Tíminn - 30.03.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.03.1972, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 30. marz 1972. TÍMINN húsgögn og sonnettur". Og enginn getur litið á Giraldillo, veðurhan- ann mikla á turni Giröldunnar, án þess að minnast Sevillu-skritl- unnar um þjófinn og hænurnar. Hún er svona: Hænsnaþjófur fór einu sinni inn i hænsnahús i úthverfi Sevillu og stal öllum hænunum. Hann skildi hanann einan eftir og batt um háls hans bréfmiða með þessum visbendingum: Á sæluviku i Sevillu er sérhver hæna farin. Það er komið fram yfir hádegi og göturnar tæmast af fólki. Menn eru farnir heim i miðdegis- blundinn, þvi að mikið stendur til, þegar liður á þennan sæluviku- sunnudag. Við gerum slikt hið sama. Blundurinn er þó stuttur, þvi að ekki má gleyma nautaat- inu. — fyrsta og veglegasta nautaati vorsins i Sevillu. bað reynist þó ekki hlaupið að því að fá aðgöngumiða. Við leitum fyrir okkur i söluturnum — allir búnir, en hins vegar eru hérna til aðgöngumiðar að ameriskri kvik- mynd með Clarke Gable, segir stúlka brosandi i hverjum turni. Nei takk, nautaat skal það vera. Við erum ekki komnir til Anda- lúsiu til þess að horfa á Clark Gable? Hvernig ætli hann stæði sig i nautaati? Litill, tötralegur drengsnáði leysir loks nauð okkar. Hann hef- ur verið i nánd og séð erindisleysu okkar. — Senor, vantar þig miða á Corrida de Toro — aðeins hundrað peseta i sombra (skugga). Við tökum boði hans fegins hendi, þótt 50 pesetar sé skráð verð miðans. Þetta er lítill gróðamaður, Hkur jafnöldrum sinum, sem sáust oft í Reykjavik fyrr á árum, ef hann væri ekki svona svartur á brún og brá. Þúsundir streyma inn á Plaza de Toros um miðmunda. Stór- vindillinn í munnviki karlmann- anna virðist alveg eins nauðsyn- legur til þess að njóta þessarar skemmtunar og aðgöngumiðinn. Og nú vantar konurnar ekki í hóp- inn. Átta naut eru lögð að velli, dugar ekki minna á slikum tylli- degi i upphafi sæluviku, þótt séu látin nægja sex á venjulegu nautaati. Sandurinn á nautaatssviðinu i Madrid og Barcelónu er hvitur, i Malaga og Valensiu er hann bleikur, en það er aðeins hér i Se- villu, sem hinn rauðgullni sandur Guadalquivir þekur sviðið og gleður auga hvers litaljósmynd- ara. Nautin geysast fram hvert af öðru, og hver leikur er stuttur. Þau eru imynd tignar og afls hins frjálsa dýrs, þegar þau birtast. Þau elta rauðar veifur, stinga múldýr á hol, rifa gullbryddar buxur picadoranna en falla öll að lokum fyrir hjartastungu mata- dorsins, hvers nafn þýðir dauði. Spánskt máltæki segir: ,,Et og drekk, ver glaður, njót ásta, en gleym samt ekki að stinga nefinu i dyr dauðans". Þvi boðorði er Spánverjinn að hlita, þegar hann fer á nautaat. Hann kann að kom- ast létt út úr þyi! Nautaatið verð- ur helzt að eiga sina stund á hverjum miklum gleðidegi, ef öll- um siðareglum er fylgt, og vafa- laust er þetta sæmileg heimspeki, þótt nautaatið geri Spánverja rjóðari, en flesta norræna menn aðeins enn fölari & vangann. Við snæðum kvöldverðinn klukkan niu að sið Spánverja, og klukkan tiu hefstkvöldið með allri sinni gleði. A Santo-Tomas riða ungir Andalúsiusveinar fram og afturá skrautbúnum gæðingum, klæddir andalúsiskum kúreka- búningum, og þar er enginn mað- ur með mönnum, nema hann hafi kjörna mey á hestinum hjá sér. Hún situr brosandi og kvenleg i siðum og litskreyttum kniD- plingakjól, og auðvitað kvenleg. á lendinni fyrir aftan piltinn sim Hægri hendi heldur hún um mitti vinar sins en hinni i reiðann sér til halds og trausts. Þannig þeysa ungir bændasynir utan af sléttum Andalúsiu til Se- villu með unnusta sina á sæluvik- una. Kjóllinn er svo siður og viður ið'taglið á hestinum virðist koma jndan pilsfaldinum, og áhorfandi ?etur varla séð, hvort það tilheyr- r reiðskjótanum eða blómarós- nni. Góður heimilisfaðir býður fjöl- skyldunni i ökuferð i léttikerru með múlösnum fyrir, og það á nú við krakkana. Um göturnar ganga konur milli vagna og hesta með leirbrúsa á öxl og glös við belti og bjóða manzanilla — sælu- vikumjöð Sevillu — til sölu. Ungi riddarinn stöðvar hest sinn og fær sér glas og hjónaleysin drekka andalúsiska hestaskál. En i miðri allri dýrðinni standa blindir karl- ar og konur á götuhornum og hrópa á hjálp samborgarans, betlandi konur, foreldralaus börn. Og svo leggjum við leið okkar út i Prado de San Sebastian, gleðigarð Sevillu. Paradisarhliðið hvelfist yfir inngang garðsins. Pappirsskrautið og ljósadýrðin mynda óralöng bogagöng, og fram með þeim hafa sigaunar sett krár sinar og búðir. Þar er krá við krá, og götuhliðin, á þeim opin eins og sjái inn á leiksvið. A veggjum skarta stórhyrnd nauts- höfuð við hlið Jesu-mynda úr tré, og i hönd frelsarans hefur verið stungið ferskri pálmagrein. Æsk- an dansar. 