Tíminn - 30.03.1972, Blaðsíða 24

Tíminn - 30.03.1972, Blaðsíða 24
Páskarnir heima og heiman Hér á eftir er ætlunin að hafa samtining um þaö, sem Islend- ingar eru að gera og geta gert um páskana. Eins og gengur, leggja margir land undir fætur, hjól eöa vængi, en aðrir verða einhverra hluta vegna að vera heima. Þeir geta lika gert ýmislegt, altént horft á sjónvarp og hlustað á út- varp, en þar verður ýmislegt til hátiðabirgða, eins og sést af dag- skránni á öðrum stað f blaðinu. Páskaveöriö Veðurstofan treysti sér ekki i gær til að gefa nákvæma spá fyrir alla páskadagana, en búizt var þo við, að snjórinn héldist fyrir norðan og vestan. Von er á sunnanátt bráðlega, sem liklega tekur upp allan snjó hér sunnan- lands fyrir helgina. Litillega mun hlýna i veðri um allt land, en þó ekki gera asahálku. Akureyri Ivar Sigmundsson, fram- kvæmdastjóri Hliðarfjalls, kvað allt þar til reiðu fyrir páskagesti. Raunar væru mjög margir komnir og hefðu notað nýfallna snjóinn siðan um helgi. 1 Hliðar- fjalli fer fram Unglingameistara- mót Islands á skiðum, og lengi var óttazt, að snjórinn léti ekki sjá sig. En nú er hann sem sagt kominn, og starfsfólk skiða- hótelsins hefur haft ósköpin öll að gera þessa vikuna, við að sinna gestum. Flugfélagið Svo mikið var aö gera hjá F.l. i fyrradag, aö simakerfið lét undan og samband náðist ekki i um klst. Sveinn Sæmundsson sagði okkur, að óskaplega mikið væri um að vera, bæði innanlands og utan, hjá félaginu. Þota verður i förum i dag milli Reykjavikur og Akur- eyrar og flytur mörg hundruð manns norður. Til Isafjarðar fljúga einnig mörg hundruð, og er langur biðlisti i hverja einustu flugvél, sem þangað fer fram að helgi. Þá flytur Flugfélagið einnig hundruö manna til sólar- land i páskaferðir. I sumri og sól Sifellt færist nú i vöxt, að. tslendingar fari utan um páska. Lauslega áætlað verða nú um 1000 manns erlendis i sérstökum páskaferöum ferðaskrifstofa, auk allra hinna, sem eru á eigin veg- um. Guðni i Sunnu sendi i gær 340 manns til sólarlanda i þotu Loft- leiða, leiguflugvél frá F.t. og annari frá BEA. Þá verða um 60 manns i Kaupmannahöfn á vegum Sunnu um páskana, og 40 manns i London. Sagði Guðni, að þetta væri með langmesta móti af páskaferðalögum til þessa. ísafjöröur A tsafirði fer skiöalandsmótið fram aö þessu sinni. Þar er nægur snjór i skiðalandinu, en litill niðri i bænum. Að venju verður mikið um að vera i mannlifinu i kring um mótið, skemmtanir, kvöld- vökur og dansleikir flest kvöld. Gullfoss er kominn vestur með 250 farþega, sem margir verða eftir á tsafirði, þegar skipið heldur norður fyrir og til Akur- eyrar, þar sem það liggur um helgina. t bakaleiðinni tekur Gullfoss svo þá sem eftir urðu meö sér til Reykjavikur aftur. t gær voru um 600 manns komnir með flugvélum til tsafjarðar, og verður flutningum haldið áfram i dag af enn meiri krafti. Fjölnir gaf 100 þús. í hjartabíl Lionsklúbburinn Fjölnir hefur gefið 100 þúsund kr. i söfnun Blaöamannafélags Islands til kaupa á fullkomnum sjúkrabil til minningar um Hauk Hauksson blaðamann. Formaður klúbbsins, Richard Hannesson, afhenti