Tíminn - 30.03.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 30.03.1972, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 30. marz 1972. TÍMINN 11 Fram*dkttarfÍ6<<kurfrtn Framkv*mdft5.ti(irií Kriítfirt Bflnftdlkfssöti, Rintjótsrt ÞárarirtH Þórarinsson iftljl, Artdtés Krlflfíánss<m, ión Hfl>9flit>rtf thdrlðli G. rtorsteinsson og Tómfts Kftrfsson. Aogtýslngftíljórl: Stelrt- ffrífrtor G-íslason. THtsfiómarflkrffstofur f FddtlTfúíirtU/ ifmflt léaóo — Ifi305. Skrifstofyr Bankftstræfi 7. ~ Aforelðsiusfnvi :14i23,:: :Auglýsi‘ngasrmi:: 19523^: Aðrar: skrjfstofur : :slm|: :T8300, Áskrlftargfflld : :kr; : :Í2S,0Q : á : mánuSt: :lnnanlands. : f:: lartsasölu ktv lí.öO fllntflktS. — SlflSaprertt h.f. (0«Sflt| Efnahagsmálin Það kemur stöðugt betur og betur i ljós, að efnahagsvandinn, sem fyrrverandi rikisstjórn lét eftir sig, er miklu meiri en menn hafa álitið til þessa. Ný og ný atriði eru að koma til sög- unnar, sem skýra þetta betur. Velmegun sú, sem fylgt hefur hagstæðu verðlagi á út- flutningsvörum, hefur dregið athyglina um of frá þessum staðreyndum. Sú mynd, sem nú blasir við i efnahags- málum, er i meginatriðum þessi: Viðskiptahallinn við útlönd varð um 4000 milljónir króna á síðastl. ári, og verður ekki minni á þessu ári, að óbreyttri stefnu. Fjárlögin hafa hækkað stórlega sökum þess, að útgjöld voru vanreiknuð á fjárlögum 1971 og fyrrv. stjórn hafði stofnað til mikiila útgjalda, sem ekki komu til framkvæmda fyrr en á þessu ári. Verulegum verðhækkunum hafði verið frestað fram yfir kosningar með bráða- birgðaverðstöðvun, en þær verða ekki dregnar endalaust á langinn. Vegasjóður og húsnæðislánakerfið þurfa stórauknar nýjar tekjur, ef starfsemi þeirra á að haldast áfram með eðlilegum hætti. Óhjákvæmilegar endurbætur á hraðfrysti- húsunum og uppbygging togaraflotans kalla á mikið fjármagn, sem ekki verður komizt hjá að útvega með einum eða öðrum hætti. Gera verður margháttaðar nýjar ráðstaf- anir til að treysta jafnvægið i byggð landsins. Þannig mætti halda áfram að telja upp stór- felld efnahagsleg vandamál, sem að verulegu leyti stafa af þvi, hve illa hefur verið á mál- unum haldið á liðnum árum. Við þetta getur svo það bætzt, að andstæð- ingar okkar i landhelgismálinu reyni að beita okkur efnahagslegum þvingunum til að neyða okkur til undanhalds. Þótt vona verði i lengstu lög, að til þessa komi ekki, er hyggilegast að vera við öllu búin og gera nauðsynlegar varúðarráðstafanir i tæka tið. Allt það, sem hér er rakið, sýnir ótvirætt, að óhjákvæmilegt verður að gera i nánustu fram- tið meiriháttar ráðstafanir til að draga úr gjaldeyrishallanum, til að hamla gegn verð- bólgu, til að tryggja mikilvægustu fjár- festingarsjóðum nægilegt fjármagn, til að tryggja endurbætur frystihúsanna og upp- byggingu togaraflotans og til að stuðla að auknu jafnvægi i byggð landsins. Siðast, en ekki sizt, þarf svo nauðsynlegan viðbúnað vegna landhelgismálsins. Þessar ráðstafanir verða vitanlega ekki gerðar án einhverra fórna i bili. En þvi rót- tækari og raunsærri, sem þær verða, þvi meiri verður lika árangurinn til að tryggja batnandi