Tíminn - 30.03.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.03.1972, Blaðsíða 8
TÍMINN Fimmtudagur 30. marz.1972. wm » Wp' ' i>< ; -' ' 'tH * ,*, ¦¦¦-¦ ft;'-flMK :llfiWfc- :[:¦; ¦ ¦¦¦ i% ' *»; O'Connell Street, Austurstræti Dýflinnar, þar sem harðast var barizt I uppreisninni. Pósthúsið, þar sem aðalstöðvar uppreisnarmanna voru, er til vinstri á myndinni. t augum irsku þjóðarinnar er þaö nú helgi- dómur. • voru óánægðir með margt af hans hálfu en vonuðu hinsvegar að úr því mætti bæta með lempni. Þeir, sem létu sér detta i hug algeran skilnað við Bretland voru álitnir óábyrgir öfgamenn. Sizt af öllu datt þorra tra i þá daga i hug að fá málum sinum framgegnt með vopnaðri byltingu. Almenningur hneigðist að jafnaði til ihaldssemi eða hægfara umbótastefnu i stjórnmálum og verður þá fyrst byltingarsinnaður er hann finnur sjálfum grundvelli tilveru sinnar ógnað. Og i Irlandi þeirra tima fór hagur manna batnandi, þótt margir byggju enn við þröngan kost. Irska lýðveldisbræðra- lagið og Samband flutningaverkamanna nutu að tiltölu viö fólksfjölda liklega ekki meira fjölda fylgis en Fylkingin og álika samtök á íslandi nú til dags. Plógur og stjörnur Engu að siður ákvað æðsta ráð Lýðveldisbræðra- lagsins að hefja vopnaða uppreisn einhverntima meðan á striðinu stæði og þiggja til þess alia hugsan lega aðstoð frá Þýzkalandi. Bæði var, að forustumenn bræðralagsins töldu heimastjórnina ná of skammt og eins hitt, að þeir efuðust um að hún kæmist nokkurn- tima á laggirnar, vegna andstöðu Carsons og refja margra brezkra frammamanna, einkum i Ihalds- flokknum, sem þótti með þessu alltof langt gengið til móts við kröfur Ira. James Connolly, leiðtogi Trans- port and General Worker's Union og irska borgara hersins, hafði einnig uppreisn ihyggju. Fram til þessa hafði ekkert samband verið á milli hans og Lýðveldis- bræðralagsins, en nú tóku forustumenn þess hann i sinn hóp. Liðsmenn beggja sjálfboðaherjanna klæddust grænum einkennisbúningum, þareö græn't er talinn litur írlands, og borgaraherinn hafði i merki sinu plóg og stjörnur. Af þvi merki'tók Sean O'Casey nafn á leikrit sitt, sem gerist i uppreisninni og sýnt var i Iðnó i vetur við miklar vinsældir. Um siðir var ákveðið að hefja uppreisnina á páskum 1916, og voru aðalleiðtogarnir þeir Padraic Pearse og Dagur þorleifsson: Páskauppreisnin í Dublin 1916 „But where can we draw water", said Pearse to Connolly, ,,When all the wells are parched- away?" ,,0 plain as plain can be There's nothing but our own red blood Can make a right Rose Tree". Yeats. Yfirstandandi átök I Noröur-irlandi hafa orðið til að rifja upp fyrir mönnum fyrri atburði irskrar sögu, sem flestir höfðu að mestu gleymt, þött sumir þeirra at- burða séu ekki ýkja langt undan i mistri liðinna tlma. Páskauppreisnin I Dublin er eitt slikt atvik. Af- leiðingar hennar urtíu endalok enskra yfirráða I mestum hluta frlands, en þær aðstæður, sem hleyptu henni af stað — illsættanlegar móthverfur mót- mælenda og kaþólikka I Ulster — eru enn fyrir hendi og hafa nú öðru sinni hleypt trlandi I bál. Leynifélag og verkalýðs samtök Þegar heimsstyrjöldin fyrri hófst 1914 hafði brezka þingið, þar sem frjálslyndi flokkurinn þá hafði meiri- hluta með stuöningi irska heimastjórnarflokksins, seint og um siöir samþykkt.að Irland fengi heima- stjórn, en sú hafði þá verið aöalkrafa irska þjóðernis- sinna um nokkurra áratuga skeið. Sú samþykkt leiddi til þess, aö mótmælendur Norður-Irlands, eitthvert þrjóskasta fólk i gervallri heimsbyggðinni, rauk upp til handa og fóta. Þetta fólk-að stofni til einkum afkom- endur skozkra innflytjenda og hafandi sér að andlegu leiðarljósiskozka kalvinsku, mótmælti þviharðlega,.að Irland fengi heimastjórn, þareö það myndi þýða aö þeir — mótmælendurnir — kæmust undir yfirráð kaþólikka, sem til þessa höfðu orðið að bera höfuöið öllu lægra en þeir/Home Ruleþýðir Rome Rule.var eitt vígorð mótmælenda og þeir lýstu sig reiðubúna að fara i strið við Stóra-Bretland