Tíminn - 30.03.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 30.03.1972, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 30. marz 1972. TÍMINN 13 >a-Kína. R ;öi mig um að aðstoða sig við að ar hjálpa þvi að flýja, og ég þarf ta aðstoð frá þér og Degos til þess, Í3g af þvi að þið eruð i oftustu her- og bergjunum. jú Það er hægt að komast úr þeim ég inn i Iestina, en það verður að að fara hljóðlega. Ég er búinn að tala við Degos, og hann er með, til en nú er allt undir þér komið. Ég mii skal samt segja þér það strax, að la ef Kinverjar komast að þessu, þá rá verðum við áreiðanlega skotnir m eða settir I fangelsi, og þar getur n. þú fengið að vita hvernig það er. in Ég var fljótur að samþykkja ¦á þetta. Sjálfsagt mest vegna þess, ;t- að i þessu fólst spenningur og ið áhætta, og einnig vegna þess, að ég vildi ekki lenda i útistöðum við þessa náunga.Þeir voru til alls Hklegir og betra. að hafa þá með sér en á móti um borð, þar sem samankomnir voru menn af 14 þjóðernum og þeir af mörgum sauðarhúsum. Við ræddum málið örlitið nánar, en siðan var kallað & Degos og Tjá-Tjá og byrjað að leggja á ráöin um flóttann. 1 Hong Kong fóru Tjá-Tjá og annar Kinverjiiland. Þeir þorðu ekki með til Rauða-Kina, og fengu þvi tvo Filippseyinga fyrir sig á meðan, og ætluðu að koma aftur um borð þegar skipið kæmi til Hong Kong á leiðinni til Evrópu. t Japan var skipið sex vikur, þar sem það var m.a. tekið i slipp. Þar var einnig litla lestin tæmd af varningi og hiln siðan fyllt aftur af „góðum varningi". Pólland gat komið sér i það að sjá u.m niðurröðunina á vörunum I lestina, og sá til þess að hún væri þannig, að fólkið gæti komizt fyrir i henni. Skömmu siöar var haldið af stað frá Yokohama til Shanghai. A leiðinni þangað hugsaði ég litið um annað en,hvað yrði gert við okkur þarna I Rauða-Kina, ef allt kæmist nú upp. Yrðum við skotnir eða settir i fangelsi, þar sem við fengjum að rotna til æviloka? Ég hafði heyrt talað um, að hvitir menn væru ekki vel séðir i Kina, og ekki tekið á þeim með neinum silkihönzkum, ef þeir gerðu eitt- hvað af sér. Trúlega vrði ée bó ekki settur i fangelsi eða skotinn, þeir myndu liklega setja mig I búr og hafa mig til áýnis fyrir fólkið, sem eina Eskimóann i Kina. Ég hafði nefnilega komizt að þvi, að fólk I Austurlöndum vissi ekkert um tsland. Þeir sem höfðu heyrt þess getið, héldu að þar væri ekkert nema is og allir byggju I sn- jóhúsum. Ég hafði meira að segja talið einum japönskum leigu- bilstjóra trú um það, að þegar maður hringdi á taxa á Islandi, kæmi isbjörn hlaupandi. Honum fannst þessi lausn á málunum góð hjá okkur Eski- móunum, Við þyrftum ekki að hafa áhyggjur af bensinkostnaði, og svo bilaði ekki vélin I þessum isbjörnum. En ég lét litið á þessum áhyggjum minum um framtiðina bera við félaga mina tvo. Þeir voru rólegir og gerðu að gamni sinu við mig. Til Shanghai komum við um helgi og áttum að vera þar i 4 daga. Við fórum I land, en þar var litið annað að sjá en gömul og hrörleg hús og hundruð kinverja i bláum, vatteruðum fötum, og allir virtust þeir Vera eins, Maður sá varla mun á þvi, hvort það var karlmaður eða kvenmaður, sem gekk framhjá manni. Dagurinn mikli rann upp. Skipið átti að fara um kvöldið, og