Tíminn - 29.03.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 29.03.1972, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 29. marz 1972 TÍMINN n KIN ÆÐSLA LÍFS- FÓLKS RHEILLA \Aenningar- og fræðslu ramtíðarverkefni Samstarf viö Listasafn A.S.i. — Hvaða fjármuni hcfur MFA til starfsins? — Þeir hafa verið af skornum skammti. Þing ASt samþykkti, að MFA skuli fá 10% af skatttekjum Alþýðusambandsins, auk þess sem MFA hefur fengið 200 þús, kr. framlag á fjárlögum, en nú siðasta ár kr. 300 þúsund. Þetta fé hefur að sjálfsögðu hrokkið skammt til að sinna þeim um- fangsmiklu verkefnum sem MFA eru ætluð. Segja má að i fyrstu nafi fjármunir IviFA fariö að mestu i að koma upp og innrétta fræðslu- og sýningarsal okkar á Laugavegi 18, á III. hæð, en þar er nú ágæt aðstaða til fundahalda, sýninga, námskeiða og fræðslu- hópastarfs. Það tókst þegar i byrjun mjög gott samstarf við Listasafn ASt, og er salurinn sameign þessara samtaka. Auk þess var Hjörleifur Sigurðsson forstöðumaður Lista- safns ASI ráðinn til MFA, og hefur hann um nokkurt skeið unnið að jöfnu fyrir þessa aðila. Hefur hann unnið ágætt starf, og hafa þannig skapazt mjög góð tengsl þessara aðila, sem nauð- synlegt er að viðhalda. — Hver hafa svo verið helztu fræðsluverkefni fram að þessu? — Haustið 1969 tókst samvinna milli Bréfaskóla StS og ASI og MFA um námskeiðahald, og hafa fjögur vikunámskeið verið haldin þessu samstarfi. Þau voru öll fullskipuð, og tilnefndu verkalýð - félög viðs vegar af landinu fólk til þátttöku. Þá hefur verið gefin út ritgerð Ólafs R. Einarssonar um upphaf isl. verkalýðshreyfingar i sam- vinnu við Sögufélagið. A fundi í fræðsluhópi MFA I fundarsalnum að Laugavegi 18. Þarerunú slikir hópar að starfi flest kvöld og aðstaða góð. Listasafn ASt er einnig til húsa I sama húsi. Samskipti við fræðslustofnanir alþýðu i nágrannalöndunum hafa mjög verið á dagskrá: MFA hefur tvivegis sent menn utan til að kynna sér fræðslustarf alþýðu- samtakanna á Norðurlöndum. MFA og Norræna húsið buðu i sameiningu til landsins Bjartmar Gjerde, forstöðumanni AOF i Noregi, sem eru hliðstæð samtök og MFA hér. Gjerde, sem er nú- verandi menntamálaráðherra Noregs, flutti hér tvo fyrirlestra um fullorðinsfræðslu og voru þeir ágætlega sóttir, auk þess sem hann heimsótti verkalýðfélög og ræddi við forsvarsmenn Alþýðu- sambandsins. Þá vil ég sérstaklega geta um ráðstefnu um heilbrigði og öryggi á vinnustöðum og haldin var i haust. Þetta var stefnumarkandi ráðstefna og samþykkti mjög at- hyglisverða ályktun, sem hefur verið rækilega kynnt. Hér er að sjálfsögðu ekki um neina tæmandi upptalningu að ræða, heldur drepið á það helzta. sýnir konur á sama námskeiði aö Breytt viðhorf — En hver er forsenda þeirrar aukningar i starfi, sem nú er hafin? — Það er ekki sizt að þakka breyttu viðhorfi fjárveitinga- valdsins til þessa fræðslustarfs. Aiþingi veitir á fjárlögum þessa árs 1,9 millj. til fræðslustarfs Al- þýðusambandsins. Þetta veldur þvi, að nú hefur verið hægt að ráða fræðslustjóra auk Hjörleifs, •sem hér starfar áfram að hluta. Auk þess að ná i kennslukrafta, sem til þarf og hægt að ráðast i kostnað við námskeiðahald um landið. — Hvaða nýir starfsþættir eru nú hafnir eða fyrirhugaðir? — ÉG vil fyrst nefna nám- skeiðahald um landið i samstarfi við svæðasambönd og verkalýðs- félög. Fyrsta námskeiðið á lands- byggðinni var á Akureyri dagana 25-27 febrúar og fjallaði um ,,Sjóði og tryggingar”. Það sóttu rúmlega 30 forystumenn tólf verkalýðsfélaga af Norðurlandi. Fluttir voru fimm fyrirlestrar, sem siðan voru ræddir i umræðu- hópum, auk fyrirspurna til fyrir- lesara og almennra skoðana- skipta. Næsta námskeið af þessu tagi verður i Borgarnesi 9.