Tíminn - 29.03.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.03.1972, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 29. marz 1972. TÍMINN 9 Efling Framsóknarflokksins er sjólf forsendan í stjórnmálaályktun aðalfundar miðstjórnar Framsóknarflokksins er lögð áherzla á það, að um stjórnarsamstarfið þurfi fyrst og fremst að standa vörð, þvi þá gæti það orðið grundvöllur að áframhaldandi og nánara samstarfi vinstri flokkanna. Hvatti fundurinn flokksmenn og stuðnings- menn Framsóknarflokksins til að efla flokkinn og flokksstarfið og þjóðina alla til að veita Framsóknarflokknum aukið brautargengi. Efling Framsóknarflokksins væri sjálf for- senda þess, að landinu yrði framvegis stjórnað i anda félagshyggju og samvinnu. I ræðum fulltrúa á aðalfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins kom það glöggt fram, að þær hugmyndir, sem uppi hafa verið um sam- einingu stjórnmálaflokka, gætu aldrei orðið annað en langtimaáætlun að fjarlægu marki. Þess vegna mættu þessar hugmyndir ekki verða til þess að draga úr áhuga manna á stór- eflingu Framsóknarflokksins. Það ætti að setja framar öllu öðru, enda töldu menn það sjálfa forsendu þess að stjórnað yrði i anda félags- hyggju og samvinnu i framtiðinni. Sameining Framsóknarflokksins við aðra stjórnmála- flokka á þessu kjörtimabili er þvi alls ekki á dagskrá. Það er stjórnarsamstarfið, sem er sá grund- völlur, sem efla verður. Takist þeim flokkum, sem standa að núverandi rikisstjórn að halda vel saman og hrinda i framkvæmd málefna- samningi rikisstjórnarinnar, hlýtur það að treysta samstarf þeirra og festa rikisstjórn vinstri manna i sessi. Framsóknarflokkurinn er forystuflokkur rikisstjórnarinnar og stærstur stjórnarflokkanna. Efling hans til að veita slika stjórnarforystu og treysta rikisstjórnina i sessi er þvi forsenda þess að stjórnað verði með jöfnuð og félagslegt öryggi að markmiði, þvi að engin vinstri stjórn getur starfað i landinu án aðildar Framsóknar- flokksins. Fiskiðnaðurinn í stjórnmálaályktuninni var fagnað þeim á- rangri sem náðst hefur i kjaramálum, með samningunum i desember og margvislegum aðgerðum rikisstjórnarinnar til að bæta kjör þeirra lægst launuðu. Varðar nú mestu að koma i veg fyrir, að verðbólga og dýrtið fái eytt þessum kjarabótum. Fagnað var hinni myn- darlegu endurnýjun togaraflota landsmanna og vakin athygli á nauðsyn stórfelldra umbóta i fiskiðnaðinum, þvi að hann verði i framtiðinni að verða sú lyftistöng fyrir þjóðarbúskapinn og hin fjölmörgu byggðarlög, sem hann hefur verið og þarf að verða um langa framtið. -TK. ERLENT YFIRLIT Whitelaw þykir lík- legur til að duga vel Hann hlaut vandasamara starf en sendiherraembættið á íslandi William Whitelaw ÞAÐ ER álit nær allra þeirra, sem hafa fylgzt bezt meö málum Noröur-frlands að undanförnu, að brezka st- jórnin hafi ekki átt annan kost en aö vikja stjórn Faulkners til hliðar og taka öll yfirráð landshlutans i sinar hendur. Helzt megi átelja það, að þetta hafi ekki verið gert fyrr, eins og Verkamannaflokkurinn hafi lagt til. Faulkner-stjórnin stóð i vegi allra breytinga, sem nauðsynlegar voru. Hitt er jafnljóst, að brezka stjórnin hefur hér tekizt á hendur erfitt verkefni og torleyst. Vafa- samt er, hvort annar maður glimir nú við örðugra hlut- skipti en William Whitelaw, sem hefur fengið það verk að vera ráðherra Norður-frlands, en á herðum hans hvilir ekki aðeins, að annast stjórn N orðu r-f rlands næstu mánuðina, heldur að finna lausn á einu torleystasta vandamáli, sem sögur fara af. Það er Whitelaw vissulega mikill styrkur i upphafi, að skipan hans i þetta embætti, hefur mælzt vel fyrir og a.m.k. i Bretlandi er það almanna- rómur, að íhaldsflokkurinn hafi ekki átt annan mann væn- legri en Whitelaw til að takast þennan vanda á hendur. Þetta er ekki siður viðurkennt af andstæðingum hans en sam herjum. BLAÐIÐ Guardian lét m.a. svo ummælt, þegar það sagði frá skipan Whitelaws, að hann hefði aldrei sýnt meira hug- rekki en þegar hann tókst þetta starf á hendur, og hefur hann þó oft komizt i hann krappan. Hann var herforingi i skriðdrekasveitum Breta á striðsárunum og lenti þá oft i hörðum