Tíminn - 30.03.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 30.03.1972, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Fimmtudagur 30. marz 1972. * A íslandi hneykslast menn stundum og hrista höfuðin góð- látlega vfir að fáfræði fólks i útlöndum um Island og islenzk málefni, svo ekki sé talað um forn fræði og menningararf- leifð. En erum við öllu betur að okkur um aðrar þjóðir, að fráskildum stórveldum og nokkrum þeirra nágranna- landa, sem við höfum mest skipti við? Höfum við ekki afskaplega takmarkaða þe- kkingu á öðrum smáþjóðum i Evrópu, eða yfirleitt nokkurn áhuga á þeim? Almennt mun fólk hér á landi ekki hafa haft hugmynd um tilveru smárikis- ins Luxembourg fyrr en sér- vitur efnispiltur frá tslandi gekk þar i Benedictusarklaustrið i Clervaux, á árunum eftir fyrri heimsstyrjöldina, og þótti það saga til næsta bæjar. En á siðari árum hafa orðið mikil umskipti á samskiptum Islendinga og Luxembourgara, og eiga þessar * Séð yfir elzta hluta höfuðborgarinnar Luxemborg. kom heim ásamt stjórn sinni, og lýðræðið var endurreist. Á þingi sitja 56 þjóðkjörnir þingmenn, og fimm til sex manna rikisstjórn fer með völd. Stærstu stjórnmálaflokkarnir eru Kristilegi þjóðarflokkurinn og Sósialistaflokkurinn. Þrir minni flokkar eiga einnig sæti á þingi. Eins og oft vill verða eiga utanaðkomandi erfitt með að átta sig á flokkapólitik annarra landa, en svo sýnist, að djúp- tækur ágreiningur se ekki milli flokkanna og að allir sé sam- mála um að rikið hafi öll skilyrði til að vera lýðræðislegt velferðarriki, sem það og er. Stál og vín. Eitt af þvi, sem Luxembourg og Island eiga sameiginlegt, er að afkoma landanna byggist að miklu leyti á einni atvinnugrein. 1 Luxembourg er það stálfram- leiðsla. I suðurhluta landsins eru miklar járnnámur og eru ÞAR SEM MIÐALDIR OG NÚTIMINN MÆTAST fámennu þjóðir talsverðra sameiginlegra hagsmuna að gæta. Þegar Skandinavar lögðust á eitt með að torvelda Loftleiðum að halda uppi eðlilegum áætlunarferðum milli Evrópu ov Ameriku, flutti félagið bæki- stöðvar sinar frá Kaupmanna- höfn til Luxembourgar, 1955, og var tekið þar opnum örmum, og hefur æ siðan aukið umsvif sin i Mið-Evrópu. Eru nú búsettar i Luxembourg fjölmargar islenzkar fjölskyldur, og ganga börn þar i skóla og fer vel á með og aðkomu- innfæddum mönnum. Það eru ekki áætlunarflugvelar sem bækistöð hafa bourg, heldur er þar einnig heimahöfn Cargolux, sem Loft- leiðir eiga stóran hlut i og sm eingöngu Loftleiða i Luxem- einnig dótturflugfélagsins Air Bahama, sem að öllu leyti 'er i eigu Islendinga, þótt aldrei fljúgi það hingað, og i vor verður tekið i notkun nýtt hótel, við Finddelflugvóll sem Loft- leiðir eiga að einum þriðja hluta. Að öllu samanlögðu má segja, að i Luxembourg sé all- stórt útibú frá Islandi. Fjölmargir islenzkir ferða- menn fara árlega um Luxem- bourg, en fæstir hafa þeir þar við dvöl. Þeir eru gjarna á ferð- inni til Þýzkalands, Frakklands, Niðurlanda, eða enn fjarlægari staða. A Luxembourg virðast flestir þeirra lita sem nauðsyn- legan viðkomustað, en alls ekki ákvörðunarstað. En hér mætti verða breyting á. Luxembourg er vissulega staður, þar sem vert er að gera svolitinn stanz á Ardennafjöllin eru hvorki há né hrikaleg, og er fjallgöngufólki auð- velduð gangan með þrepum upp bröttustu hjallana. ferð sinni og kynnast ofurlitið nánar. Það ætti að vekja svolitinn áhuga Islendinga hvernig þjóð, sem ekki telur meira en rúm- lega 100 þúsund fleiri ibúa en við erum, heldur sjálfstæði sinu og þjóöareinkennum mitt á milli stórvelda, sem um aldir