Tíminn - 30.03.1972, Page 3

Tíminn - 30.03.1972, Page 3
Fimmtudagur 30. marz 1972. TÍMINN 3 vonlaust að skemmta fólki þegar það er orðið drukkið, sagði Hreiðar. Áhuginn að aukast Þeir félagar voru þeirrar skoðunar, að áhugi ungs fólks á þvi, sem söngtrióin hefðu fram að færa, hefði aukizt undanfarið. Skólarnir væru til dæmis farnir að standa fyrir þjóðlagakvöldum. Væru þau afar vel sótt og oft mjög vel heppnuð — og sama væri að segja um þjóðlagakvöldin i Tóna- bæ. Eins og fleiri listamenn voru þremenningarnir þeirrar skoðunar, að við þessa vinnu sina næðu þeir ekki hinu lögbundna timakaupi islenzka verkamanns- ins. Það væri meiri vinna við að geta komið fram og skemmt fólki, heldur en fólk yfirleitt gerði sér grein fyrir. Það þyrfti að finna góð lög til flutnings, fara til texta- höfundar og láta hann semja góðan islenzkan texta við lögin, reyna að radda þau o.s.frv. „Þá verðum við bara veikir7' — Ef okkur finnst við vera búnið að vera með sama pró- grammið of lengi, og við erum beðnir að koma fram, þá þykj umst við einfaldlega vera veikir og geta ekki komið fram af þeim sökum. Við viljum frekar hafa það þannig en spila útjaskað pró- gramm, sögðu þeir i Litið eitt þessu næst. Hins vegar tóku þeir fram, að þeir skiptu aldrei algjör- lega um prógramm, heldur bættu nýju og nýju lagi inn i það og tækju annað út i staðinn að sjálfssögðu. Um páskana ætlaði Litið eitt að skemmta á Isafirði, en sam- kvæmt upplýsingum þeirra félaga, er sú ráðstöfun nú farin út um þúfur, þar eð Ómar Ragnars- son færi þangað á vegum Sjón- varpsins svo og Arni Johnsen, sem fararstjóri á Gullfoss. Þar myndu þessir tveir skemmti- kraftar siðan skemmta, aðstand- endum skemmtanahaldsins að ferðakostnaðarlausu. „Erfitt að ná Savanna-tríóinu" Sagt hefur verið að Litið eitt væri likt Rió-trióinu — Það er kannski vegna þess að við förum á sömu slóðir og Rió, þegar við erum að leita að lögum til flutn ings, sögðu þremenningarnir m.a. um þann orðróm. Kváðust þeir hafa mikið dálæti á Peter Paul og Mary i þvi sambandi — svo og á Cat Mitchell og Kingston- trióinu. Um hið gamla góða Savanna- trió, sögðu þeir, að erfitt yrði að ná þvi. — Þvi verður ekki náð fyrr en við lesum nótur, sagði Gunnar og gat þess i leiðinni að þeir félagar væru að byrja að læra að lesa nótur. Að slikri kunnáttu yrði stefnt, ætluðu þeir á annað borð að halda áfram. — Það er hæpið að taka upp LP-plötu á 40 timum og vera með allt það sem á að fara á hana i kollinum, sögðu þeir. Að lokum tóku meðlimir Litið eitt fram, að þótt gaman væri að þessu öllu saman, létu þeirri skólann og einkalifið ganga fyrir. Þar með var stuttu samtali við Litið eitt lokið — og með þá von i brjósti, að söngtrióinu gengi vel upp brattann, var haldið til Reykjavikur á nýjan leik. -EB Vandaðar vélar borga sig bezt VALIÐ ER YÐAR Nútima búskapur byggist á vélum og því Ijóst að búreksturinn er orðinn háður gangöryggi og notagildi búvélanna. öryggi búsins og afkoma er undir þeim komin. Hagsýnir bændur velja því hagkvæmar vélar, vélarsem endastog hægt er að treysta áreftirár og bera þá enn i sér hátt endursöluverð. Fjölbreytt úrval af heyhleðsluvögnum: Krone 18 m3, 20 m3, 22 m3, 24 m3 o.s.frv. Verð frá kr. 145.000.00. Með KRONE-vögnunum má einnig fá mykjudrcifibúnað og alla vagnana má nota sem venjulega flutningavagna. Nýju HEUMA-sláttuþyrlurnar slá hraðar — slá betur. HEUMA-sláttuþyrlurnar hafa reimalausan og lokaðan drifbúnað, sem litils viö- lialds þarfnast, tvær tromlur með breiö -um burðardiskum slá upp i 30 gráðu halla, fullkominn öryggisútbúnað, bæðarstillingu með svcif frá 20 mm. til 80 mm. — Allar stillingar hand- liægar og auðveldar. Sláttugæðin framúrskarandi, jafnt i kafgresi sem á snöggsprottnum túnum. HEUMA-gæöi svíkja engan. — Panlið timanlega. LOFTKÆLDU DEUTZ-dráttarvélarnar full- nægja ströngustu kröfum. Hagsýnir bændur velja sér hagkvæmar vélar, þeir velja DEUTZ-dráttarvélar við sitt hæfi. HFHAMAR VÉLADEILD SÍMI 2-21-23 TRYGGVAGÖTU REYKJAVÍK Hin góðkunna HEUmR HEL hjólmúgavél hefur 6 tindahjól, bæði snýr og rakar. Við rakstur treður traktorinn ckki i heyinu. Vinnslubreidd 2.8 m. — Verð kr. 53.500.00.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.