Fréttablaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 42
7. maí 2004 FÖSTUDAGUR14 V i ð a r k ó D a l v e g i 2 8 • 2 0 1 K ó p a v o g u r S í m i : 5 1 7 8 5 0 9 • F a x : 8 7 2 1 9 4 2 S ta fr n of fs et pr en tu n: L E T U R P R E N T E r u m m e ð e i t t m e s t a ú r v a l s e m v ö l e r á á Í s l a n d i í g a r ð h ú s g ö g n u m . E i n n i g b j ó ð u m v i ð a l l a r s t æ r ð i r a f g a g n v ö r ð u t i m b r i t i l s m í ð i á s ó l p ö l l u m Heggurinn við Siggubæ er ekki stór þó gamall sé. Á innfelldu myndinni sést hvernig blóm heggsins líta út. ❃ [ ELSTA TRÉ HAFNARFJARÐAR ] Heggurinn við Siggubæ M yn d St ei na r Elsta lifandi tré í Hafnarfirði sem vitað er um er heggurinn sem stendur hjá Siggubæ við Hellisgötu. Í greininni „Trjárækt í Hafnar- firði“ eftir Gísla Sigurðsson segir: „Heggurinn í garði Sigríðar Er- lendsdóttur var gróðursettur árið 1913. Plantan var fengin frá Ein- ari Helgasyni í Gróðrarstöðinni. Einnig fékk hún reyniviðarhríslur en þær hafa ekki dafnað vel. Það var ekki fyrr en 1926 að hún setti niður lerkitrén, sem standa hvort sínum megin við gluggann á bæn- um.“ Umrædd lerkitré standa enn en ekkert bólar á reyniviðnum. Heggurinn við Siggubæ er ekki hávaxinn í dag og ekki er ósennilegt að það sem stendur af honum nú sé stofn- eða rótarskot upp af upp- runalega trénu. Heggur er af rósaætt og náskyldur ýmsum þekkt- um ávaxta- og berjatrjám eins og plómu- og kirsuberjatrjám. Hann er upprunninn í Evrópu og Norður-Asíu. Heggur laufgast frekar snemma og blómgast hér í júní hreinhvítum og ilmandi blómum í klösum. Stundum þroskar hann svört ber á haustin. Rakaheldinn og frjósamur jarðvegur á best við hann. Heggur getur orðið nokkrir metrar á hæð en verður ekki stórt tré og stundum aðeins stór runni. Hann er tilvalið garðtré og glæsilegur í blóma. Steinar Björgvinsson 1. Auður setur plöntuna niður gegnum svartan dúk til að veita henni yl og jafnan raka. 2. Íslensku jarð- arberin eru smá en góð. 3. „Ræturnar eru viðkvæmar,“ segir Auður Jónsdóttir garðyrkjufræð- ingur og býr sig undir að gróðursetja jarðarberja- plöntur. ❁ 3 Jarðarberjaplantan er af tiginni rósaætt og ber hennar eru meðal ljúffengra ávaxta móður jarðar. Hana er hægt að rækta á sólríkum stað í heimilis- garðinum eða við sumarhúsið. Natni er þó nauðsyn- leg ef góður árangur á að nást. Auður Jónsdóttir garðyrkjufræðingur er vel að sér um ræktun jarðarberja, sem og annarra mat- jurta. Hún segir plönturnar þurfa næringarríkan jarðveg. „Það má nota blákorn eða annan tilbúinn áburð. Enn betra er þó að blanda moldina með rotn- andi búfjáráburði og eilitlum sandi. Passa bara að sandurinn sé ekki saltur,“ segir hún. Þá er komið að gróðursetningunni. Þar mælir Auð- ur með því að setja plönturnar niður gegnum svart plast. „Þá heldur maður jafnari raka og plastið hitnar og veitir yl. Svo er maður laus við illgresið.“ Að sögn Auðar er rótarkerfið viðkvæmt. „Ef reyta þarf arfa kringum plöntuna er varasamt að gera það með sköfu,“ segir hún. Til eru mörg afbrigði af jarðarberjaplöntum, meira að segja eitt íslenskt sem sums staðar vex villt. Það ber smá en afar gómsæt ber. Auður segir allmörg erlend yrki hafa reynst vel hér og nefnir til dæmis Glima. Annað heitir Senga-sengana, með dökkrauð, stór og bragðgóð ber. „Þetta eru fínar sortir,“ segir hún. „Svo eru mánaðarjarðarber til. Þeim svipar til okkar íslensku jarðarberja. Þroska ber snemma og eru að langt fram á haust. Þau má nota sem þekjuplöntu, framarlega í beði,“ lýsir hún. Jarðarberjaplantan fjölgar sér með renglum en móðurplantan má ekki mynda of margar því að það dregur úr þroska berjanna. Því þarf að klippa þær af. Eitt enn. Til að tryggja góða uppskeru á plantan helst ekki að blómstra á fyrsta ári heldur þarf að klípa af henni bæði blóm og renglur fyrsta sumarið. Þá verður hún kröftug og launar umhyggjuna með blóðrauðum berjum næstu ár. gun@frettabladid.is Jarðarberjaplantan: Launar alúð með blóðrauðum berjum Fr ét ta bl að ið /G VA 1 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.