Tíminn - 30.03.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.03.1972, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 30. marz 1972. TÍMINN Það er ekki neinn rosaafli i pokanum að þessu sinni, en þó i áttina. Pokaskjattinn er hifaður inn fyrir, og Kristbjörn Ieysir frá. Rækjan, þessi eftirsótti veizlu- borðafiskur, rennur miður á dekkið, ásamt smávegis af sili og steinum. Ég sé það á svipnum á Sigurjóni, að honum finnst þetta ekki nógu gott, og nú kippum við aftur, i áttina að Ogri. Þeir hafa verið að tala saman i talstöðinni, og einna mest hefur heyrzt i þeim, sem fóru i Jökulfirðina þennan morgun. Þeir hafa litið fengið og eru að spyrjast fyrir um aflann hjá þeim, sem fóru annað. Það er alls staðar sama sagan — litið sem ekkert að hafa — svo að ég prisa mig sælan, þvi að mér hefði ekki liðið beint vel, ef Dynjandi hefði verið eini báturinn, sem litið fékk. Sjómenn eru margir hverjir hjátrúarfullir, og hver veit nema ég hefði komið þvi orði á blaðamannastéttina, að þeir væru allir fiskifælur upp til hópa, ef ekkert hefði fengizt á Dynjanda. Enn er kastað, og nú á að kasta á réttum stað. Trollið i sjóinn og Dynjandi á fulla ferð — Sigurjón tekUr virana aftur við gálgann til að fullvissa sig um, að allt sé i lagi með trollið. Ekki liður á löngu áður en uppgötvast, að eitt- hvað er að, og eftir miklar tilfær- ingar komast þeir félagar að þvi, að stór steinn sé i trollinu, og þvi taka þeir stefnuna upp undir Vigur, en þar á grunninu á að ná grjótinu úr. Þetta tekst, en siðan verður að gera við trollið, áður en aftur er kastað. Aftur er kippt, og Sigurjón tekur mið úr landi. Trollið i sjóinn, báturinn á fulla ferð, og allt i botni. Þarna i logninu er svo togað dágóða stund án þess að nokkuð sérstakt beri til tiðinda, og siðan er trollið hift inn. Það er stór og fallegur poki, sem er tekinn inn fyrir, og rækjan fyllir næstum eina stiuna á dekkinu á Dynjanda. Nú er um að gera að koma trollinu sem fyrst aftur i sjóinn, þvi að þarna hefur Sigur- jón hitt á rækjuna. A meðan togað er, er nóg að gera við að tina óhreinindi úr rækjunni og moka henni i plastkassa, sem taka ák- veðið magn. Þetta er blönduð rækja, sumt af henni smátt, en mjög góð rækja innan um. Þegar búið er að koma fullum kössunum fyrir bakborðsmegin, er kominn timi til að hifa aftur. Og það er sama sagan. Fullt troll af góðri rækju. Þeir þurfa aðeins að rimpa saman nokkur göt á trollinu, áður en það er látið fara aftur, þvi að loksins þegar búið er að finna góð mið, er betra að hafa ekki göt á trollinu. Klukkan er nú orðin sex, og þar eð brátt fer að dimma og ræk- jan hættir að veiðast, er farið að hugsa til heimferðar. I ljósa- skiptunum koma bátarnir betur i ljós með siglingaljósin út um allt Djúp, og auk þess eru aðrir fiski- bátar á leið til hafna, — vonandí með góðan afla. A heimleiðinni er brugðið upp rækju frammi i lúkar. Grautar- potturinn er fylltur af rækju og sjó og allt saman soðið. Það tekur nokkurn tima að láta suðuna koma upp á rækjunni, en nák- væmlega eftir 3ja minútna suðu er potturinn tekinn af, tilbúinn er lostætasti rækjuréttur, sem ég hef bragðað. Landstimið liður fljótt, meðan setið eryfiri pottinum og rækjan pilluð. úr skelinni og étin. Vart er hægt að hugsa sér hana nýrri, þrátt fyrir margs konar matreiðslu á þessum veizlukosti, held ég, að hún sé aldrei eins ljúffeng og þegar hún er soðin i sjó á landstiminu. Kannski bragðast hún svona vel af þvi að menn eru kátir yfir góðum afla, en uppi á dekkinu eru hvorki meira né minna en 1600 kiló af tv Orðsending til viðskiptamanna Við viljum vekja athygli viðskipta- manna okkar á þvi, að 1. april n.k., við gildistöku simaskrárinnar fyrir 1972, tökum við i notkun nýtt simanúmer: 86500 m Tvær deildir okkar hafa eftir sem áður beina sima, til viðbótar framan- greindu simanúmeri. Eru beinu sím- arnir sem hér segir: VARAHLUTAVERZLUN 8 63 20 RAFTÆKJADEILD 1 83 95 Suðurlandsbraut 32 — Reykjavik m íVíl£> 'vH&' ,v A *? rM? StV m Sigurjón (t.v.) og Kristbjörn og tignarleg Vestfjarðafjöllin í baksýn. góðri rækju — og þetta fékkst þá ,,á blaðamanninn". Það er komið myrkur þegar við siglum fyrir Arnarnesið, en þar lóða rækjubátarnir gjarna á brezka togaranum, sem fórst þar i óveðrinu mikla veturinn 1968. Rækjubátarnir sigla i halarófu inn á höfnina á Isafirði, og með snörum handtökum er plast- kössunum fullum af rækju vippað upp á bryggjuna, en þar biður eftirlitsmaðurinn og athugar og telur, hve margar rækjur séu i kilóinu. Kössunum úr hverjum bát er raðað i sérstaka stafla á bryggjunni, en starfsmenn ræk- juverksmiðjanna taka svo kassana og aka þeim i rækjuverk- smiðjurnar. Sjómennirnir taka tal saman á bryggjunni, og með þvi að bera saman og virða fyrir sér kassastaflana, geta þeir hver og einn sagt sér sjálfir hvað hver hefur verið með mikið — og sá sem mest hefur fengið fær áreiðanlega féiagsskap á „sinum" miðum á morgun. Kári tnest selda dráttarvéí heíms! MeS aukinni alhliSa notltun, koma kostir Massey-Ferguson drátlarvél- anna enn betur i Ijós. Mikill dróttarkraftur, sjúlfvirk dýpt- ar- og stöSustilling, þrýstistillt vökvakerfi, vökvastýri, álagsbeizli, Multi-Power vökvaskipting. — Allt þetta og margt fleira hefur gert' Massey-Ferguson dráttarvélarnar aS mest seldu dráttarvélunum, jafnt á fslandi, sem og annars staSar í heiminum. Hagkvojmir flutningavagnar, útbúnir vökvaihirtum, leysa margan v<mdo. Fáanlegir í mismunor»41 •KatBwm og meS morgviitotMM itkinutl, eftir því im H«rt»*kMfi taviki. AJT SUÐURLANDSBRAUT 32 — SIMI 86500 J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.