Tíminn - 30.03.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.03.1972, Blaðsíða 2
TÍMINN Fimmtudagur 30. marz 1972. „LITIÐ Ein" A LEIÐ UPP BRATTANN - Hafa nýlega sent frá sér fjögurra laga hljómplötu og ætla sér að gera stærri hluti áður en árið er á enda Ums/'ón: Einar Björgvin „Þeir ættu helzt að skipta um nafn, þvi þeir eru nokkuö meira en „Litið eitt" — þeir eru „tölu- vert" og væri það miklu betra nafn á þá. Þeim hefur farið mikið fram frá þvi ég heyrði i þeim siðast og eru nú orðnir sjálf- stæðari i stil, hættir að stæla Rió — en enn þá heyrir maður pinu- litið af gömlu Savanna-raddsetn- ingunum. Þó er ekkert vist að þeir taki eftir þvi" Þetta eru ummæli tiðinda- manns poppritsins Samúel & Jónina, um söngtrióið Litið eitt i Hafnarfirði, eftir að hann hafði hlýtt á það á Þjóðlagahátiðinni 1971, sem haldin var i Tónabæ i október s.l. Ekki hafa þó meölimir söngtriósins farið eftir uppástungu tiðindamannsins, þvi að enn þá heitir það Litið eitt og hefur nú haldið upp á tveggja ára afmæli sitt með útgáfu fjögurra laga plötu, sem er fyrsta platan, er söngtrióið sendir frá sér. Platan kom út fyrir röskri viku og stendur Tónaútgáfan að útgáfu hannar. Tekin upp á alls 15 timum undir stjórn Péturs Steingrims- sonar. „Við lærum á þessu" Þegar ég heimsótti þá félaga Steinþór Einarsson, Gunnar Gunnarsson og Hreiðar Sigur- jónsson i Litið eitt suður i Hafnar- fjörð um daginn var þessi plata það fyrsta, sem ég fékk að heyra hjá þeim. Lögin á henni heita Syngdu með, Ástarsaga, Endur fyrir löngu og Við gluggann. Þau eru öll erlend, nema það siðasta, en það er eftir Gunnar. Höfundur textanna við þrjú lögin nefnir sig Litinn Tritil, en strákarnir sögðu mér, að hann væri alls ekki svo litill hvað likamann snerti — og auðvitað er hann Hafnfirðingur. Textinn við Astarsögu er eftir Val Óskarsson. — Tveir aðilar hafa boðizt til þess að gefa út LP-plötu með okkur, en við höfum ekki treyst okkur til þess að fara út i slikt. Vildum fyrst gefa út plötu sem þessa til að fá reynslu. Við lærðum töluvert á þvi, að gefa þessa plötu út, sögðu þeir félagar i Litið eitt, eftir að við vorum búnirað hlýðaáplötuna og vorum að ræða um hana undir kók- drykkju. — Hvernig finnst ykkur sjálfum þessi plata? Hún er sæmileg, en margt mætti fara betur, við lærum sem sagt á þessu, sagði Steinþór og gat þess i leiðinni að platan væri i mono. — Við vissum hvað við ætluðum að gera og við fengum mestan hluta af þvi sem við vildum inn á plötuna, sagði Gunnar. „Meiri tíma til upptöku" — Það þarf meiri tima tiPupp- töku á svona plötum, sagði Stein- þór. — Við fengum 15 tima alls i stúdióinu. Platan var tekin upp i stiídiói Rikisútvarpsins, og þeim félögum bar saman um, að það væri mjög slæmt, hversu langan tima það tók að taka upp plötuna. t stað þess að taka hana alla upp i einu, eða þvi sem næst, hefði platan verið tekin upp i þrennu lagi á nokkrum dögum, þar eð önnur verkefni hefðu setið fyrir i stúd- ióinu. — Þetta er ferlegt, við vor- um af