Tíminn - 30.03.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 30.03.1972, Blaðsíða 17
IMI/fftlfifl* Fimmtudagur 3<k-4nari-1972. TÍMINN 17 Ragnar í Skaftafelli segir frá Skeibarárhlaupum: Tel að eldsiöðvar séu á fleiri stöðum í Vatnajökli heldur en í Grimsvötnum Einn er sá maður, sem manna bezt þekkir til Skeiðarárhlaupa. Þessi maður er Ragnar Stefáns- son, bóndi i Skaftafelli. Ragnar hefur rannsakað hlaupin allt aftur til 1861. Þessar rannsóknir sínar hefur hann byggt á dag- bókum afa sins og föður, og einnig hefur hann stuðzt við ferðabækur Þorvaldar Thoroddsen og munn- mæli, sem hafa gengið i öræfunum frá þvi að Skeiðarár- hlaup hófust, en talið er, að þau hafi byrjað á 18. öld. Blaðamaður Timans var staddur i Skaftafelli þegar Skeiðarárhlaupið var i al- gleymingi fyrir stuttu og báðum við Ragnar að segja okkur.frá Skeiðarárhlaupunum, sem hann vissi um. Ragnar varð góðfúslega við þessari beiðni okkar og sagði að fyrsta hlaupið sem hann hefði einhverjar sagnir af, hafi verið i kringum 1850, en næst kom hlaup i Skeiðará árið 1861. Stóra hlaup —Það var 24. september 1861, að hlaup kom i Skeiðará. Hlaupið mun hafa byrjað árdegis þann dag, og var það komið i al- gleyming um háttumál þann dag. Næsta hlaup á undan ætla ég, að komið hafi 1850 eða 1851. Með hlaupinu 1861 barst fram gifurleg jökulhrönn allt til sjávar, og sagt er, að mikið af fjallháum stórum jakastykkjum hefðu stað- næmzt suður og austur af Skafta- felli og torveldað umferð þetta sumar og lengur. Það sannar nokkuð þessa sögn, að i ágústmánuði árið eftir fórst Vigfús Einarsson, bróðir Jóns Einarssonar i Skaftafelli, i bleytukeri eftir einn slikan jaka. Lík mannsins náðist, en hesturinn ekki. Þetta gerðist skammt suð-austanhallt við Skaftafell. Þessu hlaupi mun hafa. fylgt óvenju mikil jökulfýla, og sagt er, að fuglar hafi fallið i , hrönnum af völdum eiturlofts. Ekki hef ég sagnir eða heimildir um, hvort þessu hlaupi hafi fylgt eldgos. Og Ragnar heldur áfram. —Siðan er það ekki fyrr en 1867, að stórt hlaup kemur i Skeiðará. Þetta hlaup mun hafa byrjað 24. ágúst, og var það búið að mestu þann 28. Sagnir herma, að það hafi farið yfir mikinn hluta af austanverðum Skeiðarársandi, og jakahrönn hafi farið i sjó fram. Þessu hlaupi fylgdi eldgos og öskufall, liklega þó ekki mjög mikið. Ætla é&að þetta hlaup hafi aðeins staðið i fjóra daga. Aftur mun hafa komið hlaup i Skeiðará 1873. Ragnar segir, að það muni hafa veríð i janúar. —Fór þetta hlaup vitt um san- dana, einnig kom þá hlaup i Súlu og Djúpá i Fljótshverfi. Þessu hlaupi mun hafa fylgt eldgos. 10 árum seinna kemur aftur hlaup i Skeiðará. Mun það hafa byrjað um miðjan marz og komizt i fullan vöxt 21. marz Þessu hlaupi fykii eldgos og mikið öskufall. Samfelld jakahrönn —Arið 1892 kom mikið hlaup i Skeiðará. Þetta hlaup mun hafa komið snemma i júni, en að ég held ekki staðið nema i fjóra til fimm daga. Hlaupið fór um allan Skeiðarársand. Þetta hlaup mun hafa verið stórkostlegast austan við Skaftafellið. Skildi hlaupið eftir sig jakahrönn, og á austan- verðum sandinum var hún samfelld frá jökli og úr I sjó. Skeiðará var ófær það sem eftir var sumarsins vegna jaka- hranna. Samtimis þessu hlaupi kom hlaup i Súlu, en ekki veit ég hvort þessu hlaupi fylgdi eldgos Þann 13. janúar 1892 b'yrjar svo hlaup i Skeiðará. Hlaupið var um viku að vaxa, og fór það viða um austanverðanSkeiðarársahdsvo að segja mátti , er hlaupið var komið i hámark,að frá