Tíminn - 30.03.1972, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.03.1972, Blaðsíða 4
TÍMINN Fimmtudagur 30. marz 1972. Dynjandi á togi á tsafjarðardjúpi, og I baksýn sjást I þab minnsta 7 aorir rækjubátar, á spegilsléttu Djúpinu. (Tlmamyndir Kári). BRUGÐIÐ UPP RÆKJU A LANDSTÍMINU Það var hrollkalt á isafiröi, þennan þriöjudagsmorgun, er þeir Sigurjón Hallgrimsson skip- stjóri á Dynjanda og Kristbjörn Eydal sóttu fréttamann Timans á Herinn á isafiröi. Þetta var I lok janúar. Daginn ábur, þegar ég kom til ísafjarbar, tók Fokkerinn frá Flugfélaginu sveig út yfir Isa- fjarðardjúpib, áður en flogið var inn Skutulsfjörbinn, og þá blasti vib i Djúpinu fjöldi rækjubáta á spegilsléttum sjónum. Sumir voru svo til kyrrir, en sjórinn freyddi um stefnib á öbrum. Þessi fallega og freistandi sjón varb til þess, ab eitt af þvi fyrsta sem ég ræddi um vib Gubmund Sveinsson netagerbarmeistara á Isafirbi, var hvort ekki væru tök á ab komast i róbur með rækjubát daginn eftir. Jú, hann hélt það nú. Ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af þvi, hann skyldi tala við ein- hvern góban skipstjóra og bibja fyrir mig. „Þeir hljóta ab vilja leyfa þér ab fljóta meb, nema þeir Góður poki innbyrtur. haldi ab blabamenn séu ein- hverjar fiskifælur". Ég hafbi sem sé ekki meiri áhyggjur af þessu, en snéri mér ab öbrum verkefnum á Isafirbi. Um kvöldið þegar ég hafði sam- band við Guðmund, sagði hann við mig: Hann Sigurjón Hall- grimsson á Dynjanda ætlar ab taka þig meb, og þeir koma og sækja þig á Herinn um hálf átta leytib. Ætlarbu ekki ab slá til? Þeir spá góbu veðri á morgun, og ég býst við að farib verbi inn i Skötuf jörb, þvi ab þeir voru ab fá rækju þar i dag. Þab er oft þan- nig, ab ef einhverjir hafa fengib góban afla einhvers stabar i Djúpinu, þá fara margir þangab daginn eftir: ,,Jú, ég hélt nú, ab ég ætlabi ab slá til, en hlifðarföt yrði ég vist ab fá, ekki færi ég i hvitri skyrtu og skóm i rækju- róbur. ..Ég bjarga þvi", sagbi Gubmundur, og þab voru orb ab sönnu, þvi ab innan nokkurra minútna var ég kominn meb fullt fangib af fötum til ab fara i á sjóinn. Þab stób heima, ab þeir Sigur- jón og Kristbjörn komu um hálf átta. Morgunkaffib á Hernum yljaði manni vel i morgunsárib, en matreiðslumaðurinn þar hafði verið svo vinsamlegur ab fara á fætur fyrir allar aldir og taka til handa mér þennan lika ágæta morgunverb. Það var kyrrt og hljott þegar við ókum niður á bryggju, en þar var lif og fjör. Rækjuveiðimennirnir voru i óða og önn að koma sér af stað. Þung og langdregin mótorhögg rufu morgunkyrrðina, og töluverður reykur steig upp úr reykháfnum, áður en bátarnir fóru að mala eðlilega i hægagangi. Á hverjum rækjubáti eru aðeins tveir menn, og meðan annar hugar að vélinni um borð i bát- num, sækir hinn plastkassana, sem rækjan er sett i um borð, strax og hún kemur upp úr sjónum. Kassarnir eru geymdir i sérstökum hólfum i bryggjunum, og merktir hverjum bát. Rækju- bátárnir eru nokkuð misstórir eða frá fimm og upp i 30 tonn. Dyn- jandi er 7 tonn, smibabur hjá Bátalóni i Hafnarfirbi. Brátt er allt tilbúib, Sigurjón fer inn i stýrishúsib og fer absnúa við i höfninni. Siðan er siglt fyrir bryggjuendann, en ekki libur á löngu ábur en hann verbur að slá af, þvi að isjakar eru hlið vib hlib i höfninni og geta skemmt bátinn, ef siglt er á fullu á þá. Kristbjörn stendur fram á til ab segja til um ¦ isinn, sem tefur nokkuð ferð okkar fyrir tangann, en brátt er komið i auðan sjó og siglt eftir ljósmerkium út Skutulsf jörð. Isa- fjarðar — radió er kallað upp, og tilkynnt um brottfarartima fyrir tilkynningaskylduna. A leiðinni út er margt spjallað, og að sjálf- sögðu er rækjan eitt aðalumræðu- efnib. Eftir