Tíminn - 29.03.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 29.03.1972, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 29. marz 1972 TÍMINN 19 Þórður Hall, Sigurður Eyþórsson og Elsa Guðmundsdóttir við nokkrar myndanna á sýningunni (Timamynd Gunnar) Páskasýning í Myndlistarskóla SJ-Reykjavik. Nemendur framhaldsdeildar Myndlista- og handiðaskólans, „akademiunnar” svonefndrar, setja að vanda upp páskasýningu i húsakynnum skólans. Að þessu sinni urðu fyrir valinu grafik- myndir, sem birtust á forsiðu sunnudagslesbókar Alþýðublaðs- ins á árunum 1934-36. Eggert M. Laxdal, Snorri Arinbjarnar, Jóhann Briem, Jón Engilberts og Ásgeir Bjarnþórsson gerðu myndir þessar, og hafa Elsa Guðmundsdóttir, Sigurður Ey- þórsson og Þórður Hall, sem luku teiknikennaraprófi sl. vor en eru nú i „akademiunni”, valið 25 þeirra á þessa sýningu, sem verður opnuð á laugardag kl. 4 siðdegis. Þau sjá einnig um upp- setningu og frágang myndanna. Sýningin verður opin 2-10 daglega og lýkur á annan i páskum. Bandarískir kaupahéðnar þinga : Vilja selja Kín- verjum vöru sína NTB-Hong Kong Bandariskir kaupsýslumenn hafa undanfariö átt leynilegar viðræður við kinversk yfirvöld til að reyna að komast inn á kin- verskan markað, að þvi er áreiðaniegar heimildir i Hong Kong sögðu i gær. Meðal fyrir- tækja má nefna Boeingverk- smiðjurnar. Fram til þessa hafa þó ekki verið gerðir neinir samningar um sölu á bandariskum vörum i Kina. Bandarikjamenn vilja einna helzt seija Kinverjum vélar, flutningabifreiðar, oliu og vörur til landbúnaðarins. Eini sölusamningurinn, sem enn hefur verið gerður, er um sölu móttöku- og sendistöðvar fyrir gervihnött, en hún var seld, þegar Nixon fór til Kina. Heimildirnar segjaað viðræður yfirvaldanna og kaupsýslumann- anna séu mjög vingjarnlegar, og óteljandi bollar af tei séu drukkn- ir á hverjum fundi. Fötum stolið frá Gefjun OÓ-Reykjavik. Fernum karlmannafötum var stolið i saumastofu Gefjunar við Snorrabraut um helgina. Var brotizt inn i húsið og farið upp á aðra hæð, þar sem sauma- stofan er og fötin tekin þaðan. Ekki er annars saknað úr húsinu. Þjófurinn, sem sjálfsagt spókar sig glerfinn i nýju fötunum, er ófundinn enn. íþróttahús Framhald af bls. 8 Breyting á stjórn hreppsins. Frá næstu mánaðamótum hefur ólafi G. Einarssyni, sveitarstjóra, verið veitt leyfi frá störfum um óákveðinn tima. Ólafur hefur gegnt starfi sveitar- stjóra siðan l.júli 1960, eða i tæp 12 ár. Garðar Sigurgeirsson, við- skiptafræðingur, sem verið hefur skrifstofustjóri hreppsins siðan JÓN ODDSSON, hdl. málflutningsskrifstofa Laugaveg 3. Simi 13Ó20 l.september 1971, mun taka við starfi sveitarstjóra frá sama tima. Þá mun dr. Gunnar Sigurðsson, verkfræðingur láta af starfi odd- vita hreppsnefndar, en ólafur G. Einarsson taka við þvi starfi. íbúafjöldi Hinn l.des. 1971 var ibúafjöldi 'Garðahrepps 3118 og hafði fjölgað á árinu um 265, en það er nokkuð meiri fjölgun en verið hefur undanfarin ár. Undanfarin ár hefur verið út- hlutað 20-30 lóðum til einstaklinga og byggingarfélaga, bæði fyrir einbýlishús og raðhús. Fjöldi byggingarhæfra lóða, sem þegar hefur verið úthlutað 1972, er 30 einbýlislóðir og 15 ibúðir i raðhúsum, auk þess, sem byggt verður i sérstöku raðhúsa- hverfi i Hofsstaðalandi. A árinu 1971 var hafin