Tíminn - 30.03.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 30.03.1972, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 30. marz 1972. TÍMINN 15 HIP 75 ÁRA EB-Reykjavik. Hið islenzka prentarafélag á 75 ára afmæli 4. april næstkomandi. Minnast félagsmenn afmælisins á margvíslegan og veglegan hátt. Meðal annars verður efnt til bókasýningar i tilefni afmælis ins, gerður veggskjöldur, minnis- peningar gefnir út, efnt til nor- ræns prentaraþings i Reykjavik og bókaútgáfa, svo að eitthvað sé nefnt. A afmælisdaginn, 4. april, verður hús félagsins að Hverfis- götu 21 opið frá kl. 4-6 siðdegis, öllum þeim sem þangað vilja koma og heilsa uppá og heiðra félagsmenn I tilefni afmælisins. Prentarafélagið efndi i gær til fundar með fréttamönnum til að skýra frá undirbúningi afmælis- hátiðarinnar, sem staðið hefur i um eitt ár. Framkvæmdir ekki bundnar viö afmælisdaginn Að sjálfsögðu er ætlunin að minnast þessara merku tima- móta i sögu félagsins með vegleg- um hætti. Verða framkvæmdir ekkí bundnar viö afmælisdaginn, heldur dreift um árið, sérstaklega með tilliti til norræns prentar- þings, sem haldið verður hér i júli i sumar, og verður það i fyrsta sinn sem sllkt þing er haldið I Reykjavik. 7. april næst komandi munu félagsmenn fjölmenna á Hótel Sögu, þar sem afmælishátiðin verður bá haldin. Þá veröur I tilefni afmælisins gefin út á árinu sýnísbók á skrif- um hins þjóðkunna prentara, Hallbjörns Halldórss. Verða I þessari bók öll skrif hans, sem hægt verður að ná i, sagði for- maður félagsins, Þórólfur Danielsson, á blaðamannafund- inum. Þá verða gefnir út silfurpen- ingar i tilefni afmælisins, og verður fjöldi myntarinnar 300 eintök. Ennfremur verða brons- peningar gefnirút, og þeir verða i 600 eintökum. Svo verður pren- taratal gefiö út, sem er framhald af prentaratalinu útgefnu 1951, þannig að stór hluti af nýja talinu . er nýr. Þá verður gerður veg- legur veggskjöldur, þar sem af- mælisár prentarafélagsins, nafn þess og fáni verða. I sumar verður svo bókasýning á vegum félagsins i samráði við Lands- bókasafnið — og er þó ekki allt enn upptalið. TIL FERMINGARGJAFA KASETTU-SEGULBANDSTÆKI rafhlöður og 220 v PLÖTUSPILARAR rafhlöður og 220 v FERÐATÆKIÐ VINSÆLA segulband kasettur og rafhlöður UTVARPSTÆKI i úrvali EINNIG SITTHVAÐ FLEIRA SVO SEM: RAFMAGNSRAKVÉLAR FRÁ 1660.00 FERÐARAKVÉLAR FRÁ 1160.00 HÁRÞURRKUR FRÁ 1495.00 SNYRTISETT A 460.00 RAFMAGNSVEKJARAKLUKKUR A 1335.00 ALLT FRA SIERA NÝ SENDING i BYRJUN APRiL STEREO KASETTU SEGULBAND tæki hinna vandlátu SAMBYGGT UTVARP OG KASETTU-SEGULBANDSTÆKI TEIKNIBORÐSLAMPAR FRA 1320.00 RAFTÆKJADEILD— HAFNARSTRÆTI 23, SIMI 18395

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.