-10. april og fjallar um „Vinnustaðinn”. Þar verður viða komið við, m.a. fjallað um hlutverk og skyldur trúnaðarmanna verkalýðsfélaga á vinnustað, heilbrigði og öryggi og áhrif starfsfólks á stjórn og starfrækslu fyrirtækja. Annað námskeið um „Sjóði og trygg- ingar” er ráðgert á Akranesi 21- 23. april, og reynt verður að fara i alla landshluta á þessu ári með námskeið og ráðstefnur. Við höf- um þegar óskað eftir samstarfi við fjórðungssamböndin um sam- starf við að koma þessum nám- skeiðum á, auk þess sem við reynum að sinna beiðnum ein- stakra verkalýðsfélaga úti á landi um fræðslustarf. Fræðsluhópar að starfi t öðru lagi er hafið starf svo- kallaðra fræðsluhópa hér i fræðslusal MFA, og eru þeir að starfi fimm kvöld i viku núna. Einn þeirra fjallar um þróun verkalýðshreyfingar með sögu- legu yfirliti um þau mál, og er leiðbeinandi Ólafur R. Einarsson sagnfræðingur. Annar hópurinn fjallar um stéttastjórnmál, og er Ólaíur Ragnar Grimsson, lektor, leiðbeinandi hans. Þar eru flutt erindi og siðan umræður, fyrir- spurnir og skýringar. Þriðji félagsmálahópurinn æfir ræðu- flutning og fundarstörf og annast ég þar leiðbeiningar. Fjórði starfshópurinn fjallar um leiklist. Þátttakendur fara i leik- hús og skoða sýningar, og siðan koma ýmsir leikarar og leik- stjórar á fundi með hópnum og ræða málin og skýra. Til að mynda komu i vikunni sem leið til hópsins Gunnar Eyjólfsson og Jón Laxdal og ræddu við okkur um óþelló, en áður hafði sú sýning verið skoðuð. Starf þessa hóps hófst á þvi, að Sveinn Einarsson leikhússtjóri flutti erindi um þróun isl. liklistar. Hver hópur kemur saman einu sinni i viku, alls sex sinnum. Þessu starfi munum við halda áfram, enda gefizt mjög vel. I þessu námshópakerfi verður megináherzla lögð á félagsleg viðfangsefni og listkynningu. 1 þriðja lagi hefur þegar tekizt samstarf við mörg verkalýðs- félög um námskeið. sem haldin verða ýmist i husakynnum þeirra eða hjá okkur. MFA mun þá út- vega þeim leiðbeinendur, eftir þvi sem þau óska. Tvö slik námskeið standa nú yfir hér i Reykjavik. Annað hjá Hinu isl. prentarafélagi fyrir bókargerðarmenn og hitt hjá Sveinafélagi húsgagnasmiða, og eru þau bæði almenn félagsmála- námskeið Almennir fundir 1 fjórða lagi má nefna, að við höfum efnt til tveggja almennra funda. Annar fjaliaði um verka- lýðshrevfinguna og stiórnmálin, en þar höfðu framsögn Jón Snorri Þorleifsson og Guðmundur H. Garðarsosn. Hinn fjallaði um af- stöðu verkalýðshreyfingarinnar til skattabreytinganna. Fór hann fram i Sigtúni og var mjög fjöl- sóttur. Þar fluttu stuttar ræður þeir Jón Sigurðsson ráðuneytis- stjóri og Björn Jónsson forseti ASl, sem svöruðu siðan fyrir- spurnum og ábendingum fundar- manna ásamt Halldóri E. Sigurðssyni fjármálaráðherra. Urðu umræður lifandi og fjör- ugar. Þannig munum við efna til fleiri funda um þjóðmál i brenni- depii, einkum þau er varða vinn andi fólk öðru fremur. Þá má ennfremur geta þess, að ASt og MFA efndu i febrúar i sameiningu til tveggja fyrir- lestrafunda i Norræna húsinu um verkalýðssamtök Sovétrikjanna, en tveir fulltrúar frá þessum samtökum voru hér gestir ASl. — Hér er auðsjáanlega um fjöl- þætt og mikið starf að ræða, en er citthvað fleira nýtt á döfinni? — Það er ákveðið að Sven-Arne Stahre, sem nýlega hefur látið af störfum sem forstöðumaður ABF Sviþjóð, komi hingað til landsins á vegum MFA og Norræna húss- ins. Hann mun dveljast hér dae- ana 15.