Tíminn - 30.03.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 30.03.1972, Blaðsíða 10
TO TÍMINN Fimmtudagur 30. marz 1972. Fimmtudagur 30. marz 1972. TÍMINN n Morgun siöla i september. Ég vaknaði kl. 6. Enn var svarta- myrkur. Regnið buldi á þakinu. Það olli mér nokkrum von- brigðum. Ekki skyldi það þó látið á sig fá. Veðrið gat breytzt til batnaðar meö birtingunni eða þá um hádegið, sem var enn lik- legra. Sjálfsagt að vera bjart- sýnn. Og ég fann, að fögnuður minn yfir væntanlegu ferðalagi var meiri en svo, að veðurlagið fengi þar nokkru um breytt. En hvaða ferðalag var þetta þá, sem fyrir lá hjá mér þennan regnsvala septembermorgunn? Jú, það var réttarferð og hún ekkert smá i sniðum, Ég var ekki nema 11 ára, en þó fannst mér ég enginn viðvaningur lengur i slik- um ferðalögum. Tvö undanfarin haust hafði ég fengið að fara með afa minum i Silfrastaðarétt, sem eins og ýmsir vita, er skiíarétt fyrir meginhluta Akrahrepps. það voru dýrlegir dagar og ýmis atvik frá þeim hafa mér ekki úr minni liðið siðan. En hér var annað og meira i gerð. í dag skyldi farið i Mælifellsrétt, á morgun i Stafnsrétt og á þriðja degi haldið heim. Auðvitað var eftirvænting min einkum bundin við Stafnsrétt. Það var nú ekki aðeins, að hún væri i annari sýslu, en það eitt fyrir sig, að koma i annað hérað, var ekki svo litill viðburður. Það var fyrir 11 ára snáða þá ekkert minna ævintýri en ferð til annars lands nú. Hún var auk þess, á þeim árum, talin með allra fjárflestu réttum lands- ins. Ég hafði heyrt piltana heima, sem sumir hverjir höfðu farið mörg haust i Stafnsrétt, tala um réttardaginn þar i þeim tóni að mér skildist að hann mundi, að þeirra áliti, vera einn af helztu hátiðisdögum ársins. Raunar voru Stafnsréttardagarnir tveir, þvi að stóðið var.jéttað á mið- vikudag en sauðféð á fimmtudag. Kom þetta alveg heim við aðrar mestu hátiðir ársins, þvi þar fara saman tveir helgir dagar, þótt af öðrum ástæöum sé og ólikum. Ég var fljótur að tygja mig og fá mér matarbita. Hestarnir höfðu verið látnir inn kvöldið áður og voru þvi til taks. Við stigum nú á bak og riðum sem leið liggur suður túnið, yfir Suðurkvislina, sem ekki var nema • neðan á siður, fram Borgareyjuna austanverða, fram Hólminn, yfir Svartána hjá Skip- hól og siðan Neðribyggðarveginn til Mælifellsréttar. Þetta er all- löng leið, en krókalitil og reið- vegur ágætur, viðast hvar. Okkur skilaði þvi ágætlega, enda vel rið- andi. Smám saman birti en ekki létti rigningunni að heldur. Skárra var þó að hafa hana i bakið. Ekki höfðum við vatnsheld hlífðarföt utan vaðstigvél, en vorum að öðru leyti skjóliega búnir. Þó fór það svo, að áður en leiðin fram i Mæli- fellsrétt var hálfnuð, vorum við orðnir holdvotir á bakinu, rass- blautir og farið að renna ofan i stigvélin. Er að réttinni kom byrjuðum við á þvi að spretta af hestunum og fengum okkur svo matarbita, sunnan undir réttarveggnum. Ekki var það nú beinlinis ánægju- legt borðhald i ausandi rigning- unni. I réttinni var margt um manninn og mikill fjárfjöldi, enda samankomið fé úr þeim viðlenda Lýtingsstaðahreppi, miklum hluta Seyluhrepps og einum bæ utan úr Hegranesi, Eyhildarholti. Maður heimanað var fyrir I rétt- inni og byrjaður að draga. Ég varð i svip fyrir nokkrum von- brigðum þegar ég sá hvað margt fé var komið i dilkinn. Ég var mesta kindasál, þekkti allar ærnar heima með nöfnum, eins og titt er um krakka og unglinga til sveita, og vildi verða fyrstur til þess að heilsa upp á sem flesta þessa kunningja mina nú þegar þeir kæmu heim úr sumardvöl- inni á heiðunum. En mér létti þegar ég leit yfir dilkinn og