til að fá að vera áfram hluti Stóra-Bretlands. Leiðtogi þeirra var Sir Edward Carson, blóðrlkur. ljóndjarfur, kjarnyrtur og há- vaðasamur. Hann kom á fót miklum her sjálfboðaliða til að berjast fyrir óbreyttu ástandi ef með þyrfti, fékk vopn frá Þýzkalandi og fór hvergi dult með. Irar dáðu hann allir sem einn. Jafnt mótmælendur og kaþólikkar, sambandssinnar og heimastjórnarmenn. Þeir fyrrnefndu voru reiðubúnir að ganga I gegnum eld og vatn að boði hans og þeir siðarnefndu höfðu það eitt við hann að athuga, að jafn geiglaus vikingur skyldi ekki vera þeirra megin i barattunni. Þeir létu ekki heldur á sér standa að taka hann til fyrirmyndar. „Aöeins eitt er hlægilegra en Órans- maöur með riffil, og þar er riffilslaus þjóðernissinni", sagði Padraic (Patrick) Pearse. Um þær mundir var róttækustu irsku þjóðernissinnana einkum að finna i tveimur hópum. Irska lýðveldisbræðralaginu (Irish Republican Brotherhood) og Transport and General Worker's Union, sem voru langöflugustu verkalýðs- samtök Irlands og höfðu að nokkru hliðstæðu hlutverkí aö gegna i irskri verkalýðsbaráttu og Dagsbrún i islenzkri. Þessir tveir hópar voru allólikir. Lýðveldis- bræðralagið var stofnað skömmu eftir miðja nitjándu öld af Irskum innflytjendum I Norður-Amertku. Það var leynifélag harösnúinnai bióðernissinna, sem hafði á stefnuskrá sinni að vinna aö sjálfstæði írlands meö hverju tiltæku ráði. Að þvi stóö einkum millistéttárfólk og menntamenn, sem margir voru fullir aðdáunar á hinni keltnesku fornmenningu tra, er þa var mjög I tizku, 1893 hafði Geliska félagið (Gaelic League) verið stofnað til að blása Hfsanda I nasir Irsk- unnar deyjandi og skáld og leikrita höfundar eins og Yeats, Singe og Lady Gregory flykktust undir merki þessu. Ahugi bræðralagsmanna á þjóðernismálum var hinsvegar takmarkaður. öðru máli gegndi um Transport and General Worker's Union. Þvi var st- jórnað af sósialistum, sem vildu ekki einungis- írland frjálst, heldur og róttæka breytingu á fálagsháttum þar. Liðsafli uppreisnar manna Báðir þessir aðilar komu sér nú upp vopnuöu sjálf- boðaliði til að standa ekki berskjaldaðir gegn viga- mönnum Carsons, enda benti margt til þess aö brezki herinn yrði tregur til atlögu gegn þeim. írska Lýð- veldisbræðralagið hleypti af stokkunum :irski Volunteers, Irsku sjálfboðaliðunum, en af hálfu verk- lýðssamtakanna kom fram Irish Citizen Army, írski borgaraherinn, sem raunar var upprunalega stofnaður til að verja verkamenn fyrir lögreglunni I Dublin, sem komið hafði fram af miklum ruddaskap i verkfalli flutningaverkamanna 1913—14. Þannig stóðu málin, þegar hjálmbryddir herskarar Þýzkalandskeisara æddu inn i Belgiu f jórða ágúst 1914. Astandið i trlandi haföi valdið miklu uzn að gefa Vilh- jálmi öðrum og ráðgjöfum hans kjark til þeirrar inn- rásar. Þeir gerðu sér vonur um að irska vandamálið væri Bretum slikur höfuðverkur að þeir sæu sér ekki fært að leggja úti heimsstyrjöld, þar sem allt yrði lagt undir. En þar misreiknaði keisarinn sig herfilega, Bæði Sir Edward Carson og Redmond, leiðtogi Irska heimastjórnarflokksins og langáhrifamesti stjórn- málamaður tra þá, lýstu yfir fullum stuöningi við Bretastjórn, og ekki var annað hægt að sjá en að þorri landa þeirra væri á sama máli. Irskir æskumenn létu skrá sig sjálfboöaliða i brezka herinn engu ógreiðlegar en enskir, og er talið, að ekki færri en tvöhundruð þúsund þeirra hafi verið komnir undir fánana hjá Jóni Bola áður en lauk. Sannleikurinn var lika sá, að um þessar mundir rikti minni beiskja og úlfúð i samskiptum Englendinga og tra en lengstum áður. Brezk stjórnarvöld höfðu þá um hrið fylgt þeirri stefnu i skiptum við tra,. sem auðkend var með orðunum ,,to kill Home Rule with kindness," er höfð voru eftir Balfour lávarði, þeim hinum sama er siðar varð frægur og alræmdur fyrir yfirlýsinguna um þjóðarheimili i Palestinu Gyðingum til handa. Ýmsar ráðstafanir voru gerðar til að bæta hag fbúa ír- lands, sem til þessa hafði verið eitt