. {fittrð 3í Utfwutu-fi- fCuraiiu. thr IMth itaij ai Jfrbruarji. lul"2. Heimir og Haraldur fengu heiðursskjal Þegar annar ritstjóra ICELAND REVIEW, Heimir Hannesson, var á ferð i Kanada fyrir skö- mmu, i boði samtaka Vestur - Islendinga, var honum afhent sérstakt heiðursskjal frá sam- tökum Vestur - íslendinga, sem þeir afhenda útgefendum og rit- stjorum blaðsins, sem eru þeir Haraldur J. Hamar og Heimir Hannesson. Var heiðursskjal þetta afhent á þingi Þjóðræknisfélags Islend- inga i Vesturheimi af Gretti Leo Johannssyni ræðismanni, fyrir hönd samtaka Vestur-íslend- inga, svo og útgáfufélags Lög- bergs - Heimskringlu. Iheiðurs- skjalinu er veitt viðurkenning og þakklæti til útgáfunnar fyrir ,,af- bragðs blaðamennsku, sem sýnd hafi verið með útgáfu Iceland Review allt frá árinu 1963. Með þessari glæsilegu út- gáfustarfsemi Iceland Review hafi útgefendur flutt viða um heim íslenzk sjónarmið fortiðar og nútiðar, og það vilji Vestur - Islendingar þakka og viðurkenna. Um leið og þetta sé þakkað og virt, er þess óskað, að timaritið Atlantica & ICELAND REVIEW verði um ókomna framtið ómissandi upplýsingalind fyrir alla þá aðila viða um heim, sem fylgjast vilji með islenzkum málefnum.” Undir viðurkcnningarskjalið skrifaði Jóhann Th, Beck, forseti North - Amcrican Publishing Co. Ltd. i Winnipeg, og Skúli Jóhannsson, forseti Þjóðræknis- félags islendinga I Vesturheimi. Frá lokaæfingu á Mattheusarpassiunni i fyrrakvöld (Timamynd Gunnar) MATTHEUSARPASSÍAN A skirdag frumflytur Pólýfon- kórinn Mattheusarpassiuna eftir J.S. Bach i Háskólabiói, og flutn- ingur passinunnar verður endur- tekinn á föstudaginn langa og á laugardag fyrir Páskaskadag á sama stað. Tvo fyrri dagana hefst flutningur kl. 16, en á laugardag- inn kl. 17. Ætlunin var að frumflytja verkið i Kristskrikju i gærkvöldi, en hætta varð við það, og gilda aðgöngumiðar, sem þá áttu að gilda, á laugardaginn. Sigurður Björnsson, sem syngja átti með kórnum, hefur forfallazt vegna veicinda, og i hans stað kemur i dag söngvarinn Michael Goldthorp. Pólýfónkórnum er skipt i tvo blandaða kóra við flutning þessa verks. Einnig kemur fram barna- kór, og niu einsöngvarar: Micha- el Goldthorp, Ruth Magnússon, Halldór Vilhelmsson, Guðfinna Dóra ólafsdóttir, Asta Thorsten- sen, Guðmundur Jónsson, Ingi- mar Sigurðsson, Rúnar Einars- son og Elin Sigurvinsdóttir. Tvær hljómsveitir leika undir, skipaðar hljóðfæraleikurum úr Sinfóniu- hljómsveitinni og nemendum úr framhaldsdeild Tónlistarskólans, en fórir hljóðfæraleikarar komu frá útlöndum til að leika á tón- leikunum. Texti Mattheusarpassiunnar er byggður á 26. og 27. kapitula Mattheusarguðspjalls, en inn i er fléttað trúarlegum hugleiðingum Christians F. Henrici póst- Þann 7. júli næstkomandi verða 50 ár liðin frá stofnun Lúðra- sveitar Reykjavikur. Það voru stórhuga menn, sem stóðu að stofnun sveitarinnar, og réðust þeir strax á fyrsta ári i byggingu Hljómskálans við tjörnina fyrir starfsemi sina. Þess má geta, að þar var fyrsti