Tíminn - 30.03.1972, Qupperneq 7

Tíminn - 30.03.1972, Qupperneq 7
Fimmtudagur 30. marz 1972. TÍMINN 7 RUGGUSTÓLAR SELSKINN OG SALUN ÁKLÆÐI ATON-umboðið: ÓÐINSTORG Bankastræti 9 Sími 14275 Sendum gegn póstkröfu og sanka þessu að mér og ligg á þvi eins og ormur á gulli, læt helzt ekkert frá mér. Mér finnst vont að missa hlutina frá mér, missa tengslin við það, sem ég er að gera. Það er óþægilegt að hafa ekkert i kringum sig, sem maður hefur áður gert. Það er au.veldara að betrumbæta verkin, gera til- raunir og þreifa sig áfram, ef maður hefur eitthvað, sem maður hefur áður gert nálægt sér. Ég bý einkum til hluti, sem má nota til einhvers, en þarf þó ekki nauðsynlega, þeir geta einnig staðið án þess. Það er þessi stofu- list, sem sumir skammast mest yfir. Þeim finnst vist óheillavænleg þróun, að list skuli höfð i stofum. En ég get ekki varizt að telja það þröngsýni. Ég skil ekki að máli skipti, hvort listaverk eru höfð i stofum, á berangri eð annars staðar. Myndlist stendur og fellur með myndrænu gildi sinu”. Málar nafn- lausa steina og eitthvað af þúfum Og við vikum okkur að Sverri ogkröfðum hann sagna: „Mér vinnst betur hér en á gömlu vinnustofunni, nýtast bet- ur handtökin. Það má venjast öllu, og mér tókst að mála þótt þröngt væri á gamla staðnum. Gott húsnæði gerir sjálfsagt ekki útslagið þótt ekki sé það verra”. . . „Breyting? Fólk segir mér stundum að verk min séu að breytast, en ég tek ekki eftir þvi. Eins og er mála ég mest nafn- lausa steina og eitthvað af þúfum. Fyrirmyndirnar eru hér i ná- grenninu og stundum geri ég upp- kast úti”. . . „Jú, ég sýndi siðast i Mennta- skólanum fyrir 2—3 árum. Ég dreg yfirleitt eins lengi og ég get að halda sýningu. Ætli sú næsta verði ekki þegar ég kem mynd- unum ekki lengur fyrir. Það< væri gaman að sýna næst i Mynd- listarhúsinu á Miklatúni, ef það verður tilbúið. Samt er nauðsynlegt að halda sýningar. Maður er ekki laus við myndirnar fyrr. Sýning er nokk- urs konar kapitulaskipti. Þetta er eitthvað, sem verður að gerast, alveg eins og að taka til á vinnu- stofunni. Heyrðu annars! Á dögunum kom hingað i heimsókn bóndi. Hann sá hjá mér eitthvað af myndum, og þegar hann var bú- inn að lita yfir þær sagði hann: „Það verður gaman að sjá mynd- irnar þegar þú ert farinn að mála almennilegt landslag”. Skemmtun í skammdegi Listfræðingar ættu að athuga þetta með landslagið, núna þegar listamenn og list eru svo mjög i tizku. Skemmst er að minnast umræðna listamanna og úthlut- unarnefndar i sjónvarpinu um listamannalaun. Þær voru fin skemmtun. Ég vil gjarnan koma hérá framfæri tillögu um,hvernig listam annalaunum væri bezt varið að minu viti, ef ekki má sieppa þeim alveg. Mér finnst að makar listamannanna ættu að fá NÝTT FRÁ ATON þessa styrki i verðlaun fyrir að tolla i hjónabandi með þessum aumingjum. Það hlýtur að vera erfitt að vera lokaður inni með fólki, sem er sikvartandi yfir þvi hve illa sé farið með það. Lista- menn eru margir haldnir sjálf- svorkunn. Ef kollegarnir fretta að ein- hverjum listamanni gangi vel, hafi gert þokkalegt listaverk, eða selji vel, mætti halda að þeir brygðust þannig við, að þeir ósk- uðu þessum félaga sinum til hamingju og gleddust yfir fram- gangi listarinnar. Nei, það er af og frá. Þeir drepa hann. Og ekki er gengið hreint til verks, heldur grafið undan honum með rógi og svivirðingum. Mér fannst listamennirnir standa sig fjandi aumlega i sjón- varpsþættinum. Þeir voru ekkert nema kveinstafirnir. Einn eða tveir þökkuðu jú fyrir sig, en þeir gerðu bara svo afskaplega mikið að þvi. Það skein svo i gegnum allt, að