Tíminn - 30.03.1972, Blaðsíða 21

Tíminn - 30.03.1972, Blaðsíða 21
Fimmtudagur 30. marz 1972. TÍMINN 21 um ræktað korn, ávextir og kartöfluur, að ógleymdri kvik- fjárrækt á landi, þar sem bænd- ur löptu áður dauðann úr skel. Vinrækt er aldagömul i Luxembourg. Móseláin skiptir löndum milli Luxembourgar og Þýzkalands. í Móseldalnum teygja vinekrurnar sig upp eftir öllum hiiöum, og'þar má sjá vinbændurna nær allan ársins hring að störfum við vinviðinn. Eru margar ágætar vintegundir framleiddar i landinu og mikið af þeim flutt út. Væri kannski reynandi að spyrja eftir Luxembourgiskum móselvinum hér á landi. t landinu eru stórbýli nær óþekkt, og jarðir eru litlar og i eigu þeirra bænda, sem yrkja þær. Þótt jarðirnar séu litlar, bætist það upp með góðri nýtingu, og eru bændur sem aðrir i stórhertogadæminu sæmilega bjargálna. Eitt af þvi, sem vekur furðu útlendinga i Luxembourg er, að þar hafa ekki verið verkföll siðan i striðslok. Þótt arði sé sjálfsagt misskipt milli manna, sýnir það hve velmegun er almenn, og að ekki er reynt að hafa meira af launþegum en góðu hófi gegnir. Stóru stálvinnslufyrirtækin sjá verkamönnum sinum fyrir sæmilegri Hfsafkomu og veita starfsf ólkinu menntun, sjúkra- og slysabætur og eftirlaun að lifsstarfi loknu. Þróað almannatryggingakerfi hefur lengi verið i landinu, sem kemur í veg fyrir, að nokkur þurfi að fara á vonarvöl, þótt eitthvað bjáti á, eða ellin færist yfir. Að vonum vill Islendingur fá að vita hvernig húsnæðismálum er háttað og hvernig komið er til móts við fólk, sem ætlar að stofna heimili, i þeim efnum. Það er viðtekin regla, að þegar fólk giftist, slá foreldrar beggja brúðhjónanna saman og hjálpa unga fólkinu til að eignast eigið húsnæði. Þetta er gömul borg- araleg hefð, og þykir öllum sjálfsagt að aura saman fé eftir efnum og ástæðum til að að- stoða börn sin til heimilisstofn- unar, þegar þar að kemur. Miðaldir og nútíminn. Höfuðborgin Luxembourg telur um 80 þúsund ibúa, eða svipað og Reykjavik. Þar blandast saman gamalt og nýtt af sérstæðum þokka. Elzti hluti borgarinnar, Luxembourgar- kastali, var um aldaraðir öflugasta virki i Evrópu. Bygging hans hófst á 11. öld, og var bætt við hann viggirðingum og alls kyns byggingum fram á 17. öld. Stendur þetta ramm- gera vigi að mestu enn og er stolt borgarbúa og undrunarefni ferðamanna. En kastalar og kastalarústir eru viðar. Margir kastalanna, sem riddararnir reistu á 11. og 12. öld, standa að nokkru leyti enn, og yngri köstulum og höllum hefur verið haldið við. Einn elzti og stærsti gamli kastalinn stendur I hæðardragi I Vianden við norðurlandamærin. Er þar mikill ferðamanna- Straumur farbeea að Loftleiðaflugvél á Luxemborgarflugvelli. straumur, ekki eingöngu til að skoða kastalann, heldur einnig nýtizkulegra mannvirki, og kannski ekki siður forvitnilegt. Á hæðarkolli hafa Luxem- bourgarar bókstaflega búið til stórt stöðuvatn og neðar I hæð- ardragi annað vatn. Er vatnið notað til raforkuframleiðslu. Á daginn rennur úr efra vatninu gegnum raforkustöð, og er vatninu safnað i neðri uppistöð- una, en á næturnar, þegar orku- þörfin notuð til að áæ\a vatninu upp aftur. Er þetta eitt dæmi um hagsýni landsmanna og við- leitni þeirra til að vera sjálfum sér nógir um sem flesta hluti. í skógunum umhverfis kastalann og vatnið eru villisvín og fleiri dýr, sem sportveiði- iriehn sækjast eftir. I ám og smávötnum um gjörvallt landið er silungur, og er auðvelt að fá veiðileyfi fyrir þá, sem vilja spreyta sig við fiskinn. En silungur er einn af þjóðarréttum landsins, og má bæta við, að villibráð er næstum eins algeng á borðum og lambakjöt hjá