allt var klappað og klárt hjá okkur. Það hafði verið ákveðið, að við Degos færum að rifast og færum svo niður á bryggju til að slást, sem var ekkert nýnæmi meðal mannanna um borð. Þetta átti að gerazt um hádegið, þegar verkamennirnir væru að fara i land til að háma I sig hrisgrjónin sin. Slagsmálin myndu leiða athygli varðmannanna.semstóðu við landganginn með byssur um öxl, frá starfinu, og þá gæti fólkið komizt óséð um borð og inn i lestina. Á tilsettum tima tókum við Degosaðrifasteins og viðgátum, hann mest á spönsku og ég á islenzku, svo enginn botnaði neitt i neinu. En allir sáu og heyrðu að við vorum komnir i hár saman. Ég skoraði þá á hann að koma niður á bryggju, og verja sig eins og manni sæmdi. Eins og við vissum, kom öll skipshöfnin á eftir nema yfirmennirn.ir, sem flestir voru I landi. Sumir af hásetunum revndu að telja mér hughvarf. Sögðu að ég hefði ekkert i hann að gera og hann dræpi mig með hnifnum sinum, En ég hafði beðið hann að skilja hann eftir, svo að ég óttaðist það ekki. A bryggjunni hófum við þegar slagsmálin. Ég hafði nú haldið að þetta ætti að vera leikur, svo að ég fór hægt i sakirnar. En sú hugsun hvarf þó fljótt, þegar Degos sló mig rokna kjaftshögg svo fast, að ný fylling, sem ég hafði fengið f gamla tönn hrökk ofani kok og munnurinn fyiltist blóði. Þá tók ég til að slá og gerði eins og ég hafði séð hina gera i slagsmálum fyrr I ferðinni, og fann að ég hitti oft vel. Otundan mér sá ég verðina koma kjagandi til að sjá hvað um væri að vera. Þeir voru lágir vexti og þurftu þvl að vera fremstir til að sjá eitt- hvað. Það hafði Pólland m.a. reiknað út — og reiknað rétt. Við Degos veltumst um á blautri og skitugri bryggjunni undir köllum og látum hinna skip- verjanna. Hann var miklu eldri og sterkari, svo að þetta var ójafn leikur. Þegar var annað augað á mér að lokast eftir gott högg frá honum, en ég sá lika að likt ástand var að skapast á öðru auga hans. Við vorum báðir orðnir illa til reika, blóðugir og skitugir, þegar slagurinn hafði staðið i einar fimm minútur. Þá sló ég til hans hálfgerðu vindhöggi, . enda skyggnið slæmt hjá mér. Ég fanhaðégkom viöhann, og hann féll aftur fyrir sig og lá grafkyrr, Skipsfélagarnirstörðu undrandi á mig og hann til skiptis, en tóku hann siðan á milli sin og drösluðu honum um borð. Ég slagaði á eftir þeim með verðína á hælunum, og þeir hristu höfuðið yfir öllum þessum látum i hvita manninum. Uppi á dekki mætti ég Póllandi, sem brosandi kinkaði til min kollinum um,að allt væri i lagi. Rétt h.iá stóð Degos brosandi, og þá skyldi ég, að ég hafði aldrei slegið hann kaldan. Hann hafði bara látizt vera sigraður. svo að ég fengi heiðurinn af þvi um borð, að hafa slegið hann út. Alit skipsfélaga minna á mér varð allt annað eftir þetta. Ég varð I þeirra augum mikill bar- dagamaður, og töldu þeir alla Islendinga vera algjör ofurmenni eftir þetta. Löngu seinna. á öðrum stað á hnettinum, var ég spurður að þvi af sjómönnum af öðruskipi.hvortég þekkti nokkuð þennan 16 ára Islending, sem hefði slegið niður brjálaðan Spán- verja með hnif i Shanghai. Ferðin til Hong Kong gekk vel. Ég varð oft var við „farþegana" hinum megin við þilið á nóttunii, en annars fór mjög lítiö fyrir þeim. Pólland