Tíminn - 30.03.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.03.1972, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 30. marz 1972. TÍMINN ¥ þegar kom niður á Tungudalinn. Þá er ég farinn að þreytast og finna til sultar. Skiptir það engum togum, að yfir mig færist magn- leysisdrungi, svo að ég má mig naumlega hræra, dregst aðeins áfram tiu til tólf faðma i einu og hvili mig á milli. Að siðustu velt ég áfram i mjúkan skafl. Yfir mig kemur þægilegur svefnhöfgi, mér finnst sem ég hvili i mjúkri sæng og liður ákaflega vel. Veit ég ekki annað af mér fyrr en ég er hastarlega þrifinn upp úr skafl- ínum. Þar eru þeir komnir Ólafur i Arnkötludal og Guðjón Halldórsson í Heiðarbæ. Þeir höfðu þá verið á tófurölti eins og ég og komið á sömu förin. Þess vegna gengu þeir þarna fram á mig, þar sem ég lá i skaflinum, þvi nær meðvitundarlaus. Þeir studdu mig heim að Arnkötludal, og þar var ég hresstur við. Þessar svipmyndir eru ekki af neinum verulegum svaðilförum, en sýna þó, að viða geta leynzt hættur og erfiðleikar, þótt ekki þyki miklum tiðindum sæta og ekki háir boðar sem risa. Þó hygg ég, að talið mundi til tiðinda og kaílaðar erfiðar sam- göngur nú á timum, ef svo væri i haginn búið, að senda þyrfti átján ára ungling norðan frá Stein- grimsfirði suður um heiðar til að sækja olfu i Króksfjarðarnes, svo að hægt væri að kveikja jólaljósin þar norðurfrá. En þá þótti þetta varla i frásögur færandi, aðeins smávægiíeg óþægindi. Eitt sumar var ég á Hólmavik og i Tungugröf hjá Jakobinu Jakobsdóttur Thorarensen. Hiín var óvenjulega, dugandi og stór- brotin kona. Hún hafði verzlun, og átti því margur til hennar erindi. Ég hef 'alltaf tekið vel eftir þvi, sem fram hefur farið i kringum mig, og ég hafði gaman af að virða fyrir mér allt þetta fólk, sem þarna var á ferð, fram- komu þess og háttarlag. Mestu af þessu hef ég nú týnt niður. Þó voru þar tveir menn, sem ég man vel og mér fannst skera sig úr, hvað snerti virðulega framkomu og svipmikinn persónuleika. Það voru þeir Magnús Steingrimsson hreppstjóri i Holum og Matthias Helgason bóndi á Kaldrananesi. Allt fas þessara manna og yfir- bragð hlaut, að minum dómi, að gera þá öðrum eftirminnilegri. Við Steingrimsfjörð átti ég heima fram til ársins 1939. Þá fluttist ég suöur i Geiradal og var fyrstu fjögur árin þar hjá Ola Hallssyni á Brekku. Fór svo yfir ána og settist að hjá Sigurbirni Jónssyni bónda á Ingunnar- stöðum. Þar var ég siðan heimilismaður þangað til fyrir tveimur árum, að ég fluttist hingað suður vegna heilsubrests. Eftir að ég kom i Geiradal fór að kenna mig við Ingunnarstaði og hef gert það siðan ég fluttist þangað á heimilið. Hjónin þar, Sigurbjörn og Halldóra, reynd ust mér sérstaklega vei. Ég hef alltaf fengizt nokkuð við smiðar, og á Ingunnarstöðum byggði ég mér smiðahús og hamraði þá meðal annars hesta- járn. Siðast liðin rúmlega tvö ár hef ég verið mjög heilsutæpur og verið langdvölum sjúklingur á Landspitalanum. Þar hef ég notið þeirrar beztu aðhlynningar, sem sá getur kosið sér, er ekki gengur heill. Aldrei hef ég þurft að vola yfir þvi, að njúkrunarliði og læknar hafi ekki sýnt mér tillits semi og veitt mér þá hjálp og um- önnun, sem ég hef haft þörf fyrir. Þessa finst mér vert að geta, þvi að margur mun kvíða þvi, ef ör- lögin færa fótmál hans inn fyrir veggi sjúkrahussins. Og vist var ég einn i þeirra hópi. En þvi verður vart forðað, sem fram á að koma, og þá er gott að vita sig ör- uggan i góðum höndum. Þá hefur súgfirzka konan, sem verið hefur förunautur minn og búið mér heimili þessi siðustu sjúkdómsár, rétt hlut minn svo i lifsglimunni, að nú kviði ég engu. Guomundur Jónsson. BÍLASKODUN & STILLING Skúlaqötú 32. HJ0LASTILLIN6AR MÚTORSTIUINGAR LJÓSASTILLINGAR Látið stillá i tjma. 4 * o I Fljót og örugg þiónusta. I #SÍBS Endurnýjun DREGIÐ VERÐUR MIÐVIKUDAGINN 5. APRÍL AuglýsítT í Tí tnanum Já9 gjörið þið Reigiiið viðsMi>tin jjj+^^i^™,.,,; .wvp**- Saiiisíin er C90> 31400 Verksmiðjuafgreiðsla K E A annast heildsöluafgreiðslu á vörum frá framleiðsludeild- um félagsins. Með einu sím- tali getið þér pantað allt það, sem þér óskið, af fjöl- breytilegri framleiðsluþeirra, landsþekktar úrvalsvörur, — allt á einum stað: Málningarvörur og hreinlse't- isvörur frá Sjöfn, kjöt- og niðursuðuvörur frá Kjötiðn- aðarstöð KEA og hangikjöt frá Reykhúsi KEA. Gula- bandið og Flóru-smjörlíki, Braga-kaffi og Santos-kaffi, Flóru-sultur og safar, brauð- vörur frá Brauðgerð KEA, ostar og smjör frá Mjólkur- samlagi KEA, allt eru þetta þjóðkunnar og mjög eftir- sóttar vörur, öruggar sölu- vörur, marg-auglýstar í út- varpi, sjónvarpi og blöðum. Innkaupastjórar. Eitt símtal. Fljót og örugg afgreiðsla. Kynnið yður kjörin og reyn- ið viðskiptin. Síminner (96) 21400. BRAUÐ GERO UuTMWtWISlOO tm REYK HÚS SMJORLIKIS GERÐ VERKSMIÐJUAFGREIDSLA K-E-A AKUREYRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.