sá, að fæst af þvi fé, sem þar var, mundi vera heimanað. Datt mér fyrst i hug að dilkurinn hefði opnazt og ókunnugt fé runnið inn i hann. En brátt áttaði ég mig á, að við Ey- hildarholtsmenn höfðum sam- eiginlegan dilk með mönnum úr Vallhólminum. Þar var þá fengin skýringin á ókunnuga fénu i dilknum. Mér var hrollkalt eftir matinn enda mátti heita að ég væri gegn- blautur orðinn frá hvirfli til ilja. En ég huggaði mig við, að mér mundi brátt hitna á þvi að stymp- ast við féð. Sú varð lika raunin á. Fátt manna þekkti ég við réttina, en þar voru margir strákar á minu reki. Og þarna i ausandi rigningunni innan um féð tókust nú min fyrstu kynni við suma þeirra, sem siðan áttu eftir að aukast og treystast við ýmiss konar samfundi undir margvis- legum kringumstæðum. Dagur- inn leið og leið fljótt. Ég fann ekki fyrir þreytu né bleytu, aðeins fögnuði yfir þvi, hvað lifið var skemmtilegt. Og hugmyndin var að vera i Stafnsrétt á morgun. Til álita kom, hvort fara ætti vestur I kvöld eða snemma i fyrramálið. Ég lagði ekki til mála, enda eðli- lega ekki spurður ráða, en með sjálfum mér vonaði ég að farið yrði i kvöld, svo ég gæti verið við- staddur strax og dráttur byrjaði vestra að morgni. Rigningunni hafði nú lika loks létt og þótt ekki væri á mér þurr þráður þá mundi skrokkurinn á mér sjá fyrir þvi að þurrka a.m.k. nærfötin, á leiðinni vestur. Með öðru móti yrðu þau varla hvort sem var þurrkuð I þessu ferðalagi. Loks var ákveöið að fara vestur. Og undir kvöldið, þegar orðið var meira en hálfrökkvað, kvaddi ég Mælifellsréttina. 1 för með okkur pabba slógust þeir Sigurður Óskarsson, nú bóndi I Krossanesi i Vallhólmi, góð- frægur Skágfirðingur og hesta- maður, sem ég siðar átti eftir að eiga með margar ánægjustundir, og Hannes Hannesson á Daufá, nú látinn fyrir allmörgum árum. Veður var fremur stillt en komið nokkurt frost. Tók brátt að setja að mér nokkurn hroll og kveið ég sannast að segja hálfvegis fyrir ferðinni vestur yfir fjallið. Leiðin var drjúglöng og ég þóttist vita, að ekki yrði unnt að fara nema hægt i myrkrinu, eftir óglöggum og sleipum moldargötunum. Þegar komið var upp að Mæli- fellsá, sem er seinasti bærinn, sem farið er hjá áður en lagt er á Mælifellsdalinn, minntist Hannes á það, að ástæðulitið væri nú að vera að strekkja vestur i kvöld, en skynsamlegra að leita gistingar á Mælifellsá og fara heldur meðbirtingu i fyrramálið. Liðið yrði lika á nótt þegar vestur kæmi og þá ætti eftir að finna náttstað. Ekki kvaðst pabbi kviða þvi. Opið mundi hús hjá Guð- mundi á Fossum, að venju, en hins vegar væri nú strákurinn ekki vel búinn undir langa nætur ferð i frosti, allur hundrennandi. Sigurður óskarsson lagði ekki orð i belg en kvað við raust snjalla visu, sem hann óefað hefur sjálfur ort. Sagðist þó, að loknum kveðskapnum, ekki mundi skilj- ast við þá félaga, hvort sem áfram yrði haldið eða numið staðar. Varð sú niðurstaða, að gist skyldi á Mælifellsá. A Mælifellsá bjuggu þá og lengi siðan sæmdarhjónin Jóhann Magnússon frá Gilhaga og Lovisa Sveinsdóttir, Gunnarssonar frá Mælifellsá. Tóku þau okkur tveim höndum og sögðu gistingu sjálf- sagða, en þröngt yrðu menn að liggja og var það mér ekki un- drunarefni, þvi Mælifells- árbærinn var bókstaflega troð- fullur af mönnum, sem allir ætl- uðu vestur i Stafnsrétt, en ekki fyrr en með morgninum. Settist nú allir bærinn að kaffi- og brennivinsdrykkju, en Lovisa var á þönum með kaffikönnuna og fyllti hvern bolla jafnskjótt og i honum. lækkaði. Og til þess að tryggja það, að ekki yrði töf á veitingunum, var jafnan helt upp á aðra kaffikönnu meðan rennt var