bygging 38 einbýlishúsa og tveggja rað- húsa með 10 ibúðum. Um siðustu áramót voru I byggingu um 180 ibúðir i hreppn- um. Utgerð pramhald af bls. 10. lög, sem þeir samkvæmt plöt- unni þola alls ekki fjárhags- lega. „Allir á hausnum, ekkert vit i útgerð, hefur ekki upp i afskriftir” (eða einbýlishús), nei þetta er sko ekkert vit. Starfsemi barnaverndarnefnda SJ—Reykjavik. Fyrir skömmu efndu full- trúar barnaverndarnefndar Reykjavikur og Félagsmála- stofnunar Reykjavikurborgar til blaðamannafundar vegna skrifa i dagblöðunum um mál- efni nefndarinnar, þar sem hlutur barnaverndarnefndar var gerður tortryggilegur. Fundarboðendur viku ekki að einstökum atriðum i máli þessu, þar sem það er ekki mögulegt án þess að gera grein fyrir lögvernduðum einkamálum hlutaðeigenda, en þagnarskylda er megin- regla barnaverndarnefndar og starfsmanna Félagsmála- stofnunarinnar. Hins vegar var á fundinum skýrt frá starfi Barnaverndarnefndar, viðhorfum og starfsskil- yrðum. Dr. Björn Björnsson for- maður nefndarinnar sagði m.a.. að Islendingar hefðu fylgt öðrum þjóðum i þvi að setja lög um barnavernd i þvi skyni að tryggja mannréttindi smæstu borgaranna. Andi barnaverndarlaganna er á þá leið, að réttur barnsins sé öllu öðru fremur fólginn i rétti til þess að njóta ástúðar og um- önnunar i uppvextinum. Rikj- andi sjónarmið i barnavernd eru samhljóða þvi lögmáli náttúrunnar, að rétti barnsins sé bezt borgið i höndum foreldranna. Þrátt fyrir það vakna i ein- stökum tilfellum efasemdir um að svo sé i raun og veru. I stað þess að vera barninu það athvarf, sem þvi er eðlilegt, stuðlar foreldraheimilið bein- linis að skemmdum á þroska þess og kemur þannig i veg fyrir að barnið nái rétti sinum. Vitaverð vanræksla á for- eldrahlutverkinu er þvi miður ekki óþekkt fyrirbrigði i vel- ferðarsamfélagi nútimans. Mál af þessu tagi koma stundum til kasta barna- verndarnefndar. Þá er jafnan leitazt við að kanna og reyna til þrautar þau úrræði, sem helzt þykja vænleg til þess að styðja foreldra til þess að tak- ast megi eðlilegt samband á milli þeirra og barnsins. Fyrirgreiðsla i formi fjár- hagsaðstoðar og húsnæðis stendur til boða, en oft veltur á mestu, hvort meðferð barns og fjölskyfcjdu þess hjá lækni, sálfræðingi og félagsráðgjafa ber árangur, ef á annað borð slikri meðferð verður við komið. Sé talið fullreynt aö aðgerðir til endurhæfingar beri ekki tilætlaðan árangur, ber barnaverndarnefnd skylda til þess að taka barnið úr umsjá foreldra sinna. Hvermg væri t.d. að birta reikninga nokkurra báta en vera ekki alltaf að jarma með þvi að taka þá sem verst geng- ur, oft útgerðarmanninum sjálfum að kenna, heldur taka þá, sem reknir eru til fyrir- myndar og græða, og sýna al- menningi það svart á hvitu, að það eru skussarnir, sem ná þessu meðaluppgjöri niður i tap, og það jafnvel afskriftar- gerfitap. 1 samtökum úir og grúir af mönnum, sem eiga miklu meiri hagsmuna aö gæta i landi en i sambandi við útgerð, og geta þvi með góöri samvizku grenjað á fundum hjá L.I.