for- manni Blaðamannafélagsins upphæöina i gær. Þá er vitað, að margir starfshópar eru með söfnun i gangi innan sinna vé- banda, en eins og áður hefur verið getið, taka gjaldkerar dagblað- anna á móti framlögum í söfnun Blaöamannafélagsins. Ot i náttúruna Að venju halda þeir fjallafarar Guðmundur Jónasson og Úlfar Jakobsen uppi páskaferðalögum út i náttúruna. Að þessu sinni er hætt við að Grimsvatnahlaupið hafi einhver áhrif á Oræfaferðir, en þá verður bara gert eitthvað annað i staðinn. Með Guðmundi munu um 60 manns fara austur á bóginn um páskana, i Oræfi, Núpsstaðaskóg og ef til vill i Þórsmörk i bakaleiðinni. 80-90 manns eru i ferðum Guðmundar, og verður farið upp undir Jökul til að skoða hlaupið, siðani Meðal- land, Þykkvabæ og á Hjörleifs- höfða, auk fleiri staða, e.t.v. Sigöldu. Feröafélagið efnir til gönguferða um fjöll og firnindi alla páskadagana, i dag á Vifilsfell, á morgun i Lækjar- botna og á Sandfell, á laugardag i Bláfjöll á Páskadag á Helgafell og Valahnúka, og a annan páska- dag verður gengin strandganga frá Kúagerði. Þá efnir félagið til lengri ferða, til dæmis 5 daga i Þórsmörk, sem farið var i i morgun, og 2 1/2 dags ferð á sama stað. Fullt mun vera i báðar þessar ferðir. Vikuhátið á Selfossi Sæluvika Selfyssinga, eða Arvakan, eins og þeir nefna hana, hófst i gærkvöldi og mun öllum, sem leggja leið sina til Selfoss um páskana, gefast tækifæri til að skoða þar fjölda sýninga og skemmta sér við eitt og annað, og það verður satt að segja ekkert smávegis, sem Selfyssingar bjóða upp á. Árvakan stendur óslitið fram á mánudagskvöld, og er tilvalið fyrir þá Reykvikinga, sem ekki hafa fri alla páskaha, að skreppa þarna austur til háliða- brigða. Þeir, sem heima sitja Hér á undan höfum við talið upp það helzta sem ferðalangar gera um páskana. Þeir eru nú flestir farnir af stað og óskum við þeim bara góðra páska. En i Reykjavik eru margir, sem ekki fara neitt um páskana, ýmissa hluta vegna. Auövitað geta þeir skemmt sér lika. Eins og áður var minnzt á, er fjölbreytt dagskrá útvarps og sjónvarps i blaðinu, og ef menn vilja fara i bió eða leikhús, þá bendum við einnig á þeirra aug- lýsingar. Tónlistarlifið i borginni virðist vera fjölbreytt um hátiðarnar. Pólýfónkórinn flytur Mattheusar- passiuna i Háskólabiói á föstu- dag, laugardag og páskadag og skal tekið fram, að miðar, sem áttu aö gilda að hljómleikunum, sem fella varð niður i Háteigs- og Landakotskirkjum, gilda a laugardaginn. Niu einsöngvarar taka þátt i flutningunum. Þá er finnskur kór hér staddur, og syngur hann einnig i Háskóla- biói á laugardaginn kl. 2. Dóm- kórinn flytur passiu i Dóm- kirkjunni á morgun kl. 5, og er að- gangur ókeypis og öllum heimill. Jesús og „súperstjarnan" Aðfararnótt páskadags verður i safnarðarheimili Langholts- sóknar nýstárleg næturvaka. Það er- skiptinemar þjóðkirkjunnar, sem þargangastfyrir Jesú-vöku. Alla nóttina verður eitthvað á dagskránni, fylgzt veröur með pislarsögunni, rætt um málefni fanga og alkóhólista og um hjálparstarf kirkjunnar. Undir morguninn annast biskupinn helgistund. Súpa, kaffi og te