Tíminn - 30.03.1972, Page 6

Tíminn - 30.03.1972, Page 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 30. marz 1972. A sæluviku í Sevillu fyrir20 árum Kátir piltar reiöa stúlkurnar sínar á lend um skreyttar götur Sevillu á sæluvikunni. Reiöfólkiö er i andalúsiskum búningum. Þaö var upp ur páskunum fyrir réttum og sléttum tuttugu árum. Ég haföi leyst festar í marz og haldið i Evrópureisu einn mins liðs, og raunar var það ferð án fyrirheits. Ég ætlaöi að reika um án fastrar áætlunar, hafa timann fyrir mér og láta ekki máli skipta. hvort mánuðirnir yrðu tveir eða þrir á ferðalaginu. Slika frjálsa ævintýraför hafði ég ekki farið i blaðamannsferlinum — og hei ekki farið aðra slika siöan. Ég hélt til Hafnar suöur um Þýzka- land og Sviss, skrapp til Austur- rikis, siðan strikið suöur i Milanó og Flórens, sneri þar viö til Feneyja, aftur til Milanó, og þeg- ar ég haföi spilað lönguvitleysu við hann Ketil Jensson þar ti) klukkan sex aö morgni, hélt ég með lestinni áleiðis til Parisar, hafði tveggja potta rauðvins- flösku i handarkrikanum, og Frakkar og ttalir gáfu mér að bita i löngu brauöin sin. Um kvöldið hitti ég danska og norska ferðahópinn i Paris. Með honum ætlaði ég til Spánar. Þaö var raunar eini fasti punkturinn i ferðaáætluninni þvi að fáráðling- ur minn treysti sér ekki einn þangað eöa suður i Marokkó, enda var þetta annað sumariö, sem landið var opiö feröamönn- um eftir borgarastyr'jöldina og striöiö. Daginn eftir héldum við suður frönsku sléttuna yfir skörð og hryggi Pireneafjalla, og hermenn Frankós voru tvær klukkustundir að skoða okkur og allt hafurtask okkar við landamærin, kroppvisi- teruöu jafnvel suma. Það var engin miskunn hjá spánska Magnúsi i þá daga. Herdeildir, gráar fyrir járnum, við hvert landamærahlið og litið inn i ferðabllana á óliklegustu stööum á vegum landsins. Við komum til San Sebastian að áliönu kvöldi, og nutum þar blið- viðris fram yfir miönættið i stór- brotinni fegurð borgar og um- hverfis. Daginn eftir ekið suður yfir hrjósturlönd Gömlu-Kasta- liu, áð I Burgos og fleiri borgum, skoðuð nokkur leirþorp, horft á fjárhirðana meö stafinn og hóp- inn sinn. Náttað i Madrid. Svo er vikan i Madrid liðin og ekið suður til Toledo og þaðan um Nýju Kastaliu yfir fjöllin til Kor- dóvu. Eftir lærdómsrikan dag þar er sjálf Andalúsia fyrir kæli. Hópur- inn hitnar og glaðnar. Við höfum farið yfir landamæri hrjóstur- hæðanna og aldingarðsins. Augun teyga yndi þess blómgaða jurta- garðs — appelsinutrjágarðar, pálmagöng, blómskrúö og sánir akrar vins og korns og undir blik- andi sól, sem skin frá bjádjúpum himni — það er Andalúsia, vest- urlandið, sem skáld Máranna kváðu um: Þetta land er lystigarður lifs I heimsins eyðimörk. Dýrð Granada, skáldmærð Kordóvu og yndi Sevillu — þetta er þristirnið I Andalúsiu. Sá, sem ekki hefur komið til Sevillu, hefur enga dásemd séö, segir spænskt máltæki. Yndi þrá menn mest i þessum heimi, og þvi er Sevilla skærasta stjarnan i Andalúsiu og raunveruleg höfuöborg hennar — og Andalúsiu menn bæta við: hjartaborg Spánverjans. Þegar við ókum yfir brúna á Guadalquivir meö gullturn Péturs grimma á hægri hönd, sunnudagsmorguninn 26. april var sannarlega sólskin I Sevillu. A árbakkanum sátu tötralegir verkamenn og reyktu vindlinga, sem þeir höföu vafið sér sjálfir úr einhverju tóbaksmoði, og sumir notað dagblaðssnepil utan um, — börn örbirgðirnar viö dyr alls- nægtanna — það er lika Sevilla, eöa var að minnsta kosti 1952. Svo nemum við borgina á nokkrum dögum. Ég reika með norskum feröakunningja yfir sól- heitt torgið inn I