Tíminn - 29.03.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 29.03.1972, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 29. marz 1972. TÍMINN V.í Myndirnar hér á slðunni eru úr kirkju- garðinum á Stóru Borg. Brimið hefur sópað burt moldinni i kirkjugarð- inum, sem ekki hefur verið notaður siðan um 1500, og raskað þar með ró þeirra, sem þar voru lagðir til hinztu hvilu fyrir allt að 900 árum. t»að er engu likara en að þessi gröf sé að opnast og hinn framliðni að stiga upp á yfirborðið til að horfast i augu við nú- timann. Frammi á ströndinni undir Austur-Eyjafjöllum er veðrað bæjarstæði Stóru- Borgar, bæjar önnu og Hjalta, svo sem margir kannast við úr skáldsög- unni Anna á Stóru-Borg eftir Jón Trausta. Skammt þar frá er svo hellirinn, sem Hjalti hafðist við i svo allt stendur það heima. Byggð mun hafa verið að Stóru-Borg frá 900 til 1840. Frá upphafi vegar mun bærinn hafa heitið Austasta Arnarbæli, en Arnarbælin voru þrjú talsins. i Kirkju- skrá Páls biskups Jónsson- ar, um ::iárið. 1200 og einnig í Biskupasögum heitir bærinn því nafni. Að Stóru-Borg var heimilis- kirkja frá ll.öld að ætla má og til ársins 1700. Var kirkjan fyrir bæinn og hjáleigur hans. Sjór hefur gengið þarna upp og eru nú elztu bæjarstæðin komin fram i sjó eða á sjávarbakkann. Sjórinn var orðimþað ágengur, að um 1840 fluttist fólkið frá Stóru-Borg, og byggði nýtt hús ofar. Er svo sagt, að svo hafi verið mikill aðgangur i sjónum þegar fólkið flutti, að þurft hafi að bjarga kúnum upp um fjósþekjuna. Staðurinn þarna er nefndur Borgarhóll, en hann er nú smátt og smátt að eyðast af völdum vatns og sjávar. 1 svipinn hafa tvær ár útfall sitt framan við hól- inn, og i stórbrimi ganga öldurnar upp um gamla bæjarstæðið og brjóta það niður. Brimið leiddi kirkjugarð Stóru-Borgar i ljós árið 1969, og segja má, að þá hafi miðalda- kirkjugarður risið með ein- stæðum hætti. 1 suðurhluta kirk- jugarðsins sjást nú um 80 grafir fólks á öllum aldri. Svo glöggt sjást þær, að hægt er að teikna þær og mæla upp á sentimeter, þegar brimið hefur skolað burt moldinni og þvegið beinin, sem uppúr standa. 1 suðurhluta garðsins hafa lik verið jörðuð kistulaust eins og gert var á miðöldum. Þar er eyðing garðsins svo langt komin, að grafarbotnar eru komnir i ljós. Beinin hafa þó eyðzt, en þó má þar enn sjá furðu skýra mynd af leikama þeirra,?em þar hafa verið lagðir til hinztu hvilu fyrir 500 til 900 árum. Þarna mun vera gröftur fimm alda, þvi óliklegt er talið, at jarðað hafi verið að Stóru-Borg eftir aldamótin 1500 enda lá Borgarkirkja niðri i tið önnu Víg- fúsdóttur um 1530. Athyglisvert er, að af 70 gröfum, sem Þóröui Tómasson, safnvöröur i Skógum hefur athugað og mælt, eru 30 grafir fullorðinna en um 40 grafir unglinga og barna og segir það eitt út af fyrir sig ekki ómerka sögu. Mjög litlar minjar sjást nú eftir af Borgarkirkju, enda hefur hún verið með timburstöfum og hliðarveggjum úr torfi. En undir- stöðu kirkjugarðsveggja hefur mátt sjá, og stundum svo greim- lega eftir stórbrim i vetur, að þar hefur verið hægt að mæla og teikna hvern kökk i hleðslunni. Við eyðingu Borgarhóls og kirkjugarðsins er ekki hægt að sporna og nú horfir svo við.að eilif þögn taki þar völdin, að fáum ár- um liðnum, þegar allt verður runníö til sjávar. En bæjarstæðið i Stóru-Borg cr enn óbrotið. Það varðveitir merkar byggingasögu- legar heimildir, sem mikið tjón væri að, ef eyddust án rann- sóknar. Úr sorphaugum og moldum hólsins eru þegar risnir margir hlutir, sem segja m.a. frá atvinnuháttum, verzlunarsam- böndum og daglegu lifi þess fólks, sem moldir kirkjugarðsins hafa geymt i þögulli gröf allt til þessa tima. -klp-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.