Tíminn - 30.03.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.03.1972, Blaðsíða 6
Fimmtudagur 30. marz 1972, TÍMINN -------- ■r-; . ■ I heimsókn að Hulduhólum Við ökum eftir Vesturlandsvegi i átt frá borginni. Til vinstri hand- ar er gamalt hús, sem á siðustu þrem árum hefur verið gert upp og þvi breytt. Héðan er fegursta sjávarsýn, og hægra megin þjóð- vegarins er steinsnar upp i fjöll. Við erum komin að Hulduhólum, vinnustofu og heimili listamann- anna Steinunnar Marteinsdóttur, leirkersamiðs, og Sverris Haraldssonar, listmálara,og fjöl- skyldu þeirra. Uppi á þaki er málarinn sjálfur að leika sér að flugdreka. Það er hans aðferð til þess að fá sér friskt loft þessa dagana. Okkur er boðið inn. Gömlu fjósi hefur verið breytt i rúmgóða vinnustofu fyrir Steinunni, þar sem hún einnig hefur námskeið i leirmunagerð, sem hefur verið vinsæl tómstundaiðja undanfarin ár. Gamalli hlöðu hefur verið breytt i stóra, bjarta stofu og loft byggt yfir hana, þar er vinnu- stofa Sverris. Hér væri hægt að skyggnast um sali dögum saman. Málverk hylja alla veggi. „Fæst af þessu er búið”, segir Sverrir, ,,Ég nota það til að hylja auðu veggina, þangað til ég tek til við hvert og eitt málverk á ný”. Hvers kyns leirmunir eru einnig um allt, vasar, könnur, krúsir. Sumt ber þó meiri svip af skúlptúr heldur en notagildi. t sumum leirker- unum eru hverskyns pálmatré, sem setja ásamt ýmsum munum austurlenzkan blæ á heimilið, ennfremur blóm og jurtir, en ræktun þeirra er tómstundaiðja húsmóðurinnar. Og Sverri er fleira til lista lagt en að mála myndir, hann sker i tré, úrfjaðrir verða að skemmtilegum grip i höndum hans, og honum detta i hug athæfi eins og að bera heljar- stórt birkitré inn i hús og taka börkinn af þvi til hálfs. Nokkur skipslikön eru lika i ibúðinni, m.a. eitt i smiðum uppi á lofti. ,,Ég málaði yfir mig um daginn og fór þá á fást við þessa ”skipasmiði”, sagði Sverrir. Þaö aö byggja Talið berst að húsbyggingum, eftirlætisiþrótt islenzku þjóð- arinnar. Sverrir og Steinunn eru nú búin að koma sér upp góðri vinnuaðstöðu, en það var ekki tekið út með sældinni. Heilan vetur gat Sverrir ekki málað, þvi að þau voru búin að láta fyrri vinnustofu hans af hendi. Hann var þá smiðunum til aöstoöar og beið eftir að iðnaðarmennirnir kæmu. Sverrir: ,,Sá sem stendur i húsbyggingum fær taugaáfall svona tvisvar þrisvar á dag. Sú reynsla temur manni visst kæru- leysi, sem er ágætt. Það er til- gangslaust að vera aö ergja sig yfir smámunum. Og sennilega er ennþá verra að eiga ekki hús, heldur en að eiga hús. En það gerði ekki til þótt það væri aðeins minna fyrirtæki að koma sér upp þaki yfir höfuðið. „Sverrir var niðurbrotinn mað- ur þennan vetur”, segir Steinunn, „og ég varð þreyttari af að hlusta á hann i hálftima heldur en eftir að kenna allan daginn”. „Við hefðum sennilega aldrei lagt i að byggja upp gamalt, ef við hefðum vitað út i hvað við vorum að fara, en nú er þetta afstaðið, og við hefðum aldrei leyft okkur að hafa svona mikið húsrými, ef um ný- byggingu hefði verið að ræða”. „Það er ómetanlegt að vera hér úti i frjálsri náttúrunni en ekki klesstur inni i borg með útsýni aðeins inn um giuggana hjá ná- grönnunum. En vegamála- stjórnin gerðiokkur óleik með þvi að breyta áformum sinum um lagningu nýja Vesturlandsvegar- ins, hann átti að vera hér talsvert fyrir neðan, en nú er verið að leggja hann skammt frá gamla veginum, en þó aðeins fjær okkur, til allrar hamingju. Hér er gifur- leg umferð og mikill hávaði frá veginum og stundum aurburður. Vonandi lagast það eitthvað þegar vegurinn færist ögn fjær. Fullorðnir þurfa lika ómstundaiðju Það var ætlunin að ræða við þau hjón um starf þeirra, og við tök- um Steinunni fyrst tali: „Ég er að drukkna i námskeið- um. Það er dálitið misjafnt hvað þau eru eftirsótt, en yfirleitt er mikið að gera á þessum tima árs. Mér finnst starfsemi eins og námskeið i leirmunagerð