-21. april og halda bæði al- mennan fyrirlestur og sérstakt námskeið um fræðslustarf verka- lýðsfélaga. Verður það okkur óefað mikill fengur, eins og heim- sókn Bjartmar Gjerde á sinum tima. 1 þessu sambandi má einnig geta þess, að MFA mun nú i vor senda einn nemanda til þátttöku i Genfarskólanum, en sá skóli er samnorrænn verkalýðsskóli, sem við erum aðilar að. Þá má einnig geta þess, að nú er i athugun hjá okkur að hefja útgáfustarf af ýmsu tagi. t fyrsta lagi hefur komið til athugunar út- gáfa á fræðslu- og fréttablaði i samvinnu við miöstjórn ASI. Auk þess er ráðgerð útgáfa á smáum og stórum upplýsinga- og fræð- slubæklingum. Starfandi er nú sérstök nefnd sem undirbýr hand- bók fyrir fóik i verkalýðsfélög unum, með ýmsu efni er varðar réttindi þess ogstöðu. Stefnt er að þvi að handbokin komi út á þessu hausti. Eg vil einnig geta þess sérstak- lega, að það er mikill áhugi i stjórn MFA á þvi að koma á ein- hverju sambandi við vinnudaðina sjálfa, með heimsóknum þangað eða bjóða fólki af ákveðnum vinnustöðum til okkar i fræðslu- sal MFA. — Það virðast þvi vera næg verkefni hjá ykkur og óþrjótandi starfsmöguleikar? — Já, það er óhætt að fullyrða það. F'ræðslumálunum hefur að minum dómi allt oflitiðverið sinnt á liðnum árum. Félagshreyfing eins og okkar verður að vera lif- andi og með andlegum hræring- um. Sérstaklega er nauðsynlegt að þjálfa og mennta trúnaðar- menn félaganna og Alþýðusam- bandsins. Félagsmálaskóli al þýðu, sem vonandi sér dagsins ljós fljótiega, mun þar fá mikið og brýnt verkefni i hendur. Mikill áhugi Það er mjög gott til þess að vita, að i verkalýðshreyfingunni vex mjög áhugi á auknu fræðslu- starfi, jafnt með forystu sem félagsmönnum, og kemur það m.a. fram i mjög góðum undir- tektum við starf okkar i MFA. Enda er mála sannast, að ekkert verkefni er eins nauðsynlegt fyrir hreyfinguna og stóraukin fræðsla félagsfólksins um málefni sam- takanna og þjóðfélagið almennt. Verkalýðshreyfingin verður sjálf að hafa þetta starf með höndum og standa myndarlega að þvi. Ein mikilvægasta forsenda þess er stofnun öflugs fræöslusjóðs, en hann á að vera ein meginkrafa okkar i næstu kjarasamningum að minu mati. 1 þeirri miklu umræðu um menntamál, sem fram hefur farið að undanförnu, hafa menn áttað sig betur á þvi en áður, að mennt- un verður að vera almennings- eign og veitast fólki á öllum aldri. Fátt annað er eins mikilvægt til að jafna aðstöðu fólks. Félags- hreyfingarnar, og þá ekki sizt verkalýðshreyfingin, er kjörin til að vera framkvæmdaaðili full- orðinsfræðslu á hinu félagslega sviði, enda hefur það sannast áþreifanlega á hinum Norður- löndunum. Framtiðarheill og lifshags- munir þjóðarinnar liggja við, að okkur takist að gera byltingu i fræðslumálum islenzkrar alþýðu, sagði Baldur að lokum. — AK. Frá námskeiöi MFA og Alþýöusambands Noröurlands um „Sjóöi og tryggingar”. Þaö var haldið á Akurevri dagana 25. — 27. febrúar. s.l.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.