kjör i framtiðinni. ERLENT YFIRLIT Verður kona næsti forseti Colombia? Maria Eugenia er nú þjóðhetja í Colombia Maria Gugcnia Kojas do Moreno Diaz í COLOMBIA i Suður- Ameriku stendur nú yfir hörð kosningabarátta, en þar verð- ur kosið til sveitar- og héraðs- stjórna i næsta mánuði. Veru- leg athygli beinist að þessum kosningum, þvi að þær þykja liklegar til að leiða i Ijós, hvort kona verður kosin næsti for- seti Colombia, en forsetakjör á að fara þar fram eftir tvö ár. Verði úrslit sveitar- og hér- aðsstjórnakosninganna á þá leið, að þjóðlega alþýðufylk- ingin efli fylgi sitt, mun það talin ótviræð visbending um, að Maria Eugenia Rojas de Moreno Diaz verði næsti for- seti Colombia, ef ekki kemur neitt óvænt fyrir. Eins og er nýtur hún meiri persónulegra vinsælda en dæmi eru um i Colombia um langt skeið. TIL ÞESS að fá nægilegt yfirlit um þá stjórnmálaþró- un, sem nú er i Colombia, þarf að hverfa allt til ársins 1948. Fram að þeim tima höfðu tveir flokkar barizt um völdin i Colombia, Frjálslyndi flokk- urinn og Ihaldsflokkurinn, og skipzt á að fara með þau. Arið 1948 var einn af leiðtogum vinstri manna i Colombia myrtur, og leiddi það til borgarastyrjaldar, sem stóð i nær fimm ár. Talið er, að um 200 þús. manns hafi fallið i þessum átökum, en þau mögn- uðust 1950, er afturhaldssam- ur hershöfðingi, Gomes að nafni, tók sér einræðisvald. Arið 1953 steypti herinn Gomes af stóli, og tók yfir- hershöfðinginn, Gustavo Rojas Pinilla, öll völd i sinar hendur. Hann reyndist á ýms- an hátt röggsamur stjórnandi. M.a. tókst honum að binda endi á borgarastyrjöldina og koma á röð og reglu i landinu. Hann hófst einnig handa um ýmsar meiriháttar fram- kvæmdir. Hins vegar þótti hann ráðrikur og hlynna um of að ýmsum vildarmönnum sin- um. Nokkrir hershöfðingjar gerðu þvi uppreisn gegn hon- um og viku honum frá völdum 1957. Þeir ákváðu að koma á lýð- ræðislegri stjórn i landinu. Eftir mikið samningaþóf milli tveggja gömlu stóru flokk- anna, Frjálslynda flokksins og thaldsflokksins, náðist sam- komulag um, að þeir skyldu hafa með sér kosningabanda- lag fram til 1974. Þetta skyldi gerast á þann hátt, að þeir skiptust á um að velja forseta úr sinum hópi. Þetta samstarf hefur gengið misjafnlega, en hefur þó haldizt i stórum dráttum fram á þennan dag. 1 FORSETAkosningunum 1970 var Misael Pastrana Borrero forsetaefni stjórnarflokkanna, en þrátt fyrir samstöðu þeirra munaði minnstu að hann félli. Astæðan var sú, að nú var Rojas kominn til sögu á ný. Eftir að honum var steypt af stóli 1957, hafði hann orðið að þola ýmsar raunir. Hann hafði fyrst verið gerður útlægur, en siðar neyddur til að snúa heim, setið i fangelsi og verið dæmdur fyrir embættisafglöp. Að lokum hafði hann verið náðaður, og notaði hann eftir það fyrsta tækifæri til að hefja stjórnmálaafskipti að nýju. í forsetakosningunum 1970 bauð hann sig fram fyrir nýjan flokk, þjóðlegu alþýðufylking- una (Alianza Nacional Popular), og munaði minnstu að hann næði kosningu. Hann fékk 63. þús. atkvæðum færra en Pastrana, en greidd af- kvæði voru um fjórar milljón- ir. Fylglsmenn Rojas halda þvi hiklaust fram, að kosningaúrslitin hafi verið fölsuð, og raunverulega hafi Rojas unnið kosningarnar. 