1 kráarhorninu knýr maður dragspil eða orgel. sem mest hann má. Stulkurnar sveigja arma og mjaðmir og skella hælum i gólf. Hópurinn verður stærri og stærri og nær út á gangbrautina, og áður en varir hefur þiónninn fleygt bakkanum og snarazt i dansinn. Fólkið fylkir sér i hring um hann og klappar taktinn. Úti á miðri gangstéttinni tekur maður að leika á gitar. Sigauna- stúlka smellir lófaklippum sínum hvellt og háttfast og byrjar að dansa. Það er sevillana sem leikið er, og sevillana, sem hún dansar. Fleiri bætast við, smá- stelpur, rosknar konur og allt þar á milli. Fólkið klappar og stappar og gitarleikarinn leikur sama lagið aftur og aftur með æ meiri hraða, og dansinn verður æ tryllt- ari. Bakarinn skorar á leirkera- smiðinn i einvigi i stappi. Og þeir stappa fótum sem mest þeir mega og llkjast stóðhestum á vor- degi. Það er sama, hvert litið er, sama hvert er gengið, alls staðar er nú leikið sevillana, stappað se- villana, klappað sevillana, smellt sevillana og dansað sevillana. Stúlkurnar þeyta um sig rauðum, gulum, hvitum og bláum blóma- kjólum, faldarnar lyftast og síð- pilsin sviptast. Já, sigaunans svörtu guðir, þetta er dans. Jafn- vel tungan i norrænum blóð- leysingja verður þvöl og ærsla- glampi kemur i augun, þegar Se- villa dansar. En þar sem hann Þær dansa sevillana, klappa, stappa og smella, og fólkið safnast umhverfis. horfir sem bergnuminn á dans- inn, er allt i einu gripið um hand- legg hans. Það er tötrum klædd sigaunakona með barn á hand- legg. Brjóst hennar eru nakin, og barnið sýgur þau ákaft. Peseta, segir hún og réttir fram magra og blakka hönd. Norræni gesturinn fær sting i hjartað og er reiðubú- inn að tæma vasa sina að smá- mynt til hjálpar i slikri neyð, en samferðamaðurinn segir: 0, hún hefur vafalaust fengið barnfð lánað eða leigt. Það er liðið langt á nótt, en f ólk- ið dansar. I auðu horni milli skúra leika tveir drengsnáðar nautaat. Annar er bolinn og rennir sér sem ákafast á rauðan jakka „nauta- banans", sem hefur brugðið sér ur honum og heldur honum sem atveifu. Þetta er stórfiskaleikur drengjanna i Andalúslu. Við yfirgefum garð gleðinnar ogagöngum inn i Santa Crus, hið forna borgarhverfi þröngra gatna, hvitra húsa og blóma- garða. Sevilla er borg patióanna, sem fegurst eru i spánskri heimilisgerð, máriskur menning- ararfur. Girölduturninn gnæfir yfir hverfið, hjarta og rödd Sevillu, með klukkunum tólf, sem hver ber dýrlingsnafn. A Dona Elvira er leikið og dansað sevillana. Glaður hópur við borð á gang- stéttinni réttir fram glös sin, þeg- ar skritna gesti ber hjá: „Rauð- ur, viltu manzanilla? Það er sæluvika i Sevillu". Og svo lýkur sæluvikunni i Se- villu. Norrænir bleiknefir halda suður á bóginn og verða brúnir. Leiðin liggur yfir sundið, til Tetuan i Marokko, allt suður til Fez og fjallaþorpsins Xauen. Og svo norður á ný —- og einn dag i I mai sit ég á tröppum ráðhússins i | Osló og bið þess að utanrikisráð- | herrann ljúki ræðu. Svo hefst ferð ! norður eftir Noregi allt til Nar- I vikur. Dagar og vikur liða i glöð- um hópi, þar sem maður er heima hjá sér. — Hvilikt ævintýravor . fyrir tuttugu árum. 111...... — AK Skólatöflur Nú er timabært að panta fyrir næsta haust. Við getum boðið yður mjög vandaðar emalieraðar stáltöflur, fyrir segul. Hægt er að fá þær með útbúnaði til að hækka þær og lækka. Einnig með hliðar vængj-um, sem geta verið strikaðir, eða með myndloða og sýningartjaldi. Bréflegar fyrirspurnir og pantanir óskast. STAFN H/F, Brautarholti 2, Box 5143, Reykjavik. í einu tæki Gengur bæði fyrir rafmagni og rafhlöðum Góður gripur, góð gjöf á aðeins k 12.980 segulband KLAPPARSTÍG 26, SÍMI 19800, RVK. OG B U Ð'l N BREKKUGÖTU 9, AKUREYRI, SÍMI 21630

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.