Tíminn - 30.03.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 30.03.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Fimmtudagur 30. mar.z 1972. BF dauft í þeim sem stunda rauðmagaveiði Klp—Reykjavík. Heldur er dauft hljóöið í mönnum fyrir noröan og austan í sambandi við grá- sleppuveiðina, sem nú er í þann mund að hefjast a þessum slóðum. Menn eru heldur óánægðir með verðið og sjá jafnvel fram á,aö tap verði á útgerðinni ef ekki fæst viðunandi verð fyrir hrognin. Við höfðum í gær sam- band við nokkra staði fyrir norðan og austan. Á ein- staka stað voru menn að undirbúa sig fyrir veiðina, aðrir voru rétt að byrja, en aðrir biðu eftir upp- lýsingum að sunnan um verð og markaðshorfur. Á flestum stöðunum varbúizt við, að bátarnir yrðu mun færri en áður, sem stun- duðu þessar veiðar, og á einum stað hættir útgerð með öllu- þ.e.a.s. frá Flatey. Siglufjörður Þar er grásleppuveiðin rétt að hefjast, en hana stunda nú mun færri bátar en áður. Til þessa hefur veiðin verið i meðallagi, en rauðmagaveiði verið goð aftur á móti. Virðist vera nógur rauð- magi i sjónum, en það er ekki hægt að losna við hannn, svo að litill áhugi er á að veiða hann. Skagaströnd Á Skagaströnd er ekkert byrjað að veiða, en svo litið hefur verið lagt fyrir rauðmaga. Nokkrir eru þó að útbúa sig á grá- sleppuveiðar, en samt ekki eins margir og áður. Menn voru óánægðir með útkomuna i fyrra, fengu Iitið verð fyrir hrognin og erfitt að fá borgaö hjá kaupendunum i Reyk javík. Húsavík Þar verða bátarnir ekki eins margir og áður, og er heldur litill hugur i mönnum, þvi að þeim finnst verðið vera lágt. Þó eru nokkrir bátar að byrja en þeir hafa veitt rauðmaga að undan- förnu og veitt all sæmilega af honum. Flateyingar, sem fyrir nokkrum árum fluttu úr eynni til Húsavikur, en hafa gert út frá Flatey á sumrin, munu ekki gera það i sumar. Er það i fyrsta sinn i fjölda mörg ár, sem ekki er róið þaðan. Þórshöfn Þaðan er sömu sögu að segja litill hugur i sjómönnunum, þvi að þeim þykir verðið vera lágt, en þó má búast við.að einhverjir fari af stað á næstunni. Kópasker A Kópaskeri er enginn byrjaður á grásleppu, en einstaka hafa lagt rauðmaganet og veitt vel. Þar er búizt við, að bátarnir verði álika margir og i fyrra, og að þeir fari af staö eftir páska. Flestir hafa þetta sem aukavinnu eru i öðru á daginn og dunda svo við þetta á kvöldin, og eru með þetta 6 til 20 net i sjó. Dalvík Þar eru menn rétt að byrja að leggja netin og ekki farnir að vitja um þau, svo að ekki er hægt að segja neitt um horfurnar. Búizt er við að svipaður fjöldi báta stundi þessar veiðar og i fyrra, en enn sem komið er hafa þeir stærstu ekki farið af stað. Raufarhöfn Ekkert er farið að eiga við grá sleppuna á Raufarhöfn, en aðeins byrjað á rauðmaganum. Heldur er dauft hljóðið i mönnum. Þeir sem hafa stundað þessar veiðar eru með þorskanet i sjó og hafa litinn áhuga á grásleppuveiðun- um, a.m.k. enn sem komið er. Vopnafjörður A Vopnafirði eru menn tilbunir að taka við grásleppunni þegar hún kemur, en hún er þar seinna á ferðinni en hjá öðrum fyrir norðan. Þar er búizt við að jafn- margir stundi þessar veiðar og i fyrra, en þeir veiða nú aliir rauð- maga og gengur sú veiði vel, en rauðmaginn, er nú óvenju snemma á ferðinni á þessum slóðum. Við höfðum þá samband við Ólaf Jónsson hjá Sjávarafurðadeild SíS og spurðum hann um markaðshorfur. Hann sagði, að enn væri ekkert hægt að segja um þær né verðið. Þjóð- verjarnir, sem mikið hafa keypt af hrognum, hefðu ekkert pantað enn sem komið væri, og frá hinum Norðurlöndunum mjög lítið. Væri allt útlit fyrir,að kaupendurnir