hver og einn hugsaði fyrst og fremst um sjálfan sig. Öneitanlega er úthlutun lista- mannalauna visst skemmtiatriði i skammdeginu, en býsna dýrt skemmtiatriði óneitanlega. Við getum ekki átt svona marga listamenn" Listamannalaunin styðja fyrst I og fremst meðalmennskuna og það sem er þar fyrir neðan. Þeir sem fá listamannalaun eru það 1 margir, að óhugsandi er að við eigum svo marga listamenn. . Listamannalaunin eru það lág, að þau skipta ekki máli fyrir alvarlega listamenn, þeir hafa það af og halda áfram að vinna, hvort sem þeir fá þau eöa ekki. Þau muna ekki þvi. En það er vafamál, hvort ýta eigi undir sunnudagslistamenn- ina, hálfkæringinn, i eins rikum mæli og gert er. Það er ekki fyrr en á þritugs, fertugsaldri að sést hvað verður úr mönnum og hvort þeir hafa úthald eða ekki. An listamannalauna gæfust kannski þeir upp, sem eiga að gefast upp. Það er ekki rétt að hlaða of mikið undir hálfkæringinn. Það geta ekki allir gerzt bankastarfsmenn og listamenn. Ekki lifum við með þvi móti. Listamenn hér á landi hafa það ekki verra en aðrir að mörgu leyti. Það selst t.d. griðariega mikið af málverkum. Ef þeir sem þiggja listamanna- laun neituðu i nokkur ár að taka við þeim, væri kannski hægt að byggja fyrir sömu peninga heilt listasafn. Ég gæti trúað,..að það væri betra fyrir listina. Og launin eru ekki það mikil, að þau skeri úr þvi, hvort listamenn lifa eða deyja. En eins og ég sagði áðan, hef ég mestar áhyggjur af mök- um þeirra”. ,,Ætli þaö sé nógu gott?" „Hvað segirðu um myndlist, sem kannski vekur athygli manns og tekur til meðferðar vandamál nútimans, en er þannig að flestir geta ekki hugsaðsér að hafa hana á heimilum sinum?” „Jú, hún getur náttúrlega verið á söfnum. En ætli það sé nógu gott, ef myndlist er t.d. ljót og veki þannig andstyggð? Fegurð hefur bætandi áhrif á fólk. Og sannleikurinn er sá, að mikið af slikri myndlist nútimans er illa gert. Og með illa unnum verkum vinnur listamaður málaralistinni ekki gagn. Að minu áliti eru aðrar listgreinar heppilegri til að vekja athygli á . vandamálum og vekja sterk áhrif, svo sem kvikmyndir og ljósmyndir. Það er mikið kappsmál margra ungra myndlistarmanna að forð- ast að vera gamaldags. Þetta finnst mér misskilningur. Þeir eru sifellt að fylgjast með nýj- ungum og breytingum i listinni, en getur það ekki orðið til þess, að þeir geri aldrei neitt sjálfstætt?” SJ KULDAJAKKAR úr ull nieð loðkraga komnir aftur LITLI-SKÓGUR á horni Hverfisgötu og Snorrabrautar. B1 51 51 (i 51 v 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 ÁBURÐARDREIFARINN SEM HENTAR ÖLLUM NÝR NEW IDEA - ENDURBÆTT SMIÐI Auðveld isetning dreifimönduls. Laus botn, sem auðvelt er að endurnýja. Vatnsheld lok — auölosanlegt. Engin horn, auðveld hiröing. Beizli, sem gerir kleyft aö draga herfi eftir dreifaranum. Sérstök ryðvörn — eykur endingu dreifarans. Hjólatengsli eru þannig, að auðvelt er aö stööva dreifimöndul. illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllUj 1 NEW IDEA 1 I DREIFARI | | Fyrirliggjandi til afgreiðslu strax alllllllllllllllUlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllÍ NEW IDEA TVÆR STÆRÐIR GERÐ E—101 GERD E—121 Þyngd Rúmtak Vinnslubreidd Mesta breidd Breidd milli dreifigata Dreifihæð Vcrð 265 kg 0.484 m3 3.05 m 3.55 m 15.2 cm 0. 25 m 55 þús. 306 kg 0.580 m3 3.66 m 4.17 m 15.2 cm 0.25 m 60 þús. KaupSélögln & Sambattd isl. samvinnufélaga Véladeild Ármula 3, Riiik. simi 38900 ^ÍADf> 15 15 15 15 15 15 15 15 15 L5 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 hi15

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.