Tíminn - 30.03.1972, Side 1

Tíminn - 30.03.1972, Side 1
BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA \ SENDIBILASTÖDIN HF EINGÖNGU GÓÐIR BÍLAR - 7 5. tölublað-Fimmtudagur 30. marz 1972—56. árgangur. v. / Nótur og 112 nýir sálmar í nýrri sálmabók KJ-Reykjavik. Fyrstu eintök nýju sálma- bókarinnar komu i verzlanir nú fyrir páska, en almennt kemur þessi nýja vandaða sálmabók á markaðinn eftir páskana. t þessari sálmabók eru 112 nýir sáimar, en bókin er gefin út af kirkjuráði.ogsetningu, prentun og Innan á bókarkápu nýju sálma- bókarinnar eru þessi kristnu tákn. Að ofan er fangamark Jesú Krists og kaleikur, en að neðan Lúthersrósin, merki lútherskrar kirkju. bókband hefur Prentsmiðjan Edda annazt. 1 fréttatilkynningu frá Biskups- stofu um bókina segir m.a.: „Endurskoðun á Sálmabók islenzku kirkjunnar hefur staðið yfir i nokkur ár. Kirkjuráð hlutaðist til um það, að þessi endurskoðun væri hafin og kvaddi nefnd til starfsins. t nefndinni voru: Dr. Jakob Jónsson, sr. Sigurjón Guðjónsson, prófastur, sr. Sigurður Einarsson skáld, Tómas Guðmundsson skáld, og biskup, sem var kosinn formaður nefndarinnar. Sú sálmabók, sem verið hefur i notkun, kom út 1945, og var hún árangur af endurskoðun nefndar, sem tók til starfa 1939. Sú bók leysti af hólmi sálmabókina frá 1886. Nýja sálmabókin er nokkru minni en hin næsta á undan. Hún hefur að geyma 532 sálma (áður 687). Alls hafa 267 sálmar verið felldir brott úr Sálmabók 1945, og eru flestir þeirra arfur frá Sálma- bók 1886. Auk þess hafa allmargir sálmar verið styttir, og hefur nefndin þá miðað við, að heir yrðu heilsteyptari við styttinguna og hentugri til nota. Hins vegar hefur nefndin tekið inn 112 sálma, sem voru ekki i Sálmabók 1945, og .eru þeir ýmist nýir (frumortir eða þýddir) eða eldri. Við 34 sálma eru nótur (lag- linan), og hefur dr. Róbert A. Ottósson, söngmálastjóri, valið lögin, en Páll Halldórsson, organ- isti, teiknað nóturnar. Hið tslenzka Bibliufélag annast dreifingu. Verð bókarinnar er kr. 500 (án söluskatts). Samningaviðræðurnar í Brussel: Sjónarmið íslands fyrir ráðherraráð A fundi samninganefnda Ef- nahagsbandalagsins og tslands i Bríissel á þriðjudag og miðviku- dag, um hugsanlegan viðskipta- samning, voru staðfest þau samningaatriði, sem samkomu- lag varð um á viðræðufundum undirnefnda 13. og 14. marz. Á þessum fundi lýsti formaður samninganefndar EBE þvi yfir, að sjónarmið tslendinga yrðu lögð fyrir ráðherraráð banda- lagsins i aprillok, og færi það eftir þróun landhelgismálsins, hvort tslands fengi hagstæðara tilboö frá bandalaginu. Samningsatriðin, sem staðfest voru á þriðjudag, voru reglur um uppruna, samkeppni, undan- þágur og niðurfellingu tolla og hafta. Hvaö tsland snertir eru reglur þessar efnislega þær sömu og samið var um, er tslendingar gerðust aðilar að EFTA, segir i fréttatilkynningu viðskiptaráðu- neytisins og ennfremur: Umræðurnar snérust aðallega um, hvaða islenzkar útflutnings- vörur ættu aö njóta tollfriðinda i hinu stækkaða Efnahagsbanda- lagi. Eins og áður var af tslands hálfu lögð megin áherzla á, að sjávarafurðir og lambakjöt nytu slikra friðinda. Af hálfu Efnahagsbandalagsins lýsti formaður samninganefndar- innar, Edmund Wellenstein, þvi yfir, að sjónarmið tslendinga yrðu lögð fyrir ráðherraráð bandalagsins i aprillok, sem þá mun fjalla um endurskoðun á samningstilboðinu. Hvort hag- stæðara tilboð fengist, væri nátengt frekari þróun land- helgismálsins. Formaður islenzku nefndar- innar, Þórhallur Asgeirsson lýsti þvi yfir, að Islendingar vildu gera samning við Efnahagsbandalagið um gagnkvæm viðskiptafriðindi og að samningurinn næöi til helztu útflutningsafurða tslen- dinga. Oeðlilegt og óaðgengilegt væri aö tengja saman fiskveiði- réttindi og fisksöluréttindi. A þriðjudaginn var farið í leiðangur i þyrlu frá Varnarliðinu í Grimsvötn, og voru þar skildir eftir tveir rannsóknamenn. Myndin var tekin ileiðangrinum þegar þyrlan lenti á Hnúk nálægt Kerlingum. Páskablaðið Fyrra blað: Brugðið upp rækju á lands- timinu eftir Kára Jónasson á bls. 4-5. A sæluviku i Sevillu fyrir 20 árum eftir Andrés Kristjánsson á bls. 6-7. Fólki smyglað i Austur- löndum fjær eftir Kjartan L. Pálsson með teikningum eftir Eirik Smith. á bls. 12-13. Eldfjöll i Vatnajökli — Þor- leifur ólafsson ræðir viö Ragnar bónda i Skaftafeili. Bls. 17. Dagskrá hljóðvarps og sjónvarps er á bls. 18-19. Þar sem miðaldir og nú- timinn mætast eftir Odd Ólafsson á bls 20-21. Seinna blaö: „Litiö eitt” á leiö upp brattann eftir Einar Björg- vin á bls. 2-3. Heimsókn að Hulduhólum eftir Sólveigu Jónsdótíur á bls. 6-7. Páskauppreisnin i Dublin 1916 eftir Dag Þorleifsson á bls. 8-9. Við hljóma Stafnsréttar eftir Magnús H. Gislason á bls. 10-11. Gamla dótið og rómantikin ihibýlum manna eftirSnjó- laugu Bragadóttur með teikningum eftir Erik Smith á bls. 12-13. Reykurinn banvæni eftir GF. á bls. 14-15. Brátt búum við öll i vel- steyptri og skipulagðri borg eftir Einar Björgvin á bls. 16- 17.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.