erlendis ættu því enn nokkuð til af eldri birgðum, og því væri enn ekki hægt að segja neitt um þetta. Hver verður kjörinn „Hand- knattleiksmaður ársins 1972"? Alf — Reykjavik. — Nú fer alveg að liða að lokum skoðanakönnunar Tímans um „Handknattleiksmann ársins 1972". Fylgir hér með síðasti atkvæðaseð- HANDKNATTLEIKSMADUR ÁRSINS Ég kýs sem handknattleiksmann ársins Nafn Heimili Simi illinn, en atkvæðaseðlar verða að hafa borizt Tím- anum fyrir 15. apríl n.k. í síðasta lagi. Að venju er mikil þátt- taka í þessari skoðana- könnun, og sennilega meiri nú en oftast áður, sökum hinnar góðu frammistöðu landsliðsins í forkeppni Olympiuleikanna. Um leið og við sendum þennan siðasta atkvæða- seðil út, viljum við hvetja þátttakendur til að draga ekki að senda seðlana inn til blaðsins heldur senda þá hið bráðasta, því að það mun auðvelda talningu. Víkingur sigraði í æfingamóti KRR Bikarmeistarar Vikings unnu Æfingamót KRR i knattspyrnu (Vetrarmótið). — Vikingur vann Armann sl. mánudagskvöld i sið- asta leik mótsins, sem fór fram á Melavellinum. Vikingsliðið var eina liðið, sem tapaði ekki leik i mótinu — og skulum við lita á úr- slit leikja Vikings i mótinu: Vikingur-Fram 2:2 Vikingur-Þróttur 2:1 Vikingur-Valur i:o Urslit í dag Alf — Reykjavík. — tJrslita- leikurinn i 2. deild i Islands- mótinu i handknattleik milli Gróttu og Armanns — þriðji leikurinn — verður háður i tþróttahúsinu i Hafnarfirði og hefst um kl. 18, en á undan fara fram nokkrir úrslitaleikir i yngri flokkum Reykjaness-riðils. RAÐSTEFNA UM VETRARÆFINGAR Alf - Reykjavik. —- A næstunni mun Knattspyrnuþjálfarafélag Islands, gangast fyrir ráðstefnu, sem eflaust verður vel sótt af þjálfurum, en á henni veröur fjallað um vetraræfingar knatt- spyrnumanna. Hér á eftir fer fréttatilkynning Knattspyrnu- þjálíarafélagsins um þetta efni: Knattspyrnuþjálfarafélag Is- lands hefur ákveðið að efna til ráðstefnu um vetraræfingar knattspyrnumanna, og verður ráöstefnan öllum opin, en er þó sérstaklega ætluð forystumönn- um og þjálfurum þeirra félaga, sem staðið hafa fyrir vetrar- æfingum og keppni undanfarna vetur. Ráöstefnan verður sett með stuttu inngangs- erindi, og er slðan ætlazt til þess að þátttakendur skiptist á skoð- unum og greini frá reynslu sinni varðandi þennan þátt þjálfunar. 1 lok ráðstefnunnar verður flutt erindi um undirbúningsþjáifun. Fyrirhugað er að ráðstefna þessi fari fram laugardaginn 15. april n.k., ef næg þátttaka fæst, en þátttökutilkynningar skulu hafa borizt til K.Þ.l. pósthólf 7144 fyrir 8. aprll n.k. 1:1 4:2 að sigra Vikingur-KR Vikingur-Armann Vikingsliðið þurfti Armann — til að vinna mótið, þvi að liðið var með jafn mörg stig (6) og Valur, sem vann Fram fyrr um kvöldið 2:1, en Valur var með betri markatölu. Ahangendur Vikings voru ekki bjartsýnir um sigur liðs sins yfir Ármanni um miðjan fyrri hálf- leik, en þá stóð 0:2 fyrir Armann. Mörkin skoruðu Viggó Sigurðsson (Jónssonar, fyrrum form. hand- knattleiksdeildar Vikings) og Jón Hermannsson (vitaspyrna). En Vikingsliðinu tókst að jafna fyrir leikshlé — með mörkum ólafs Þorsteinssonar og Hafliða Péturssonar (vitaspyrna). Ekki var liðin nema 1 min, af siðari hálfleik þegar Hafliði gerði þriðja mark Vikings, og stuttu seinna bætti Þórhallur þvi fjórða við, og sigur liðsins var stað- reynd, 4:2. Góður dómari leiksins var Magnús Pétursson, millirikja- dómari með meira. Lokástaðan I Æfingamótinu var bessi: Víkingur 5 3 2 0 10:6 8 Valur 5 3 0 2 8:4 6 Þróttur 5 2 2 1 6:4 6 Fram 5 12 2 4:6 4 KR 5 12 2 4:6 4 Armann 5 0 2 3 4:10 2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.