orrustum. f einni þeirra stjórnaði hann 14 skrið- drekum, sem voru sendir fram til sóknar, en aðeins þrir komu aftur. Whitelaw segir, að það hafi verið erfiðasta verk hans um dagana að skrifa aðstandendum þeirra, sem létust i þessum harða leik, og tilkynna þeim fall þeirra. Sjálfur fékk hann kross fyrir framgöngu sina og hans var oft getiö i skýrslum fyrir hetjuskap. En þó hann væri oft i lifshættu á þessum tima, telur Guardian, að hann sé það ekki siður nú, þar sem öfgamenn geti hæglega sett sér það markmið að sækjast eftir lifi hans. En Whitelaw tekur þessu með ró og hann mun ekki heldur kippa sér upp við það, þótt hann mæti andstöðu á fundum. Sú saga er allfræg, að á kosningafundi einum gerðu uppvöðslusamir andstæðingar hans hróp að honum, en hann svaraði þeim i fundarlokin: Nú verð ég þvi miöur að fara á annan fund, þið ættuð bara að koma með mér og ég skal láta ykkur fá far i bilnum minum. WILLIAM Stephen Ian Whitelaw er fæddur 28. júni 1918, kominn af þekktum skozkum ættum. Faðir hans lézt, þegar hann var eins árs, og ólst hann þvi upp hjá afa sinum, sem var efnaður land- eigandi og þingmaður og um skeið formaöur ihaldsmanna i Skotlandi. Whitelaw komst þvi snemma i kynni við stjórn- málin, en ekki fara þó miklar sögur af stjórnmálalegum afskiptum hans i upp- vextinum. Hann hlaut svipað uppeldi og yfirstéttar- unglingar á þeim dögum. Hann stundaði nám viö menntaskólann i Winchester og háskólanám við Trinity College i Cambridge. Hann vann sér engan sérstakan orðstir sem námsmaður, en hlaut þeim mun meira álit sem iþróttamaður. Einkum þótti hann skara fram úr i golfiþróttinni. Hann út- skrifaðist 1939 með annarri einkunn i sögu og þriðju ein- kunn i lögum. Hann gekk i herinn skömmu siðar og var i honum öll striösa'rin. Her- mennskan féll honum vel og hugðist hann fyrst að halda henni áfram. Niðurstaðan varð samt sú, að hann gekk úr hernum 1947 og gerðist bóndi i Penrith i Cumberland, sem er i Norður-Englandi, og hefur hann búið þar góðu búi siðan og getið sér gott orð fyrir nautgriparækt. Hann segist hafa mikla ánægju af bú- skapnum og dvelur eins oft á búi sinu og hann kemur þvi við. Það hefur þó orðið stopult i seinni tið. FLJÓTLEGA eftir að Whitelaw byrjaði búskap, hóf hann einnig afskipti af stjórn- málum. Hann féll i kosningunum 1950 og 1951, en árið 1955 náði hann kosningu i Penrithkjördæmi. Hann hefur verið endurkosinn þar jafnan siðan. Whitelaw vann sér fljótt mikið álit meðal þingmanna. Hann er yfirleitt glaður og reifur, en getur þó verið skap- bráður og harður, ef þvi er að skipta. Hann hefur þótt bæði laginn samningamaður og einbeittur stjórnandi. Hann kynntist Heath fljótlega eftir að hann kom á þing og hefur kunningsskapur þeirra haldizt jafnan siðan. Sagan segir, að hann hafi verið sá samverka- maður Heaths, er hafi dugað honum bezt i kosningabar- áttinni 1970, en Heath átti þá oft erfiða daga, þar sem þvi var almennt spáð, að Ihaldsflokkurinn myndi biða - ósigur. New York Times hefur það eftir Whitelaw, að hann treysti dómgreind Heaths takmarkalaust og muni þvi fara að skipunum hans i hvi- vetna. Þessu til aukinnar áherzlu bætti Whitelaw við: ,,Ef Heath segði mér á morgun, að ég ætti að verða sendiherra á íslandi, þá myndi ég fara tafarlaust til tslands.” Heath hefur nú falið honum enn meira ábyrgðar- starf en verða sendiherra á tslandi! Þegar Heath myndaði rikis- stjórn sina i júli 1970, tilnefndi hann Whitelaw Lord President of the Council og leiðtoga stjórnarflokksins i neðri málstofunni, en sameiginlega er þetta mikil virðingar- og valdastáða. Whitelaw þykir hafa reynzt mjög snjall leið- togi ihaldsmanna i neðri málstofunni og þótt sameina bæði samningalipurð og st- jórnsemi. t senni tið hefur hann oft verið nefndur sem forsætisráðherraefni, ef Heath forfallaðist. Whitelaw er mikill vexti og ber sig vel. Hann kvæntist 1943 og eigu þau hjón fjórar dætur. Hann iðkar enn golf i tóm- stundum. En þeim hefur fækkað i seinni tið, enda segja vinir hans, að stjórnmálin eigi orðið hug hans fyrst og fremst. Það mun koma honum vel i hinu nýja starfi hans. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.