úr hinni. Og nóttin leið við samræður, kveðskap og söng. Það varð ekki séð né heyrt á þess- um mönnum, að þeir væru, nú á haustnóttum, langþreyttir eftir 12—14 tima vinnu flesta daga sumarsins. Þeir virtustust þvert á móti heilshugar geta tekið undir með sýslunga sinum, skáld- bóndanum frá Viðimýrarseli: „Hver er alltof uppgefinn, eina nótt að kveða og vaka?” Loks sýndist mönnum þó mál til þess komið að taka á sig náðir. Ekki var viðlit,að allir gætu hafzt við i bænum, þótt legið væri hlið við hlið. En skammt utan við Mælifellsá er býlið Mælihóll eða Ytri-Mælifellsá. Það var þá i eyði en hús heilleg. 1 þeim gistu nú ýmsir, þar á meðal við pabbi. Kalt var að sjálfsögðu i eyði- bænum, en þar sem frænku minni Lovisu mun að vonum hafa sýnzt ég óburðugastur gesta hennar þetta réttardagskvöld, fékk hún pabba sæng til þess að breiða ofan á mig. Föt min voru nú tekin að þorna og innan stundar var ég sofnaður. Fyrsti dagur þess ferðalags, sem til hafði verið hlakkað allan seinnipart sumars- ins, var að baki. A sama hátt og dagurinn i gær hafði verið kvaddur með kaffi- drykkju hjá þeim Mælifellsár- hjónum var nú nýjum degi heilsað. Við pabbi munum hafa orðið fyrstir af stað, ásamt Simoni i Goðdölum. Yfir Blöndu- hliðarfjöllum vottaði fyrir dags- brúninni, enn var þó myrkur. Orkomulaust var en skýjað, norðankul leiddi inn með Efri- byggðarfjöllunum. Við fórum rólega þar til birti. Er fram i Skeiðhvamminn kom var farið að skima. Þá var sprett úr spori. Annað þykir ekki hæfa i Skeið- hvammi. Úr honum er bratt upp i Kiðaskarðið og . teymdum við hestana. Tók nú að dimma að með éljum og þegar kom vestur hjá Tröllakirkju, sem er hrika- legur en svipmikill hnjúkur sunn- an megin Skarðsins, var snjó- koman orðin samfelld og mjög dimmt. Atti nú sagan frá i gær að endurtaka sig? Skyldi einnig i dag verða úrfelli, ekki einasta rign- ing, heldur hrið? ,,Ég hefi enga trú á þvi að þessi andskoti nái inn I Svartárdalinn”, sagði Simon og spýtti um tönn. „Það er auðvitsð helvitis hriðarveður úti i Langadal en það skiptir um hjá Bólstaðarhlið”, bætti hann við. Ég kynntist þvi siöar, að Simon hafði hressilegt tungutax. ug satt var íika oröiö hjá honum. Þegar kom vestur á Flóann var hriðarlaust. Og allt i einu blasti Svartárdalurinn við af Stafnsbrekkubrúnunum. Mér sýndist dalurinn fyrst eins og stór skurður, með læk i botninum. Ég pekkti ekki annað en fangvidd Skagafjarðar. Mér hafði aldrei til hugar komið, að til gæti verið svona aðkreppt sveit. Stórt svæði þarna niðri á skurðbotninum sýndist mér þakið ljósleitum smásteinum. Það tók mig góða stund að átta mig á, að þetta var fjársafniðen ekki steinar. Og ekki var ofsögum sagt af f járfjölda við Stafnsrétt. Slikan grúa hafði ég aldrei áður augum litið og ekki látið mér detta i hug að hann væri til á einum stað. Og brátt vorum við á botni „skurðsins”. Þráður draumur hafði rætzt, ég var kominn i þá frægu Stafnsrétt. Og i Svartár- dalnum var sólskin og hiti. Simon vissi hvað hann söng. Við sprett- um af hestunum og heftum þá. Tjöld gangnamanna voru á grundinni sunnan við réttina, upp undir brekkufætinum. Maður rak höfuðið út um dyr eins þeirra og spurði hvort við værum að koma „að norðan”. Jú, við vorum að koma „að norðan”. Hann bauð kaffi. Það var auðvitað þegið af þeim pabba og Simoni en mér var ekki meira en svo um þetta góða boð. Ég var til alls annars frekar kominn i Stafnrétt en að sitja inni i tjaldi og drekka kaffi. Sá, sem i kaffið bauð, var Sigmar á Steins- stöðum i Tungusveit. Leit ég hann nú I fyrsta skiptið, þann öðlings- mann, en seinna átti ég eftir að dveljast á