um klukkutima stim er komib upp undir Æbey, og mér finnst sem Sigurjón ætli þar upp i landsteina, en skyndilega tekur hann mikla beygju og siglir siban áfram. Þarna vib eyna eru nefni- lega grynningar, og þab er ekki nema fyrir kunnuga að sigla þarna, en það sparar mikinn tima að fara þessa leiðina. Fjöllin i kring eru nú óðum ab koma betur i ljós, eftir þvi sem birta tekur af degi. Þegar Sigurjón slær af og lætur reka, erum vib fyrir mynni Skötu- fjarbar. Þab er beðið eftir að birti af degi, þvi að fyrr þýðir ekki að setja trollib i sjóinn. Á meban er drukkib kaffi frammi i lúkar, og hlustab á þá i talstöbinni. Gubmundur hefur reynzt sann- spár, þvi ab greina má ljósin á 12 - 15 bátum þarna i kring um okkur. Þá kemur ab þvi ab birtan er orbin nóg. Þeir Sigurjón og Krist- björn henda nótinni fyrir borb, og siban er siglt i hálfhring Krist- björn tekur sér stöbu vib spilib framantil á dekkinu, en Sigur- jón er i stýrishúsinu. Allt i einu segir'hann „Fara", og Kristbjörn losar um bremsuna á spilinu, hlerarnir detta i sjóinn úr gálganum aftast á batnum, og báturinn er settur á fulla ferb. Þeir fylgjast meb þvi, hve mikib af virnum fer út, og þá kemur ab þvi, ab nóg er komib, og bremsan er sett á spilib — og nú hefst hib eiginlega tog. Þab getur verib misjafnt, hve lengi er togab, og fer þab eftir botninum á hverjum stab, og hvab hverjum skipstjóra finnst heppilegt ab toga lengi i það og það skiptið. Þetta fyrsta tog á Dynjanda þennan janúar- morgun var ekki langt, þvi ab brátt heyrbust brak og brestir i spilinu, og allt benti til þess, ab trollib væri fast i botni. Þá er ekki um annab ab gera en hifa þab upp. A meðan hift er upp, silast aðrir rækjubátar fram hjá Dynjanda, og það er ekki erfitt að sjá hvort þeir eru á togi eða ekki, þvi að bátarnir láta sérstaklega I sjónum, þegar þeir draga þunga vörpuna eftir botninum. Það reynist vera heldur litið i pokanum eftir þetta fyrsta hal, og ég hugsa með sjálfum mér, ab ekki blási byrlega i upphafi veibi- ferðar með mig um borð. Sigur- jón og Kristbjörn taka trollið inn fyrir, og ég reyni að hjálpa þeim frekar en flækjast fyrir. Nú ætlar Sigurjón að kippa svolitib, og koma sér úr festunni. Hann stimar inn fjörbinn, snýr vib og tekur mib, áður en hann lætur trollib fara i annaö sinn. Þegar allt er komib i botn og báturinn kominn á togib, fá menn sér kaffi, og þab er farið ab skrafa saman. Það er dýrleg fjallasýn þarna á Isafjarbardjúpi, sólin er komin hátt á loft, enda farib ab nálgast hádegi. Þarna rétt hjá okkur er rækju- bátur, og þeir segja mér ab eitt sinn hafi þessi bátur sokkib ekki langt frá þeim stab, sem vib erum á. Hann náðist siðar upp, og stimar nú þarna um hafflötinn eins og ekkert hafi i skorizt. Talið berst að fiskirannsóknum, og þá sérstaklega rannsóknum á ræk- junni, og Sigurjón segir, að það sé grátlegt til þess að vita, hvað menn viti i raun og veru litið um hegðun rækjunnar, og miklu meira þurfi að rannsaka hana. Æskilegt væri að sérstakt leitar- skip yæri i Isafjarbardjúpi, sem leitabi ab rækjunni fyrir bátana, en Djúpinu öllu er nú skipt i reiti fyrir rækjuveibimennina, svo ab betur sé hægt ab átta sig á, hvar rækjan veibist helzt og hvernig hún hagar sér. Nú liður að þvi að Sigurjón ætli að láta hifa i annab sinn, og ég bib spenntur eftir ab sjá árangurinn af þessu togi. Veibiferbin er nú ab skyrast fyrir mér, og kemur sér nú vel að hafa verið á sibutogara, og kynnzt ó'llum handbrögbum þar um borb. I raun og veru er þetta abeins smækkub mynd af togaraveibum — en allt miklu einfaldara i snibum og hættu- minna. •Það kemur fyrir að rimpa þurfi saman göt á trollinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.