Tíminn - 30.03.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 30.03.1972, Blaðsíða 13
i - Fimmtudagur 30. marz 1972. TÍMINN 13 Fornsölur. Erlendis hafa fornsölur sprottið upp eins og sveppir á haugi og fornsalar lifa þar i vellystingum praktuglega nú til dags, þó þeir séu margir við sömu götuna. Fornsölur eru nokkrar i Reyk- javik, eða eru að minnsta kosti nefndar svo, þó litið sé þar um raunverulega forngripi. Nema ef einhver hefur hug á að kaupa nokkra divana og geyma i 100 ár. Ein eða tvær verzlanir hér selja þó „antik" en einhverra hluta vegna virðist verzlunin ekki mjög blómleg, ef dæma má eftir stærð og glæsileika auglýsinga þeirra i blöðunum. ósennilegt er, að hér á fslandi sé mikið framboð af raunverulegum gömlum og verð- mætum húsgögnum. Ætli við höfum ekki farið með það litla, sem einhvern tima var til, á svip- aðan hátt og handritin, þegar kuldi og sultur voru að kremja úr okkur liftóruna. „Lands- höfðingjaskrifborð" og eitthvað slikt, ásamt virðulegri ættartölu, hefur þó verið hér á boðstólnum, en venjulegir Islendingar hafa orðið að láta sér nægja að horfa á það, fremur en leggja sál sina að veði til að geta eignazt slikt. Falsaðir forngripir. Þá erum við komin að verðinu á raunverulegum og ósviknum „antik"-munum. Það eru ekki nema auðjöfrar, sem hafa efni á að raða þeim i hibýli sin. Innbrotsþjófurinn islenzki, hef- ur sennilega aðeins ætlað að ylja svolitið i sér sálina, þegar hann féll fyrir handriðinu, en það eru til menn erlendis, sem gerzt hafa stórum óheiðarlegri til að ylja upp i sálum annarra. Upp hefur komizt um umfangs- mikil forngripasvik. Cbreyttir smiðir tóku sig til og smiðuðu húsgögn i gömlum stil, boruðu göt i tréverkið, þau áttu að vera eftir trjámaðk, helltu sýrum yfir áklæði og útskurð, spörkuðu, börðu og sviðu, skálduðu gjarnan smápistil um löngu dauðan héraðshöfðingja, sem gerði einkason sinn arflausan vegna ástar hans á fjósamannsdóttur- inni eða eitthvað slíkt. Með tárin i augunum, komu smiðirnir svo „arfinum" I verð og margur auðkýfingurinn tapaði stór- fúlgum. Auövitað eru Hka til falsaðir forngripir, sem ganga kaupum og sölum I dag. Ef ein- hver skyldi komast að þvi, að hann hafi keypt köttinn I sekkn- um, opinberar hann ekki heimsku sina, með þvi að tilkynna það, veizlugestirnir fá bara söguna, sem hann trúði og svo eru allir ánægðir. islenzk arfleifð. Við hér norður á tslandi erum litið að velta fyrir okkur, hvort hlutirnir séu raunverulega verð- mætir, það er allt I lagi, bara ef þeir eru gamlir, þótt engin ættar- tala fylgi. Einhvern tima kemur kannski að þvl að við öðlumst „antikkúltúrinn" og þykjumst ekki menn með mönnum, nema eiga „landshöfðingjaskrifborð" eða „stiftamtmannsljósakrónu" með ættartölu. En þangað til skulum við endilega safna að okkur rokkunum og búrkistunum, sem langafar okkar smiðuðu, að ekki sé minnzt á snældustokka og strokka, sem lokið hafa sinu hlut- verki. Afkomendur okkar verða áreiðanlega þakklátir fyrir að eiga þær perlur á heimilum slnum, þegar verzlanirnar verða fullar af fjöldaframleiddum ,,is- lenzkum forngripum" úr er- lendum hráefnum. Snjólaug Bragadóttir. UR OG SKARTGRIPIR KCRNELÍUS JONSSON SKÚLAVÖR0USTIG8 BANKASTRÆTI6 rf-»18588-18600 Jón Grétar Sigurðsson héraðsdómslögmaður Skólavörðustlg 12 Slmi 18783 I ^i4444 WfllfíDIR BILALEIGA HVJERFISGÖTU 103 YWiSendiferðabifreið-VW 5 manna-VWsvefnvagn VW 9manna-Landrover 7manna OT>STOÆ& Já — Scout II er allt sem þér óskið — sterkur og þœgilegur ferðabíll. Hvað segja þeir, sem eiga eldri Scout? Þetta er sérstaklega traustur og endingargóður bíll, ryðgar ekki og viðhaldskostnaður í lágmarki. Varla er völ á þægilegri bíl til ferðalaga. Vara-hluta þjón- ustan er góð og þegar ég endurnýja óska ég eftir Scout. Hvað segja þeir, sem eiga nýjan Scout II? Hefði ekki trúað því að óreyndu, hvað bíllinn er góður, stöðugur á vegi, kraftmik- ill og rúmgóður, auk vandaðrar yf irbyggingar og þæginda. Þóttsá eldri haf i verið góður, eru breytingartil batnaðar í Scout II ótrúlega miklar. ISTÆRSTI FRAMLEIOANDI HEIMSINS Á BÍLUM, BÚ-OG VINNUVÉLUM... Inta nallonal SIMI BUVORUDEILDAR ER 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.