okkur. En þrátt fyrir smæð landsins og dreifða byggð, eru einkum i norðurhlutanum, dalir og hæðir, þar sem náttúran er jafn óspillt og hálendið hjá okk- ró og íðjusemi. Svo vikið sé aftur að höfuðborginni, er hún undarlegt sambland af liðinni tið og nút- fmanum. Þar standa enn byggingar, sem byrjað var að reisa á timum Njáls hins lögspaka, heil hverfi sem reist voru á 17. öld standa óbreytt, og nýtizku hús úr stáli og gleri risa hér og hvar um borgina, sem er einstæð i sinni röð i heiminum að þvi leyti, að innan borgar- markanna eru engin iðnaðar- fyrirtæki, né verksmiðjur, og hávaði og gauragangur minni en maður á að venjast I borgum, og taka ibúarnir yfir- leitt lifinu með ró, eins og reyndar alls staðar i landinu. Það er enginn asi á fólki Þeir sem vanir eru að flýta sér að verzla eða borða, eða hvað það nú er, sem ferðalangar taka sér fyrir hendur, verða að taka meðfædda ró Luxembourgara með i reikninginn. Það er vonlitið að reka á eftir þjóninum þótt manni finnist hann vera lengi að ná i bjórinn og kverkarnar að skrælna. Hann tekur engan f jörkipp, þótt öskrað sé á hann, en verður heldur ekki reiður. Hann aðeins yppir öxlum og kemur með það, sem um var beðið, þegar honum finnst timi til kominn. Sama virðist gilda á öðrum sviðum. Það bráðliggur engum á. En það er langt frá að Luxem- bourgarar séu latir, þótt þeir hamist ekki. Framfarir i lan dinu og þjóðarframleiðslan sýna, að þar býr duglegt og framsækið fólk, og blandast þar saman hefðir og gamaldags borgaralegur lifsstill og nútimalegt velferðarþjóðfelag. Ein þjóö og þrjú tungumál Þrjú tungumál eru töluð i landinu; franska, sem er opin- bert mál, þýzka og luxem- bourgiska, sem er þýzk mállýzka, en innfæddir telja hana ekki likari þýzku en hollenzku. Er mál þietta talað manna á meðal, en bækur og blöð eru skrifuð á : frönsku eöa þýzku. Luxembourg deilir landa- mærum með þrem öðrum löndum: Þý.zkalandi, Belgiu og Frakklandi. Hafa stórvelda- draumóramenn og talið, að landkrilið á milli stóru landanna væri ekki annað en léleg skritla og þótt sjálfsagt að innlima smárikið. En Luxembourgarar segja með sanni, að þeir séu hvorki franskir, þýzkir né belgiskir, og eigi þeir jafn- mikinn rétt til sjálfstæðis og hver önnur einstök þjóö. Hér er aðeins stiklað á stóru um þessa vinalegu og geðslegu smáþjóð sem tengzt hefur fslandi sterkari og áþreifan- legri böndum, en margar þeirra vina- og frændþjóða, sem meira ber a.. Og væri ráö fyrir þá Islendinga, sem leið eiga um Luxembourg, að lita ekki á landið sem óhjákvæmilegan áhingarstað til að skipta um flugvélar, heldur eyða nokkrum dögum af ferð sinni i landinu og skyggnast þar um. O.ó. FERÐAFÓLK - FERÐAFÓLK Vetur — Sumar — Vor — og Haust, heppilegur áningarstaður.-----Verið vel- komin. STAÐARSKÁLI HRÚTAFIRDI New Holland bindivélar Þœr binda vidstödulaust New Holland bindivélar: þær vindaviðstöðulaust. Þegar bindivél er notuö, þarf að vinna viðstöðulaust við mikið álag. Þess vegna byggir New Holland styrkleika og nákvæmni inn í sínar bindivélar. Styrkleika til að standast langt og viðstöðulaust erfiði. Nákvæmni til að baggarnir verði með rétta lögun, þéttir og vel hnýttir — sem sagt galla- lausir. Við gefum allar nánari upplýsingar um New Holland bindivélarnar, þeirra óvenju hagstæðu verð og greiðslu- skilmála. Hafið samband við okkur. Úr „óbyggðum " Luxemborgar, Landsvæðið á mundinni er kallað „Litla-Sviss", en þar skerast djúpir, skógi- vaxnir dalir inn i hálendið. Fremst á myndinni eru eiginkona og dóttir Þorsteins Jónssonar flugstjóra. Globusn LÁGMÚLI 5, SlMI 81555

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.