Tíminn - 30.03.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.03.1972, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 30. marz 1972. TÍMINN liðsmenn Pearse og Connollys stóöu i Bretum i Dublin, er ekki gott að vita hvað þeim hefði orðið ágengt, ef gervallt lið Irish Voluteers um allt Irland hefði hlýtt herkalli beirra. Uppreisnarmenn byrjuðu á þvi að hertaka pósthúsið, þetta volduga, palladiska bákn með jónisku súlunum fyrir framan við O'Connel Street, sem venjulega er talið miðdepill borgarinnar. bar voru aðalstöðvar uppreisnarliðsins settar upp. Þar að auki hertóku upp- reisnarmenn ýmsar byggingar i hring um miðborgina, þar sem þeir hugsuðu sér að halda velli meðan kostur væri, þegar uppreisnarmenn höfðu komið sér tryggi- lega fyrir i pósthúsinu, gekk Pearse sjálfur fram á meðal súlnanna qg las upp yfirlýsingu frá POPLACHT NA H EIREANN, bráðabirgðastjórn Irlands, sem fara skyldi með völd i Iandinu unz brezki herinn hefði verið rekinn þaðan og hægt væri að láta fara fram fr jálsar kosningar. Pearse var sjálfur forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar, en undir yfirlýsinguna með honum rituðu Connolly og fimm menn aðrir, sem einnig áttu sæti i stjórninni. Fjöldi manna, sem ekki vissu hvort þeir áttu að taka þetta umstang fyrir gaman eða alvöru, hafði safnazt saman á götunni fyrir framan húsið og hlýddu lestri Pearse. Margir áheyrenda voru steinhissa, sumum var skemmt, aðrir voru hneykslaðir og. enn aðrir kærulausir. Flestir þeirra höfðu ekki hærri hugmyndir um uppreisnar- menn en svo, að þar væru á ferð hálfruglaðir sérvitr- ingar sem leggðu allt i sölurnar til að koma sjálfum sér i sviðsljósið. Afdrifarikustu mistök uppreisnarmanna i byrjun voru að þeim láðist að rjúfa fjarskiptasambandið við borgina. Leið þvi ekki á löngu áður en fréttin af upp- reisninni var komin til Lundúna, og brezka stjórnin hófst þegar handa viðað stefna liði til Dublin. Allmiklu liði var snarað yfir trlandshaf sjóleíðis og þvi skipað á land i Kingstown (nú Dun Laoghaire) sunnan megin við Dýflinnar flóa, og þaðan var það látiðmarséra inn að borginni. Lið þetta var mestanpart unglingspiltar úr iðnaðarborgum Mið-Englands, meinleysingjar, sem aldrei höfðu mannsblóð séð, og aðeins notið skammrar og ófullnægjandi þjálfunar. Þeir höfðu margir orðið sjóveikir á leiðinni yfir hafið og voru svo ruglaðir i riminu að margir þeirra héldu sig komna á land I Frakklandi: nokkrir heilsuðu fyrstu stúlkunum, sem þeír sáu á irskri grund, með „Bonjour ma'emoiselle". Þegar þeir komi inn i syðstu úthverfin, þar sem velmegandi millistéttarfólk bjó, var þeim tekið með kostum og kynjum og troðið i þá góðgerðum, og fbúarnir þökkuðu Guði fyrir þessa blessaða drengi, sem komnir voru til að taka i karphúsið brjálæðingana, sem hleypt hföðu borginni i bál. En margir ensku liðs- foringjanna tortryggðu alla Ira jafnt og bönnuðu her- Við Mount Street Bridge, þar sem leið liggur inn að miðborginni, mætti þessi liðsafli Breta fyrirsát Malones lautinants úr Irish Volunteers, sem þar hafði búið um sig i nokkrum húsum við aðeins