hafa marga hildi háð sér til frægðar, en fyrst og fremst til land- vinninga. Og vissulega hafa Luxembourgarar orðið fyrir þungum búsifjum af hendi nágranna sinna, en þeir hafa aldrei gefizt upp i sifelldri sjálf- stæðisbaráttu, og nú dregur enginn i efa rétt stórhertoga- dæmisins til algjórs sjálfstæðis og sjálfstjórnar. Gullöld cg Sturlungaöld Luxembourgarar telja rikið stofnað á 10. öld. Saga þeirra minnir um margt á sögu Islendinga. Þeir áttu sitt blóma- skeið á 11. og 12. öld. Þá reistu barónar og riddarar rammgera kastala og söfnuðu að sér harðskeyttum mönnum ogvörðu land sitt fyrir ofbeld-. isseggjum. En riddararnir börðust einnig innbyrðis, og ættir toguðust á um völd. Kirk- jan náði miklum itökum i landinu og enn meiri i fólkinu sjálfu, og eru Luxembourgarar enn rammkaþólskir, og sér þess viða merki. Þessari Sturlungaöld lyktaði með þvi, áð landið glataði sjálfstæði sinu, og i fjórar aldir var það undir stjórn erlendra þjóðhöfðingja, en var ávallt sérstakt stórhertogadæmi, og voru landsmenn sifellt þess meðvitandi, að þeir væru sér- stök þjóð og börðust gegn þvi, að þeir væru algjörlega innlimaðir i stærri riki. A siðustu öld fengu þeir heimastjórn og að lokum algjört sjálfstæði. Innlimun í þriöja ríkið A þessari öld hafa innrásar- herir tvisvar vaðið yfir Luxem- bourg, og i bæði skiptin hafa þeir komið að norðan. I fyrri heimsstyrjöldinni var sjálf- stjórn landsmanna virt, þótt land þeirra væri hernumið. En öðru máli gegndi þegar nazistar hertóku Luxembourg. Þeir gerðu sér litið fyrir og inn- limuðu landið i Stórþýzka rikið. Stórhertogaynjunni, sem þá var við völd, tókst að flýja ásamt stjórn sinni, og var i útlegð i Bretlandi og Bandarikjunum öll striðsárin. Þótt Hitler segði að rikið væri ekki lengur til, voru Luxembourgarar á öðru máli og voru trúir landi sinu. Þýzka var gerð að opinberu máli, frönsk nöfn lögð niður og Berlin i orði kveðnu gerð að höfuðborg rikisins. T il að undirstrika, að Luxembourgarar væru þýzkir, voru ungir menn kvaddir i her- inn, og var þeim hótað lifláti, sem ekki hlýddu fyrirskipunum. 70 þúsund manns fluðu til Frakklands. Tugþúsundir voru fluttir nauðungarflutningum til austursvæða Þýzkalands og i fangabúðir. En allt kom fyrir ekki. Luxembourgarar játuðust aldrei undir þýzk yfirráð, og var bandamönnum fagnað heils hugar af öllum landsmönnum, þegar landið Var frelsað úr heljarklóm nazista. Gekk það ekki þrautalaust, þvi að barizt var um hvern landskika, aðal- lega i norðurhluta landsins, og má geta nærri, hvaða afleiðingar það hafði fyrir ibúana þar og eignir þeirra. Charlotte stórhertogaynja þær nýttar af þrem stór- fyrirtækjum. Er járn og stál aðalútflutningur Iandsins, og stendur hann að talsverðum hluta undir almennri velmegun þegnanna. En Luxembourgarar fást við sitthvað fleira en járngfýtis- gröft og stálbræðslu. Þeir eru að mestu sjálfum sér nógir um landbúnaðarafurðír, og flytja nokkuð út af þeim. Norðurhluti landsins var á fyrri tið hr- jóstrugur en skógi vaxinn i dal- yerpum, og hvers kyns landb- únaður erfiður af þeim sökum. En þegar stálbræðslurnar i suðurhlutanum tóku til starfa, komu þar fram úrgangsefni sem undirritaður kann engin skil á, sem voru tilvalinn áburður, og af hagsýni og dugn- aði breyttu ibúarnir landi sinu svo, að þar er nú allsstaðar rek- inn landbúnaður sem arðbær at- vinnugrein, og er jöfnum hönd- Trúrækni Luxemborgara er við brugðið. Myndin er tekin I smáþorpi : sunnudagsmorgni, og eru nær allir þorpsbúar á leið úr kirkju.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.