Skaftafelli væri sem yfir hafsjó að sjá. Mikið hlaup mun einnig hafa komið fram um miðjan Skeiðarársand. Þorvaldur Thoroddsen segir, að „jökul- hrönnin þar hafi náð frá jökli til sjávar og sandurinn verið ófær mönnum og skepnum, nema efst við jökul. Þar voru jöklastykki á strjáli,.og mátti rekja sig á milli þeirra. Hæð jakanna var 11-13 mannhæðir eða 60-80 fet. Náði hrönnin frá Hörðuskriðu og austur að gamla farveginum og var nálægt 3/4 úr milu að breidd og fjórar til sex milur á lengd að sjó. Fyrir austan þessa hrönn eða að Skeiðará voru sex útföll, en meðfram Skeiðará sjálfri var ekki nein samfelld jökulhrönn." Hlaupið, sem kom árið 1892, var siðasta hlaupið á 19. öldinni. Fyrsta hlaupið á þessari öld kom árið 1903, og var það að meðallagi stórt. Næst komu svo hlaúp árið 1913 og 1922. Hlaupið 1913 var i stærra lagi, og það sama er að segja um hlaupið 1922, en það voru fyrstu kynni Ragnars af Skeiðarárhlaupi. En látum Ragnar segja sjálfan frá. Eldsumbrot —Ég mun hafa verið á áttunda árinu, er ég kynntist Skeiðará fyrst i sinum mesta ham. Þetta hlaup man ég óljóst, en það mun hafa verið álika stórt og hlaupin sem komu 1938 og 1934. Sem sagt frekar stórt. Mér fannst þetta allt saman mjóg hrikalegt, ekki sizt er maður varð var við eldsumbrotin i Grimsvötnum, að sjá eldingar- nar er þessu fylgdu. Þetta hlaup var mjög stórt, og voru jakar niður um allan sand, likt.og kom 1934, en i þvi hlaupi er jafnvel talið.að vatnsmagnið hafi komizt upp i 71 teningsmetra á sekúndu. Þessu hlaup eru þau stærstu, sem ég man eftir, enda hafa elds- umbrot ekki fylgt þeim hlaupum, sem siðan hafa komið. Hlaupið, sem kom 1939, byrjaði þannig, að 15. mai urðum við vör við jökul- fýlu. Þann 25. var áin vaxandi og ljóst að hlaup væri i vændum. 7. júni var komið hásvæðavatn, og þann 10. fór simasambandið. Dagana 13-15. er áin i mestum ham, en 16. fer það fjarandi. Næst kemur svo hlaup árið 1941. Ég varð fyrst var við það 5. april. Er nálgaðist Skeiðará, varð ég var við megna jökulfýlu. Viku seinna var áin orðin dökk, en ekki hægt að greina að hún væri vaxandi. 17. april var fyrst hægt að greina óeðlilegan vöxt i ánni, en ekki var hægt að tala um mikinn vöxt fyrr en 10. mai. Kringum 15. mai fer áin svo að fjara. Nú held ég að bezt sé að stikla á stóru og minnast rétt aðeins á þau tvö stærstu hlaup, sem komið hafa eftir 1950. Það var þann 5. júli 1954, að fyrst varð vart við jökulfýlu, og 7. júli fór Skeiðará vaxandi. úr þvi fór áin hægt vaxandi, og hámarki náði hiin 18-20. júli, og sem fyrr þá varð siminn að gefa sig, en hann hefur farið i öllum Skeiðarár- hlaupum fram til þessa. Siðan liðu 11 ár i stórt hlaup, en það vár um miðjan ágúst 1965, að ég var-var við megna jökulfýlu af Skeiðará, en þá var mikið vatn i henni, enda hásumarvatn. 22. ágúst virðist vatnið heldur dekkra en áður og áin i hægum vexti. Þann 27. er ljóst að eitthvað er athugavert við Skeiðará, þar sem hún minnkar ekki á nóttunni sem önnur vötn, og mikil brenni- steinsfýla er af ánni. 1. seþt. er ég sannfærður um að Skeiðará er að hefja hlaup. 