þessum sökum búnir að týna niður ýmsum hlutum, sagði Hreiöar Sigurjónsson Gunnar Gunnarsson Vegna sérstakrar fyrirgreiðslu KEMPER VERKSMIÐJANNA verða verð á KEMPER-heyhleðsluvögnum sem hér segir i mánuðunum 51» _____' ig 1 lfTTITTfTm BÆNDUR - KAUPFÉLÖG I 51 51 01 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 W Tegund DIAMANT SPECIAL K22 IDEAL 25 NORMAL G „NÝR" STÆKD 16 20 m m :> 24 m 28 m ! VERI) KH. m/SSK. 134 Púsund 174 Þúsund 179 Þúsund 1% Þúsund Timanleg pöntun tryggir þvi hagkvæmt verð og möguleika á afgreiðslu fraktfritt á nærliggjandi [=j skipaafgreiðslu. jd Allir KEMPER koma á stærstu hjólbörðum með Jgj hámarksöxulbreidd og stillanlegu beizli. jgj 13 HAGKVÆM GREEDSLUKJÖR H KaupSélögin Samband ísl. samvinnúfelaga íaEcraiii Ármula 3, Rvih. simi 38900 Steinþór Einarsson Steinþór. Til gamans gátu þeir félagar þess, að i sumar þegar þeir hefðu verið á ferðalagi um Þýzkaland og Austurriki með Lúðrasveit Hafnarfjarðar, hefðu þeir komið i mjög fullkomið stúdió, þar sem upptökumennir- nir hefðu sannarleg kunnað sitt fag — og svæðið þar fyrir áheyrendur var eins og Háskóla- bió. Eru að safna efni á LP-plötu Litið eitt hefur, eins og greint hefur verið frá, sent frá sér fyrstu plótuna sina — og hvað segja þeír nú um að senda frá sér LP-plötu? Þeir félagar voru sammála um, að nú treystu þeir sér til þess að senda frá sér slika plötu. Væru þeir nú að safna efni á hana og þegar væri nokkuð af þvi öruggt. Kváðust þeir hafa áhuga á þvi að hljóðrita plötuna i sumar, senda hana sem sé frá sér á þessu ári. Lögin orðin 50-60 Eins og fyrr sagði varö söng- trióið Litið eitt að raunveruleika fyrir tveimur árum, er þá miðað við fyrstu framkomu þess, en það var i tilefni 20 ára afmælis Lúðra- sveitar Hafnarfjarðar, sem sá atburður átti sér stað. Áður voru þeir búnir að kroppa saman i gitara i um eins ársskeið,með það i huga að koma fram sem söng- trió. A þessum tveimur árum hefur Litið eitt verið með 50-60 lög á skrá sinni og má telja það sæmilega útkomu. A þessum tveimur árum segjast þeir félagar hafa kynnzt mörgu. Stein- þór sagði fyrir þann tima, hefði hann komizt lengst austur að Klaustri, en nú væri hann búinn að fara landshornanna á milli til þess að skemmta fólki og mörgum kynnzt. „Eins og sjá sjómönnunum — Þetta er vertið eins og hjá sjómönnunum. Frá þvi i janúar og fram i marz er mikið að gera þvi að þá eru árshátiðarnar. Svo kemur 17. júni og verzlunar- mannahelgin. A milli er rólegt og er sá timi að sjálfssógðu notaður til æfinga, sögðu þeir þremenn- ingarum skemmtanastarfið. Þeir sögðust hafa verið i Atlavik i Hallormsstaðarskógi og i Vagla- skógi um siðustu verzlunar- mannahelgi — og nú þegar væri búið að hringja i þá að norðan tíl að fá þá til þess að skemmta um næstu verzlunarmannahelgi. — Þeir sögðu, að ágætt væri að skemmta fólki á árshátiðunum, Bezt væri að skemmta þvi, þegar maturinn væri snæddur, þá nyti fólkið þess bezt. — Hins vegar er

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.