Tíminn - 30.03.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 30.03.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 30. marz 1972. Snjólaug Bragadóttir: Er það tízka? Er það upphaf rómantizku bylgjunnar, sem sagt er, að sé að skella yfir heiminn? Kannski er það sérvizka, eða þá bara þorf fyrir eitthvað, sem hlýjar i manni sálina. Nú sjálf- sagt er það að einhverju leyti þjóðlegheit. Hvað þá??? Þetta „það" sem rekur nútima tslendinga niður i kjallara- geymslurnar sinar, upp á hana- bjálkann, á fornsölur, út um sveitir, eða guð má vita hvert, til að leita sér að gömlum rokk, aldargamalli búrkistu, svörtum járnpotti með þremur litlum fót- um, eða einhverju i þeim dúr. Sá, sem ekki á eitthvað af þessu tagi i stofunni hjá sér, getur varla talizt samræðuhæfur. Hreintekki ,,með". Erfitt aö skilgreina. Ég ætla alls ekki að reyna að svara spurningunum hér að framan, en það sakar ekki að lita aðeins nánar á þær. Tizka? Ef ,,það" er tizka, þá hagar hún sér ekki eins og tizka gerir, blossar upp, heltekur alla og deyr svo út á nokkrum mánuðum. Það fyrir- brigði, að safna gömlum munum, hefur verið þekkt i áratugi, en þó ekki verið almennt á Islandi, nema nú siðasta áratuginn eða svo. Þetta með rómantikina er nokkru sennilegra. Fyllumst við ekki einhverri viðkvæmni, þegar við strjúkum fingrunum eftir fall- egum, gömlum úrskurði á stól- baki? ,,En sjarmerandi" hefur lika oft heyrzt sagt um renndar lappir á gömlu, klunnalegu borði. Ekki veit ég, hvað er svona rómantiskt við þetta, það er það bara. Gamall, renndur viður hefur einhver áhrif á mann. Þriðja spurningin var sérvizka. Nú árið 1972, er varla um hana að ræða i þessu sambandi. Fyrir 12—15 árum var það talið sér- vizka, að safna að sér gömlu „drasli" eins og það var þá kallað. Nú heitir það „antik". Sérvizka er nefnilega þess eðlis, að hún hættir að vera sérvizka, um leið og of margir hafa tileink- aö ser hana. borðstofuhúsgögn eða eitthvað slikt, á uppboði fyrir 15—20 árum. Þau hafa svo bara „verið þarna" siðan, en óðlast nú skyndilega nýtt lif og verða tugþúsunda virði. Heyrt hef ég margar skemmti- legar sögur um, hvað lagt hefur verið á sig til að ,,ná i" gamlan hlut, sem hugurinn girntist. Gamalt kerruhjól var sótt á Fólksvagni langt austur i sveitir, ung stúlka sótti 100 punda, kol- ryðgað lóð út i móa og dröslaði þvi með harmkvælum að bilnum og þannig má lengi telja. En til hvers innbrotsþjófurinn, sem brauzt inn i gamalt mannlaust hús, hefur annars gert það, þá hafði hann áreiðanlega „antik- kúltúr" þvi hann hafði á brott með sér alla útflúruðu hurðar- húnana og sagaði handriðið vand- lega af stiganum upp á loftið. Það var fagurlega útskorið. _J. Gamalt og nýtt saman. Það er miklu meira verk fyrir húsmóður nú á timum, að þrifa stofu, sem full er af gömlum munum, en „nýtizku" hús- gögnum. Bæði vegna þess og af öðrum ástæðum, eru margir, sem láta sér nægja, að eiga einn eða tvo gamla muni og þeir eru þá oftast mikilfenglegir. — Þetta passar alls ekki, hefur maður oft heyrt. — Annað hvort á allt að vera gamalt, eða allt nýtt. Sjálf tel ég þetta mestu vitleysu. Gömul húsgögn og ný geta farið mjög vel saman, eins og