Tíminn - 30.03.1972, Blaðsíða 23

Tíminn - 30.03.1972, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 30. marz 1972. TÍMINN 123" Vilmundur Jóns- son er lótinn IGÞ-Reykjavik. Siðastliðinn þriðjudag andaðist Vilmundur Jónsson, fyrrverandi landlæknir, hér i Reykjavik. Vil- mundur var 82ja ára að aldri þegar hann lézt. Hanna bar aldur sinn vel, og munu fáir þeirra sem þekktu hann hafa gert sér þess grein, hve aldraður hann var orðinn. Vilmundur fæddist 1889 að Fornustekkjum i Nesjum i Austur-Skaftafellssýslu. Foreldrar hans voru Jón Sigurðs- son bóndi þar og siðar verka- maður á Seyðisfirði og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir. Vil- mundur lauk kandidatsprófi i læknisfræði frá Háskóla íslands árið 1916, en stundaði siðan fram- haldsnám i Osló Kaupmanna- höfn, Englandi, Frakklandi og Þýzkalandi á næstu árum. Hann varð landlæknir árið 1931, en hafði þá verið héraðslæknir i Þistilfjarðarhéraði 1916-1917 og i ísafjarðarhéraði frá 1917-31. Vilmundur kom mjög við sögu islenzkra stjórnmála á læknis- árum sinum og allt fram til ársins 1941. Hann var jafnaðarmaður og sat á þingi fyrir Alþýðuflokkinn, fyrst sem þingmaður tsafjarðar- kaupstaðar árin 1931-33, og Norður-ísafjarðarsýslu 1933-41, er hann sagði af sér þing- mennsku. Þá eru ótalin kynni hans við rit- höfunda og skáld samtiðarinnar, en hiklaust má telja hann með hinum fremstu á þvi þingi. Þrir miklir rithöfundar eiga sögu langra kynna við Vilmund, þeir Halldór Laxness, Þórbergur Þórðarson og Guðmundur G. Hagalin, en Guðmundur og hann voru baráttufélagar á Isafirði. Eftir Vilmund liggur margt i rit- uðu máli, bæði frumsömdu og þýddu. Rit hans Lækningar og saga er þeirra veigamest, og sýnir ljóst hina frábæru hæfileika hans. Hann hafði tvimælalaust mikil áhrif á samtima rithöfunda, þótt dult hafi farið, og mun ganga seint að rekja alla þá þræði, sem legið hafa til hins látna snillings. ENSKIR OO ÍSLENZKIR FÉLAGSBÚNINGAR Flest tslenzku liðin Ensk lið t.d.: Leeds, Ar- senal, M. Utd. M. Citv, Stoke, W. Ham., Tottenham, Liverpool o.fl. Einnig búningar Brasiliu, Englands, Þýzkalands, Ajax, Celtic o.fl. o.fl. PÓSTSENDUM SPORTVÖRUVERZLUN INGÓLFS ÓSKARSSONAR Klapparstig 14 — simi 11783 Reykjavik VÉLRITUN Við viljum ráða vana vélritunarstúlku nú þegar i hálfs dags vinnu um mán- aðartima. Starfsmannahald S.Í.S. Fulltrúastaða í utanríkisþjónustunni í utanrikisþjónustunni er laus fulltrúa- staða. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist utanrikis- ráðuneytinu, Stjórnarráðshúsinu við Læk- jartorg, fyrir aprillok 1972. Utanrikisráðuneytið, Reykjavik, 29. marz 1972. TILBOÐ ÓSKAST i nokkrar fólksbifreiðar og International Scout, er verða sýndar að Grensásvegi 9 miðvikudaginn 5. april kl. 12—3. Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl. 5. Sölunefnd varnarliðseigna. FORSTÖÐUMAÐUR Forstöðumann vantar fyrir Bifreiða- og Trésmiðju Borgarness, Borgarnesi. Fyrirtækið annast almennar bifreiða- og véiaviögeröir, yfirbyggingar o.fl. Þeir sem áhuga hafa fyrir starfinu, vinsamlega sendi umsóknir sinar, ásamt meðmælum, upplýsingum um fyrri störf og menntun, til Óiafs Sverris- sonar kaupfélagsstjóra, Borgarnesi, en hann gefur nánari upplýsingar um starfið ef óskað er. Kf. Borgfirðinga Borgarnesi. Rjómaís milli steikar og kaffis ísréttur er friskandi ábætir, sem fljótlegt er að útbúa. Vinsæld- ir hans við matborðið eru öruggar. Skemmtilegt er að fram- reiða hann á mismunandi hátt og fylgja hér á eftir nokkrar uppskriftir: ÍSSÚKKULAÐI. Fyllið glas að Vb með kakó eða kakómalti. Setjið nokkrar sneiðar af vanilluís í, skreytið með þeyttum rjóma og sultuðum appelsínuberki eða möndlum. JARÐARBERJAÍS MEÐ HNETUM. Ristið hasselhnetur þurrar á pönnu. Fjarlægið hýðið og saxið hneturnar gróft. Stráið þeim yfir ísinn og hellið 1 msk. af víni yfir (t. d. líkjör eða sherry). BANANAÍS, 1 skammtur. 1 banani / 3 msk. súkkulaðiís / 1 msk. sólberja- eða jarðarberjasulta / '/2 dl þeyttur rjómi / 1 msk. hnetukjarnar. Kljúfið banana að endilöngu og leggið á disk. Setjið ísinn yfir, skreytið með rjóma, sultu og söxuðum hnetum. ÍS I PÖNNUKÖKUM er sérlega ódýr og Ijúffengur eftirréttur. Skerið vanillu- eða súkkulaðiís í lengjur, vefjið pönnuköku utanum, hellið súkkulaðisírópi, bræddu súkkulaði eða rifnu yfir. NOUGATÍS MEÐ APRIKÓSUM. Setjið til skiptis í glas nougat- ís, niðursoðnar aprikósur og möndlur. Blandið dálitlum sítrónu- safa saman við aprikósumauk og skreytið með því. HEIT ÍSTERTA. 1 sykurbrauðsbotn / 3 msk. sherry / Va ds. niðursoðnir ávextir / 2 msk. saxað súkkulaði / 2 msk. saxaðar möndlur / 1 lítri vanilluís. Marengs: 4 eggjahvítur / 3 dl (250 g) sykur. Hellið sherryi yfir kökubotninn, setjið ávextina yfir og súkkulaði og möndlur þar yfir. Spænið ísinn upp og setjið hann yfir ávextina. Þeytið hvíturnar með 1 dl af sykri mjög vel, góða stund eftir að þær eru stífar. Blandið því sem eftir er af sykr- inum gætilega saman við. Smyrjið eggjahvftunum utan um ís- inn og bakið við mikinn yfirhita (300° C) í örfáar mínútur, eða þar til marengsinn er gulbrúnn. Berið ísréttinn fram strax. ÍSKAFFI. Fyllið hátt glas tií hálfs með sterku, köldu kaffi. Leggið nokkrar skeiðar af vanilluís í kaffið, skreytið með þeytt- um rjóma og rifnu súkkulaði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.