2. september rennur svo vatn austur með Skaftafelli og lokar akleiðum. Ain heldur svo áfram að vaxa, og 5. sept er hún kominn i báða farvegina, og er liður á daginn er vatn farið að renna fram með sæluhúsinu. Úr þessu fer svo hlaupið að réna, og allt hlaup er úr ánni 19. sep- tember. Efnið í fermingarfötin sótt i hlaupi. Það fór ekki hjá þvi áður fyrr, að Skaftafellsbændur ættu i miklum samgönguvandræðum þegar Skeiðará var i hlaupi, og sjálfsagt hefur hún oft valdið þeim miklu tjóni. Við spurðum Ragnar hvort hann myndi ekki eftir einhverju minnisstæðu i sambandi við samgönguerfið- leikana á hlauptima. Ragnar kvaðst eiga margar minningar i sambandi við hlaupin, og sagði okkur eina þeirra, sem lýsir vel fyrri tima samgöngum Skafta- fellsbænda. Ragnar segir: Hjá foreldrum minum var drengur úr Reykjavik inokkurár,ogsvo stóð á, að hann átti að fermast, er hlaupið 1941 kom. Föt og annað til fermingarinnar þurfti að senda honum frá Reyk- javik. t þá tið voru flug- samgöngur við sveitina engar. Á þessum árum varð helzt farið á bilum að Kirkjubæjarklaustri úr Reykjavik, og við urðum svo að sækja okkar vörur, eða þá áð fá hentuga ferð. 1 þetta sinn dróst það lengur er ætlað var, að pakkinn færi úr bænum, og svo fór, að þegar pakkinn kom að Klaustri, voru um það bil tvær vikur til fer- mingarinnar. Þegar þetta var, var hið hæg- fara Skeiðarárhlaup 1941 að komast i algleyming. Við fórum þá fram á það við Hannes i Núps- stað að koma með pakkann austur á móti okkur, ef vötnin fyrir vestan væru ekki farin að vaxa. En Hannes taldi þetta fært og bauðst til að koma. Við fórum syo, ég og Jón bróðir minn, á hestum inni Bæjarstaða skóg, og skildum við hestana eftir þar i grenjandi rigningu. paðan lögðum við af stað fót- gangandi, og fórum viðá jökli yfir eystra hlaupið. Gengum við siðan þaðan vestur yfir sandinn, en þegar við vorum komnir vestur að sæluhúsinu, varð fyrir okkur annað vatnahlaup, og við urðum að flýja upp á jökulinn aftur. Gengum við siðan eftir jöklinum, þar til að við mættum Hannesi við Siguðarfitjaála, skammt austan við Smásand. Þar tókum við við pakkanum og snérum heim á leið. Heim vorum við komnir á seinni timanum um kvöldið. Fötin voru saumuð, og strákurinn fermdist á réttum tima. Ragnar Stefánsson bóndi i Skaftafelli i öræfum. —Þessi lýsing, segir Ragnar, á sennilega ekki við þau hlaup, sem eftir eiga að koma, þar sem vegurinn mun koma fólki á fljótan hátt austur og vestur. Eldstöðvará fleiri stöðum en i Grímsvötnum. Að siðustu spurðum við Ragnar hvert álit hans væri á hring- veginum. Hann sagði, að vegurinn myndi hafa geysimikla þýðingu fyrir alla sveitina og byggðir allmennt austurlands. Hitt væri svo annað mál, að ef stóru hlaupin tækju upp á þvi að koma aftur gætu þau rutt nýja veginum veg allrar ver- aldar, eins og ekkert væri. Ragnar sagði, að hann væri svo til viss um að eldstöðvar væru að finna á fleiri stöðum i Vatnajökli en i Grimsvötnum við sagnir úr heimabyggð sinni og gamlar skráðar heimildir. . Þess- má að lokum geta, að Ragnar er 15. ættliðurinn, sem. býr i Skaftafelli, en ættir hans standa frá Eiriki birkibeina og gömlu Svinafellsættinni. Leirbrennsluofnar Við bjóðum mjög vandaða ofna, með vönduðum stillitækjum. Smáa og stóra ofna fyrir skóla. Ofna fyrir fyrirtæki: Ef hraða þarf brennslu, ráðleggjum við gashitaða ofna, sem einnig kólna hraðar. Hægt er að fá stóra ofna með brautum fyrir vagna, sem rennt er inn i ofninn. Litla ofna fyrir smeltivinnu, rannsóknar- stofur og tannsmiðar. Fyrir vélsmiðjur og stálsmiðjur: Litla ofna til að bregða inn i stáli, er herða þarf. Þá er notaður gaslogi til hitunar. Bréflegar fyrirspurnir og pantanir óskast. STAFN H/F, Brautarholti 2, Box 5143, Reykjavik. Nýtt símanúmer 43000 r •• BILALOKKUNIN Víoihvammi 27

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.