Tíminn - 30.03.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 30.03.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 30. marz 1972. Höfundur þessarar greinar er Kjartan L. Pálsson blaðamaður á Timanum. Hann var rétt 16 ára gamall þegar hann fór í siglingar á erlendum skipum og sigldi með þeim um allan heim en þar lenti hann í mörgum ævintýrum. Hér segir hann fá einu þeirra er hann ásamt nokkrum skipsfélögum sinum smygluðu fólki frá Rauða-Kina yfir tii Hong Kong.: FOLKI t/* SAAYGL V • AÐ I IX ¦¦¦ ¦•# - f Greinahöfundur með Kinverska matsveininum , sem hann hjálpaði til við að fá ættingja sina út úr Rauða- AUSTURLÖNDUM FJÆ Vinnudeginum var lokið. Allir höfðu lokið við að borða og lágu annað hvort inni i herbergjunum eða úti á dekki. Einhver var að bisa við að finna einhverja músik á litlu útvarpstæki. Það eina sem rauf kvöldkyrrðina var glamrið i diskunum og pottunum hjá kínversku matsveinunum, sem voru að ljúka við að taka til eftir matinn og brak og brestir i út- varpinu hjá náunganum, sem var að leita sér að einhverri músik. Við og við náði hann i einhverja stöð, en þegar i ljós kom, að þar var ekkert annað að hafa en hjáróma væl, ásamt tilheyrandi undirspili, sem eitthvað var i Hk^ ingu við það, þegar óviti togar i gítarstreng, hélt hann bölvandi áfram að leita, aðeins til að ná einhverjum presti, sem sönglaði boðskap múhameðstrúarmanna á heldur hvimleiðan hátt. Náunginn hætti að leita, tók tækið sitt og gekk inn með þau orð á vörum, að þessir skáeygðu skrattar hefðu ekkert vit á músik, þeir vissu ekki einu sinni hver Presley væri, annars væru þeir ekki með þetta breim og væl alla tið i útvarpinu hjá sér. Eftir að hann var farinn varð allt hljótt. Það eina sem heyrðist var suðið I sjónum, þegar hið st- óra skip klauf öldur Indlands- hafsins og sendi sjóinn hvit- fyssandi til beggja hliða. Undir þetta léku svo vélar skipsins og alltaf var það sami takturinn. Svona hafði það verið kvöld eftir kvöld i heilan mánuð, eða allt frá þvi að skipið hafði haldið frá Sierra Leóne i Afriku, suður fyrir Góðvonarhöfða, framhjá eyjunum Réunion og Máritius i Indlandshafi, og i' átt til Singapore. Hengirúmið, sem ég haföi út- búið mér til aö þurfa ekki að sofa inni I hitanum, og ég hafði fest upp á afturdekki, vaggaði mér hægt og rólega út til hliðanna, og ég starði upp i loftið og lét mér leiðast. Mikið var þetta an nars aumt og tiibreytingarlaust Hf. Þetta hlyti að vera eitthvað i likingu viö að vera i fangelsi. Eini munurinn væri sá, að hjá föng- unum væru það rimlarnir sem lokuðu þá inni. en hjá mér væri þaö sjórinn. Ég hrökk upp úr þessum hugsunum minum við að náung- inn, sem var i hengirúminu við hliðina á mér, fór að tala við mig. Hann var flóttamaður frá Póllandi, tröll að vexti og sterkur eftir þvi. Meðal skipshafnarinnar gekk hann undir nafninu Pólland, eins og ég gekk undir nafninu tsland, þvi að ég var tslendingur. Hann fór að tala um, hvað þetta væri annars gott og þægilegt líf hjá okkur hér um borð. Það væru vist örugglega margir sem öfunduðu okkur, ef þeir vissu hvað við hefðum það gott. Ég samsinnti þessu, en lét þess þó getið um leiö, að mér fyndist ég vera eins og hálfgerður