Ú., þótt þeir græði á tá og fingri á verkuninni i landi. Þrátt fyrir grát og gnistran tanna hjá formanni L.I.O., sem aldrei hefur migið i saltan sjó, en verið getur að hann sé þó „pró forma” hluthafi i ein- hverjum bát, er mikil gróska i útgerð á tslandi i dag, enda var kominn timi til að við færðum okkur upp á skaftið i togarakaupum, þar sem liðin eru 11 ár, siðan togari af viti hefur verið keyptur til lands- ins. Ég læt þetta nægja i bili en mun i næsta spjalli fjalla um hið bráðfyndna frumvarp, sem liggur fyrir þinginu um „vökulög á bátaflotanum”. Pétur Axel Jónsson. Þegar svo er komið er við þvi að búast, að foreldrum finnist gengið á sinn rétt vegna tillits til réttar barnsins. Eðlilega eru mál af þessu tagi mikil viðkvæmnismál, en barna- verndarnefnd hlýtur að láta meiru skipta rétt barnsins, sem foreldrar hafa brugðizt, heldur en særðar tilfinningar foreldranna sjálfra. hæfis i þeim málum og raunar öðrum, sem barnaverndar- nefnd er falið að fjalla um, svo eðlilegt er að nefndin og störf hennar valdi deilum. En ef einhver aðili telur að hann sé órétti beittur i samskiptum sinum við barnaverndarnefnd eða Félagsmálastofnunina, getur hann leitað réttar sins fyrir dómstólum. Arið 1970 var skrifstofa barnaverndarnefndar Reyk- javikur lögð niður, en i stað hennar kom fjölskyldudeild Félagsmálastofnunar Reykja- vikurborgar, sem siðan hefur með höndum alla faglega meðferð þeirra mála, sem lögð eru fyrir barnaverndar- nefnd. A blaðamannafundinum kom ennfremur fram, að sam- kvæmt lögum ber barna- verndarnefnd að fjalla um öll mál er varða fóstur barna. Skiptir þar engu máli hvort móðir af eigin hvötum óskar að gefa barnið til ættleiðingar, eða barnaverndarnefnd verð- ur að hlutast til um, að barni sé fenginn fóstur gegn vilja foreldra. Talsvert ber á að fólk sé óvitandi um þetta, einkum i fyrra tilvikinu, elleg- ar hirði ekki um að fara að lögum. Einnig skal barnaverndar- nefnd hafa eftirlit með dag- vistun barna á einkaheimilum gegn gjaldi og veita leyfi til slikrar starfsemi, eftir að hafa gengið úr skugga um að við- komandi heimili uppfylli þau skilyrði, sem sett eru um fóst- urheimili almennt. Rétt er að vekja athygli manna á þessari lagagrein. Þá veitir barnaverndar- nefnd umsögn i ættleiðingar- málum og forræðisdeilumál- um. Erfitt er að gera öllum til Jörð óskast Eyðijörö a Vestfjörðum eða Ströndum óskast til kaups. Tilboð merkt: Sumarfri 1245 sendist blaðinu sem fyrst. fgf ÚTBOÐ tg| Tilboð óskast f gatnagerð og lagnir f nýtt íbúöarhverfi syðst I Háaleitishverfi. Útboðsgögn eru afhent I skrifstofu vorri gegn 3.000.- króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miövikudaginn 12. spríl 1972. kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirltjuvðgi 3 — Sími 25800 Lífeyrissjóður byggingamanna UMSÓKNIR um lán úr lifeyrissjóðnum þurfa að hafa borizt til skrifstofu sjóðsins, Laufásvegi 8, Reykjavik, fyrir 15. april n.k. Endurnýja þarf allar eldri umsóknir. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrif- stofu sjóðsins og hjá skrifstofum aðildar- félaga hans. Með umsóknum þurfa að fylgja upp- lýsingar um vinnustaði umsækjenda s.l. 2 ár. Stjórn Lifeyrissjóðs byggingamanna. ENSKIR OG ÍSLENZKIR FÉLAGSBÚNINGAR Flest islenzku liðin Ensk lið t.d.: Leeds, Ar- senal, M. Utd. M. Citv, Stoke, W. Ham., Tottenham, Liverpool o.fl. Einnig búningar Brasiliu, Engiands, Þýzkalands, Ajax, Celtic o.fl. o.fl. PÓSTSENDUM SPORTVÖRUVERZLUN INGÓLFS ÓSKARSS0NAR Klapparstig 14 — simi 11783 Reykjavik

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.