tólfta mann. mönnunum að þiggja nokkuð af heimamönnum, þareð vel gæti skeð að reynt yrði að eitra fyrir þá. En þetta var einvalalið, sem hitti i hverju skoti, og þegar brezku hermennirnir, sem enga æfingu höfðu hlotið f að berjast i borgum ínni, þustu i þéttum fylkingum fram á meðal húsanna, voru þeir skotnir niður I hrönnum. Malone og liðsmenn hans felldu þarna og særðu á skammri stund um tvö hundruð og fimmtíu Breta, og var það næstum helmingur af öllu manntjóni þeirra i uppreisn þessari. Malone féll um siðir sjálfur, ásamt nokkrum liðsmanna sinna, en öðrum tókst að komast undan til félaga sinna inni i borg. Þegar hér var komið, á miðvikudag, hafði brezki herinn þegar slegið hring um svæði það, er uppreisnar- liðið hafði á sinu valdi, og tók nú að beita gegn þvi stór- skotaliði. Flotinn hafði sent fallbyssubát, sem bar nafnið Helga.upp i ána Liffey, sem rennur i gegnum borgina, og frá þvi fleyi tók nú sprengikúlum að rigna yfir miðborgina. Á fimmtudaginn kviknuðu þar stór bál út frá ikveikjukúlum, sem stórskotalið Breta sendi frá sér. Borgarmenn sýndu almennt furðumikiö kæru leysi og var engu likara en þeir héldu að þetta tilstand væri þeim einkum til skemmtunar, þeir flykktust út á göturnar til að horfa á hildarleikinn og fátæklingarnir úr „slömmunum" gripu tækifærið til að lappa upp á efnahaginn með þvi að rupla verzlanirnar við O'Connell Street, þvi að nú þurfti enginn að óttast lög- reglu. Kona sveipuð svörtu sjali að hætti irskra almugakvenna sást koma út út einni búðinni með fangið fullt af ránsfeng og falla á kné og biðjast fyrir er byssukúla þaut nálægt henni. Þvi næst tók hún ráns- fenginn aftur i fangið og hljóp áfram unz hún heyrði aftur þyt af kúlu, þá knéféll hún aftur i bæn og svo koll af kolli. Brezku hermennirnir voru fljótir að laga sig eftir kringumstæðunum. Þeir tóku það ráð að sækja að upp- reisnarmónnum með þvi að brjótast hús úr húsi, I stað þess að ryðjast fram eftir opnum götum, þar sem auð- velt var að fá færi á þeim. Yfirráðasvæði uppreisnar- manna minnkaði stöðugt. Eldsprengjur Breta kveiktu i pósthúsinu, en liðsmenn Connollys vörðust þar enn langa hrið, syngjandi Hermannssönginn, sem nú er þjóðsöngur Ira. Bretar héldu uppi harðri vélbyssuskot- hrið á húsið og varnarlið þess týndi ört tölunni, en það var hitinn og reykurinn frá eldinum, sem um siðir neyddi það út á götuna. Var vörn uppreisnarmanna þá að mestu þrotin, Connolly sjálfur óvigur af sárum og eftirhádegi á laugardag kom Pearse á fund Maxwells, yfirhershófðingja brezka liðsins, og undirritaði yfir- lýsingu um skilyrðislausa uppgjöf. Þá var miðborgin að miklu leyti i rústum og yfir þrettán hundruð manns fallnir og særðir. Leiðtogar uppreisnarmanna tóku örlögum sinum með ró, enda hafa þeir varla búizt við öðrum úrslitum, Eamon de Valera, siðar forseti trlands, var meðal foringja uppreisnarmanna, en Bretar þyrmdu lifi Uans sökum þess að hann var bandariskur rikisborgari. að minnsta kosti ekki eftir að MacNeill tókst að hindra útboð þeirra að mestu. Þar að auki hafði hið fámenna lið þeirra verið sárilla vopnað, sumir