heimili hans part úr tveimur vorum, þegar ég var við sundnám á Reykjum i Tungu- sveit, — og leið þar vel. Með Sig- mari voru i tjaldinu tveir ungir menn, Páll á Starrastöðum, siðar bóndi þar og Sigfús á Nautabúi, nú búsettur i Reykjavik og verk- stjóri hjá Rafmagnsveitum rikis- ins. Og svo hófst fjárdrátturinn. Stafnsrétt er löng og mjó. Dilkur okkar frá Eyhildarholti, — en við vorum i dilksfélagi með sömu mönnum og i Mælifellsrétt, — var við austurenda réttarinnar. Fyrir bragðið var drátturinn erfiðari, enda forin i réttinni með ólikind- um, eðjan þung og limkennd tók mönnum i miðjan legg. Heyrði ég pabba segja það við Harald á Völlum, að aldrei fyrr hefði hann orðið þvi feginn i réttum að fá að standa i dyrum. Bót var i máli, að eldri ærnar, ýmsar, virtust vita hvar dilksins var að leita og komu sjálfar I nánd við dyr hans. En það var^fléira, sem athygli mina vakti en fjárfjöldinn i Stafnsrétt og hið nýstárlega um- hverfi. Aldrei hafði ég heyrt jafn- mikið sungið. Ekki var nóg með það, að smáhópar manna væru syngjandi i almenningnum innan um féð og uppi á réttarveggjun- um, heldur fór þarna fram karla- kórssöngur, eftir öllum kúnstar- innar reglum. Það voru nefnilega samankomnir þarna söngmenn úr tveimur karlakórum, Heimi i Skagafirði og Karlakór Ból- staðarhlíðarhrépps, ásamt söng- stjórum beggja kóranna, Jóni Björnssyni, þá bónda i Brekku nú á Hafsteinsstöðum og Gisla heitnum Jónssyni frá Eyvindar- stöðum i Blöndudal. Þeir kvöddu nú saman liðssveitir sinar, stilltu þeim upp norðan við réttina og kórarnir hófu að syngja, fyrst hvor kór fyrir sig og siðan sam- eiginlega og stjórnuðu þeir Jón og Gisli þá til skiptis. Ekki hafði mig óraðfyrir þvi, að I Stafnsrétt tiðk- aðist slikt tónleikahald. t Stafnsrétt: Safnið er að byrja að renna til réttarinnar i byrjun réttardags. Séð yfir Svartá. Mælifellshnúkur i baksýn. Norðan viö hann er fariö vestur til Stafnsréttar, en Mælifellsrétt er á eyrunum aðeins lengra til vinstri en myndin sýnir. Dásamlegur dagur leið nú að kvöldi. Akveðið var að reka féð um kvöldið og nóttina út i Vala- dal. Allmargt fé var enn ódregið, er við fórum en menn urðu eftir til að hirða það. Féð var heimfúst og rakst vel út Svartárdalinn, enda rekstrarmenn margir. Úti hjá Hvammi var rekið upp á fjallið. Er þangað kom var skollið á myrkur. Við bættist ærin ófærð, þvi að snjóað hafði á fjallinu. Hægviðri var og með nóttinni gerði allskarpt frost. Féð gerðist latrækt og ein og ein kind gafst jafnvel upp. Þá voru þær teknar á hnakknefin. Man ég, að pabbi reiddi veturgamla gimbur, sem hann átti, akfeita og niðþunga. Hét sú Heillin og átti eftir að verða afbragðs ær. En Þyrill gamli kafaði ófærðina með tvö- falda byrði á bakinu, bruddi mél- in og þótti færðin sækjast seint. Út i Valadal var komið siðla nætur. Lengra var ekki farið um nóttina en féð sett i girðingu og skyldi svo dregið sundur að morgni. Þau Valadalshjón voru á fótum. Kaffiilminn lagði um húsið. Þess mun óspart hafa verið neytt, en á meðan leið ég út af með tónlist liðins dags fyrir fyrunum: jarm fjárins og söng kóranna i einum óaðgreinanlegum, ógleyman- legum hljómi, hljómi Stafns- réttar. Magnús II. Gislason. Jóliann Magnússon. TÍGRIS straufría sængurfataefnið er nú fyrirliggjandi í mörg- um mynztrum og litum. Einnig í saumuðum settum. Kærkomin gjöf, hverj- um sem hlýtur. Sparið húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægilega og lífgið upp á litina í svefnherberginu. Reynið Night and Day og sannfærizt. |_ Samband isl. samvinnufélaga_J INNFLUTNINGSDEILD

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.