sagði mér, að þeir væru fimm saman, tveir karl- menn,ein kona og tvöbörn, 12 ára og 1 árs. Undraðist ég oft að aldrei skyldi heyrast grátur i litla barninu Þarna innilokuðu imyrkr- inu — en þaðan kom aldrei hljóð, og aðeins við þremenningarnir vissum um þetta ókunnuga fólk um borð. Við komuna til Hong Kong komu tollverðirnir þegar um borð. Þeir gengu um allt og voru með nefið niðri i óllu eins og þeir eru vanir. Þegar þeir komu irin i mitt herbergi, spurðu þeir hvað væri þar á bakvið, og börðu i vegginn á litlu lestinni. Ég sagði þeim það, og eins að hún væri inn- sigluð og þar með var það mál úr sógunni. Varla voru þeir hórfnir þegar Pólland birtist inni í herberginu með skrúf járn i höndunum, Hann - reif þegar skúffurnar undir rúminu minu út, skreið þar hálfur inn og byrjaði að skrúfa. Eftir dágóða stund kom hann fram með fleka, stóð upp og kallaði inn um gatið. Réttá eftir birtist þar svart höfuð og siðan allur maðurinn. Siðan kom hver á fætur öðrum, og loks stóðu þarna fimm litlar manneskjur og pirðu augun á móti birtunni. Þarna sá ég loks „farþegana" sem ég hafði hjálpað til að flýja úr landi. Fólkið var fljótt að jafna sig og fór að babla eitthvað á kinversku. Við skildum hvorugur nokkuð af þvi,sem það var að segja, en við fundum, að það var að þakka okkur fyrir hjálpina. Við létum sem við skildum allt og bukkuð- um okkur og beygðum og rum- dum þess á milli þvi til árét tingar, — að við værum mjög hrifnir af öllu hrósinu. Nú heyrðist flautað frammi á gangi. Það var Degos að gefa merki um,að allt væri i lagi úti á dekki. Fólkið tók saman eigur sinar, sem voru bundnar inn i fjóra litla böggla, og hélt út i sólskinið. Skipið lá út i höfninni og junkurnar, skip þeirra Kinverja, voru komnar að til að ná i vörur, sem áttu að fara I land. A þessum skipum starfa og lifa heilu fjölskyldurnar, og komu þær stundum um borð i stóru skipin, sem þau voru að losa eða lesta, til að fá eitthvað, þótt ekki væri það nema ein spýta eða kaðalspotti. Það tók þvi enginn eftir þvi, þegar fólkið okkar kom út á dekkið. Það fór sér hægt og leit i allar áttir, eins og það byggist við þvi, að það yrði stöðvað þá og þegar af ein- hverjum sem það mætti. Það gekk út að borostokknum og tók til við að klifra yfir hann og niður i eina junkuna, sem þar lá. Þar um borð sáum við grilla i höfuðið á Tjá-Tjá, sem kominn var til að taka á móti ættingjum sinum, sem hann hafði ekki séð I fjólda mörg ár, þar af tvo þeirra aldrei. Þá vissum við að öllu var borgið. Þegar þessi junka hélt frá skipinu og I átt til lands, stóðum við þremenningarnir afturá og horfðum á eftir henni. Þegar hún skreið af stað, kom út úr barnbus- skýlinu á dekkinu hópur af lágvöxnu fólki I bláum, vatter- uðum fötum, sem veifaði til okkar svo lengi sem við sáum til þess. -klp TICRI5 straufría sængurfataefnið er nú fyrirliggjandi í mörg- um mynztrum og litum. Einnig í saumuðum settum. Kærkomin gjpf, hverj- um sem hlýtur. Sparið húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægilega og lífgið upp á litina í svefnherberginu. Reynið Night and Day og sannfærizt. --------... .*„. tm, c „.,„ ^W I Samband isl. samvinnufelaga | © innflutníngsdeTld

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.