argasta fátæktar- bæli i álfunni allri. Ein happadrýgsta ráðstöfunin var sú að gefa Irskum bændum fært að eignast 'sjálfir ábúðarjarðir sinar með góðum kjörum, en áður höfðu þeir búið við hroðalegt ánauðarok störjarðeigenda, sem voru spilltastiog viðurstyggilegasti hluti brezka aðalsins. Þar við bættist auðvitað.að sjö alda ensk yfir- ráö hófðu gert Irá enska'aö vérulegu leyti, Þrátt fyrir öflugt og ódrepandi þjóðlegt viðnám þeirra. Rangt væri auðvitað að segja að þeir elskuðu enskinn: þeir Connolly, sem gerður var yfirhershöfðingi uppreisnar- manna. Þessir tveir menn voru ólikir um flest. Pearse var þá rúmlega hálffertugur að aldri. Hann var enskur i föðurætt og alinn upp vip góð kjör, rómantiskt skáld, sem þegar I æsku sór þess eið að frelsa írland eða déyja ella I striði vtt Englendinga. Hann var málsnjall með afbrigöum, meinlætamaður, sem hvorki leit við áfengi, tóbaki né kvenfólki, en lifði stöðugt i end urminniingunni um unnustu sina, sem dáið hafði i æsku. Hann var fullur hrifningar á fornmennsku tra, sem getið hafði af sér jafn merkileg verk og Book of Kalls og Cong-krossinn, og um siðir var svo komið, að hann lifði og hrærðist að verulegu leyti I þessum þjóð- sagnakennda heimi fornaldarinnar. James Conolly var fæddur I Ulster, af fátækum kom- inn og hafði orðið að byrja að vinna fyrir sér ellefu ára að aldri. t skóla hafði hann aldrei komið, en menntast vel með sjálfsnámi. Hann varð snemma ákafur sósialisti og barðist ekki einungis fyrir irsku lýðveldi, heldur og sóliallsku trlandi. Lfkt og sveitungi hans og skoðanasystir, Bernadetta Devlin, sá hann að hin aula- lega og meiningarlausa togstreita kaþólikka og mót- mælenda, sem Bretar höfðu frá fornu fari alið á, var orðin versti þröskuldurinn I vegi tra til sjálfstæðis. Meðan hann veitti forstöðu félagsdeild Transport and General Worker's Union I Belfast, tókst honum að fá verkamenn af báðum triiarflokkum til að vinna þar saman. Einkennandi fyrir þennan þrekna, óþreytandi baráttuþjark var áminning, sem hann gaf íiðsmönnum sinum I Irish Citizen Army að kvöldi pálmasunnu- dagsins fyrir uppreisnina: „Ef við skyldum sigra, þá skuluð þið samt hafa rifflana til taks áfram, ef The Volunteers skyldu ætla sér annað en við. Munið, aö við berjumst ekki einungis fyrir stjórnmálalegu frelsi, heldur og efnahagslegu. Sleppiö því ekki rifflunum!" Hér talaði maður, sem vildi ekki einungis frjálst Ir- land, heldur og rautt trland." Morguninn annan i páskum, þegar uppreisnin hófst, hlýddi að visu allur Irish Citizen Army kalli Connollys, en sá liðsafli taldi aðeins um tvöhundruð manns. Irish Volunteers voru alls tiu þúsund og þvi miklu ógn- vænlegri á pappirunum, en nú brá svo við að aðeins tæpur tiundihluti þeirra mætti til byltingarinnar. Ástæðan var sú,að forustumenn Lýðveldisbræðra- lagsins, með Pearse i broddi fylkingar, höfðu tekið þann kost að leyna John (Eoin) MacNeill, formann framkvæmdanefndar Irish Volunteers og herráðs- foringja sama liðsafla, þeirri ákvörðun að bylting skyldi hafin. MacNeil var prófessor I forngelisku við trlandsháskóla, stórvirðuleg persóna, sem valinn hafði verið i téðar ábyrgðarstöður fyrst og fremst til að gefa sjálfboðaliðinu traustvekjandi svip i augum al- mennings, en hinsvegar var aldrei til þess ætlazt af Pearse og lélögum hans, að hann réði neinu i alvöru. Til þess var hann of friðsamur og varkár. En MacNeill komst engu að siður að þvi hvað á seyði var, ösku- reiddist að vonum og sendi út gagnskipun þess efnis, að liðsmenn Irish Volunteers skyldu heima sitja og láta herkall Pearse og félaga sem vind um eyru þjóta. Þessari skipun hlýddu ekki einungis flestir sjálf- boðaliðarnir I höfuðborginni, heldur og út um land, en fyrirhugað h'afði veríð að uppreisn yrði gerð þar á mörgum stöðum samtimis og i höfuðborginni. Þessi' skipun MacNeills hefur áreiðanlega orðið mjög örlaga- rik, þvi að þegar haft er I huga, hve lengi þessir fáu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.