þörf. Það eru ekki aðeins unglingarnir, sem eiga sér vandamál heldur lika fullorðna fólkið. Það er vissu- lega þörf á að hugsa svolitið fyrir tómstundum þeirra, sem ekki eru á skólaaldri. Flestir sem koma á námskeið til min fá verulega út- rás i þessu starfi. Þótt þetta fólk sé ekki endilega sérlega listrænt, leynist eitthvað með þvi flestu. Leir er svo þægi- legt efni viðfangs, að allir geta eitthvað. Meiri hluti fólksins skapar ekki nein listaverk á nám- skeiðunum, enda er ekki við þvi að búast. En innan um er alltaf skemmtilegt fólk, og skemm- tilegir hlutir koma lika út úr þessu starfi. Mér gengur illa að fá suma til að vinna sjálfstætt, enda hefur litið verið gert- til þess að örva fólk til þess i skólum hér, og þvi eðlilegt, að það sé þvi óvant. Meirihluti nemenda minna eru konur, sem margar eru vanar hannyrðum. Þær hafa yfirleitt áður unnið eftir munstrum og vilja fá ákveðnar hugmyndir að vinna eftir. Ég reyni hins vegar að forðast að láta það eftir þeim, en það vill ganga misjafnlega, og hlutirnir, sem búnir eru til, verða gjarnan keimlikir, en engu að siður margir snotrir”. „Ég minnist þess, að i fyrra barst frétt um,að fólk gæti fengið blýeitrun af að leggja sér til munns mat eða drykk úr leirilát- um. Ert þú að stofna nemendum þinum i lifshættu með þvi að leyfa þeim að gera sér bolla og annað þess háttar úr leir?” „Nei, það er allt i lagi með leir- inn, sem ég brenni. Þessi hætta er einkum fyrir hendi ef notað er mjög lágbrennt keramik. Ég brenni leirmunina við 980—1020 gráðu hita, og það á að vera öruggt. Og ég er búin að drekka úr keramikbollum eftir sjálfa mig i 10—20 ár, Það ætti að vera nokk- ur trygging”. íslendingar kunna að meta leirmuni „Fólkið er yfirleitt ánægt með að vinna á námskeiðunum og með hlutina, sem það gerir. Það er farið að aukast að karlmenn vilji læra þetta. Það var t.d. heilmikið af strákum hér i vetur. Konur úr kvenfélaginu i Mosfellssveitinni hafa verið hjá mér, vistmenn af Reykjalundi og margir fleiri úr sveitinni. Ég fer litið út i tæknilegu hlið- ina á leirmunagerð. Þannig brenni ég og glerja allt sjálf fyrir nemendurna. Það er þvi miklu meiri vinna i kringum þetta en sjálfar kennslustundirnar. Ég hef fremur litinn brennsluofn og verð að brenna á hverri nóttu. Þótt ég taki enga nemendur I svo sem mánaðartima, eins og ég geri stundum, stendur það venjulega á endum, að ég er að ljúka við að brenna afurðir gömlu nemend- anna þegar nýir koma. Ég er undrandi á þvi, hve mikið selst af leirmunum hér á landi. Islendingar virðast kunna vel að meta slika gripi. Annars framleiði ég ekki á markað núna. Ég var orðin þreytt á þvi. Ef leir- munaframleiðsla á að vera lif- vænleg, er nauðsynlegt að senda frá sér magn, og það sem selst er ekki alltaf það, sem mann langar að gera. Smáhlutir seljast t.d. einna bezt. //Þetta er þessi stofulist" Núna vinn ég þegar ég hef tima „Fólk hefur gefið okkur ótal ráð um hverskyns búskap og atvinnurekstur, sem það telur tilvalið að iðka hér i sveitinni. Við reyndum við hænsnarækt en gáfumst fljótlega upp. Hænsnin ætluðu alveg að æra okkur.” Steinunn Marteinsdóttir,leikkerasmiður,og Sverrir Haraldsson,listmálari, láta sér þvi nægja að vinna af kappi hvort að sinni grein i nýjum vinnu- stofum i Mosfellssveit. ElElE1ElElElElE]E)ElElElElEli3|b|ElSlblElElElEflElb|blb|b|ElElEli3|i3H3ji3]b]l3][3]l3lb]b|El 01 B1 B1 01 01 01 01 01 01 01 01 01 01 01 01 01 01 01 01 01 01 01 INTERNATIONAL 354 Eigum fyrirliggjandi International 354 - fullkomna heimilistraktora Á AÐEINS KR. 290 ÞÚSUND AAEÐ GRIND Góð varahlutaþjónusta og greiðslukjör MUNIÐ STOFNLÁNAUMSÓKNIR Kaupfélögin & Samband ísl. samvinnufélaga Véladeild Ármúla3, Rvík. sími 38 900 10 10 10 10 10 10 10 10 10 10 10 10 10 10 10 10 10 10 10 10 10 10 ElElEU3lb]E]ElElElElElElElElb|blElElElElElElb|blB)ElElElEU3U3lElElElE]EJE]ElElEjElEl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.