raunar andstæður i ýmsu öðru. Það krefst að visu smekks, að setja fagurlega útskorinn, fornfálegan ruggustól við hliðina á stærð- fræðilega útreiknuðu borði úr stáli og gleri, eri'til dæmis i réttri lýsingu laða þessir hlutir fram það fagra og listræna hvor i öðrum. Stór svartur vatnsketill, getur lika sett „punktinn yfir i-ið" i nýtizku harðplasteldhúsi, sé hann nógu gamall og „ljótur". Nýtt í gömlum stil. Þeir, sem vitá hafa á „biss- niss" framleiða nú i stórum stil „ömmustóla" renndar glugga- tjaldastengur, gamaldags ljósa- krónur og „oliulampa" fyrir raf- magn. Meira að segja er hægt að kaupa gerviarin með gervieldi. Þetta er allt gott og blessað, þvi margir eru aðeins að hugsa um „stilinn" en ekki verðgildið. Hinir, sem vilja aðeins Gamla dótið og rómantík- in í híbýlum manna Ylur i sálina. Næst minntist ég á hlýju i sál- ina. Areiðanlega veitir ekki af á þessum efnishyggjutimum. Undanfarinn áratug höfum við verið umkringd „nýtizku" hlut- um, húsum, húsgögnum og smá- hlutum til prýði og nota, sem flestir eiga það sameiginlegt, að vera úr köldum, hörðum gervi- efnum, með sléttum flötum og hvössum hornum. Til lengdar hefur þetta áhrif á okkur, sálin verður svona líka. Hvort sem hún hefur nú aðsetur i heilanum eða hjartanu, er alveg áreiðanlegt, að hvorugur staðurinn er ferkantað- ur og áreiðanlega ekki kaldur. Augunum sem eru jú spegill sálarinnar, fellur miklu betur að horfa á eitthvað „ljúflega" lagað en kantað og kuldalegt. En þar sem ég er ekki sálfræðingur, hætti ég mér ekki lengra i þessa áttina, en ég veit, að manni hlýn- ar i sálina, einhvern veginn, við að eyða kvöldstund i þægilegum, gömlum ruggustói, i „gamal- dags" stofu, við logandi ljós. Þetta er einmitt það, sem svo margir eru farnir að gera. Til hvers? Ekki fínt að vera fínn. Fyrir ekki mjög mörgum árum þótti ákaflega „fint" að eiga allt samkvæmt nýjustu tizku, þessari köntuðu, sem ég minntist á áðan. Þá sat fólk i afborgunarvixlum upp fyrir haus, frekar en að eiga ekki nýtizku sófasett og harð- viðarvegg. Unga fólkið, sem nú er að setja saman heimili, kærir sig kollótt um þetta. Það vill bara eiga þægilega stóla og borð til að borða við. Iðulega eru það afi og amma, sem gefa eitthvað af sinu og þannig byrjar búskapurinn. Kunningjarnir koma i heimsókn, finnst þetta „sniðugt" og svo fóru ailir að safna gömlum hús- gögnum. Minnst af þessum munum er þó hægt að kalla „antik", en unga fólkið er ekki að velta fyrir sér, hvað sé fint og ekki fint. Hins vegar eru þeir eldri, sem átt hafa „finustu" heimilin, nú sem óðast að „endurnýja" þau og þá með „finum", gömlum hús- gögnum, raunverulegum „an- tik"-munum. Gömul hús hafa sál. Nú biða margir, einkum menntamenn og listamenn með fulla vasa fjár, eftir að fallegt, gamait hús verði til sölu. Margir vilja staðgreiða, en þeir, sem eiga slik hús, eru farnir að gera sér grein fyrir eftirspurninni og þvi minnkar framboðið. Athyglisvert er, að þeir, sem eru hvað ákafastir i gömlu, bárujárns- klæddu timburhúsin með út- skornu upsunum og gluggasyllun- um, eru einmitt arkitektarnir, sem siðustu áratugina hafa hamast við að teikna „súper- móðins" steinkassa utan um okkur hin. Þessar