fangi þessa dagana hér um borð. Hann reis upp við dogg og starði yfir til min og sagöi siðan: — tsland, þú ert ungur og veizt ekki hvað þú ert að tala um, Þú hefur aldrei verið innilokaður i fangelsi og þvi siður veizt þú eða þinir landsmenn hvað það er að hafa ekki frelsi, geta farið hvert sem þú vilt og gert hvað sem þú vilt, en ég veit hvað það er. Þessu vildi ég ekki svara. Ég hafði áöur séð hann taka mann, sem eitthvað var að andmæla honum i. umræðum um svipað efni, og slá hann svo kaldan aö jafnvel tærnar á gauknum stóöu beint upp i loftjð á eftir. — Sérðu þennan, sagði hann, og benti yfir á stjórnborða, þar sem hengirúm með dökkan náunga innanborðs vaggaði fram og aftur. Það var Spánverji, sem við kölluðum okkar á milli Degos, en enginn okkar þorði að segja það við hann. — Hann veit hvað það er að vera innilokaður. Spurðu hann hvernig það er. Sjáðu hvað hann nýtur þess að vera frjáls eins og fuglinn fljúg- andi. Horfðu á hann og fylgztu með honum, þá skilur þú það.. Ég vissi hvað hann átti við. Allir um borð vissu að Degos hafði verið i fangelsi i 10 ár fyrir að slasa, sumir sögðu drepa, mann i hnifabardaga. Ég hafði séð hann leika sér með hnifinn, og eftir að hafa horft á hann leika sér að þvi að kasta honum á eftir hlaupandi kakkalökkum og negla þá fasta með hnifnum, hafði ég beðið hann að kenna mér að fara með hnif. Hann hafði þá horft á mig með sinum svó'rtu, stingandi augum og sagt á sinni bjöguðu ensku: — Nei tsland, þú vera góður strákur og aldrei leik við hnif, þá þú -verða óhamingju- samur eins og ég. Við héldum áfram að tala,en ég fann fljótt, að það var eitthvað sérstakt, sem Póllandi lá á hjarta og vildi ræða við mig um og það var ekki langt að biða þess,að það kæmi. Eftir að hafa þagað og horft lengi á mig, sagði.hann: — tsland, mundir þú vilja hjálpa fólki, sem er innilokað til að flýja. Ég samþykkti það, og hann hélt þvi áfram. Þú ert i aftasta herberfinu og Deeos í hinu á stiórnborða. Ég jánkaði þessu. Hann vissi þetta eins vel og ég og þurfti ekki að spyrja. Þetta voru herbergin við litlu lestina.sem ivar geymt allt verð- mætt dót af varningnum, eins og t.d. vin og öl og fleira, sem ekki var óhætt að hafa I aðallestunum vegna hafnarverkamannanna. Lestin var innsigluð, og I hana komst enginn maður nema með þvi að brjóta innsiglið. Við höfðum oft haft orð á þvi, að gaman væri að komast i kræs- ingarnar þarna, það yrði engin smáveizla úr þvi. — Ég er búinn að finna leið a,^g^:- X ~g2*?- ». '¦¦'¦¦: ' ,:¦::;:¦:¦ .;,-*::, ÍÆ þangað inn, sagði hann. Ég lagði við hlustirnar, þetta voru miklar fréttir. — En ég ætla ekki að taka neittþarinnihélt hann áfram. Ég ætla að koma þar inn fólki og geyma það þar, flóttafólki, þú veizt hvað ég á við. Nú varð ég fyrsthissa, og hann hélt áfram að tala. — Þú veizt, að við förum til Rauða-Kina frá Japan og þaðan til Hong Kong. Fólkið sem ég ætla að geyma þarna inni er frá Rauða-Kina. Innilokað fólk, sem vill komast út i hinn frjálsa heim. Eins og þú veizt, er 1. kokkurinn okkar, hann Tjá-Tjá, frá Shanghai, og þetta fólk eru ætt- ingjar hans. .'-. Hann hefur beðið >- ¦ ^ðfrt _ Z r~^p;:'-*'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.