tónlistarskóli á Islandi, og er Hljómskálinn eina hús landsins, sem byggt hefur verið og eingöngu notað til hljóm- listahalds. Áður fyrr aflaði Lúðrasveitin sér tekna með hlutaveltum og sölu merkja, en nú á 50. starfsár- inu stofnar Lúðrasveit Reykja- vikur til ferðahappdrættis til meistara, skálds og vinar Bachs, sem átti skáldanafnið Picander. Loks eru allmargir sálmar frá 18. öld, en þeir eru sungnir á is- lenzku, en að öðru leyti er verkið flutt á þýzku. Mattheusarpassian var flutt i fyrsta sinn á föstudag- inn langa 1729 i Leipzig, undir stjórn höfundarins sjálfs. styrktar starfsemi sinni (þ.e. vinningar eru allir ferðalög). Lúðrasveitin mun koma frani hcr og þar i borginni á næstunni i sanibandi við söiu happdrættis- iniðanna. Lúðrasveit R.víkur leikur og selur happdrættismiða * VIDFRÆGUR FINNSKUR • • • • STUDENTAKOR I SONGFOR SJ-Reykjavfk. Finnskur 60 manna stúdentakór, Brahe Djáknar, frá Ábo, kemur hingað til lands á föstudag til tón- leikahalds. A hljómleikum kórs- ins i Háskólabiói verður m.a. flutt sviðkantatan Stámmor ur ele- menten fyrir karlakór, segulband og myndvarpa eftir stjórnandann Gottfrid Grásbeck. Verk þetta er samið við ljóð finnska skáldsins Ole Torvalds, en kveikjan að þvl varð til er hann dvaldist hér á landi I mánaðartíma. Ljóðið var fyrstfluttá hátíð í Finnlandi 1956, en birtist síðar i ljóðabókinni Mellan is och eld. A blaðamanna- fundi i dag sagði Gottfrid Grásbeck, að hann hefði notað þær hugmyndir, sem hann gerði sér drengur um islenzkt landslag er hann las um Gretti Ásmundar- son, til grundvallar tónverkinu. Brahe Djáknar kom hingað á vegum Norræna hússins og Stú- dentakórsins. Þeir syngja einnig á tónleikum að Flúðum og i Stapa i Keflavík, og verður efnisskrá fjölbreytt; finnskar þjóðvisur, ástarljóð, drykkjusöngvar með meira. Kórinn heimsækir forseta Islands Br. Kristján Eldjárn að Bessastöðum á mánudag og syngur i kirkjunni þar. Kórinn syngur einnig nokkur lög i Skál- holtskirkju á sunnudag. Brahe Djáknar hafa ferðazt viða og hlotið mjög góða dóma og verðlaun fyrir söng sinn. Kórinn var stofnaður 1937, en á rætur að rekja til 17. aldar, en „djáknar” eða djáknar voru stúdentar, sem ferðuðust um og reyndu að safna peningum fyrir náminu með söng sinum. Auk þess að koma fram sem kariakór syngja Brahe Djáknar með Florakórnum, kvenstúdentakór Ábo Akademi. Grásbeck sagðist i sviðskantötu sinni leggja áherzlu á nálægð áhorfenda og kórsins, þess sem fram fer i hljómleikasalnum. Stöðugt væri eitthvað að gerast á sviðinu, og áheyrendur væru við- staddir það. Filmræmurnar, sem sýndar verða, eru handmálaðar af Tomasi Gripenberg, sem einnig hefur gert sviðsmyndina. Kóreógraf i Stammor ur element- en er Gordon Marsh. Þá eru 50 kg af þurris notuð við flutning verks- ins, og hafa forystumenn Stú- dentakórsins hér staðið i útvegun á honum. - jI SBp^l BliOC-.gÍqii 1 'Wf-y jr\. awW r "Tf*- Ák ML „■ y), ->> B wR P j$m mAf’, ® ■f,. of i-JrlLvMH i JL'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.