verður á boðstólúm alla nóttina. A páskadagskvöld heldur ungt fólk samkomu i Tónabæ um páskahátíðina. Er þetta tilraun unga fólksins til aB flytja páskaboðskapinn á einlægan og óhefðbundinn hátt. A dagskránni verða erindi og tónlist, m.a. úr „Jesus Christ Superstar", flutt af verzlunarskólakórnum. Bæöi ungir og eldri eru þarna hjartan- lega velkomnir. Á skíði í nágrennið Eins og fram kom i spjallinu við veðurstofuna, er von á suðlægri átt og hlýnandi veðri og jafnvel úrkomu á suð-austurhorninu. Ef snjórinn skyldi þó haldast hér i grenndinni, er hægt að bregða sér á skiði skammt frá, til dæmis Fimmtudagur 30. marz 1972. ] suður i Bláfjöll, þar sem rísa á skiðaparadis Reykvikinga i ná- inni framtið. Fyrir þá, sem hyggjast fara i bilferðir út i bláinn, er vert að geta þess, að bensinafgreioslur eru i dag og á annan i páskum opnar frá 9.30 til 11.30 og 13-18. A laugardag verða þær opnar 'allan daginn, en lokaðar allan daginn á morgun og páskadag. Strætisvagnar En ekki eiga allir eigin bila, og þá er vert aö athuga með aksturs- máta strætisvagnanna, þvi að einhverntfma verða þeir bil- stjórar að eiga fri. Bezt er auð- vitað að eiga leiðabók, en þó er sitthvað i henni, sem gildir ekki núna. Til dæmis hefst akstur á morgun og páskadag ekki fyrr en kl. 13.00. Hina dagana er akstur eins og venjulega á helgidögum, og á laugardag eins og á venju- legum laugardegi. I dag og á mánudaginn aka Hafnarfjarðarvagnarnir eins og á sunnudögum, og á laugardag eins og venjulega. A morgun og Páskadag hef jast ferðir kl. 14.00. Kópavogsvagnar aka i dag frá 10-24,00 á morgun frá 2-24.00, Framhald á bls. 14 OSTA BAKKINN er einstaklega skemmtilegur og fjölbreytilegur réttur. Tilvalinn sjónvarps- réttur, daglegur eftirréttur, mi/li eða eftirréttur vió hátíðleg tœkifœri og sér- réttur á köldu borði. Reynið-ostabakka - það er auðvelt. Ostabakki Raðið saman á fat ostum og ávöxtum eða græn- meti og berið fram sem eftirrétt. Gott er að velja saman milda og sterka osttegund. Þegar ostabakki er borinn fram sem daglegur eftirréttur, eru tvær til þrjár osttegtindir settar á bakka ásamt einum til tveim tegundum af ávöxtum eða grænmeti, ost- stykkin borin fram heil, svo hver og einn geti skorið sér ostbita eftir vild. Á hátíðaborðið má skera oststafi, teninga og sneiðar af ýmsum osttegundum og raða smekk- lega á stóran bakka ásamt ávöxtum eða grænmeti. Á meðfylgjandi mynd má sjá: Gráðost, camembert ost, stykki af poit sallll tvær ostsneiðar vafðar upp ofah á ostinum, valhnetukjarna stungið í, tilsitterost skorinn í þykkar, þríhyrndar sneiðar, teninga af goudaosti ásamt grænum og rauðum kokkteilberjum, stungið í appelsínu og teninga af sterkum goudaosti með mandarínurifí. Ennfremur eru á bakkanum appelsína, banani, epli og vínber. Fallegt er að skreyta með grænu grænmeti, svo sem steinselju, dilli eða blaðsalati, þegar völ er á því. Ýmsa fleiri ávexti og grænmeti má hafa með ost- unum á ostabakka, svo sem hreðkur, tómata, agúrkur, ólífur, döðlur, gráfikjur, perur og ananas. Géfa-cp Am/ðiéalan fy

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.