jafnvel orðið að bjargast við spjót, og byssurnar i eigu þeirra voru flestar Mauser-rifflar, sem framleiddir höfðu verið fyrir priissneska herinn i striðinu við Frakka 1870—'71. Þessum hólkum hafði verið smyglað inn i landið frá Þýzkalandi og þaðan hafði verið vænzt meiri hjálpar, en eftir vonbrigðin með Irana i upphafi striðsins voru Þjóðverjar frá þvi snúnir að gefa hugsanlegum upp- reisnarmönnum nokkurn gaum. A þvi lék ekki vafi, að samúð meirihluta borgarbúa var með brezka hernum. Þegar hinir föngnu up- preisnarmenn voru reknir gegnum borgina til fanga- búða, hrópaði múgurinn, sem virti þá fyrir sér af gang- stéttunum: „Skjótið svikarana!" og „Rekið byssu- stingina i þorparana!" I sumum hverfum grýtti kven- fólkið hinar föngnu frelsishetjur lands sins með skemmdum kartöflum og steypti yfir þá úr hland- koppum. Brezku yfirvöldin höfðu þvi fulla ástæðu til að ætla, að almenningur i Irlandi myndi fagna þvi að upp- reisnarmönnum yrði refsað af engri miskunn. En þar skjátlaðist þeim hrapallega, og sá misskiln- ingur kostaði Breta völdin i þessu landi, sem þeir höfðu rikt yfir i sjöaldir. En fjöldasálin er nú einu sinni óút- reiknanlegt fyrirbrigði, sem aldrei er sjálfri sér sam- kvæm og bregst sjaldan við rökrétt, og á þvi hafa fleiri flaskað en brezkir ráðamenn. Pearse, Connolly og tólf aðrir helztu foringjar uppreisnarmanna voru dæmdir til dauða og skotnir, og aðrir uppreisnarmenn lokaðir inni i fangabúðum. A hinn bóginn hafði uppreisnin ýtt svo við brezku stjórninni, að hún taldi ekki óhætt að fresta þvi lengur að koma heimastjórninni fyrir Irland á laggirnar. Þetta tvennt, harka brezku herstjórnarinnar gagn- vart uppreisnarmönnum og i annan stað vaxandi undanlátssemi brezku stjórnarinnar, olli gagngerðri hugarfarsbreytingu hjá irskum almenningi. Mönnum þótti sem herinn gengi fulllangt i refsingunum og þar að auki hafði nú sýnt sig að uppreisnarmenn höfðu á einni viku knúið Bretastjórn til meiri undanlátssemi en Redmónd og hans likum hafði tekizt á mörgum^árum með friðsamlegum fortölum. Tilboð brezku stjórnarinnar um að flýta heima- stjórninni varð þó til einskis, þar eð Carson og mót- mælendur hans i norðrinu voru jafn ósveigjanlegir og nokkru sinni fyrr. I suðurhluta landsins leiddi sú þrjózka til þess, að þeim aðilum, sem kröfðust fulls að- skilnaðar við Bretland, jókst stöðugt fiskur um hrygg. Páskauppreisnin hafði kennt Irum að .aflbeiting gat haft skjótan árangur i för með sér. Pearse, Connolly og félagar þeirra, sem I lifanda lifi höfðu verið taldir ofstækisfullir sérgæðingar, voru löngu orðnir dýrlingar og pislarvottar i augum alþjóðar, er lýst var yfir stofnun írska fririkisins i árslok 1921. MASSEYFERGUSON MF13S ávalít í fararhroddí! Mest selda dróttarvélin, jafnt á íslandi sem og í öSrum löndum, Fjölbreyttur tœknilegur búnaSur, mikil dráttarhcefni, litil eigin þyngd (minni jarSvegsþjöppun) og traust bygging. Perkins dieselvélin tryggir hámarks gangöryggi, áriS um kring, ¦* hvernig sem viSrar. SUÐURLANDSBRAUT32 Slmi 38540 J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.