skuggasæla Slöngugötu, og við fáum okkur sæti við borð á gangstéttinni. Eft- ir eitt lófaklapp skundar þjónninn til okkar með bjórglas og súra smákrabba á diski — aukagetu, sem hann ætlast alls ekki til greiðslu fyrir, hún er aðeins tákn um hjartagæzku hans og gest- risni. Hann kemur ekki fyrst til að spyrja, hvað viö viljum, getur sér til, að við kjósum ölið i hitanum, enda sér hann, að við erum út- lendingar. Nú, viljum við ekki öl- ið, fer hann bara með það aftur og sækir rauövin. Það er svo einfalt. Umhverfis okkur sitja aðeins karlmenn hlæjandi og masandi yfir ölkoliu eöa rauðvinskrús. Hvergi er konu að sjá. Norðmað- urinn klappar á þjóninn: „Vinur, eru engar konur i þessari borg?” „Senor, komdu klukkan sjö. Nú er La Feria — sæluvika I Sevillu”. Sevilla, segir Andalúsiumaður- inn, þessi hjartaborg Spánverj- ans, rúmar eðli hans allt — dýpsta guðsótta og björtustu lifs- gleði. Þetta tvennt er ekki alveg það sama, en það á að verða sam- ferða. Og fyrst skal gjalda guði það, sem guðs er. Þá gleðst maö- ur með betri samvizku á eftir. Á pálmasunnudag hefst þvi helgivikan i Sevillu. Þá er engin borg alvarlegri á svipinn, og sá svipur helzt fram yfir föstudaginn langa. Fólkið fer i grafargöngu um götur og stræti með skraut- legar dýrlingamyndir, klætt svörtustu kuflum eða hvi.tustu höklum og með háar keiluhettur, sem falla niður á axlir, en aðeins smágöt fyrir munn og augu. Og þessar helgigöngur eru farnar undir merkjum 48 bræðra- eða nunnureglna — hvorki meira né minna. Pilagrimar streyma til borgarinnar utan af sléttunni, úr öllum byggðum og borgum Spán- ar og jafnvel frá öðrum löndum — streyma til Sevillu — Mekku Spánar. En biðum við, það bezta er eft- ir. Lifið og gleðin eiga lika sinn hlut, og hann er eftir. Þá hefst La Feria — sæluvikan. Þá er nú upp- litið annað. Þá er engin gleði of skær, enginn tónn of bjartur, ekk- ert litskrúð of fagurt, enginn dans of trylltur. Þá þyrpast pilagrimar gleðinnar til borgarinnar, og ég og hinn norski kunningi minn vilj- um gjarnan slást i þann hóp, þótt við kunnum ekki mikið fyrir okk- ur, i þeirri list aö skemmta okkur á spánversku, og hvorugur eigi sina Mekku i spánskri gleði eða guðsótta. Spánverjarnir, sem streyma til Sevillu á sæluvikuna, reyna allir að veröa Andalúsiumenn I húð og hár. Þungbúnir Baskar, mjó- slegnir Galisiumenn og velefnað- ir Katalóniubúar fleygja allir pottlokum sinum og setja upp barðastóra Sevillu-hatta og stinga stórum vindli i munnvikið. Siðan reika þeir inn i Slöngustræti og vona, að mállýskuhreimurinn ljóstri þvi ekki upp, að þeir eru ekki Andalúsiumenn. En þér er tilgangslaust, norræni litföli lýsingur að reyna aö leika Anda- lúsiumann. Þú ert rauður i þeirra augum, og það nafn verðuröu að bera, hvort sem þér likar betur eða verr. En við göngum samt lika um Slöngustræti (Calle Sierpes), þótt við séum rauðir og kunnum enga spænska mállýzku. Þarna er krá, sem kennd er við Cervantes, og á áletraðri töflu stendur, aö hér hafi sá góði maður setið I hlekkj- um, af þvi að hann átti ekki pe- seta til þess að borga vínglasið sitt. Sorg hans var mikil, en hamingjan gafst heiminum, þvi að hér fékk hann — mitt I sorg sinni — fyrstu opinberunina um hinn guðdómlega Don Quixote, hetjuna frá La Mancha. Cervant- es er spánskur Bellman. Og þarna má sjá, að Kordóvu- búar eru ekki einu skáldin á Spáni, þvi að á þessu húsi einu standa þessi orð: „Her eru gerö Sóknarprestur frá Kastaliu og meðhjálpari hans ræöast við á hliðar- götu I Sevillu, komnir þangað á helgivikuna.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.