upplýsingar hef ég úr óformlegu spjalli við kunningja minn, sem er fasteignasali og vonandi misvirðir hann það ekki. Þá kemur mér lika i hug samtal, sem ég átti fyrir nokkrum árum við innanhússarkitekt. Það var draumur þeirra hjóna, að eignast gamalthúsmeðstigum. — Gömul hús hafa sál, sagði arkitektinn. — Það brakar i hverjum viði á sinn hátt. Þá er aftur vertaðhugsa um þetta með sálina. Þögulir rokkar. t upphafi minntist ég á rokka. Þeir voru einmitt eitt af fyrstu „stóðutáknum" hinnar breyttu stefnu. Sá, sem gat eignast gamlan rokk, hélt i hann dauða- haldi, bara af þvi allir hinir vildu eignast rokk. Engu máli skipti, hvort honum sjálfum fannst eitt- hvað til rokksins koma. Þá dettur mér i hug svolitil saga sem kona á niræðisaldri sagði mér um daginn. Hún kom á heimili ungra hjóna, sem áttu „allt" og rak þar augun i gamlan rokk á heiðurs- stað i stofunni. Gömlu konunni hlýnaði um hjartaræturnar af ræktarseminni og fór að skoða þennan velþekkta fornvin sinn. En þá kom i ljós, að smala- stelpuna vantaði, sömuleiðis snúrurnar og snældan sneri öfugt. — Má ég ekki snúa snældunni við? spurði gamla konan, sem féll þetta illa. Húsmóðirin bað hana blessaða að gera það, kvaðst ekk- ert vita um rokka, bara eiga þennan, til að láta öfunda sig. Svona er nú það. En gamlir rokkar eru núna eitt það eftirsótt- asta, ásamt búrkistunum. Sem betur fer, er ekki mjög mikið til af þessu, en allir sem eiga það, gera sér nú orðið grein fyrir að það er eitthvað sérstakt, þó ekki sé nema af þvi aðrir vilja eiga það. Söfnunaræðið. Undanfarið hafa vafalaust margir gert sér ferð i kjallara- geymslurnar eða háaloftið til að vita, hvort þar fyndist ekki eitt- hvað gamalt. Fólk veit ég lika um, sem hefur brugðið sér út um sveitir, til að aðgæta „hvort ekki væri eitthvað sem þyrfti að fleygja", á bæjunum. Margir hafa komið sigrihrósandi með járnpotta, kaffikvarnir, oliu- lampa, straujárn með tungu, kvarnarsteina og jafnvel litla kolaofna, sem tekið hefur daga og vikur að þrifa og pússa, áður en þeir urðu stofuhæfir. Einhverjir hafa vafalaust rifið i hár sér yfir asnaskapnum að henda gömlu klukkunni hans afa, sem hætt var að ganga, eða selja sófasettið með „plus"-áklæðinu fyrir 10 árum, til að fá sér nýtt. Við munum kannski allt i einu eftir kistunni, sem pabbi geymdi verkfærin sin i i kjallaranum. Ef hún er ekki komin á haugana, drögum við hana fram i dags- ljósið, málum hana og fáum henni heiðurssess i ibúðinni. Til er fólk, sem slysaðist „svo sem af engu" til að kaupa gömul „ósvikna vöru" telja þetta bara rusl og eftirlikingar og fussa við þvi. Vissulega eru það eftirliking- ar, en það er algjör misskilningur að kalla það rusl. Þetta eru dýrar vörur og fallegar. En talandi um eftirlikingar, þá eru þær alls stað- ar, lika hjá þeim, sem vilja „ósvikið". Til dæmis eftirprent- anir frægra málverka stytta af Venusi frá Milo. Upprunalega eintakið er einfaldlega ekki til sölu og myndi heldur ekki nægja handa öllum, sem vilja eiga það. Er kannski reginfirra að ætla, að þetta sé, að hafi upprunalega ver- ið tilfellið með nýju „ömmustól- ana" og það allt?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.