1 REYND var þetta mikla fylgi, sem Rojas hlaut, ekki nema að takmörkuðu leyti honum sjálfum að þakka. Það var dóttir hans, Maria Eugenia, sem átti mestan þátt i þessum sigri. Hún hafði, meðan hann sat i fangelsi, unnið að þvi að skipuleggja flokk fylgismanna hans og annarra þeirra, sem voru óánægðir með stjórn gömlu flokkanna. Flokkurþessi hlaut brátt mikiö fylgi, og er það öðru fremur þakkað áróðurs- hæfileikum og skipulagsgáf- um Mariu Eugeniu. Bæði hún og maður hennar, Samuel Moreno Diaz, höfðu náð kosn- ingu til öldungadeildar þings- ins, þar sem hún hélt uppi mjög skeleggum áróðri. I forsetakosningunum 1970 ferðaðist hún miklu meira um landið en faðir hennar og hélt marga fundi daglega. Henni tókst betur að ná eyrum alþýðumanna en nokkrum stjórnmálaleiðtoga öðrum. Eftir að úrslit forsetakosning- anna höfðu verið tilkynnt, kvaddi hún sér hljóðs i öldungadeildinni til aö mót- mæla, en var neitað um orðið. Hóf hún mál sitt eigi að siður, og lét forsetinn þá þingverði bera hana út. Myndir af þeim atburði voru birtar i sjónvarpi og blöðum og drógu ekki úr vinsældum hennar. Þvert á móti þótti þetta sýna kjark hennar. I FYRSTU var stefna þjóð- legu alþýðufylkingarinnar fremur óljós, en hefur smám saman verið að fá á sig aukinn svip vinstri sinnaðrar þjóð- ernisstefnu. Þannig beitir hún sér fyrir þjóðnýtingu á oliu- vinnslu og öðrum námu- rekstri, á útflutnings- og inn- flutningsverzluninni og bankakerfinu. Hins vegar hef- ur hún ekki þjóðnýtingu jarð- eigna á stefnuskrá sinni, held- ur boðar aukið landnám, en mikið land i Colombia er enn litt ræktað. Meginþorri almennings i Colombia býr við lélegustu kjör og virðist tengja miklar vonir við valdatöku þjóðlegu alþýðufylkingarinnar. Fylgi hennar má nokkuð ráða af þvi, að hún ræður nú yfir þriðjungi þingsæta bæði i öldungadeild og fulltrúadeild þingsins, hef- ur meirihluta á 16 af 22 fylkis- þingum og meirihluta i borgarstjórnum fimm stærstu borganna. Maria Eugenia er forseti borgarstjórnarinnar i Bogota, sem er höfuðborg landsins. MARIA EUGENIA er 37 ára að aldri. Hún haföi fyrst af- skipti af stjórnmálum fyrir fáum árum. Þegar faðir henn- ar var rekinn fra völdum 1957, fluttist hún til Bandarikjanna með manni sinum, og bjuggu þau á Miami i allmörg ár. Þar fæddust tvö börn þeirra. Það var fyrst eftir að faðir hennar hafði verið kvaddur heim úr útlegðinni og málaferli hófust gegn honum, að hún fór að láta stjórnmál sin taka. Engum þótti þá liklegt, að Rojas ætti eftir að koma við sögu stjórn- mála i Colombia. Menn gleymdu þá r.ð reikna með dóttur hans. Um þessar nr.cidir fer hún fram og aftur um landið, og henni er hvarve*.ia tekið sem þjóðhetju. Hú" segir, að hún muni þvi aðein^ gefa kost á sér i forsetakosningunum 1974, að faðir hennar hafi ekki heilsu til að vera i framboði. Þar sem Rojas er orðinn 71 árs og mjög heilsuveill, þykir vafalitið, að það verði dóttir hans, sem þá heldur uppi merki þeirra. - Þ.Þ. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.